Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
SAflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9-12, nóg pláss - Leikskólabörn af
Drafnarsteini koma í hreyfingu kl.10 & 13.30 - Kraftur í KR kl.10.30,
rútan fer frá Vesturgötu 7 kl.10:10, Grandavegi 47 kl.10.15 og Afla-
granda 40 kl.10.20 - Jafnvægisæfingar kl.11:15 - Félagsvist kl.13 - Skák
kl.13.15 - Kaffi kl.14.30, ódýrasta kaffihúsið í bænum - Nánari
upplýsingar í síma 411-2702 - Verið velkomin
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Boccia kl. 10. Handav-
inna kl. 12.30-16. Félagsvist kl. 12:45. Glervinnustofa kl. 13 – 16.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir.
Sími 411-2600.
Boðinn Pílukast kl. 9. Bingó kl. 13. Myndlist kl. 13. Sundlaugin opin til
kl. 16.
Dalbraut 18-20 Brids kl.13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11.
Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9.45-10. Ganga kl. 10.
Hádegismatur kl. 11.30-12:30.Tálgun með Valdóri kl. 12:30-15:30. Hei-
maleikfimi á RÚV kl. 13-13:10. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-
15.30.
Garðabær 9. Pool-hópur í Jónshúsi 10. Ganga frá Jónshúsi 11.
Stólajóga í Kirkjuhv. 12.30-15.40 Bridds-tvímenningur 12.40
Bónusrúta frá Jónsh. 13. Gönguhópur frá Smiðju 13.-16.
Glernámskeið í Smiðju 13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 15. / 15.40 /
16.20 Vatnsleikf. í Sjálandssk. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhv.
Gjábakki Kl. 8.30 til 16 = Opin handavinnustofa. Kl. 9 til 10.30 = Boc-
ciaæfing hjá Gjábakkaliðinu. Kl. 9 til 11.30 = Postulínsmálun. Kl. 10.50
til 12.10 = Jóga. Kl. 13.15 til 15.00 = Canasta. Kl. 15 til 16 = Ljóðahópur
(verkstæði). Kl. 16.30 til 18.30 = Kóræfing hjá Söngvinum.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 4. október verður opið hús fyrir eldri
borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til ga-
mans gert. Gestur verður Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í
guðfræði. Að opna húsinu loknu er boðið uppá kaffi og meðlæti.
Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir djákni. Kyrrðarstund hefst kl.
12:00. Kyrrlát stund með fyrirbænum og altarisgöngu. Verið velko-
min!
Gullsmári Mánudagur: Handavinna kl. 9 - 16. Bridge kl. 13. (spil+kaf-
fibolli 500kr) Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Stólajóga kl. 10 – 11. Hádegismatur kl. 11.30. Létt ganga kl. 13.
Samsöngur kl. 13:30 – 14:30. Kaffi kl. 14:30
Hraunsel Mánudaga: List málun kl. 9 – 12. StólaYoga kl. 10. Gafla-
rakórinn kl. 11. Félagsvist kl. 13. Ganga frá Haukahúsi kl. 10 Ganga í
Kaplakrika er alla daga kl. 8-12.
Korpúlfar Borgum Mánudagur: Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30.
Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo
að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10. Dansleikfimi Auðar Hörpu kl.
11. Félagsvist í Borgum kl. 12:30. Prjónað til góðs kl.13.Tréútskurður á
Korpúlfsstöðum kl. 13. Kóræfing Korpusystkina kl. 16. Gleðin býr í
Borgum
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 9-10 - Opin hand-
verksstofa 9-12. - Leirmótun í smiðju kl: 9-13. - Bókabíllinn
Höfðingingi verður á svæðinu frá kl: 13:10-13:30- Boccia í setustofu kl:
13:15-14:00 -Tæknilæsi námskeið kl: 13:15-15:45 - Opin handverks-
stofa kl: 13-15:00 & síðan er síðdegiskaffi frá kl.14:30-15:30 - Allar
nánari upplýsingar í síma 411-9450
Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut frá kl. 9. Leir á Skólabraut kl.
