Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022
Miðborg Þótt komið sé fram í október er landið fullt af ferðamönnum. Á götum miðborgar Reykjavíkur eru margir á ferð auk þess sem litríkur víkingur í dúkkulíki setur svip á umhverfið.
Eggert Jóhannesson
Núna er að hefjast
október, sem við til-
einkum aukinni lýð-
heilsu. „Sober“ októ-
ber kannast margir
við þar sem hvatt er
til að draga úr áfeng-
isneyslu. Bleikan
október kannast líka
margir við þar sem
bent er á leiðir til að
draga úr krabba-
meini. IOGT á Íslandi kannast all-
ir við enda höfum við verið virk í
forvörnum síðan 1884 með síungar
sannanir um að áfengi er engin
venjuleg neysluvara. Opið hús
verður í forvarnamiðstöðinni
Hverafold 1-3 á laugardag 10.30-
12.00 og sunnudag 10.30-14.00 þar
sem allir eru velkomnir. Af því til-
efni kemur yfirlýsing IOGT á Ís-
landi þar sem skorað
er á stjórnvöld að
sinna þeirri skyldu
sinni að taka upp
skýra áfengisstefnu.
Almenningur metur
stöðugt heilsu sína
sem mikilvægasta
skilyrðið fyrir því að
lifa hamingjuríku og
fullnægjandi lífi. Við
döfnum öll vel þegar
við búum í seigum og
heilbrigðum sam-
félögum. Kórónu-
veirufaraldurinn undanfarin ár
hefur minnt okkur á hversu mik-
ilvæg heilsa og vellíðan í raun er.
En margir eiga ekki möguleika
áð að ná góðri heilsu og vellíðan.
Oft er heilsa fólks, nærsamfélaga
og samfélagsins jafnvel að versna,
batnar ekki. Stærsta ástæðan er
sú að áfengisskaðinn fer vaxandi.
Undanfarin áratug hefur framlag
áfengis til sjúkdómsbyrði á heims-
vísu aukist en ekki minnkað. Þeg-
ar beinn og óbeinn skaði er tekinn
saman er heildarálag vegna áfeng-
is næstum tvöfalt á við það sem
stafar af tóbaki.
Stærsta ástæðan fyrir vaxandi
áfengisskaða er áfengisiðnaðurinn.
Vörur og venjur fjölþjóðlegra
áfengisfyrirtækja ýta undir
krabbamein og hjartasjúkdóma,
ofbeldi og fátækt, sem og fé-
lagslegt og umhverfislegt tjón.
Ljóst er að áfengisskaði er mikil
hindrun sjálfbærrar þróunar.
Áfengisiðnaðurinn, nákvæmlega
eins og tóbaksiðnaðurinn, beitir
ýmsum aðferðum sem setja eigin
hagnað framar fólki. Áfengisiðn-
aðurinn mótmælir harðlega öllum
tilraunum til að þróa stefnulausnir
sem myndu vernda fólk gegn
áfengisskaða. Hann hefur afskipti
í löndum um allan heim og stofnar
heilsu og vellíðan milljarða manna
í hættu.
Við sjáum þann skaða sem
áfengisiðnaðurinn veldur í sam-
félögum okkar á hverjum degi.
Við sjáum líka í samfélögum um
allan heim að fólk vill breytingar.
Fólk vill aðgerðir til að takast á
við skaðann sem forgangsverkefni
í heilsu og þróun.
Það er kominn tími til að
vernda fólk og samfélög fyrir yfir-
gengilegum starfsháttum áfengis-
iðnaðarins, eins og ódýrum
drykkjum, sætum drykkjum með
mikið áfengismagn og áfengis-
markaðssetningu. Það er kominn
tími til að skapa heilbrigðara um-
hverfi fyrir alla með því að tak-
marka aðgengi áfengisiðnaðarins
og tilvist áfengis í samfélögum
okkar.
Það er kominn tími á áratug að-
gerða fyrir áhrifamiklar sannaðar
lausnir í áfengisstefnu okkar sam-
félags.
Það er tími til kominn að setja
allar hugmyndir um breytingar á
lögum um áfengi eða önnur ávana-
og vímuefni í lýðheilsumat.
Það er kominn tími á fulla inn-
leiðingu á nýrri alþjóðlegri áfeng-
isaðgerðaáætlun WHO og
SAFER-tæknipakkanum sem
byggjast á þekktum lausnum.
Aðalsteinn
Gunnarsson »Núna er að hefjast
október, sem við til-
einkum lýðheilsu. Bleik-
ur október krabbameins
og „sober“ október þar
sem við hvetjum til
minni áfengisneyslu.
