Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022 Fyrir rúmum átta árum fór ég á íbúa- fund og spurði hvers vegna Grensásvegur skyldi mjókkaður. Dagur sagði ástæðuna vera slysahættu. Ég sagðist hafa ekið þarna daglega í mörg ár en aldrei séð slys. Dagur sagði bíl hafa lent inni í garði og ég spurði hvort hann hefði ekki alveg eins lent þar ef ein akrein væri í stað tveggja. Hann sagði þá Grensásveginn kominn á tíma. Vegurinn var mjókkaður fyrir um 200 milljónir króna og há- markshraði lækkaður í 30 km. Ódýrara hefði verið að skipta út hraðaskiltum. Á fundinum var eitthvað rætt um Bústaðaveginn. Ég man ekki hvað, en man að Dagur vísaði aftur í íbúafund og sagði mæður hafa ver- ið hræddar um börn sín að fara yfir Bústaðaveginn. Nú eru liðin minnst átta ár og ekkert gert til að vernda börnin. Það hefði verið hægt að byggja þrjár eða fjórar göngubrýr yfir veginn fyrir það sem fór í braggann. Nú er byrjað að skemma Háa- leitisbraut og búið að mjókka í 1+1-akrein milli Miklubrautar og Austurvers. Strætóstoppistöðvar stífla þessa einu akrein. Á Grens- ásveginum hindra stoppistöðvar ekki umferð. Af hverju ekki á Háa- leitisbraut? Nóg er plássið. Háaleitisbraut skal breytt frá Bústaðavegi að Austurveri úr 2+2- í 1+1-akrein. Til hvers? Tilgangur- inn hlýtur að vera að troða þarna inn blokk eða raðhúsi, eins og er á gatnamótum Grensásvegar og Bú- staðavegar. Eigendur bíla hafa með skatt- lagningu og eldsneytisgjöldum byggt Háaleitisbraut og Grensás- veg eins og allt gatnakerfi borg- arinnar. Hefur meirihlutinn leyfi til að eyðileggja þessi umferðarmann- virki í þeim tilgangi að tefja um- ferð? Markvisst hefur verið unnið að því að skemma Bústaðaveginn sem stofnbraut: Við Reykjanesbraut er margbúið að lofa mislægum gatna- mótum við Bústaðaveg. Í stað þess að standa við það er nú komið illa hannað hringtorg sem tefur alla umferð að og frá Bústaðavegi. Við Grensásveg er komið raðhús svo nálægt Bústaðavegi að þar verður illmögulegt að hafa Bú- staðaveginn 2+2-akreinar. Þannig eru komnir flöskuhálsar á báða enda þess kafla sem auðvelt var að hafa 2+2. Hér áður voru fagmenn hjá borginni sem skipulögðu til fram- tíðar. Þeir hönnuðu Bústaðaveg frá Kringlumýrarbraut að Reykjanes- braut sem stofnbraut eða þjóðveg í þéttbýli. Þannig hefði Bústaðaveg- ur þjónað öllum Breiðholtshverfum og hluta Kópavogs og Garðabæ. Með Bústaðaveg sem stofnbraut sætu nú færri fastir í mengandi umferðartöfum. Ástandið versnar um allan helm- ing þegar núverandi umferð frá Fossvogi og Bústaðahverfum verð- ur beint á Miklubraut. Enn verra verður það ef Mikla- braut verður sett í stokk, sem ekki verður auðvelt að aka inn í og út úr. Allt er þetta gert til að þröngva íbúunum í borgarlínu, sem er röng aðferð. Rétta leiðin er að hanna al- menningssamgöngur þannig að fólk velji þær. Raðhúsið var fyrsta skrefið í byggingu íbúðablokka á Bústaðaveginum. Meirihlutinn ætlaði að halda ótrauður áfram hefði hann haldið velli í seinustu kosningum. Á það reyndi ekki. Íbúarnir stofnuðu samtök og slógu íbúðablokkirnar út af Bústaðaveginum löngu fyrir kosningarnar. Í kosningunum höfn- uðu íbúarnir stefnu Dags og meiri- hlutans um bíllausan lífsstíl. Það gæti þó alveg orðið að meiri- hlutinn þrengdi meira að Bústaða- veginum í boði þeirra sem bættust í meirihlutann. Verðugt verkefni fyrir íbúa- samtök er að skoða hvort meiri- hlutinn hafi leyfi til að eyðileggja Bústaðaveg sem stofnbraut í þeim tilgangi að hindra íbúa Breiðholts- hverfa og Fossvogs í að komast leiðar sinnar. Það að meirihlutinn loki af hverfi er ekkert einsdæmi. Þannig er bara ein braut út úr Vesturbænum, sem er Hringbrautin. Seltirningar fundu aðra leið og fengu bágt fyrir. Var kennt um að trufla umferð í miðborginni. Sama er að segja um íbúðahverf- ið sem meirihlutann dreymir um í Vatnsmýrinni. Umferð úr því hverfi er allri beint á Hringbrautina, sem nú stíflast á álagstímum. Það hefði mátt greiða fyrir umferðinni á Hringbraut, Miklubraut og Kringlumýrarbraut með því að leyfa bílaumferð