Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 32
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS HAUST ÚTSALA 10-25% af öllu í verslun! 30-70% AFSLÁTTUR AF ÖLLU Í OUTLET! 40% AFSLÁTTUR AF OUTLET SÆNGURVERUM *Afsláttur á ekki við um vörur í *umboðssölu „Ég skapa ekki tónlist, hún skapar mig“ er yfirskrift dagskrár sem samtökin Artists4Ukraine standa fyrir í Kaldalóni Hörpu í kvöld kl. 18.30. Dagskráin er saman- sett af heimildarmyndasýningu, tónlistarflutningi og listasýningu til heiðurs úkraínska tónskáldinu Valentyn Vasylyovych Silvestrov sem fagnaði 85 ára afmæli sínu 30. september. Hann hefur tvisvar verið tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir verk sín. Í tilefni dagskrár- innar verður list eftir úkraínska listafólkið Olgu Zhere- betsku, Yevgen Samborsky og Önnu Senik til sýnis á jarðhæð Hörpu. Miðasölutekjur og önnur framlög munu renna til samtakanna DocuHelp og Ukraine Classics sem starfa í og fyrir Úkraínu. Miðar fást á harpa.is, en einnig er tekið við frjálsum framlögum, kennitala er 440822-0610 og reikningsnúmerið 133-26-6946. Listadagskrá til styrktar Úkraínu haldin í Kaldalóni Hörpu í kvöld MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 276. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Erling Haaland skoraði þrennu fyrir Manchester City þegar liðið lagði nágranna sína í Manchester United, 6:3, í ótrúlegum borgarslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gær. Phil Foden gerði sér lítið fyrir og skoraði sömuleiðis þrennu fyrir Man. City, og þar af lagði Haaland upp tvö. Norski markahrókurinn hefur nú skorað 14 mörk í fyrstu átta deildarleikjum sínum fyrir City. »26 Haaland halda engin bönd ÍÞRÓTTIR MENNING grennd við óðul sín en starrar herma eftir þeim og fara víða. Mállýskan gagnast þeim samt ekki endilega á öðrum svæðum því þar er talað ann- að tungumál! Hlynur segir áhuga- vert að halda þessum rannsóknum áfram og hann hafi fullan hug á því en hann gerir ráð fyrir að útskrifast úr meistaranáminu í vor. „Vonandi fæ ég styrki til að halda áfram með verkefnið.“ Það sé spennandi og hann vilji kanna önnur svæði úti á landi, en hann hafi meðal annars tekið upp söng í Flatey á Breiðafirði, Hveragerði, Morsárdal og í grennd við Skaftafell. „Mismunandi um- hverfisaðstæður geta myndað landa- mæri á milli mállýskna á annan hátt en í þéttbýli,“ segir hann. „Ég vil halda áfram að taka upp sönginn og greina hann í sérstöku hljóðvinnslu- forriti.“ Með nógu mörgum upp- tökum væri mögulega hægt að skapa eins konar ættartré fyrir skógarþrastasöngva með því að greina hversu líkir söngvarnir eru. „Ef til vill eru allir söngvarnir komn- ir frá örfáum þröstum sem námu hér land eftir ísöld en síðan þá hafa söngvarnir þróast og breyst mikið.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mállýskur skógarþrasta eru mis- munandi eftir hverfum og að minnsta kosti 30 mállýskur eru á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt rannsókn Hlyns Steinssonar, meist- aranema í líffræði við Háskóla Ís- lands, þar sem hann er stundakenn- ari í grasafræði. „Flestar mállýskur virðast vera í Öskjuhlíð og Fossvogskirkjugarði. Þar virðist vera mesta gróskan,“ segir Hlynur og bætir við að skógar- þrestir syngi tungumál sitt fyrst og fremst til að laða til sín maka og helga sér óðal. „Söngurinn þróast eins og tungumál, sumar mállýskur eru mjög skyldar en aðrar ekki.“ Sumarið 2020 byrjaði Hlynur að rannsaka þrastasöng. Að loknu BA- prófi í líffræði hóf hann nám í Mynd- listaskólanum en vegna heimsfarald- ursins var lítið að gera í skólanum. „Þá fór ég að hjóla um höfuðborgar- svæðið með upptökutæki, byrjaði að taka upp þrastasöng í Fossvoginum og síðan bættist við hvert hverfið á eftir öðru.“ Í sumar fékk Hlynur vinnu í verk- efninu „Skapandi sumarstörf“ hjá Kópavogsbæ. Þá kannaði hann markvisst svæðisbundinn breyti- leika í söng skógarþrasta á höfuð- borgarsvæðinu og kortlagði niður- stöðurnar með hljóðdæmum í sér- stöku forriti. Hann segir merkilegt hvað söngurinn geti verið misjafn á litlu svæði og sem dæmi hafi þrasta- söngur á Seltjarnarnesi verið frá- brugðinn söng í Vesturbæ Reykja- víkur. Frasarnir leyna sér ekki Hlynur hefur reynt að þýða söng- inn á íslensku. „Ég hef talið atkvæð- in og reynt að heimfæra hljóðin upp á mannamál,“ segir hann. „Ég hef búið til íslenska frasa sem líkjast söngnum og til dæmis hljómaði söngur í Laugardalnum eins og grill- ið-grillið-grillið.“ Hann segist hafa gert þetta til að sýna fram á mis- munandi mállýskur eftir hverfum. Þannig geti bara munað einu at- kvæði á milli söngs á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ. „Söngur í Vestur- bænum hljómar til dæmis eins og þrestirnir segi bíddu-bíðum-bíðum.“ Skógarþrestirnir halda sig við og í Grillið, grillið, grillið - Skógarþrestirnir í Laugardal syngja um áhugamálin Mállýskur Hlynur Steinsson hjólar um og tekur upp söng skógarþrasta. Þýðing Skógarþrösturinn veit hvað hann syngur og Hlynur líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.