Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022 ✝ Magnús Örn Sölvason fædd- ist 3. nóvember 1980 á Höfn í Hornafirði. Hann lést á Landspít- alanum 23. sept- ember 2022. Foreldrar Magn- úsar Arnar eru Hrefna Magnús- dóttir, f. 1. maí 1956, og Sölvi Steinn Alfreðsson, f. 31. mars 1955, eiginkona hans er Cath- leen Doran Alfreðsson, f. 21. október 1960. Bræður Magnúsar Arnar eru Steinþór Benediktsson, f. 23. september 1990, sammæðra, sambýliskona Heiðdís Anna d. 4. mars 2020. Eftir hefð- bundna skólagöngu fór Magnús Örn á Þórshöfn þar sem hann starfaði á sjó um tíma. Eftir dvölina á Langanesi lá leiðin suður til Reykjavíkur þar sem hann festi rætur í Árbænum þar sem hann undi sér vel. Magnús Örn stundaði nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands þar sem hann lærði til þjóns. Þjónsstarfið átti hug hans allan en lengst af starfaði Magnús Örn sem þjónn á Humarhúsinu í Reykjavík og Galito á Akra- nesi. Magnús Örn á dótturina Vig- dísi Hrefnu, f. 8. september 2013, með fyrrverandi eig- inkonu sinni Lilju Þorsteins- dóttur, f. 30. október 1982. Dóttir Lilju úr fyrra sambandi er Þórdís Erla Ólafsdóttir, f. 16. nóvember 2004. Magnús Örn verður jarð- sunginn frá Árbæjarkirkju í dag, 3. október 2022, og hefst athöfnin kl. 11. Marteinsdóttir, f. 6. mars 1996. Sam- feðra eru Maríus Lawrence Sölva- son, f. 11. nóv- ember 1994, og Guðbrandur Willi- am Sölvason, f. 7. febrúar 1996, unn- usta Kamila Kinga, f. 4. nóvember 1995. Allra fyrstu ævi- árin bjó Magnús Örn á Höfn í Hornafirði ásamt foreldrum sínum en síðan í Svínafelli í Öræfum hjá móðurforeldrum sínum Svöfu Jóhannsdóttur, f. 15. september 1924, d. 6. nóv- ember 1994, og Magnúsi Ás- geiri Lárussyni, f. 24. júní 1925, Elsku Maggi. Síðustu ár voru erfið, fyrir okkur öll, þig og mig, Þórdísi Erlu og elsku Vigdísi Hrefnu okkar. En erfiðust voru þau þér. Þrátt fyrir allt þótti mér alltaf mjög vænt um þig og þú munt alltaf eiga sérstakan stað í mínu hjarta. Nú leggjum við allt til hliðar. Við mæðgur skoðum gamlar myndir, rifjum upp góðu stund- irnar og brosum í gegnum tárin. Eitt sinni áttum við dásamleg- ar stundir saman, þú varst mér þá svo góður og komst fram við mig og stelpurnar af svo mikilli hlýju. Þú eftirlést mér alltaf besta sætið, hvort sem það var í flugvél eða á veitingahúsi. Litlu ástargjafirnar sem þú færðir mér í miðju hversdagsamstrinu glöddu mig alltaf jafn mikið. Þú varst líka snillingur í að velja gjafir og varst alltaf með miklu betri hugmyndir en ég að gjöfum handa stelpunum. Hugulsemin og umhyggjan skein í gegnum þær gjafir sem þú valdir handa mér. Þú hafðir endalausa þolin- mæði í hlutverkaleikjum með Vigdísi Hrefnu, hún mun aldrei gleyma þeim stundum. Ég vil að þú vitir að ég hef allt- af og mun ætíð tala fallega um þig við Vigdísi Hrefnu og passa að hún gleymi þér aldrei. Ég veit að hún var það dýrmætasta sem þú áttir og ég mun minna hana á hversu mikið pabbi elskaði hana. Ég mun hlúa vel að stelpunni okkar og hjálpa henni í gegnum sorgina. Núna á hún pabba sem er engill og vakir yfir henni öllum stundum. Ég vona að þér líði betur