yfir væntanlega Fossvogsbrú. Sá sem hannaði brúna kunni alveg á Dag. Tenging á brúna þvert yfir flugvöllinn og bílar bannaðir á brúnni var skot- held lausn til að vinna til verð- launa. Borgarlína er sett í forgang frá BSÍ yfir flugvöllinn og tveggja milljarða brúna að Hamraborg. Ég spyr: Hvaðan eiga farþegarnir að koma? Hvað þarf marga til að fjár- festingin borgi sig? Hefur það eitt- hvað verið reiknað? Hvernig verða vagnarnir sem aka í gegnum íbúða- hverfi Kópavogs? Að lokum. Hverfið sem var byggt yfir fyrirhugað vegstæði Sundabrautar er algjört klúður og reddingin með Reykjanesbrautina í stokk enn meira klúður. Eyðilegging um- ferðarmannvirkja Sigurður Oddsson Sigurður Oddsson » Gatnakerfi borgar- innar er byggt með gjöldum á bíla. Hefur meirihlutinn leyfi til að eyðileggja umferðar- mannvirki í þeim til- gangi að tefja umferð? Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari. Þjóðkirkja Íslands er í öldudal. En þeim, sem stofnaði hana í öndverðu, mun ekki verða skotaskuld úr því að reisa hana við að nýju, þegar Honum líst. Andstæðingar kirkj- unnar hafa raunar á öllum tímum spáð henni skjótu falli. „Heilbrigð skynsemi“ hefur í 2000 ár fullvissað áheyr- endur sína um það, að það væri að- eins tímaspursmál, hvenær þau hindurvitni, sem kirkjan er mál- svari fyrir, yrðu með öllu gleymd og grafin. Og svo mikið er víst, að hefði líf kirkjunnar verið undir börnum hennar komið, myndu and- stæðingar hennar fyrir löngu hafa hrósað sigri. Innan kristninnar hef- ur fyrirfundist svo mikil blinda og yfirgengilegt skilningsleysi, svo mikil eigingirni og svo fullkominn vanmáttur til þess að hrinda í framkvæmd þó ekki væri nema brotabroti af þeim kærleika, sem er æðsta boðorðið í lögmáli Drott- ins, að þetta hefði meira en nægt til þess að ganga af sérhverri mannlegri stofnun dauðri. Að kirkjan skuli þrátt fyrir allt vera til, það er ekki okkur að þakka. Það er að þakka fyrirheitinu um það, að hlið heljar skuli ekki verða henni yfirsterkari – og svo hinu, að Hann, sem hefur heitið okkur þessu, er fær um að halda og efna sitt eilífa loforð. Falska öryggið Við sínar erfiðu aðstæður, sem geta tekið á sig ýmsar myndir, þarf kirkjan stöðugt að hafa þetta í huga. Það er annars svo freistandi fyrir hana að reyna að verða sér úti um tryggt öryggi í stjórn- málalegu og félagslegu umhverfi þessa heims. Hún getur komið sér upp tignarstiga emb- ættismanna, sem binda trúss sitt við valdhafa hvers tíma, og reynt að tryggja með því, að fólk sýni hinni kirkjulegu skip- an að minnsta kosti virðingu á yfir- borðinu. Hún getur hreiðrað um sig sem ríkiskirkja og treyst því, að ríkið annist fyrir hana launa- greiðslur, komi á fót prestaköllum og tryggi kristnifræðikennslu í skólum. Kirkjan getur þannig hvílt í faðmi hins opinbera. En það er falskt öryggi. Vissulega getur það verið bæði nytsamlegt og nauðsyn- legt, að kirkjan eigi gott samstarf við ríkið og sé að vissu leyti skipu- lögð í takt við samfélagið í heild sinni. En tilvera kirkjunnar er aldrei tryggð, þótt hún búi við öruggan fjárhagsgrundvöll eða þótt ríkið ábyrgist, að hún njóti virð- ingar í orði, eða á ytra borði. Kirkj- an er aldrei örugg hér á jörð. Hún verður að berjast postullegri bar- áttu á hverjum tíma og með hverri nýrri kynslóð. Takmark þeirrar baráttu er að leiða menn frá myrkri til ljóss, frá vantrú til trúar, frá dauða til lífs. Þess vegna verður samband kirkjunnar við umheiminn ætíð undirorpið spennu. Kirkjan má alltaf búast við að vera mis- skilin eða jafnvel hötuð. Hún lifir og hrærist í heiminum og hún vill kristna heiminn. Hún býr meðal fólks, sem Kristur vill veita fyrir- gefningu syndanna. En fólkið bregst við, eins og fólk hefur alltaf brugðist við hinum guðdómlega kærleika: Sumir verða snortnir, en reyna að verjast og brynja sig með kaldhæðni. Aðrir verða gripnir skelfingu, sem brýst út í yfirlæti eða háði. Og hjá enn öðrum verður vart haturs, sem ekki virðist eiga sér neina skynsamlega ástæðu. Sýndarkristni skæður óvinur Þegar kirkjan hefur