Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 3. O K T Ó B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 231. tölublað . 110. árgangur . LOFTSLAGIÐ ÞARF AÐ VERA EFST Á BLAÐI BARA SMÁSTUND! ER PRÝÐILEG SKEMMTUN KA NÁLGAST EVRÓPUSÆTI EFTIR SIGUR Á KR BESTA DEILDIN 27NÓTT THORBERG 10 Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- ráðherra segir spennu vegna stríðsins í Úkraínu vera að aukast frekar en hitt og að Ísland muni bæta í stuðning við Úkraínumenn. „Það er full alvara á bak við það hjá okkur að styðja við Úkraínu eins og kostur er og því verk- efni er ekki lokið. Það mun bæta þar í, enda eru þau í raun að berjast á öllum mögulegum vígstöðv- um. Allt yfir í það að reka samfélagið frá degi til dags.“ Um innlimun úkraínsku héraðanna fjögurra í Rússland segir Þórdís Kolbrún: „Við höfum for- dæmt innlimunina á sterkasta mögulega hátt og gerðum það um leið og við sáum í hvað stefndi.“ Hún segir svokallaða „atkvæðagreiðslu“ Pútíns um innlimunina ekki hafa nokkra einustu þýðingu og sé fyrir neðan allar hellur. „Landamæri Úkraínu breytast ekki þótt einn maður ákveði að svo hafi gerst og undirriti papp- íra þess efnis, eftir árásir, of- beldi og brot á alþjóðalögum. Ekki er hægt að ítreka það nóg- samlega hversu mikið við Ís- lendingar eigum undir að það sé einmitt ekki þannig.“ Þórdís segir spennustigið vissulega hafa hækkað og skemmdarverk á gasleiðslum í Eystrasalti séu al- varleg. Það sé þó mikilvægt að muna að okkar inn- viðir, svo sem sæstrengir frá landinu til megin- landsins, séu ekki í meiri hættu en annarra. „En þetta eru alvarleg tíðindi og það liggur ekki fyrir hvort fundið verði út úr því hver var þarna að verki. Vonandi leiða næstu dagar eitthvað í ljós. Að minnsta kosti erum við í nánu samstarfi og samtali við bæði Norðurlandaþjóðirnar, Eystrasaltsríkin og vina- og bandalagsþjóðir nær okkur. Næstu dagar hjá mér fara meðal annars í þau samtöl.“ Mikilvægt að hafa tvíhliða samband í huga Hvort aukið spennustig kalli á aukin hernaðar- umsvif hér á landi segir Þórdís mikilvægt að hafa í huga að samband Íslands við bandalagsþjóðir sín- ar sé tvíhliða. „Annars vegar er mikilvægt að það sé nægilega mikið gert fyrir okkar öryggi hér og hins vegar það sem bandamenn okkar telja að þurfi að eiga sér stað hér, til að mynda í formi allra handa eftirlits í þágu öryggis svæðisins alls. Því eigum við líka að vera tilbúin að taka á móti og taka þátt í. Við eigum að verða verðugir bandamenn“ Meiri stuðningur við Úkraínu AFP/Genía Savílov Sprenging Maður gengur fram hjá íbúðablokk eftir stórskotahríð í borginni Mikólaív á laugardag. Úkraínumenn frelsuðu borgina Líman um helgina. - Stuðningi Íslands við Úkraínu ekki lokið og bætt verður í, segir ráðherra - Landamæri Úkraínu breytast ekki með pennastriki Pútíns - Samtal næstu daga MHafa endurheimt Líman … »13 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir _ Um 200 manns úr samninga- nefndum launa- fólks og -greið- enda hafa að undanförnu sótt námstefnur á vegum ríkis- sáttasemjara. Þar er farið yfir t.d. samninga- tækni, samskipti og efnahagsmál í aðdraganda viðræðna um kjara- samninga. Námið er nýmæli. Alls losna um 300 samningar á vinnumarkaði á næstu mánuðum og býst Aðalsteinn Leifsson ríkis- sáttasemjari við miklum önnum á næstunni. Góður undirbúningur geti létt þá vinnu. Þar nefnir hann meðal annars starf nýstofnaðrar kjaratölfræðinefndar. Hennar sé að greina helstu hagstærðir til einnar sameiginlegrar niðurstöðu. » 4 Ný vinnubrögð hjá ríkissáttasemjara Aðalsteinn Leifsson Tíðni netglæpa sem eldri