Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 14
Sumir tapað meira en 60 milljónum króna BAKSVIÐ Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is T íðni netglæpa sem eldri borgarar verða fyrir hér á landi hefur aukist verulega á undanförnum árum, sam- kvæmt tölum lögreglu frá árinu 2017 til dagsins í dag. Um tvo flokka er að ræða, annars vegar fjárfestasvindl og hins vegar traustsvindl. „Þetta eru þeir flokkar sem við sjáum langmest tjón í, og í þeim eru fleiri en 90% þol- enda 50 ára og eldri, og innan þess hóps er meira en helmingur 67 ára og eldri,“ segir G. Jökull Gíslason, rann- sóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir eldri borgarar á Íslandi hafa tapað yfir 60 milljónum króna í svikamyllum af þessu tagi og nemur hæsta fjárhæðin tæpum 90 milljónum króna. Einn af þessum einstaklingum tapaði fjárhæðinni á innan við tveim- ur mánuðum, að sögn Jökuls. Oft að klára ellilífeyrinn sinn „Sumir átta sig á þessu snemma og eru kannski með einhvern í kring- um sig sem bendir þeim á að það sé eitthvað mjög skrýtið við þetta, og þá eru það kannski einhver hundruð þúsunda sem tapast, en ef ekkert er gert er fólk oft að klára allan ellilíf- eyrinn sinn.“ Hann segir algengt að svona svik hefjist með auglýsingu á miðlum á borð við Facebook og að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu auðvelt sé að svindla á slíkum miðlum. „Af hverju ætti glæpamaður að fá að auglýsa á Facebook? Þó að það séu reglur sem banna þetta er þetta mestmegnis sjálfvirk skráning þann- ig að það eru til margar leiðir til að fara fram hjá þeim og koma inn fölsk- um auglýsingum. Síðan skrá þeir fólk út af Facebook og inn á aðrar mjög sannfærandi síður, eins og þetta sé fjárfestingafyrirtæki.“ Grunnur að ná trausti fólks Það sem gerist næst er að fólk, sem ætlar kannski að prófa að fjár- festa í rafmynt á borð við bitcoin, þarf að skrá sig inn á ýmsum stöðum og þá fá glæpamennirnir símanúmer þess. „Og þá byrjar ballið. Þá er ein- hver rosalega góður fulltrúi sem hringir, Dave eða annað logið nafn, og hann hefur rosalega mikinn áhuga á Íslandi. Þeir fiska út hvort fólk eigi gæludýr, og þá á Dave líka gæludýr, hvort fólk eigi börn eða barnabörn, þá á Dave það líka, og grunnurinn að svindlinu er að ná trausti fólks, verða vinur þess, þannig að það heldur að Dave sé algjörlega með þeim í liði. Á sama tíma ertu kannski með aðgang að heimasíðu sem lítur út eins og heimabanki og þar ertu alltaf að græða, og það getur orðið hálfgerð fíkn í sjálfu sér, og svona leiða glæpa- mennirnir þig áfram.“ Ástæðan fyrir því að eldra fólk er í meiri hættu en aðrir er sú að það er vant því að svona upplýsingar séu sannar, að sögn Jökuls. Þá sé algengt að glæpamenn biðji fólk að senda afrit af vegabréf- um og öðrum persónulegum gögnum, vegna þess að viðskiptin eigi að vera svo örugg, þegar ætlunin er að nota upplýsingarnar til að stofna reikn- inga á til dæmis rafmyntamörkuðum. „Þannig að manneskja leggur inn á reikning sem virkar eins og hún eigi hann sjálf.“ Jökull segir að lögregla taki á móti mjög mörgum tilkynningum, en að endurheimt í svona málum á heimsvísu sé innan við 1%. „Tíma- ramminn sem við höfum til að vinna úr er mjög knappur og yfirleitt getum við ekki náð neinu eða mjög litlu af greiðslunum til baka. En aðalatriðið er líka að ná að stöðva þetta. Næsta skref er að aðstoða brotaþola við að koma undir sig fótum á ný.“ Landsbankinn stendur fyrir opnum fræðslufundi um netöryggi fyrir félagsmenn í Félagi eldri borg- ara (FEB), sem haldinn er á miðviku- daginn. Slíkur fundur var haldinn í vor og var var vel sóttur og óskaði FEB því eftir öðrum fundi. Fræðsla fyrir eldri borgara „Við viljum bjóða upp á sérstaka fræðslu fyrir þennan hóp. Ef fólk er óöruggt á netinu er hætta á að það hætti að nota það. Ég mun fara í gegnum nýjustu aðferðirnar í fjár- svikaheiminum, hvaða hættur leynast á netinu og hvar þarf að gæta mestr- ar varúðar, þannig að fólk geti notað það með öruggum hætti,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, sérfræð- ingur í regluvörslu hjá Landsbank- anum. Á síðasta fundi kom í ljós að einn fundargestur var í miðri svikamyllu og hafði þegar tapað meira en hundr- að þúsund krónum. Þá var Brynja að segja frá forritinu Anydesk, sem svikarar nota til að fá aðgang að tölv- um hjá fólki. „Þegar ég er að segja frá þessu forriti kemur í ljós að hann hafði sjálf- ur hlaðið því niður og svikarinn kom- ist inn í netbankann og náð að skrúfa upp kreditkortaheimildina og tæma kortið. Sem betur fer náðum við að loka kortunum hans og netbankanum á fundinum og svo fór hann beint til lögreglu, kærði og lét hreinsa allt út af tölvunni sinni.