9. Billjard í Selinu kl. 10. Jóga/leikfimi á Skólabraut kl. 11. Handavinna,
samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13-16. Leiðbeinandi á
staðnum. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13. Vatnsleikfimi í
sundlauginni kl. 18.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
✝
Jón Karl
Scheving
fæddist í Reykja-
vík, í Miðtúni 70 í
heimahúsi 11.
október 1947.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
25. september
2022.
Foreldrar Jóns
Karls voru Jó-
hanna Ólafía Jóna Jóhanns-
dóttir húsfreyja, f. 7. ágúst
1912, í Horni í Auðkúluhreppi,
d. 7 september 1994, og Lárus
Scheving vélstjóri, f. 18. júní
1912, d. 20. desember 1993.
Lárus var sjómaður alla tíð og
var hann t.d. á Gullfossi, Esju
og Heklu. Uppeldissystir var
Guðríður Einarsdóttir, f. 18.
október 1938. Kristjana Lár-
usdóttir, f. 24. október 1943,
d. 23. júlí 1978, Hannes Schev-
Kalli lærði húsgagnabólstr-
un og útskrifaðist í kringum
tvítugt. Mestalla starfsævi sína
vann hann í álverinu í
Straumsvík. Hann gaf sér góð-
an tíma í tómstundir og var
góður að vinna með hönd-
unum. Hvort sem það var að
smíða pall, leikfangabíla, spila
á hljóðfæri eða að rækta alls
konar blóm og plöntur, enda
var hann með óskaplega
græna fingur. Kalli var alltaf
mikill dýravinur og voru
hundar og kettir í miklu uppá-
haldi. Hann gaf einnig alltaf
fuglunum mat í garðinum þeg-
ar frost var úti. Kalli var sér-
stakur bílaáhugamaður og
þótti afar gaman að skoða
bíla, þrífa þá og laga. Kalli
passaði alltaf upp á að bílarnir
væru hreinir og vel bónaðir,
það var mikið atriði.
Jóni Karli þótti þó fátt
skemmtilegra en að fara í golf
og stunda stangveiði, enda var
hann mikil félagsvera og
kynnist mörgu góðu fólki í
gegnum það.
Útför hans fer fram í Bessa-
staðakirkju í dag, 3. október
2022, klukkan 11.
ing, f. 16. sept-
ember 1946.
Eiginkona Jóns
Karls var Lára
Berndsen, f. 18.08.
1948, d. 17. janúar
2019.
Þau gengu í
hjónaband 12. apr-
íl 1969. Börn
þeirra eru Krist-
jana S. Jónsdóttir,
f. 1975, maki Jón
Arnórsson. Börn þeirra eru
Inga Lára Jónsdóttir, Elva
Dögg Jónsdóttir og Jón Karl
Jónsson.
Lilja Guðrún Jónsdóttir, f.
1976, maki Hjörleifur F. Þór-
arinsson. Börn þeirra eru
Lára Dís Hjörleifsdóttir, Lilja
Dís Hjörleifsdóttir og Aron
Karl Hjörleifsson.
Hanna Lára Scheving, f.
1980, barn hennar er Lárus
Scheving.
JÍ dag kveðjum við elsku afa
okkar. Við minnumst góðs afa
sem hafði mikla þolinmæði og
kenndi okkur mjög mikið. Hann
kenndi okkur öllum til dæmis golf
með misgóðum árangri, en vakti
mikinn áhuga hjá öðrum og eru
þau að ná langt í þeirri íþrótt.
Við minnumst þess þegar Lilja
Dís og afi fóru saman í golf, fékk
hún að keyra golfbílinn allar 18
holur og skemmti sér mjög vel.
Ekki viss hvort afi hafi skemmt
sér eins vel miðað við aksturslag-
ið hennar, en hann kvartaði ekki
heldur hélt hann sér bara fast.