núna elsku Maggi minn, fáir frið og öðlist ró. Þín Lilja. Elsku pabbi. Ég sakna þín. Það var svo gaman að leika með þér, raða öllum Pez-köllunum og leika í Playmo. Pabbi, ég er búin að ákveða mig, núna held ég með Manchester United eins og þú. Ég elska þig. Þú elskar mig líka. Ég elska þig meira. Þú elskar mig mest. Ég elska þig langmest. Þú elskar mig langlangmest. Ég elska þig langlanglangmest. Nú vinn ég. Þín Vigdís Hrefna. Magnús frændi kvaddi þann 23. september síðastliðinn, allt of fljótt. Hann ólst upp að stórum hluta upp hjá afa okkar og ömmu í Svínafelli og hugsaði oft þangað. Þegar hann var í góðu formi hafði hann mikinn áhuga á því að fá fréttir af mönnum og málefnum úr sveitinni. Starfsvettvangur hans varð þjónastarfið og hann menntaði sig í því. Það var hans líf og yndi enda þjónustulundaðri mann vart að finna. Man ég til dæmis að eitt sinn, þegar hann vann í sjoppunni í Freysnesi, bað ég um eitthvað sem var ekki til, krydd eða eitthvað og var það allt í lagi, engin lífsnauðsyn. En hann brá sér aðeins frá og innan skamms þá birtist hann lafmóður með það sem vantaði. Þá hafði hann stokkið á bak við hús, skellt sér á reiðhjólið sitt þar, hjólað upp á hótel og náð í það sem vant- aði, að sjálfsögðu óumbeðið. Hann hafði gaman af matargerð og dundaði sér við að rækta kryddjurtir. Hann hafði mjög gaman af músík og hefur alla vega samið einn texta sem frænka okkar komst töluvert áfram með í trúbadorakeppni. Hann eignaðist eina dóttur, Vig- dísi Hrefnu, sem hann hafði mikla ánægju af að fylgjast með og styðja. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar og það er margs góðs að minnast. Hugur okkar er hjá bæði foreldrunum sem sjá á eftir elskuðum syni og dótturinni Vig- dísi Hrefnu og samhryggjumst við þeim innilega. … eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Svavar M Sigurjónsson Maggi var höfðingi heim að sækja. Á gamlárskvöld blandaði hann drykki eftir eigin uppskrift og eldaði dýrindis forrétt handa okkur öllum. Það var alltaf gott að koma til Lilju, Magga og stelpnanna í Árbænum. Maggi var gestgjafi fram í fingurgóma og sá til þess að allir fengju eitt- hvað við sitt hæfi, setti tónlist á fóninn og fór inn í eldhús að töfra fram kræsingar. Á fallegum haustdegi giftu Lilja og Maggi sig. Bindið hans Magga var í stíl við haustlitina og í veislunni var skálað í ekta frönsku kampavíni, í stíl við Magga. Í sumarhúsi í Svíþjóð grillaði hann á meðan við syntum í stöðu- vatninu og passaði að Vigdís Hrefna fengi sinn uppáhaldsmat. Á kvöldin spiluðum við og töluð- um um tónlist. Við minnumst Magga sem góðs pabba, gest- gjafa og góðs vinar. Ari Gunnar Þor- steinsson og Lára Heimisdóttir. Kæri vinur. Eftir að ég fékk fréttirnar um andlát þitt hef ég verið að rifja upp samverustundirnar okkar. Ég man eftir matarboðunum sem ég fékk að njóta í kjallaranum þegar þið vinirnir bjugguð sam- an. Þótt þú hafir litið út eins og sterkur björn, þá var stutt í róm- antíkina og mjúka kallinn þegar nær var komið. Alltaf jafn mikil gleði að mæta á svæðið þar sem kertaljósin fylltu herbergið. Dýr- indis steik borin fram og ekkert meðlæti vantaði, þetta var eins og hinn fullkomni mömmumatur. Alltaf stutt í glaum og gaman, við tvö áttum sameiginlegan tón- listaráhuga og margar voru stundirnar með góða tónlist á fóninum. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað alla þessa hlýju og vin- áttu frá þér, Maggi minn. Svo er það lagið sem þú samdir og deild- ir með mér fyrir svolítið mörgum árum. Man þetta fallega lag ennþá og læt textann sem þú samdir fylgja hér með: Góða nótt Komdu – komdu til baka hver á að vaka yfir mér Þú fórst svo fljótt án þess að kveðja en ég verð að herða sjálfan mig Komdu til baka lof mér að vaka ég vil ekki kveðja en komdu til baka Ó – byrja að syfja en ég verð að byrja upp á nýtt Komdu til baka… Leggst nú á koddann og ég verð að biðja góða nótt Þessi fallegi texti þinn á svo sorglega vel við núna. Góða nótt, kæri vinurinn minn – þín vinkona Jónína Guðbjörg Aradóttir. Elsku Magnús Örn, það er komið að kveðjustund. Þetta er alltof, alltof fljótt. Eftir sitja svo ótal margar minningar. Við höfum þekkt hvert annað alla tíð, fastur punktur í tilver- unni. Fyrst sem leikfélagar í Svínafelli og í skólanum á Hofi. Fylgdumst að í gegnum allan grunnskólann – læra og leika, spila handbolta, fótbolta og bandí, setja upp leikrit og skrifa skólablöð. Við jafnaldrarnir fermdumst á eftirminnilegum óveðursdegi í apríl 1994. Við áttum líka saman ómetan- legan tíma á heimavistinni í Nesjaskóla. Tímabil sem kannski fáir skilja eða fá að upplifa. Heimavistin var okkar heimili í nokkur ár og við sem komum frá Öræfum vorum eins og systkina- hópur, okkur kom yfirleitt vel saman og við pössuðum hvert annað. Ófáar voru stundirnar í skólarútunni fram og til baka, það var svo notalegt að hittast snemma á mánudagsmorgni, hálfsofandi, hlusta á tónlist og spjalla um heima og geima. Húm- orinn var aldrei langt undan. Á vistinni var margt brallað; hlusta á tónlist, glamra á gítar, spjalla saman og fíflast, stundum fram á nótt. Við stunduðum körfubolta, diskótek og svo voru skólaferðalög um landið. Við skólafélagarnir settum saman stuttmyndina „Morð á vettvangi“ (vá, hvað okkur fannst við vera fyndin) og unnum líka töluvert með leiklist í skólanum. Bekkur- inn setti upp leikrit úr bókinni um Gísla Súrsson í íslenskutíma og einnig voru sett upp stór leik- rit á sviðinu í Mánagarði með til- heyrandi æfingum í margar vik- ur. Þetta voru tímamótaverk sem lifa áfram á VHS á bókasafninu. Maggi hafði leiklistina í sér og var oftast í aðalhlutverki – það leysti hann eftirminnilega vel, hafði góða söngrödd og átti auð- velt með að setja sig inn í hlut- verkin af mikilli innlifun. Eftir grunnskólann hélt hver sína leið og sambandið minnkaði smátt og smátt en samt vissum við alltaf hvert af öðru, hittumst kannski á góuhófi eða á förnum vegi. Það var gaman að sjá Magn- ús blómstra í þjónastarfinu og ógleymanlegt að upplifa dekur hjá honum á veitingastað þar sem hann var að þjóna – algjör fag- maður. Við fylgdumst alltaf hvert með öðru úr fjarlægð, eins og hægt var. Elsku Magnús – þú varst alltaf góður vinur, svo ljúfur og hlýr. Þú