“ Jökull og Brynja eru sammála um mikilvægi forvarna. „Mesta for- vörnin gegn fjársvikum er fræðsla og því meira sem við tölum um fjársvik því meira verður fólk á varðbergi,“ segir Brynja. Ljósmynd/Shutterstock Netsvik Jökull segir algengt að svindl hefjist með auglýsingu á Facebook. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir rúmum fjórum ára- tugum komust klerkarnir til valda með bylt- ingu í Íran og hafa síðan kúgað al- menning, einkum konur, og valdið ógn og ófriði í Mið- Austurlöndum. Trúbræður þeirra, talíbanarnir í Afganist- an, sem að vísu eru súnní- múslimar en ekki sjíar líkt og írönsku klerkarnir, komust til valda í Afganistan tæpum tveimur áratugum síðar. Fimm árum eftir það hröktu Banda- ríkjamenn þá frá völdum eftir að talíbanar höfðu leyft hryðju- verkamönnum að hreiðra um sig í landinu í aðdraganda árás- arinnar á tvíburaturnana í New York. Í um tvo áratugi var unnið að því að koma á eðlilegu stjórn- arfari í Afganistan og reynt að tryggja mannréttindi, einkum að stúlkur og konur gætu notið sín, fengið menntun og leyfi til að starfa utan heimilisins. Þá tók Biden forseti Bandaríkj- anna þá ákvörðun, þrátt fyrir að tiltölulega auðvelt hafi verið orðið að halda sæmilegum friði í landinu og mannfall meðal bandarískra hermanna hafi verið nánast úr sögunni, að hrökklast frá Afganistan og hleypa talíbönum aftur til valda. Afleiðingarnar af þessum mistökum hafa verið skelfilegar og sýna sig skýrast um þessar mundir í ofbeldi gegn konum í landinu og skefjalausri kúgun. Ungar konur sem nánast allt sitt líf höfðu fengið að kynnast bærilega eðlilegum aðstæðum eiga erfitt með að sætta sig við hina nýju valdhafa og hafa sum- ar þeirra hætt sér út á götur til að mótmæla. Því hefur verið mætt af mikilli hörku, til að mynda í gær þegar konur í borginni Herat í vesturhluta Afganistans mótmæltu og máttu þola barsmíðar af hendi talíbana sem hleyptu einnig af byssum sínum upp í loft til að leysa upp mótmælin. Nágrannarnir í Íran beita svipuðum aðferðum þessa dag- ana til að reyna að bæla niður mikla andspyrnu sem braust upp á yfirborðið um miðjan síð- asta mánuð þegar fregnir bár- ust af því að ung kona, Mahsa Amini, sem „siðgæðislög- reglan“ hafði fangelsað fyrir að bera höfuðklút sinn ekki ná- kvæmlega eftir settum reglum kúgaranna, var færð í fangelsi og lést þar. Hátt í eitt hundrað mótmæl- endur hafa látið lífið af völdum yfirvalda í Íran á þeim rúma hálfa mánuði sem liðinn er frá dauða Amini og ekkert bendir til að ró sé að færast yfir landið. Til viðbótar þessu lést 41 í átökum við lögreglu í suðaust- urhluta Írans þar sem talið var að lögreglustjórinn hefði nauðgað ung- lingsstúlku. Þolinmæði almennings í Íran gagnvart kúgurum sínum virð- ist því farin að minnka verulega og óvíst hvernig fer. Dagblaðið Kayhan, sem styður og nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar, ræðst á mótmælendur og kallar þá „uppþotsmenn“ og „þrjóta“, en blaðið hefur verið eitt skot- marka mótmælendanna sem hafa meðal annars hent móló- tov-kokteilum á höfuðstöðvar þess. Ólgan í landinu og harkan er meiri en hún hefur verið um langt árabil og augljóst að stjórnvöldum reynist erfitt að bæla mótmælin niður og engin leið að spá hvernig fer. En svo virðist þó sem klerkarnir séu farnir að ókyrrast og ef til vill er til marks um það að á laug- ardag leystu þeir íransk-banda- rískan mann úr haldi og leyfðu honum að yfirgefa landið. Son- ur hans var sömuleiðis leystur úr haldi, en báðir höfðu verið dæmdir fyrir njósnir og setið inni frá árinu 2016. Það er þó áhyggjuefni að sem laun fyrir að leysa þessa menn úr haldi segja yfirvöld í Íran að þau bíði