Afi hafði mikinn áhuga á
íþróttum barna og barnabarna
sinna, eins þegar Jón Karl var að
spila leiki í annað hvort fótbolta
eða körfubolta. Þá horfði afi alltaf
á leiki, annað hvort mætti hann
eða horfði á þá á netinu, en aldrei
missti hann af leik. Eins kom
hann oft upp á golfvöll og horfði á
þegar Lára Dís og Lilja Dís voru
í golfi.
Þegar Inga Lára og Elva
Dögg voru litlar fengu þær
míkrófón í jólagjöf, afi spilaði á
hljómborð og söng með þeim
restina af kvöldinu. Afi var alltaf
til í sprell, sérstaklega með
barnabörnunum sínum.
Aron Karl og afi áttu saman
löng samtöl um bíla og fótbolta
þar sem það var mikið áhugamál
þeirra beggja, afi gaf honum
mjög oft „gamla daga bíla“ í gjaf-
ir.
Lárus virðist hafa erft tónlist-
aráhuga afa þar sem þeir gátu
spilað saman lengi og haft mjög
gaman að því, eins kenndi afi
honum að tefla svo þeir gætu teflt
saman.
Elsku afi, láttu þér líða vel hjá
guði, við sjáum þig þegar við för-
um til englanna.
Söknum þín elsku afi.
Þín barnabörn,
Inga Lára Jónsdóttir,
Elva Dögg Jónsdóttir,
Jón Karl Jónsson. Lára
Dís Hjörleifsdóttir, Lilja
Dís Hjörleifsdóttir, Ar-
on Karl Hjörleifsson,
Lárus Scheving.
Jón Karl
Scheving
✝
Jón Hjörtur
Gunnlaugsson
fæddist í Reykja-
vík 3. maí 1952.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 23. sept-
ember 2022.
Foreldar Jóns
voru Gunnlaugur
Jónsson vegaeft-
irlitsmaður, f.
1927, d. 1991, og
Guðrún Gíslína Guðnadóttir
bókbindari, f. 1930, d. 2003.
Jón var annar í röð fjögurra
systkina en hin eru Sigrún
Guðna, f. 1948, og Óskar og
Hjalti, f. 1956.
Eftirlifandi eiginkona Jóns
er Bryndís Gunnarsdóttir frá
Litla-Hofi í Öræfum, f. 1948.
Borg, f. 1965, rafvirki hjá Eir-
vík, synir þeirra eru Arnar
Borg, f. 2006, framhalds-
skólanemandi og Ísak Borg, f.
2012, nemandi.
Jón og Bryndís kynntust
1971 og giftu sig 24. desember
1972.
Jón fór ungur að vinna hjá
Vegagerðinni þar sem hann
tók sveinspróf og seinna
meistaragráðu í bifvélavirkj-
un. Jón sinnti ýmsum störfum
áður en hann hóf störf sem
sölumaður hjá Fossberg þar
sem hann var í hátt í 30 ár en
hann færði sig svo yfir til N1
(áður Bílanaust) þar til hann
lét af störfum vegna heilsu-
brests.
Helstu áhugamál Jóns voru
bílar og ferðalög sem voru
sameinuð í smíðum á húsbílum
og þau hjónin hafa verið virk-
ir félagar í Húsbílafélaginu frá
1984.
Útför Jóns verður í Lang-
holtskirkju í dag, 3. október
2022, klukkan 13.
Börn Jóns og
Bryndísar eru: 1)
Gunnlaugur, f.
