Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022
Nokkur umræða spannst á Al-
þingi í liðinni viku vegna
fréttar Morgunblaðsins um ástandið
í einstökum bæjarfélögum vegna
mikils fjölda flóttamanna sem hing-
að leita. Eins og fram kom í fyrir-
spurn Guðbrands
Einarssonar til fé-
lags- og vinnumark-
aðsráðherra hefur
fjölgað hratt í þess-
um hópi að undan-
förnu og lýst var
yfir hættustigi á
landamærunum um
miðjan síðasta mán-
uð.
- - -
Þegar svona er
komið mætti
ætla að umræður snerust einkum um
það hvort gripið hefur verið til að-
gerða til að hemja þennan straum til
landsins eða hvenær það verði gert,
enda þekkt að reglur hér eru mun
lauslegri en í nágrannalöndunum
sem verður vitaskuld til þess að
hingað leita fleiri en ella.
- - -
Þá er ekki verið að tala um Úkra-
ínumenn sem flúið hafa undan
innrás Pútíns heldur hina sem
streymt hafa hingað til lands í sí-
auknum mæli á liðnum árum. Íslend-
ingar hafa sýnt vilja til að aðstoða
Úkraínumenn, en það kallar á að enn
frekar verði gripið til löngu tíma-
bærra ráðstafana vegna annarra.
- - -
En spurningarnar sem ráð-
herrann þarf að svara snúast
fyrst og fremst um hvort ekki eigi að
setja meira fé í málaflokkinn til að
auðvelda sveitarfélögunum að út-
vega enn meira húsnæði og standa
undir enn meiri þjónustu.
- - -
En hvaða áhrif ætli þetta hafi á
skattgreiðendur, sem þegar
eru sligaðir? Og hvaða áhrif ætli
þetta hafi á húsnæðismarkaðinn,
sem þegar er þaninn? Hvernig væri
að það yrði rætt á Alþingi?
Stórmál sem
ekki eru rædd
STAKSTEINAR
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Guðbrandur
Einarsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Menningardagar á Raufarhöfn náðu hápunkti sín-
um á laugardaginn þegar hrútadagurinn var hald-
inn hátíðlegur. Því tilheyrir að bændur af svæðinu
mæta með hrúta sína til sýnis og sölu í reiðhöllina
sem stendur fyrir ofan þorpið.
Hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir og seldir
áhugasömum. Hrútarnir sem hæstu einkunn
fengu eftir þukl voru boðnir upp í lok dags. Einnig
var keppt í stígvélakasti og fegurðarsamkeppni
gimbra og harmonikuleikarinn Heimir Sigurpáll
Árnason lék fyrir gesti og gangandi.
Um kvöldið var bæjarskáldið Jónas Friðrik
Guðnason heiðraður á sérstökum heiðurstónleik-
um, þar sem Einar Ágúst og hljómsveit léku lög
við hans fjölmörgu texta.
Tónleikarnir fóru fram í félagsheimilinu Hnit-
björgum og er óhætt að fullyrða að fleiri hafi sótt
þá en íbúar þorpsins telja.
Einar Ágúst lék svo áfram fyrir dansi langt
fram á nótt en óhætt er að mæla með því, við þá
sem sakna gamaldags sveitaballa, að sækja
Raufarhöfn heim þegar haldin eru böll í félags-
heimilinu þar. karitas@mbl.is
Hrútar þuklaðir og skáldið heiðrað
- Hrútadagurinn á Rauf-
arhöfn haldinn hátíðlegur
Morgunblaðið/Karítas
Hrútar Glæsilegustu hrútarnir eru boðnir upp.
Tvær flugvélar skullu saman, eld-
ur logaði og um 60 manns slös-
uðust. Í þessum dúr var staðan á
Reykjavíkurflugvelli á laugardags-
morgun þar sem haldin var flug-
slysaæfing á vegum Almannavarna
og Isavia. Æfð voru viðbrögð við
fyrrgreindri sviðsmynd og þátttak-
endur voru meðal annars björg-
unarsveitarmenn, heilbrigð-
isstarfsfólk, lögregla, slökkvilið,
Landhelgisgæslan, Rauði krossinn
og fleiri. Þá tóku aðrir sjálfboða-
liðar að sér að leika slasað fólk á
vettvangi.
Æfingin var hápunktur viku-
langs æfingatímabils. Fyrir
helgina var fulltrúum þátttakenda
boðið upp á fyrirlestra um ýmis at-
riði sem tengjast slysa- og ham-
faraviðbúnaði auk þess sem svo-
kölluð skrifborðsæfing vegna
flugslyss var haldin.
„Við höldum æfingar sem þessa
á öllum áætlunarflugvöllum á
landinu og er æft á hverjum flug-
velli á fjögurra ára fresti,“ segir
Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri
neyðarviðbúnaðar hjá Isavia.
„Þessi æfing bætir enn við þennan
öfluga samtakamátt þannig að
samvinna allra aðila í hvers konar
hópslysum sem kunna að koma
upp verður enn betri.“
Nokkrar flugslysaæfingar eru
haldnar á hverju ári. Í ár hefur
þegar verið haldin æfing á Ísa-
fjarðarflugvelli fyrir viku og síðan
verður æfing á Akureyrarflugvelli
15. október nk. sbs@mbl.is
Stórslys æft á flugvelli
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Eldur Slökkviliðsmaður á æfingunni, sem stóð fram eftir laugardeginum.