þess nú að sjö millj- arðar dala sem frystir hafa ver- ið erlendis verði einnig leystir úr því haldi. Þetta er sögð nið- urstaða samningaviðræðna Ír- ans og Bandaríkjanna og minn- ir á þegar stjórn Obama forseta og Bidens, þá varaforseta, gerði samning við Íran um kjarnorku og færði klerkunum fúlgur fjár sem notaðar voru til stuðnings við hryðjuverka- samtök á svæðinu. Séu klerkarnir farnir að ókyrrast og óttast um fram- haldið þá er alls ekki rétti tím- inn til að færa þeim sigur í átök- unum við „hið illa heimsveldi“ eins og þeir kynna Bandaríkin. Það þarf að sýna fulla festu í samskiptunum og reyna eftir föngum að styðja við bakið á mótmælendum. Þó að líklegt megi telja að kúgararnir nái enn einu sinni að berja niður mótmælin þá er það ekki víst, auk þess sem átök eins og þau sem nú geisa í Íran eru til þess fallin að grafa undan stjórn- völdum þó að það felli þau ekki endilega í einni svipan. Enn ólíklegra má telja að konunum hugprúðu í Afganist- an takist að varpa af sér okinu, en með tímanum gæti það tek- ist. Það verður þó því miður að teljast líklegt að þær muni lengi enn geta þakkað Biden breytt- ar aðstæður. Í Íran og Afganistan fá konur að finna illa fyrir kúgurunum þessa dagana} Barið á mótmælendum V iðskiptablaðið vakti athygli á því í pistli Óðins 21. september að ríkisstjórnin hefði í raun tekið lífskjör landsmanna að láni og að uppsafnaður hallarekstur áranna 2019-2023 væri samanlagt 571 milljarður. Í pistli Óðins segir: „Ef við lítum aftur til ársins 2019, þegar Covid hafði ekki tekið hús á heiminum, þá voru ríkisútgjöldin 867 millj- arðar samkvæmt ríkisreikningi og að núvirði 1.017 milljarðar króna. Fjárlögin fyrir næsta ár gera ráð fyrir 1.296 milljarða útgjöldum. Aukningin er 279 milljarðar eða 27,5%.“ Þetta er gríðarleg aukning að raunvirði og fjár- málaráðherra verður að gera grein fyrir þess- ari þróun í tengslum við afgreiðslu fjárlaga næsta árs. Heimsfaraldur Covid-19 sem reið yfir heims- byggðina og setti allt á hliðina, bókstaflega, réttlætti vissu- lega tímabundna aukningu ríkisútgjalda til þess að hjálpa fólki og fyrirtækjum yfir erfiðasta hjallann. En eins og svo oft áður þegar ríkisútgjöld eru einu sinni aukin eru þeir fá- ir sem nenna að taka slaginn sem þarf til að lækka þau aft- ur, eins og nýtt fjárlagafrumvarp ber glögglega með sér. Það er því skondið að velta því fyrir sér hvað Sjálfstæð- isflokkurinn er að gera í þessari ríkisstjórn. Ekki er hann að stemma stigu við aukningu ríkisútgjalda, það er alveg á hreinu. Þrátt fyrir að halda á fjármálaráðuneytinu. Stuðn- ingsmenn þessa flokks segja iðulega „jah ef mínir menn væru ekki í ríkisstjórninni þá væri þetta allt miklu verra“, en er það? Væru fleiri opinberir starfsmenn? Varla, enda nær útilokað að fjölga þeim meira en verið hefur síðustu misseri undir þessari rík- isstjórn. Hrein vinstristjórn hefði ekki getað staðið sig betur í þeim efnum. Væru ríkisútgjöld hærri? Varla, enda út- gjaldavöxturinn slíkur á tímabilinu að þróun- in gæti vart verið verri þótt menn reyndu sitt besta. Væri báknið stærra og umfangsmeira? Varla, enda báknið stækkað stjórnlaust í boði Sjálfstæðisflokksins sem einu sinni sló sig til riddara undir flagginu „báknið burt“. Það er af sem áður var. Stjórnvöld innleiða nú reglu- verk af færibandinu í Brussel með meira íþyngjandi hætti en aðildarþjóðir Evrópu- sambandsins. Væri eftirlitsiðnaðurinn meiri? Varla, enda blómstrar hann undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrar flokksins reyna svo að kasta ryki í augu fólks og afnema úreltar reglugerðir og leggja af lögverndun starfsheita sem enginn hefur menntað sig til í áratugi. Það er því vert að spyrja sig sömuleiðis hvort ekki sé ástæða til að leiða til valda einhverja sem meta stöðuna rétt og taka raunverulega slaginn fyrir lægri ríkisút- gjöldum, meiri lífsgæðum og meira frelsi fólks þegar á reynir, ekki bara í orði. Þetta ríkisstjórnarsamstarf er löngu komið að leiðarlokum og þjóðin á betra skilið. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill Sjálfstæðisflokkurinn – til hvers? Höfundur er þingflokksformaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.