Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 8:30 Mæting / skráning 9:00 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi Ávarp frá umhverfis- og loftlagsráðuneyti Póllands KeyGeotermal - Beata Kepinska, Baldur Pétursson Þróun jarðhita á Íslandi, Marta Rós Karlsdóttir, Orkustofnun Þróun jarðhita í Póllandi, Beata Kepinska, MEERI PAAS Kynning á hitaveitum á Íslandi 10:20 Kynning frá sveitarfélögum og fyrirtækjum í Póllandi 11:10 Kynning frá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi 12:00 Hádegishlé og samstarfsfundir 13:00 Kynning frá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi 14:00 Samstarfsfundir fyrirtækja frá Póllandi og Íslandi 16:00 Fundarlok Þátttaka tilkynnist til Orkustofnunar á os@os.is upplýsingar á os.is Kynningarfundur Möguleikar á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku í Póllandi 27. september kl. 8:30 – 16:00 á Reykjavík Natura Dagskrá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði Jón Gunnarsson dóms- málaráðherra út í mikinn fjölda hælisleitenda, hvernig hann hygð- ist bregðast við honum og benti á tilkynningu frá ríkislögreglustjóra þar sem lýst hefði verið yfir hættu- ástandi á landa- mærunum. Sig- mundur Davíð nefndi að hlutfalls- lega áttfalt fleiri kæmu til Íslands en til Noregs og Dan- merkur, en þar hef- ur verið gripið til þess ráðs að herða löggjöfina. - - - Dómsmálaráð- herra tók und- ir að ástandið væri „mjög erfitt um þessar mundir þegar kemur að innflytjenda- málum eða flóttamönnum“. Hann minnti á afleiðingar stríðsins í Úkraínu sem skýrði um helming þeirra sem hingað leita, en engu að síður er mikill fjöldi þar fyrir utan, enda er heildarfjöldinn á þessu ári áætlaður allt að 4.500 manns, að því er fram kom í svari dómsmálaráðherra. - - - Ráðherrann sagði einnig að samkvæmt núgildandi lögum væru mjög fá verkfæri til að bregðast við og takmarka komu fólks til landsins. Hann hygðist leggja fram frumvarp til að „leysa úr ákveðnum hnútum, fáist það samþykkt,“ og gríðarlega mikil- vægt væri að það yrði gert. - - - Þetta er í áttina, en það er ekki sérstaklega sannfærandi að væntanlegt frumvarp eigi aðeins að „leysa úr ákveðnum hnútum“. Hvað með hina hnútana? Verður ástandið áfram allt annað hér á landi en annars staðar á Norður- löndum þrátt fyrir frumvarpið? Sé svo er ekki mikil von um að það bæti ástandið eins og þörf er á. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Er nóg að leysa hluta vandans? STAKSTEINAR Jón Gunnarsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Við Eiðsgranda í Reykjavík, ská- hallt á móti JL-húsinu, er verið að byggja útsýnispall. Fram- kvæmdum átti að ljúka í septem- ber en þær frestast eitthvað. Jafnframt er unnið að lagfær- ingum á göngustíg og hluta hjóla- stígs meðfram nýendurgerðum sjóvarnagarði við Eiðsgranda og Ánanaust. Loks verða sett upp minjaskilti um Ufsaklett og Ána- naust. Arkitektastofan Horn- steinar vann deiliskipulagstillögu fyrir svæðið. Þar kemur fram að strandlengjan Eiðsgrandi-Ána- naust njóti sívaxandi vinsælda meðal borgarbúa og hafi löngu sannað gildi sitt sem mikilvægt og einstakt útivistarsvæði. End- urbygging sjóvarnargarðs á svæðinu hafi skapað kjörað- stæður til að byggja áningarstað á þessum hluta strandlengj- unnar. „Áningarstaðurinn, sem er sporöskjulaga að lögun, liggur við sjóvarnargarðinn þar sem hann er hvað hæstur og myndar eina heild með honum. Gert er ráð fyrir að hann verði um metra hærri en aðliggjandi land,“ segir í greinargerð með tillögunni. Verkið var boðið út sl. vor og barst eitt tilboð, frá Bergi verk- tökum ehf. Hljóðaði það upp á 197,5 milljónir eða 118% umfram kostnaðaráætlun, sem var 151,2 milljónir. Innkaupa- og fram- kvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum að ganga að tilboði Bergs verktaka. sisi@mbl.is Nýr útsýnispallur á Eiðsgranda Morgunblaðið/sisi Framkvæmdir Nýi útsýnispallurinn verður eflaust vinsæll, enda útsýnið yfir Flóann glæsilegt. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Borið hefur á vændræðum íslenskra ferðamanna í Bandaríkjunum við að komast í net- og símsamband þar í landi, þrátt fyrir að hafa keypt svo- kallaða ferðapakka af íslensku síma- fyrirtæki. Á heimasíðum Símans og Voda- fone kemur fram að skýringin á símasambandsleysinu sé sú að fjar- skiptafyrirtæki í Bandaríkjunum vinni um þessar mundir að því að loka 2G og 3G farsímanetum og því gætu Íslendingar tímabundið átt í vandræðum. Lausnin á því vandamáli er sögð vera sú að velja handvirkt það sím- kerfi sem símafyrirtækið er með samning við og um þetta eru leið- beiningar á heimasíðum fyrirtækj- anna. Vodafone ráðleggur til dæmis viðskiptavinum að velja T-Mobile til þess að komast á netið en AT&T fyr- ir símasamband. Guðmundur Jónsson, samskipta- fulltrúi hjá Símanum, segir að vand- ræði viðskiptavina við að hringja símtöl í Bandaríkjunum sé þekkt vandamál. Ef menn eigi hins vegar í vandræðum með að komast í net- samband sé líklega um einstök tilfelli að ræða. Síminn sé nú langt kominn með tæknilegar prófanir með fjar- skiptafyrirtækinu AT&T sem ætti að leysa þetta símasambandsvanda- mál. Þeim er nú lokið á vesturströnd Bandaríkjanna og ekki langt í að vandamálið verði úr sögunni. Í vandræðum með símasamband - Breytingar hjá bandarískum fjar- skiptafyrirtækjum valda erfiðleikum AFP Sími Sagt er að ekki sé langt í að vandamálið verði úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.