Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022 vinnuföt fást einnig í Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Mikið úrval af öryggisvörum Verkfæri og festingar HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga 50 ÁRA Inga ólst upp á Fá- skrúðsfirði og í Breiðholti en flutti á Selfoss 13 ára og býr þar. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og með mastersgráðu í verkefnastjórnun frá verkfræði- deild HÍ. Hún starfar sem fjár- málastjóri hjá Sveitarfélaginu Ár- borg og hefur gert frá árinu 2008, Áhugamál Ingu eru fjölskylda, hreyfing, útivist og ferðalög. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Ingu er Einar Gíslason, f. 1972, sjómaður á Þórunni Sveinsdóttur VE. Börn þeirra eru Ellý Alex- andra, f. 2008, og Daníel Garðar, f. 2012. Dóttir Ingu er Magnea Arna, f. 2001 og sonur Einars er Gísli Torfi, f. 1996. Foreldrar Ingu eru Garðar Garðarsson, f. 1947, rafvirkja- meistari, og Valborg S. Árnadóttir, f. 1949, húsmóðir. Þau eru búsett á Selfossi. Ingibjörg Garðarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Hafðu augun opin fyrir þeim mögu- leikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu. 20. apríl - 20. maí + Naut Vinahótin berast þér úr öllum áttum og þér er ekki of gott að njóta þeirra. Þú ert tilfinningavera, djúpt hugsandi einstak- lingur. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Maka þínum og nánum vinum finnst þú leggja of mikla áherslu á vinnuna þessa dagana. Leggðu þitt af mörkum til að gera andrúmsloftið betra. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þegar þú veist hvað þú vilt áttu að keppa að því marki með öllum tiltækum ráðum. Hafðu gát á öllu, þannig kemstu hjá áföllunum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú bætir upp fyrir að byrja daginn seint ef þú skipuleggur þig af kostgæfni. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þótt þér lítist ekkert á að fá aðstoð við ákveðið verkefni skaltu hugsa málið. Ekki láta það draga kjark úr þér því þetta eru skilaboð um að þú eigir að bíða eftir betra tækifæri. 23. sept. - 22. okt. k Vog Ný kynni gætu tekist í dag fyrir milli- göngu fjölskyldunnar. Vertu óhræddur við að taka áhættu þegar ástin er annars vegar. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gefðu þér tíma til að skipu- leggja framgöngu þína því minnstu mistök munu færa þig aftur á byrjunarreit. Njóttu þess að vera með þeim sem skipta þig mestu máli. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Oft var þörf en nú er nauðsyn að þú gerir það sem til þarf til að bæta heilsufar þitt. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Bíddu til morguns með ákvarð- anir um sameiginlegar eignir eða fjármál. Þú gefur heiminum frí í dag og fær greiðann launaðan. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er eitthvert agaleysi að hrjá þig svo það er nauðsynlegt að þú spýtir í lóf- ana og takir þér tak. Stundum verður bara að kýla á hlutina. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú þarft að huga að framtíðinni og tryggja stöðu þína sem best. Sýndu sam- starfsmönnum þínum nærgætni. ritstörf í hjáverkum, bæði þýtt og frumsamið verk. Fyrsta bókin kom út 1998 og fjallaði um sögu langa- langafa hennar, Hans Baldvins- sonar frá Upsum sem lenti í æsku í erfiðu máli. „Ég stofnaði síðar bókaútgáfuna Espólín forlag til að geta gefið sjálf út eigin bækur og þegar verðtryggingin var komin til skjalanna og lánin margfölduðust áður en fólk gat litið við. Ákveðið var að hætta búskap þegar vextir af rekstrarlánunum einum saman voru ríflega hálf laun kennarans á heim- ilinu.