Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 28
Hurðaskellir og Stúfur
snúa aftur
Stúfur hættir að vera jólasveinn
bbbmn
Texti: Eva Rún Þorgeirsdóttir.
Myndir: Blær Guðmundsdóttir.
Bókabeitan 2019, 69 bls.
Eins og titill bókarinnar gefur til
kynna er það jólasveinninn Stúfur
sem er í aðalhlutverki sögunnar. Við
vitum alveg að það er bara sept-
ember og um þrír mánuðir til jóla,
en það er auka-
atriði. Stúfur
hlakkar mikið til
jólanna en bræðr-
um hans tekst að
skyggja á gleðina
með stressi og
leiðindum. Stúfur
fær alveg nóg,
ákveður að hætta
að vera jóla-
sveinn og strýkur að heiman. Jóla-
kötturinn slæst í för niður honum
niður í miðborg Reykjavíkur þar
sem þeir kynnast Lóu.
Mamma hennar vinnur í Alþingis-
húsinu, en Stúfur álpast þangað inn
ásamt jólakettinum við lítinn fögnuð
húsvarðarins. Ekki bætir úr skák
þegar þrír bræður hans mæta á
svæðið og endar hasarinn með því að
lögreglan skerst í leikinn.
Mörgum finnst eflaust sögu-
persónur bókarinnar eitthvað kunn-
uglegar, allavega lesendum af eldri
kynslóðinni. En persónurnar fékk
höfundur flestar að láni af jólaplöt-
unni Hurðaskellir og Stúfur – staðn-
ir að verki sem kom út árið 1982.
Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar
Guðlaugsson sömdu flest lög og
texta á plötunni og gáfu höfundi leyfi
til að nota sem innblástur við bókar-
skrifin.
Ég er ekki frá því að
hafa upplifað smá nost-
algíu við lesturinn, enda
var platan í miklu
uppáhaldi hjá mér þeg-
ar ég var barn. Það var
stórskemmtilegt að rifja upp gömul
kynni af þeim jólasveinabræðrum,
Þórði húsverði og jólakettinum
Sigvalda, í þessari fjörugu sögu.
Atburðarásin er hröð og heldur les-
andanum við efnið og persónurnar
birtast ljóslifandi í líflegum og
skondnum teikningum Blævar Guð-
mundsdóttur.
Bókin er sú fyrsta af þremur um
Stúf jólasvein og ævintýri hans og
þótt sagan fjalli um jólasveina þá er
engin þörf á því að einskorða lestur-
inn við jólahátíðina. Ævintýri jóla-
sveinanna eiga alltaf við, bæði fyrir
jólabörn og Skrögga.
Sprenghlægileg og
smá hræðileg
Stúfur leysir ráðgátu bbbbn
Texti: Eva Rún Þorgeirsdóttir.
Myndir: Blær Guðmundsdóttir.
Bókabeitan 2020, 92 bls.
Stúfur er hér mættur aftur, en nú
er jólahátíðin að baki og minnsti
jólasveinninn stendur frammi fyrir
öðru en ekki síður verðugu verkefni,
að setja gjafir í gúmmískó. Afmælis-
dagurinn hennar
Grýlu er runninn
upp en vöndurinn
hennar er horfinn
og svo virðist sem
einhver hafi stolið
honum. Hún er
svo leið og reið
yfir stuldinum að
grátur hennar er
óstöðvandi og
táraflóðið svo mikið að hellirinn er
að fyllast af vatni.
Stúfi er falið það verkefni að finna
vöndinn og koma honum aftur í
hendur Grýlu áður en illa fer í hell-
inum. Hann gerir sér þó grein fyrir
því að þetta er ekki verkefni sem
hann getur leyst einn og mútar jóla-
kettinum til að sækja Lóu vinkonu
sína sem hann kynntist í bænum um
jólin. Saman mynda þau stórgott
teymi og fyrr en varir eru þau komin
á sporið.