verið ófús til þess að gefa þessu gaum, heldur reynt að verða sér úti um virðingu með landslögum, hefur hún jafnan tapað á því. Þá hefur hún fengið að reyna það furðulega, að lögunum hefur einatt verið beitt gegn þeim þjónum hennar, sem voru mest brennandi í andanum. Það kom í ljós, að sú sýndarkristni, sem þvinguð var fram með lagavaldi, reyndist skæðasti óvinur þeirrar guðrækni, sem tók boðskap kirkj- unnar alvarlega. Frá vissu sjónarmið má segja, að kirkjan eigi alltaf við ramman reip að draga. Hún þarf að prédika fagnaðarerindið fólki, sem vill ekki taka á móti því, vegna þess að öll sú eigingirni, sem er nú einu sinni það eðli, sem við höfum tekið í arf, rís öndvert gegn því að elska Guð og þjóna náunganum í kærleika. Gunnar Björnsson » Svo mikið er víst, að hefði líf kirkjunnar verið undir börnum hennar komið, myndu andstæðingar hennar fyrir löngu hafa hrósað sigri. Gunnar Björnsson Höfundur er pastor emeritus. Þjóðkirkjan Fiskifræðingar eða fáfræðingar. Ég er farinn að hallast að fá- fræðinni. Eftir að okk- ar blessuðu fáfræð- ingar náðu völdum í Hafrannsóknaráðinu virðist sem öll ráðgjöf sé unnin með því líf- færi þar sem sólin aldrei skín. Þeir eru nú bless- aðir búnir að rann- saka fiska það mikið að eigin sögn að mér er það gjörsamlega óskilj- anlegt hví þeir fiskar og menn eru ekki löngu farnir að spjalla saman! Nema kannski þeir séu farnir að tala saman og skýrir það þá kannski ýmislegt. Það er auðvelt fyrir ráðherra sjávar að fela sig sí og æ á bak við við ráðgjöf fáfræðinganna hjá Hafró í staðinn fyrir að bretta upp ermar og takast á við vandamálin hverju sinni. Vitandi að þessir blessuðu fáfræðingar vita ekkert í sinn haus. Það var veitt alveg gegndarlaust magn af þorski hér á árum áður. Hér voru Þjóðverjar, Spánverjar, Frakkar og Bretar svo eitthvað sé nefnt ásamt Íslend- ingum. Allir veiddu eins mikið og hugsast gat og þá var ekki flokkur fáfræðinga að segja hvað mætti og mætti ekki. Allir veiddu bara og veiddu og komu nánast alltaf með full- fermi að landi. Svona var þetta í mörg ár. Svo allt í einu ryðjast fram á sjónarsviðið nokkrir karlar sem segja sig alfróða um fisk og fiskveiðar. Segja að svona gangi þetta ekki lengur, það verði að stýra hversu mikið sé veitt, annað sé tóm fásinna og stofninn muni ekki bíða þess bætur. Áætlað var að við mættum einungis veiða 350 þúsund tonn á ári ef við ætluðum að byggja upp góðan stofn. En hvert hefur það leitt okkur? Í dag, fyrir komandi ár, má aðeins veiða 220 þúsund tonn. Hugsið ykkur að þegar þessir fáfræðingar heilluðu stjórnmálamennina okkar upp úr skónum og lofuðu öllu fögru þá gerist það að endalausar skerð- ingar á magni þess sem má veiða árlega eru staðreynd! Þeir trolla á nokkrum ákveðnum stöðum, fá eitthvert ákveðið magn og meta stofnstærðina út frá því. Er ekki hugsanlegt að aðrir þættir ráði fremur stofnmagni? Til að mynda lífsskilyrði, hitafar og fæðu- magn? Á hverju byggja Hafró og fáfræðingarnir rannsóknir sínar? Á vísindum sem ekki halda sjó og eru ekki nógu nákvæm. Af hverju fara ekki saman vísindalegar getgátur og reynsla þeirra sjómanna sem stunda sjóinn? Það verður að taka tillit til beggja þátta til að fá raun- hæfa mynd. Að setja endalaust allar pælingar í einhver súlurit og töflur gengur bara ekki upp. Þorskurinn veit ekkert hvað átt er við með því; hann syndir bara með frjálsri að- ferð og hrygnir svo um munar á hverju vori. Það má einnig geta þess að það eru svo mörg hrogn í einum þorski, að til að fæða allan heiminn eina máltíð myndu hrogn úr fjórum vænum þorskum nægja. Jafnvel án þess að fara í gegnum eitthvert súluritið. Ég krefst þess að Hafrannsókn fari að setja hæfniskröfur í ráðn- ingarsamninga sína. Að þeir hætti að nota kertið! Ég er farinn að hallast að fáfræðinni Hjörtur Sævar Steinason »Mér er það gjör- samlega óskiljanlegt hví þeir fiskar og menn eru ekki löngu farnir að spjalla saman! Hjörtur Sævar Steinason Höfundur er sjómaður. hjortur@jakinn.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.