“ Anna Dóra hefur alltaf stundað A nna Dóra Antonsdóttir fæddist 3. október 1952 á Dalvík. „Þar ólst ég upp undir vökulum augum foreldra minna, nágranna og karlanna við höfnina sem litu eftir því að börn færu sér ekki að voða á flækingi við bryggj- ur. Heilt þorp þarf til að ala upp barn, segir þar.“ Að lokinni farsælli barnaskóla- göngu Önnu Dóru og landsprófi á Dalvík lá leiðin til Akureyrar í Menntaskólann á Akureyri. „MA var einn af fáum framhaldsskólum sem til boða stóðu og þegar börn eftirstríðsáranna flykktust í fram- haldsnám sprungu þeir með hvelli og undinn var bráður bugur að því að reisa fleiri.“ Eftir stúdentspróf tók við nám í nýstofnuðum Kennaraháskóla Ís- lands. „Skólinn var svo nýr af nál- inni að örfáir nemendur voru í fyrstu árgöngunum. En það átti eft- ir að breytast hratt og nú er KHÍ runninn inn í Háskóla Íslands. Námið lagði grunn að meginstarfs- ferli mínum – kennslu. Fyrst í grunnskólum í Skagafirði, síðar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Iðnskólanum í Hafnarfirði og að lokum í Tækniskólanum. Mikil þörf var fyrir sérþekkingu í málefnum seinfærra og fatlaðra barna og dreif ég mig í framhalds- nám í sérkennslufræðum og lauk síðari hluta þess við Oslóarháskóla 1991. Löngu seinna rak áhuginn mig í sagnfræðinám við HÍ og lauk þeim sviptingum með meistaraprófi þar sem húsfrú Þórunn Jónsdóttir á Grund var lokaverkefnið. Þórunn var fædd 1509, eitt af börnum Jóns Arasonar biskups, mjög áhugaverð kona svo ekki sé meira sagt. Til að búa mig undir ellina fór ég í nám í þýðingarfræðum í HÍ og kláraði diplómu í þeim fræðum 2021.“ Eftir kennaranám hélt Anna Dóra norður í Skagafjörð ásamt eiginmanni sínum til búskapar á Frostastöðum í Blönduhlíð. „Við hófum sauðfjárrækt í þann mund sem sauðfé varð alltof margt í land- inu og vaxtatölur bankanna náðu þriggja stafa tölu og loðdýrarækt annarra þegar svo ber undir. Það getur verið við ramman reip að draga að fá útgefna bók og gott að geta bara gert það sjálfur.“ Útgefn- ar bækur eru nú komnar á annan tuginn. Anna Dóra sat í hreppsnefnd Akrahrepps fyrst kvenna, tók virk- an þátt í starfi Kvennalistans sál- uga og starfaði með leikfélögum bæði í MA og síðar. „Mikill félags- málafrömuður var ég aldrei en reyndi þó að gera skyldu mína.“ Áhugamál Önnu Dóru eru mörg og margvísleg og ber barnabörnin hæst nú um stundir. „Bækur og bókmenntir, vefnaður og hand- mennt yfirleitt, útivist og síðast en ekki síst veiðiskapur sem er áhuga- mál fjölskyldunnar og lengi loðað við, allt frá því að fá að fara á færi út á víkina með pabba og til veiði- skapar í ám og vötnum eftir að bannað var að draga fisk úr sjó. Ferðalög má nefna og eitt það minnisstæðasta var ferð til Palest- ínu og störf þar á vegum IWPS – alþjóðlegra friðarsamtaka kvenna. Anna Dóra Antonsdóttir, kennari og rithöfundur – 70 ára Stórfjölskyldan Anna Dóra, Sveinn, afkomendur og makar í Portsmouth í sumar, en Ásta Sóley tók myndina. Næg verkefni fram undan Afmælisbarnið Veiðibasl í Skagaheiðinni. Til hamingju með daginn Stykkishólmur Kristmann Hjörtur fæddist 9. mars 2022. Hann vó 3.626 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Gunnar Bragi Jónasson og Ásta Kristný Hjaltalín. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.