varst mikill spekingur, snið- ugur í tilsvörum og mikið að pæla í tónlist og kvikmyndum. Þú skil- ur eftir þig stórt skarð í hjörtum okkar, jafnvel þó að við höfum ekki oft hist undanfarin ár. Við sendum innilegar samúðarkveðj- ur til fjölskyldunnar – minningin um góðan dreng mun lifa! Hve sárt ég sakna þín, ég sit við legstein þinn og hugsa um horfna tíð hjartans vinur minn. (Sverrir Stormsker) Hvíldu í friði elsku vinur. Þínar æskuvinkonur, Sigrún Svafa Ólafs- dóttir, Hrefna Arn- ardóttir og Þuríður Aradóttir Braun. Magnús Örn Sölvason ✝ Kristín Guð- mundsdóttir fæddist á Grund í Dýrafirði, 7. júní, 1924, dóttir Guð- mundar Há- konarsonar, vél- argæslumanns, f. 16. janúar 1872, á Læk í Mýrarhreppi, d. 1. júní 1928, og Valgerðar Ein- arsdóttur, hús- freyju, f. 5. maí 1878, á Arn- arstöðum í Hraungerðishreppi, d. 29. maí 1951. Kristín ólst upp á Grasi á Þingeyri, yngst í hópi níu systkina: Guðlaug, f. 7. apríl 1904, d. 20. janúar 1996, Hákon, f. 12. júní 1905, d. 25. júní 1927, Guðni, f. 25. júní 1908, d. 15. desember 1946, Jóhanna, f. 6. ágúst 1911, d. 23. maí 2002, Ein- ar Júlíus, f. 19. júlí 1914, d, 30. júlí 1983, Árni Kristinn, f. 18. september 1916, d. 26. nóv- ember 1943, Níels, f. 1. janúar 1918, d. 30. maí 1941, og Laufey, f. 14. júní 1922, d. 20. nóvember 2014. Guðmundur andaðist þeg- ar Kristín var á fjórða ári en systkinin og föðurfjölskyldan f. 17. september 1952, maki Sig- urður S. Tryggvason, f. 29. júlí 1949; Níels, f. 4. febrúar 1955, maki Jo Clayton, f. 13. mars 1962; og Herdís, f. 10. maí 1956, fv. maki Kristján Ármannsson, f. 6. desember 1957. Hermann vann öðru hvoru sem vélstjóri á skipum og tog- urum og var þá fjarverandi lengi í einu. Þannig féll það mik- ið í hlut Kristínar að koma barnaskaranum á legg. Kristín var einnig virk í ýmsum fé- lagsstörfum í sveitinni, hún tók þátt í starfi kvenfélagsins og var í félagi soroptimista. Að auki vann hún ýmis störf utan heim- ilis, s.s. þjónustustörf í Hlégarði og ræstingar í skólahúsnæði. Um jólaleytið, 1973, varð Her- mann bráðkvaddur á leið til skips. Kristín starfaði þá við umönnun á Reykjalundi og lauk í kjölfarið við sjúkraliðanám. Hún átti svo eftir að vinna á Reykjalundi allt þar til hún fór á eftirlaun. Löngunin til að læra meira einkenndi Kristínu og hún brýndi alltaf fyrir börnum sínum og barnabörnum að ganga menntaveginn. Hafði hún mikla unun af lestri bóka og ljóða og var í Kvæða- mannafélagi Iðunnar. Kristín verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 3. október 2022, klukkan 13. hjálpuðust að og var samheldni fjöl- skyldunnar mikil. Í desember 1946 gekk Kristín að eiga Hermann Bjarna Friðfinns- son frá Kjar- anstöðum, f. 1. nóv- ember 1918, d. 17. desember 1973. Hermann var þá við nám í Vélskólanum í Reykjavík og Kristín í vist hjá frændfólki sínu á Nýlendugötu. Að námi loknu bauðst Hermanni starf í járnsmiðju á Álafossi í Mosfellssveit. Fjölskyldan flutt- ist þangað búferlum, fyrst í Barnakot við Álafossveg en síð- ar byggði Hermann hús skammt þar frá, sem fékk nafnið Helga- staðir. Börnin urðu sex og lifa öll móður sína: Guðni, f. 23. júlí 1946, maki Erla Hermannsdótt- ir, f. 8. september 1945; Kristján Kjaran, f. 13. ágúst 1947, maki Sjöfn Thorarensen, f. 31. júlí 1954; Valgerður, f. 7. júní 1951, maki Halldór Bárðarson, f. 23. febrúar 1954; Jóhanna Sigríður, Það er svolítið skrítið en ein- hvern veginn verður matur svo oft útgangspunktur þegar við hugsum um ömmu – ekki ólíkt því sem var þegar við mættum í heimsókn til hennar. Upp á Helgó, suður í Keflavík, út á Seljaveg eða niður á Skúlagötu, það gilti einu. Hún var alltaf búin að leggja á borð fyrir okk- ur áður en við vorum komin úr skónum. Meira að segja síðustu árin, í Mörkinni, var henni mest í mun að við fengjum okk- ur nú mola úr skálinni á borð- inu. Kannski er þetta kynslóða- tengt, kannski sáu ömmur sitt hlutverk svona á þessum tíma. En þannig hefjast svo margar minningar, með lykt eða bragði: Ilmurinn af seyddu rúg- brauði sem reyndi að sprengja utan af sér blómaskreytta mjólkurfernu eftir sólarhring í ylvolgum ofninum á Helgastöð- um. Mysingur er bara sætt smjör sem er öðruvísi á litinn. Litla eldhúsið undir risinu með útsýni yfir Ullarnesbrekkuna og Esjuna. Amma í horninu, alltaf í óþægilegasta stólnum, við hliðina á ísskápnum, þar sem stutt var í allt, og lét lítið fyrir sér fara. Gestirnir skiptu öllu máli. Í útvarpinu: kórsöngur eða klassískir tónar að reyna að brjóta sér leið í gegnum suð sem brotið loftnet og illa átt- aðar FM-bylgjur bjuggu til. Annars þögn. Við munum líka öll eftir súkkulaðikökunni – brúnkunni – kókosmjölinu sem hafði verið sáldrað yfir hana og lá eins og nýfallin snjódrífa ofan á dökk- brúnu súkkulaðikreminu. Hún bragðaðist eins og súkku- laðitertur eiga að bragðast, bráðnaði í munninum og bræddi hjörtun. Amma brosti, sagði okkur sögur úr Mosfells- sveit, af fólkinu; frá æskuslóð- unum fyrir vestan, fjölskyld- unni. Á meðan bráðnuðu hjörtun og hamingjan stakk niður rótum. Þegar amma hló dilluðu myndirnar á veggjunum sér með. Það var heldur ekki sjaldan sem hún hló. Hún var alltaf glöð að sjá okkur, hafði alltaf pláss fyrir okkur – og alla sem komu með okkur. Á snjóþungum dögum grófum við snjóhús og göng við Helgastaði og svo fengu krakkarnir í hverfinu kakóbolla hjá ömmu á Helgó. Amma hafði nefnilega svo gaman af öðrum og raun- verulegan áhuga á fólkinu í kringum sig. Amma átti líka alltaf bækur, var alltaf að gauka að okkur lesefni. Við skyldum lesa og lesa nóg. Menntun var henni dauðans alvara og hún lagði hart að okkur að sækja mennt- un. Og læra nú eitthvað sem færði okkur gleði, hamingju. Ekki horfa alltaf bara í at- vinnutækifærin sem fylgdu námi, því eftirsjáin væri ótta- leg tímasóun. Það sem hún kenndi okkur situr eftir. Við lifum öll eftir því og búum að því. Þó hún sé farin og við söknum hennar öll, þá lifði hún í næstum heila öld. Lengur en nóbelsskáldið, sem bjó samt næstum í túninu heima hjá henni, og lengur en drottingin af Englandi – sem var heimsmynd í sjálfri sér. Því þannig var amma líka: Hún var heimsmynd okkar frændsystkinanna. Hanna, Hallur, Katrín og Kristín. Kristín Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.