Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Allar almennar bílaviðgerðir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Loftslagsmál þurfa hvarvetna
að vera efst á blaði,“ segir Nótt
Thorberg forstöðumaður Græn-
vangs sem er samstarfsvett-
vangur atvinnulífs og stjórn-
valda um loftslagsmál og
grænar lausnir. „Græn orku-
skipti byggjast á samvinnu
fjöldans þannig að um verkefni
ríki samfélagsleg sátt. Umskipti
sem nú eiga sér stað í heiminum
fela í sér mörg sóknartækifæri
fyrir Ísland. Munu geta aukið
samkeppnishæfni okkar í alþjóð-
legu samhengi en jafnhliða
þurfa umskiptin að vera sjálbær
og réttlát. Því eru fram undan
spennandi tímar í umbreyt-
ingum þar sem Íslendingar ætla
að ná forystu á heimsvísu.“
Undirstrikar mikilvægi
öruggs aðgengis að orku.
Um miðjan september var
haldin í Washington í Bandaríkj-
unum loftslagsráðstefna Atlants-
hafsráðsins fyrir tilstilli Græn-
vangs og sendiráðs Íslands þar
vestra. Rætt var um helstu
áskoranir og lausnir í loftslags-
málum á þessari ráðstefnu.
Einnig hvernig mætti efla al-
þjóðlegt samstarf í loftslags-
málum. Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra og Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra voru meðal
þátttakenda auk fyrirtækja og
stofnana frá Íslandi og Banda-
ríkjunum sem vinna að því að
hraða umbreytingunni.
„Við fundum velvild og
hvatningu Bandaríkjamanna
gagnvart Íslandi og okkar fram-
lagi í þessum málum. Áhuginn
fyrir áframhaldandi samstarfi
er mikill,“ segir Nótt. Aðgerðir í
loftslags- og orkumálum segir
hún hvarvetna í brennidepli um
þessar mundir, svo sem vegna
orkukreppunnar í Evrópu. Sú
þröng sem þar sé nú undirstriki
mikilvægi öruggs aðgengis og
framboðs á orku.
Þjóðarhagur og sjálfstæði
„Þjóðverjar hafa nú aukið
notkun jarðefnaeldsneytis við
framleiðslu rafmagns um 30% á
þessu ári. Í loftslagsmálum er
þetta skref aftur á bak, en von-
andi aðeins tímabundið. Við Ís-
lendingar höfum áður upplifað
svipaðar aðstæður, meðal ann-
ars í olíukrísunni 1973 og á eft-
irstríðsárunum. Í þeim veruleika
sem þá var uppi var Ísland hita-
veituvætt. Sú aðgerð var fljót að
borga sig. Sama má segja um
byggingu vatnsaflsvirkjana,“
segir Nótt og heldur áfram:
„Orkunýting með virkjunum
bætti þjóðarhag. Hún styrkti
sjálfstæði þjóðarinnar, skapaði
meiri stöðugleika og jók sam-
keppnishæfi okkar í alþjóðlegu
samhengi. Það sama er að ger-
ast núna. Verkefnið í dag er
stærra og snýr að öllum heim-
inum, sbr. fyrirheit þjóða um að
draga úr mengun og halda hlýn-
un andrúmsloftsins undir 1,5
gráðum sbr. Parísar-
samkomulagið. Stærðargráða
viðfangsefna er því allt önnur
en áður auk þess sem lönd og
jafnvel atvinnugreinar eru
tengdari nú en áður. Orkuöflun
og -skipti eru alþjóðlegt verk-
efni.“
Tæknin mislangt komin
Ísland hefur sett sér það
markmið að verða kolefnis-
hlutlaust árið 2040 og fyrst
þjóða óháð jarðefnaeldsneyti.
Miðað er við að árið 2030 hafi
Íslendingar dregið úr losun CO2
ígilda um ríflega milljón tonna
sem eru á beinni ábyrgð Íslands
og er mikið miðað við margar
aðrar þjóðir. Viðmiðunarárið
þarna er 2005 og 2020 var los-
unin 2,7 milljónir tonna, eða
13% minna en frá 2005. Ef litið
er til stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar á svo að minnka
útblástur um 55% á næstu árum
eða um 1,4 milljónir tonna.
Nótt bendir á að 85% af
orku sem Íslendingar nota sé
frá endurnýjanlegum orkugjöf-
um sem létti róðurinn. Eftir eru
þá 15% orkunnar, það er notkun
jarðefnaeldsneytis sem er nýtt í
samgöngum; á landi, sjó og lofti.