borgarar verða fyrir hér á landi hefur aukist verulega á undanförnum árum. Fjór- ir eldri borgarar á Íslandi hafa tapað yfir 60 milljónum króna í svikamyll- um af þessu tagi og nemur hæsta fjárhæðin tæpum 90 milljónum. Einn af þessum einstaklingum tapaði fjárhæðinni á innan við tveim- ur mánuðum, að sögn G. Jökuls Gíslasonar rannsóknarlögreglu- manns. Hann segir algengt að fjár- svikin hefjist með auglýsingu á miðl- um á borð við Facebook og að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu auð- velt sé að svindla á slíkum miðlum. Ástæðan fyrir því að eldra fólk er í meiri hættu en aðrir er sú að það er vant því að upplýsingarnar séu sann- ar. Algengt er að glæpamenn biðji um afrit af vegabréfum fólks ásamt öðrum persónulegum gögnum og stofni reikninga. Landsbankinn stendur fyrir opn- um fræðslufundi um netöryggi fyrir félagsmenn í Félagi eldri borgara í vikunni. Á síðasta fundi kom í ljós að einn fundargestur var í miðri svika- myllu og hafði þegar tapað meira en hundrað þúsund krónum. »14 Fólk oft að klára allan ellilífeyrinn sinn _ Lilja Dögg Al- freðsdóttir menningar- og viðskiptaráð- herra segir það stærsta verkefni þjóðarinnar að efla íslenska tungu. Ef þjóðin hætti að tala ís- lensku minnki samkeppnis- hæfni Íslendinga auk þess sem gríð- arleg verðmæti glatist. „Ferðamenn eru að koma hérna út af sérstakri náttúru og sérstakri menningu. Við erum komin í al- þjóðlegt hagkerfi og við getum ver- ið mjög stolt af því en við þurfum að varðveita menningu okkar af því að hún er aðdráttaraflið.“ Ávinningur af því að varðveita ís- lenskuna er því mikill og hefur þar að auki góð áhrif út á við. „Allt sem er öðruvísi vekur forvitni og áhuga,“ segir Lilja. Hún segir stjórnvöld leggja áherslu á betra aðgengi að ís- lenskunámi fyrir innflytjendur og telur þörf á að auka aðgengi fólks að íslenskunámi alveg frá 12 mán- aða aldri og út ævina. »2 Stærsta verkefni þjóðarinnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir _ Björgunarfélag Vestmannaeyja tók um helgina við Þór, nýju björg- unarskipi. Björgunarskipið nýja, sem smíðað var í Finnlandi, kostar 285 milljónir. Ríkið borgar helm- inginn, en leitað er stuðnings fyrir hinum hlutanum. Guðni Grímsson, formaður björg- unarbátasjóðs Vestmannaeyja, seg- ir fjármögnun skipakaupa hafa ver- ið erfiða. Gagnrýnir hann sjávar- útveginn sérstaklega, svo mikið sem hann eigi undir. „Þetta gerist á sama tíma og verðmæti sjávar- afurða skilar útgerðarfyrirtækjum gróða upp á tugi ef ekki hundruð milljarða króna. Okkur hefur reynst erfitt að sækja peninga til þeirra,“ segir Guðni. »10 Útgerðin treg að styrkja skipakaup dddd 29 Í um 20% embættisskipana á ár- unum 2009 til 2022 var um að ræða flutning embættismanns án auglýsingar. Þetta kemur fram í samantekt forsætisráðuneytisins sem birt var á vef Stjórnarráðsins síðdegis í gær. Nær samantektin til 334 emb- ættisskipana og voru 267 þeirra gerðar í kjölfar auglýsingar en í 67 tilfellum voru embættismenn fluttir í önnur embætti, ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lög- um um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins eða sérstakra laga- heimilda. Ellefu fluttir án auglýsingar Flestir flutningar áttu sér stað þegar skipað var í embætti ráðu- neytisstjóra. Alls voru átta ráðu- neytisstjórar skipaðir í kjölfar auglýsingar á tímabilinu en ellefu embættismenn voru fluttir í emb- ætti ráðuneytisstjóra. Tveir af þeim flutningum voru gerðir á grundvelli breytinga á skipan ráðuneyta. Fimmta hver skipun gerð án auglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.