1973, aðstoð-
arvarðstjóri hjá
slökkviliði höf-
uðborgarsvæð-
isins, kona hans er
Aðalheiður Ævars-
dóttir, f. 1973, að-
stoðarskólastjóri í
Smáraskóla, dætur
þeirra eru Bryn-
dís, f. 2005, framhalds-
skólanemandi og Saga Guð-
rún, f. 2010, nemandi. Dóttir
Gunnlaugs frá fyrra sambandi
er Katla, f. 1998, kvikmynda-
gerðarkona. 2) Hjördís Sigrún,
f. 1976, vörueigandi stafrænna
dreifileiða hjá Íslandsbanka,
eiginmaður hennar er Emil
Við Jón vorum vinnufélagar
hjá G.J. Fossberg vélaverslun
samfleytt í 19 ár. Frá árinu 1983
þegar ég kom þar til starfa og
þangað til ég hvarf í annað starf
árið 2002. Kynni okkar höfðu þó
hafist áður þegar hann dró bif-
reið sem ég ók upp úr Gljúfurá í
Borgarfirði þar sem ég hafði
fest hana. Hann minntist oft á
þetta verk sitt og henti gaman
að. Óraði ekki fyrir því að ég
ætti eftir að verða yfirmaður
hans.
Forveri minn hjá Fossberg
hafði ráðið Jón til starfa og fyrir
mér átti að liggja að vera yf-
irmaður Jóns í 13 ár í vélaversl-
uninni. Það var farsælt sam-
starf og ég á margar góðar
minningar um Jón. Hann var
vörpulegur og karlmannlegur
og skartaði myndarlegu yfirvar-
arskeggi á samstarfsárum okk-
ar.
Jón var á réttum stað við
störf í vélaversluninni þótt ég
gæti vel trúað því að lögreglu-
starf hefði líka átt vel við hann.
Þetta var maður sem fólk
treysti og hann bjó yfir mikilli
þekkingu á sviði véla og tækja.
Hann varð aðstoðarverslunar-
stjóri og síðan verslunarstjóri
hjá Fossberg og ekki bar
skugga á.
Jón hafði líka mikinn áhuga á
húsbílum og hann og Bryndís
ferðuðust víða um landið á eld-
vagninum sínum. Seinustu árin
átti hann við vanheilsu að stríða.
Ég votta Bryndísi og öðrum
ættingjum samúð mína. Atvikin
haga því svo að ég hef ekki tök á
að fylgja Jóni en blessuð sé
minning hans.
Einar Örn Thor-
lacius, fv. forstjóri
G.J. Fossberg
vélaverslunar.
Jón Hjörtur
Gunnlaugsson
✝
Óskar Lár-
usson fæddist
í Reykjavík 20.
september 1942.
Hann lést á Skóg-
arbæ 16. ágúst
2022.
Foreldrar Ósk-
ars voru Jóhanna
Jónsdóttir mat-
ráðskona, f. í Staf-
holtstungum 2.
apríl 1922, d. 12.
október 2009, og Lárus Ósk-
arsson heildsali, f. í Reykjavík
15. apríl 1919, d. 28 október
1972.
Systkini Óskars eru Anna, f.
laug Helgadóttir. Börn þeirra
eru Hrefna Lind, Jóhanna og
Helga. Einnig eiga þau þrjú
barnabörn. 2) Ásthildur, f. 29.
september 1967. Hennar mað-
ur er Eiríkur Á. Ingvarsson.
Þau eiga einn son, Brynjar. 3)
Anna María, f. 29. september
1967. Hennar maður er Hall-
dór Benjamín Brynjarsson.
Þau eiga tvö börn, Kristínu
og Gunnar, og eitt barnabarn.
4) Andri Þór, f. 23. júní 1971.
Hann á þrjár dætur, Alex-
öndru, Anítu og Söru.
Á yngri árum gaf Óskar út
vinsæla uppskriftabæklinga
sem hétu Sérréttir. Hann
vann sem sölumaður hjá
Opal, Slippnum og víðar.
Einnig var hann fasteignasali
um tíma.
Jarðarför Óskars fór fram
í Dómkirkjunni 12. september
2022.
1940, Halla, f.
1945, d. 15. októ-
ber 2009, og Jón,
f. 1950. Samfeðra
bróðir Óskars er
Axel, f. 1937.
Óskar giftist
Kristínu Ernu
Ólafsdóttur, f. 30.
apríl 1944, d. 28.
maí 2022. For-
eldrar hennar
voru Ragnhildur
Ólafsdóttir og Ólafur Björns-
son. Þau slitu samvistum 1977.