Bækurnar um Stúf eru hluti af
bókaflokknum Ljósaseríunni þar
sem bækur eru sniðnar að þörfum
yngstu lesendanna sem eru að fikra
sig áfram í lestrinum. Letrið er
ágætlega stórt og textinn er auðles-
inn þótt hann henti kannski ekki
algjörum byrjendum í lestri. Bókin
er sprenghlægileg og spennandi og
jafnvel smá hræðileg á köflum, enda
dimmir krókar og kimar í hellinum.
Myndskreytingar Blævar Guð-
mundsdóttur lífga skemmtilega upp
á texta bókarinnar, en þrátt fyrir að
ekki séu myndir á hverri opnu er
gaman að staldra við og rýna aðeins
í þær. Myndirnar bæta nefnilega
mikilvægum upplýsingum við sög-
una og lesandinn glöggvar sig betur
á aðstæðum
Stúfur leysir ráðgátu er stór-
skemmtileg jólasveinasaga sem ger-
ist bara alls ekki um jól.
Fjörugt sumar-
ævintýri jólasveins
Stúfur fer í sumarfrí bbbbn
Texti: Eva Rún Þorgeirsdóttir.
Myndir: Blær Guðmundsdóttir. Bóka-
beitan 2022, 76 bls.
Nú er komið sumar og jólasveina-
bræður flestir að njóta lífsins. Stúfur
er hins vegar eitthvað eirðarlaus og
þyrstir í ævintýri. Aftur bregður
hann því á það ráð að múta jólakett-
inum til að send-
ast með bréf til
Lóu vinkonu
sinnar sem reyn-
ist vera á leið til
Ítalíu og býður
Stúfi með.
Stúfur var
ekki alveg rétt
búinn fyrir sum-
arhitann á
meginlandinu og
því var fyrsta verk á Ítalíu að útvega
honum litríkar sumarskyrtur og
stuttbuxur. Þegar það var komið var
Stúfur fær í flestan sjó.
Í þessari bók er í raun enginn sér-
stakur hápunktur eða skýr gegnum-
gangandi söguþráður. Bókin fjallar
einfaldlega um það sem drífur á
daga Stúfs, Lóu og foreldra hennar í
sumarfríinu og kaflarnir eru svolítið
eins og örsögur. Bókin er samt sú
fjörugasta af þeim þremur sem eru
komnar út um Stúf en hann slær
meðal annars í gegn sem harmon-
ikuspilari á ítölskum veitingastað,
eftir að hafa valdið smá spagettí-
slysi, og fær verðlaun fyrir að hafa
hendur í hári þjófs á ströndinni.
Það er skemmtileg hugmynd að
draga jólasveinana fram í öðru
umhverfi en fólk á að venjast. Jóla-
sveinar fá eðli málsins samkvæmt
ekki mikið rými í huga fólks nema
einn mánuð á ári og því er áhugavert
fyrir yngstu lesendurna að fá að
skyggnast aðeins inn í líf sveinanna
utan hefðbundins vinnutíma þeirra
yfir jólahátíðina.
Stúfur fer í sumarfrí er eins og
fyrri bækur um Stúf frekar auðlesin
fyrir unga lesendur sem hafa náð
smá tökum á lestrinum. Litríkar og
fjörlegar myndirnar lífga upp á text-
ann og gefa eins og áður mikilvægar
upplýsingar um það sem er að ger-
ast þar sem það á við.
Þrautir fyrir alla
Sumarþrautabók Stúfs bbbmn
Eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur og
Blævi Guðmundsdóttur. Bókabeitan
2022, 39 bls.
Sumarþrautabók Stúfs byggist á
bókinni Stúfur fer í sumarfrí og inni-
heldur alls konar þrautir og myndir
til að lita. Þrautirnar eru misþungar
og sumar gætu verið fullerfiðar fyrir
yngstu lesend-
urna. En þá er
tilvalið fyrir
foreldrana að
setjast niður
með börnunum
og hjálpa til.
Það er auðvitað
nauðsynlegt að
lesa bókina um
Stúf í sumarfríi
fyrst og helst hafa hana til taks þeg-
ar þrautirnar eru leystar.
Í bókinni kennir ýmissa grasa.