Aðalsteinn Gunnarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
IOGT á Íslandi.
iogt@iogt.is
Í átt til áratugar aðgerða í forvörnum
Eftir að erlend veiði-
skip yfirgáfu Íslands-
mið um 1970 hófu
stjórnvöld mikla at-
vinnuuppbyggingu á
landsbyggðinni með
lánveitingum til tog-
arakaupa. Keyptur var
skuttogari í hverja
höfn í því augnamiði að
stórauka afla Íslend-
inga. Aldrei í sögunni
hefur hærra hlutfall íbúa landsins
búið í sjávarbyggðum en árin þar á
eftir. 15 árum seinna voru fiskimiðin
þurrausin og fyrirtækin öll komin á
vonarvöl vegna ofveiði. Allar sjáv-
arbyggðir Íslands urðu að brothætt-
um byggðum. Þá var gripið til
stærstu og árangursríkustu efna-
hagsaðgerðar sögunnar, kvótakerf-
isins, sem byggðist á takmörkunum
og niðurskurði á veið-
um sem skyldi ákvarð-
ast af vísindalegum nið-
urstöðum. Aflamark í
þorski var skorið niður
um 50% og illa stödd
fyrirtæki fengu það
hlutverk að byggja upp
sinn eigin efnahag og
fiskistofnana að nýju.
Það verkefni tók 20 ár
og um þá baráttu hefur
mikið verið rætt og rit-
að og sitt hefur sýnst
hverjum um aðferðir og
árangur.
Á sama tíma og fyrirtækin börðust
fyrir tilveru sinni í 50% niðurskurði
bættu stjórnvöld í vandann með stór-
tækum tilfærslum á veiðiheimildum
til nýrra aðila og unnu þar með gegn
eigin markmiðum. Það var gert með
ógrynni lítilla aðgerða sem allar
byggðust á veiðum umfram ráðlegg-
ingar og rökstutt með því að „ekki
væri neitt af neinum tekið“. Að sjálf-
sögðu var það ekki þannig og þegar
50 þúsund tonn höfðu verið færð á
milli aðila í nýjum kerfum var því
hætt og lína dregin við 5,3% pottinn
sem stjórnvöld myndu fá til fé-
lagslegra bjargráða. En hér var
skaðinn skeður. Mun fleiri fyrirtæki
og einstaklingar höfðu lagt upp laup-
ana en efni stóðu til vegna tilfærslna
veiðiheimilda til viðbótar við nauð-
synlegan niðurskurð til að byggja
upp fiskistofnana. Af þessum ástæð-
um voru færri sjávarpláss sem kom-
ust undan því að teljast brothætt.
Síðan þá hafa fyrirtækin treyst á
þá niðurstöðu að stjórnvöldum
nægði 5,3% aflaheimilda og byggt
upp sína starfsemi með þeim heim-
ildum sem þau höfðu. Uppbygging
með öruggum heilsársstörfum,
tæknivæðingu, fjárfestingu í betri
skipum, hámörkun aflaverðmætis og
markaðsstarfi sem tryggir afhend-
ingu afurða allt árið. Umræðan hætti
að snúast um bjargráð og fór að snú-
ast um hlut ríkisins í árangrinum.
Þeim árangri var náð með samein-
ingum, kvótakaupum, fjárfestingum
og annarri aðlögun sem fæstar voru
átakalausar og flestar umdeildar.
En nú slær aftur í bakseglin. Enn
á ný er komin krafa um nýjar til-
færslur til nýrra aðila samhliða mikl-
um niðurskurði heildarveiði í þorski.
Á síðustu þremur árum hefur veiði
hlutastarfanna í strandveiðikerfinu
aukist á meðan 25% niðurskurður
hefur verið hjá öðrum. Þeim niður-
skurði hefur verið mætt með upp-
sögnum og löngum fríum.
Nú boða þingmenn VG 50% aukn-
ingu á umræddum tilfærslum til
sumarstarfanna á strandveiðinni. Ég
virði það við þessa þingmenn að nú
er ekki, eins og áður var gert, verið
að fela það af hvaða sjómönnum
vinnan er tekin og til hverra hún er
færð. Það mun skerpa alla umræðu
um málið.
Sagan kennir okkur að því meira
sem stjórnvöld taka til félagslegra
þátta því fleiri staðir verða í þörf fyr-
ir félagsleg úrræði og flokkast sem
brothættar byggðir. Ef þessari
stefnu verður fylgt mun uppgangur
strandveiðanna og uppsagnir hjá
hinum halda áfram að haldast í hend-
ur, sem hlýtur að kalla á þá spurn-
ingu hvað sé „félagslegt“ við það.
Pétur Hafsteinn
Pálsson »Ég virði það við
þessa þingmenn að
nú er ekki, eins og áður
var gert, verið að fela
það af hvaða sjómönn-
um vinnan er tekin og til
hverra hún er færð.
Pétur Hafsteinn Pálsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis
hf. í Grindavík.
Uppgangur og uppsagnir í brothættum byggðum