Þau eignuðust fjögur börn
saman: 1) Lárus, f. 4. desem-
ber 1960. Hans kona er Guð-
Elsku pabbi, nú ertu búinn
að kveðja okkur eftir erfið veik-
indi síðustu ára. Við sitjum hér
systurnar og rifjum upp gamla
daga. Skemmtilegar bílferðir
vestur í Dali, á Hrafnabjörg til
Ólafíu og Magnúsar, mamma
sat frammi í og í sífellu sagði
hún: Óskar, pas på! Við grúfð-
um okkur á gólfið, allar svo bíl-
hræddar, því Brattabrekka var
óhugnanleg í þá daga. Þér þótti
svo vænt um þau í Dölunum
þar sem þú varst í sveit hjá
þeim sem lítill strákur. Svo
varstu líka frábær skákmaður
og kenndir okkur að tefla og
tefldum við systkinin mikið í
Barmahíðinni. Eftir að þið
mamma skilduð hittumst við
helst um helgar. Þú sagðir einn
daginn við okkur að muna allaf
að við ættum bara einn pabba
og enginn kæmi í þinn stað. Þú
áttir einn alltaf þann stað í
hjarta okkar og enginn kom í
þinn stað. Við fórum með þér í
söluferðir út á land. Minnis-
stæðar eru ferðirnar í Ölfus-
borgir. Þangað var farið og þú í
söluferðir þaðan. Þá var keypt
fullt af súkkulaði og rúsínum og
þú kenndir okkur að búa til
súkkulaðirúsínur. Þetta var
spennandi og alveg hrikalega
gott nammi. Þú kunnir þetta.
Þú hafðir gefið út kökubækl-
inga að nafni Sérréttir sem
voru til á flestum heimilum. Við
systurnar notum þá enn í dag.
Þeir voru mikil nýjung í þá
daga. Svo var ferðin á Skóga.
Þú ókst milli bæja og seldir
málningu fyrir Slippinn. Við
vorum aftur í. Þetta var
skemmtilegt. Þú varst náttúr-
lega besti sölumaður í heimi. Á
milli bæjarferða var gert eitt-
hvað skemmtilegt. Ferðin í
Dyrhólaey, þú á skemmtilega
Citroëninum sem var hækkaður
upp, svaka sport. Yfir var farið.
Þá varð að vera fjara til að
komast í Dyrhólaey. Þú lést
okkur skrifa nöfnin okkkar í
móbergið. Við eigum alltaf eftir
að kikja hvort þau séu enn þar.
Einn daginn komstu með hund
og gafst okkur og við nefndum
hann Tígris. Mamma var nú
ekki mjög hrifin en lét sig hafa
það í einn sólarhring. Þá var
hann búinn að naga allar dúkk-
urnar okkar og allt í skralli
heima. Mamma sagði að þú
skyldir taka hann aftur, sem þú
gerðir, og skilaðir honum aftur
í sveitina. Svo komu erfiðir
tímar oft á milli hjá þér og við
sáumst slitrótt. En fermingar-
gjöfin frá þér var ferð til Kö-
ben. Hún er eftirminnileg. Far-
ið var í dýragarðinn og keypt
fullt af flottum fötum. Tíminn
leið og fórum við aftur að hitt-
ast reglulega. Þá oft hjá ömmu
Jóhönnu þar sem hún eldaði
dýrindis mat og við áttum góð-
ar samverustundir. Þú varst
duglegur að hringja í okkur og
spyrja frétta, komst reglulega í
heimsókn í Hafnarfjörðinn og
einnig á Selfoss, þá oft með
skemmtilega pakka handa
barnabörnunum. Þér fannst
gaman að kaupa fallega hluti
og varst mikill smekkmaður og
algjör snyrtipinni. Þú tókst oft
skemmtilega til orða og oft var
mikið hlegið.
Elsku pabbi, við geymum
þessar dýrmætu minningar í
hjarta okkar að eilífu.
Þínar ástkæru dætur,
Ásthildur og
Anna María.
Óskar
Lárusson