Þar er orðarugl, hægt að finna villur
á myndum, leysa myndaþrautir og
orðaþrautir og teikna og lita myndir
ásamt fleiru. Útskýringar eru ein-
faldar og góðar og lausnir á öllum
þrautunum má nálgast aftast í bók-
inni
Bókin er, eins og bækurnar um
Stúf, myndskreytt af Blævi Guð-
mundsdóttur.
Stúfur í blíðu
og stríðu
Teikning/Blær Guðmundsdóttir
Yfirlit yfir nýútkomnar
íslenskar barnabækur
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
Eva Rún
Þorgeirsdóttir
Blær
Guðmundsdóttir
Teikning/Blær Guðmundsdóttir
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022
O
g svo kom vorið er fyrsta bók Guð-
jóns Baldurssonar sem hefur fram
að útgáfu hennar einkum fengist við
að skrifa lyfseðla og sjúkraskrár
eins og stendur á baksíðu bókarinnar. Inni-
haldið hefur að geyma ellefu smásögur sem
flestar eru undir fimmtán blaðsíður að lengd.
Guðjón er snjall og fyndinn höfundur. Hann
hefur gott vald á tungumálinu og er afar flink-
ur þegar kemur að því að skrifa framvindu
sagnanna. Fyrsta sagan, „Bið“, fjallar um
mann sem festist í Hvalfjarðargöngunum á
leiðinni til Akraness. Jarðskjálfti og grjóthrun
valda því að göngin lokast til
beggja átta og nokkrir bílar
sitja fastir, þar á meðal bíll
aðalpersónunnar. Hann
kynnist brátt konunni í
næsta bíl fyrir framan hans
og þau reyna að gera gott úr
þessum hrikalegu
aðstæðum og verða ögn
meðvitaðri um gildi lífsins
fyrir vikið.
Þessi saga og sú sem kemur næst á eftir eru
að mínu mati með þeim sterkari í bókinni.
Nóbelsskáldinu Halldóri Laxness bregður fyr-
ir í sögunni „Magnús Mínus“, sögu númer tvö,
sem er afskaplega fyndin og skemmtileg
aflestrar og fékk mig til að skella upp úr hér og
þar. Höfundi tekst einkar vel að vekja Laxness
til lífsins með því að fanga einstakan talsmáta
skáldsins og líkamstjáningu en saga þessi ger-
ist á tíma fyrir útgáfu bókarinnar Kristnihalds
undir jökli.
Sagan „Hrútspungar“ er svo ein stór grín-
veisla þar sem Guðjón lýsir enn öðru góð-
ærisfári í Íslandssögunni þegar hrútspungar
verða skyndilega ein eftirsóttasta vara í heimi
vegna lækningamáttar þeirra. Sögurnar „Þor-
móður rammi“ og „Hveitibrauðsdagar“ lýsa
hjónabandsörðugleikum í nútímanum og er
fyrri sagan með þeim sterkari í bókinni að
mati rýnis.
Það fer aðeins að draga úr krafti safnsins
þegar líður á síðustu sögurnar og persónulega
finnst mér að hefði mátt sleppa þeirri allra síð-
ustu.
Guðjón skilur flæði og hann skilur húmor og
honum er greinilega ofarlega í huga að
skemmta lesendum, frekar en að reyna að
sannfæra þá af öllum mætti um að hann sé ein-
hvers konar gáfumaður, og það er góður kost-
ur. Húmor og glettni er alltaf í fyrirrúmi en
það er ekki talað niður til lítilmagnans eða
gert lítið úr honum og skín væntumþykja höf-
undar í gegn á nokkrum stöðum.
Niðurstaðan er öflug frumraun og ég vona
að höfundur haldi áfram að skrifa smásögur
því efnistök sagnanna eru ákaflega frumleg og
aldrei að vita hverju hann finnur upp á næst.
Ljósmyd/Bryndís Guðjónsdóttir
Flinkur „Niðurstaðan er öflug frumraun,“
segir um fyrstu bók Guðjóns Baldurssonar.
Smásögur
Og svo kom vorið bbbmn
Eftir Guðjón Baldursson.
Sæmundur 2022. 122 bls. kilja.
ÍSAK GABRÍEL
REGAL
BÆKUR
Skemmtilegar og frumlegar sögur