„Tækni til orkuskipta er
komin misjafnlega langt enda
tæknin víða í þróun. Við sjáum
fjölgun í kaupum á vistvænum
bílum en lengra er í lausnir í
sjóflutningum og í flugi. Til Ís-
lands er flutt olía fyrir um 100
milljarða á ári og það felast
tækifæri í því að hefja fram-
leiðslu eldsneytis hér innanlands
og verða með því sjálfstæð í
orkumálum. Græn orkuskipti
geta þannig fært þjóðinni mikl-
ar efnahagslegar framfarir,“
segir Nótt Thorberg.
Meiri samvinna
og rannsóknir
Mikilvægt sé að herða sókn
í loftslagsmálum með meiri
samvinnu, nýsköpun, rann-
sóknum og þróun, segir Nótt.
Íslendingar hafi miklu að miðla,
svo sem nýtingu á endurnýjan-
legum orkugjöfum, það er
vatnsafli og jarðvarma, og við
uppbyggingu flutningskerfa.
Nýjast sé föngun og förgun kol-
efnis sem sé í raun nýr en ört
vaxandi iðnaður á Íslandi. Þar
standa fyrirtæki hérlendis, á
borð við Carbfix, Carbon Re-
cycling International og Clime-
works, mjög framarlega á
heimsvísu. Þekking Íslendinga á
þessum sviðum vekur því at-
hygli, má þar nefna að í síðustu
viku var á Íslandi nefnd fulltrúa
sveitarfélaga, fyrirtækja og
stofnana í Póllandi sem voru að
afla sér þekkingar og tengsla í
jarðvarma og tengdri tækni.
„Nýting jarðvarma felst
ekki eingöngu í hitaveitu og
framleiðslu rafmagns,“ segir
Nótt Thorberg. „Heita vatnið
hefur fært okkur Íslendingum
aukin lífsgæði og markað okkur
sérstöðu ef við horfum til sund-
menningar landans – auk þess
sem hér nýtist jarðhiti einnig í
fiskeldi, gróðurhúsum, líftækni
og mörgu fleiru. Það verður
líka mjög spennandi að sjá
hvernig mál þróast hér heima
ef við horfum til hringrásar-
hagkerfisins. Það eru fjölmörg
verkefni í gangi hér á landi sem
gefa tilefni til að vera bjartsýn
um að á Íslandi verði áfram
gjöfular uppsprettur hugvits og
grænna lausna sem munu nýtast
fleiri þjóðum í framtíðinni.“
Orkuskipti eru alþjóðlegt verkefni, segir forstöðumaður Grænvangs
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grænvangur Á Íslandi verða áfram gjöfular uppsprettur hugvits og
grænna lausna sem munu nýtast fleiri þjóðum, segir Nótt Thorberg.
Umskipti og tækifæri
- Nótt Thorberg, fædd árið
1976, var ráðin til Grænvangs
nú í sumar. Hún er með meist-
aragráðu í markaðsfræðum frá
Strathclyde-háskólanum í
Skotlandi auk þess að hafa afl-
að sér annarrar menntunar og
reynslu.
- Áður starfaði Nótt í fjögur ár
hjá Icelandair og 2012-2018
hjá Marel á Íslandi síðast sem
framkvæmdastjóri. Þá starfaði
hún hjá Samskipum í um ára-
tug, þar sem hún leiddi m.a.
sölu innnanlands og hagdeild
félagsins. Nótt var formaður
Stjórnvísi í nokkur ár og er
meðal stofnenda félagsins
Konur í sjávarútvegi.
Hver er hún?
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jarðvarmi Svo markmið í loftslagsmálum náist þarf að virkja endurnýj-
anlega orkugjafa í ríkari mæli. Á Íslandi er góð reynsla af nýtingu gufu-
afls, enda þótt sumum þyki nóg um útblásturinn frá Hellisheiðarvirkjun. Innviðaráðherra á að gera ítar-
lega athugun á kostum þess að
gera Alexandersflugvöll á Sauð-
árkróki að varavelli annara milli-
landaflugvalla landsins, skv.
þingsályktunartillögu sem Bjarni
Jónsson þingmaður VG hefur lagt
fram á Alþingi. Helsti millilanda-
flugvöllur landsins er sem kunn-
ugt er í Keflavík, en varavellir
eru í Reykjavík, á Akureyri og
Egilsstöðum.
