Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022 HAUSTGOLF ÆFÐU SVEIFLUNA Á ALICANTE LÖNG HELGI | 14. - 18. OKTÓBER ALICANTE GOLF 4* TVÍBÝLI MEÐ MORGUNVERÐI AFNOT AF GOLFBÍL OG ÓTAKMÖRKUÐU GOLFI. VERÐ FRÁ148.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS INNIFALIÐ Í VERÐI: BEINT FLUG GISTING M. MORGUNVERÐI ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG. GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Reykjavíkurborg vinnur nú að því að finna nýtt húsnæði fyrir nem- endur Vogaskóla, en mygla greind- ist í húsnæði skólans í síðustu viku. Myglan fannst á skrifstofum skól- ans, sem eru á jarðhæð, og á ann- arri hæð í nýbyggingu þar sem kennslusvæði nemenda í 4. og 5. bekk er. Nemendurnir sem um ræðir eru áttatíu talsins. Gert er ráð fyrir að þeir mæti til skóla í dag þrátt fyrir að ekki sé búið að finna nýtt húsnæði. Myglan uppgötvaðist þar sem farið var fram á það í lok ágúst að ákveðinn hluti húsnæðisins yrði skoðaður sérstaklega með tilliti til gæða innivistar. Í síðustu viku barst frumskýrslan og eru niðurstöður hennar þær að myglu sé að finna á þessum tveimur stöðum. Í kjölfar niðurstöðunnar var ósk- að eftir alhliða úttekt á öllu skóla- húsnæðinu og loftræstikerfi húss- ins. Þá er einnig verið að vinna verk- áætlun sem miðar að því að rýma þessi svæði og ráðast í viðgerðir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mygla Reykjavíkurborg leitar nú að nýju skólahúsnæði fyrir nemendurna. Leita að nýju skóla- húsnæði vegna myglu - 80 nemendur í mygluðu rými Vogaskóla Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir það stærsta verkefni þjóðarinnar að efla íslenska tungu. Í íslenskunni sé allur menningararfur Íslendinga fólginn, sem og framtíð þjóðarinnar. „Ef þjóðin hættir að tala íslensku, sem maður einhvern veginn getur ekki séð fyrir sér því íslenskan er þó betur stödd en mörg önnur tungu- mál, þá minnkar samkeppnishæfni Íslendinga. Við hættum að nota okk- ar eigið tungumál og glötum þá alveg gríðarlegum verðmætum, sögulega, menningarlega og efnahagslega.“ Lilja bendir á að á síðasta kjör- tímabili hafi tíu milljörðum verið varið til málefna sem tengjast ís- lenskunni og að nú verði vinnan tek- in á næsta stig, en hún fór yfir mark- miðin í grein í Morgunblaðinu á laugardag. „Við ætlum að vinna með mun betra aðgengi að íslenskunámi fyrir innflytjendur. Það er mikilvægt að þau sem eru að flytja hingað nái tök- um á tungumálinu, en ég vil búa til hvata til þess að þau læri tungumálið á jákvæðan hátt og sjái ávinninginn af því,“ segir Lilja. Ekki í anda stefnunnar Hún telur þörf á að auka aðgengi fólks að íslenskunámi alveg frá 12 mánaða aldri og út ævina. Einnig sé mikilvægt að leggja áherslu á sýnileika íslenskunnar. „Hvað á það að þýða að Isavia sé með ensku fyrst og svo íslensku, það er hneyksli. Ég átti fund með forstjór- anum á síðasta kjörtímabili og ég held að hann skilji þessa miklu óánægju, þetta er ekki í anda þeirrar stefnu sem við erum með í landinu. Á móti kom að ég átti fund með for- stjóra Icelandair af því að þau voru farin að bjóða fólk fyrst velkomið á ensku, ég nefndi það við hann hvort við vildum virkilega hafa þetta svona og hann sagði nei og þau breyttu þessu,“ segir hún og ítrekar að ís- lenskan eigi að vera í fyrsta sæti. Íslensk menning aðdráttaraflið „Ferðamenn eru að koma hérna út af sérstakri náttúru og sérstakri menningu. Við erum komin í alþjóð- legt hagkerfi og við getum verið mjög stolt af því en við þurfum að varðveita menningu okkar af því að hún er aðdráttaraflið.“ Ávinningur af því að varðveita íslenskuna sé því mikill og hafi góð áhrif út á við. „Allt sem er öðruvísi vekur for- vitni og áhuga,“ segir Lilja og kveðst ekki hafa áhyggjur af framtíð ís- lenskunnar svo lengi sem áætlun liggi fyrir um hvernig eigi að leyfa henni að lifa. „En þetta er stöðug vinna,“ bætir hún við og bendir á mikilvægi þess að halda vel utan um tungumálið. „Ef við förum að glata íslenskunni er bara svo margt annað sem ég held að við höfum þá ekki eins mikinn metnað sem þjóð til að gera vel.“ Glötum gríðarlegum verðmætum - Ráðherra hefur ekki áhyggjur af framtíð íslenskunnar ef áætlun er fyrir hendi - Stöðug vinna að varðveita tungumálið - „Allt sem er öðruvísi vekur forvitni og áhuga“ - Stærsta verkefni þjóðarinnar Íslenska Mikilvægt er að leggja áherslu á sýnileika íslenskunnar. Í Biblíunni segir frá fuglum him- insins, sem svo sannarlega gleðja. Sendlingur er lágfættur og kubbslegur vaðfugl; hálsstuttur og goggurinn er smár. Á vetrum tekur fuglinn gráan svip og nú er sá svipur óðum að færast yfir búkinn. Þessi lágfleygi fugl er spakur, félagslyndur utan varp- stöðvanna og sést í stórum flokk- um. Utan varptíma er sendling helst að sjá og finna í grýttum fjörum og á leirum, rétt eins og var þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins tók þessa mynd. Þarna var fuglinn sennilega í ætisleit, enda þurfa allar lífverur að berj- ast fyrir sínu til að komast af í harðri samkeppni. Fallegur var fuglinn sem fangaði auga fólks á förnum vegi Sendlingur sem senn verður grár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.