Í greinargerð með tillögunni
segir að í kjölfar jarðhræringa
og eldgosa á Reykjanesskaganum
séu ný sjónarmið í flugvall-
armálum komin upp. Í því sam-
bandi sé vert að skoða Alexand-
ersflugvöll, sem liggi vel við
aðflugsáttum og sé á snjóléttu
svæði. Þá lokist landleiðin milli
Sauðárkróks og Reykjavíkur
sjaldan. „Einsýnt er að verulegur
ávinningur gæti verið að því að
byggja Alexandersflugvöll upp
sem varaflugvöll fyrir Reykjavík
og Keflavík, segir í greinargerð-
inni. Vænst er, verði ályktunin
samþykkt, að niðurstaða athug-
unar sem innviðaráðherra láti
gera liggi fyrir næsta vor.
sbs@mbl.is
Kostir Alexandersflugvallar verði greindir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sauðárkrókur Flugvöllurinn er á Borg-
arsandi skammt austan við bæinn.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Alexandra Briem, forseti borgar-
stjórnar og fulltrúi borgarinnar í
stjórn Strætó, segir hækkun gjald-
skrár Strætó hafa verið nauðsynlega,
ella hefði fyrirtækið farið í þrot. Til-
kynnt var umdeild 12 prósenta hækk-
un gjaldskrárinnar í síðustu viku. Þá
hækkaði árskort fyrir ungmenni um
60 prósent og fór úr 25 þúsund krón-
um upp í 40 þúsund. Olíu-
verðshækkanir, uppsöfnuð þörf fyrir
endurnýjun á vagnaflota og rekstr-
arvandi frá tímum heimsfaraldursins
eru tekin sem dæmi um þætti sem
áttu þátt í ákvörðuninni.
„Við fengum ekki stuðning frá rík-
inu eins og hafði verið gefið í skyn. Í
rauninni var notuð sú afsökun að
Strætó væri með svo góða sjóðs-
stöðu,“ segir Alexandra og bendir á
að það fé hafi verið hugsað fyrir end-
urnýjun flotans.
„Það var ekki hægt í faraldrinum
heldur. Við þurftum að nota vagna-
peninginn til þess að halda floti í
Covid-ástandinu. Ríkið hefur ekki
viljað koma inn með meira, þannig að
sveitarfélögin þurfa að koma með það
sem þarf til þess að loka þessu. Þau
gátu ekki lokað því alfarið svo við
fengum skýrt þau skilaboð að það
þyrfti að koma eitthvað okkar megin
líka.“
Þannig hafi verið tvær leiðir í stöð-
unni; að skerða þjónustu verulega eða
hækka gjaldskrána. Spurð hvort
þjónustuskerðing sé enn inni í mynd-
inni, þrátt fyrir hækkunina, segist
Alexandra vonast
til þess að ekki
verði gripið til
þess. „Nætur-
aksturinn er í til-
raunafasa, ég von-
ast til þess að við
náum að halda því
áfram, kannski
eitthvað breytt.
En við erum að
fara í þetta til þess að reyna að kom-
ast hjá því að skerða þjónustu. Það er
vonin.“
Ókeypis í strætisvagna fyrir
börn innan Reykjavíkurborgar?
Hvort möguleiki sé á að gjaldskrá-
in hækki aftur í náinni framtíð segir
hún ómögulegt að segja til um nú
enda framtíð olíuverðs óráðin. Kveð-
ur hún sveitarfélögin sex nú reyna að
ná samstöðu um hvernig staðið verði
að málunum. „Það mun koma auka-
fjármagn frá sveitarfélögunum. Það
mun liggja fyrir í vikunni þegar það
verður lagt fyrir í borgarráði og
bæjarráðum sveitarfélaganna.“
Í meirihlutasáttmála borgarstjórn-
armeirihlutans sem kynntur var í vor
var eitt af helstu forgangsatriðunum
að ókeypis yrði í strætó fyrir börn á
grunnskólaaldri. Alexandra segir
ljóst að ekki sé hægt að framkvæma
slíkt á vettvangi Strætó fyrir allt höf-
uðborgarsvæðið. „Sennilega þyrfti sú
aðgerð að vera af hálfu Reykjavíkur-
borgar og við þurfum að skoða það í
fjárhagsáætlunargerð hvort við get-
um gert það núna eða hvort við neyð-
umst til þess að fresta því.“
Strætó hefði
getað farið í þrot
- Umdeild hækkun óumflýjanleg
Alexandra Briem