Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 27
_ Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í fyrsta skipti í byrj- unarliði í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær er Spezia heimsótti Lazio. Því miður fyrir Mikael og félaga vann Lazio sannfærandi 4:0-sigur. Mikael lék fyrstu 65 mínúturnar fyrir sitt lið. Mikael, sem er tvítugur, hefur alls leikið sjö leiki með Spezia í ítölsku A- deildinni. Hann lék áður með SPAL í B-deildinni. _ Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson var markahæstur í liði Amicitia Zürich þegar liðið vann góðan 29:25-sigur á Basel í sviss- nesku 1. deildinni í handknattleik karla á laugardag. Ólafur Andrés skoraði sex mörk fyrir Zürich og var næst- markahæstur í leiknum á eftir Aleksander Spende, sem skoraði níu mörk fyrir Basel. Eftir sigurinn er Zürich í 4. sæti deildarinnar. _ Willum Þór Willumsson reyndist hetja Go Ahead Eagles sem sótti Ajax heim í hollensku A-deildinni í knatt- spyrnu á laugardagskvöld. Davy Klaassen kom heimamönnum í Ajax yfir með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Willum, sem lék allan leikinn á laugardagskvöld, tryggði svo gestunum jafntefli með marki á 78. mínútu og lokatölur 1:1. _ Albert Guðmundsson var á skot- skónum þegar lið hans Genoa vann góðan 2:0-útisigur á SPAL í ítölsku B- deildinni í knattspyrnu karla á laug- ardag. Albert, sem lék allan leikinn á vinstri kanti, innsiglaði sigurinn tveim- ur mínútum fyrir leikslok. Genoa er eftir sigurinn í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Reggina. _ Bandaríkin tryggðu sér heimsmeist- aratitil kvenna í körfuknattleik á laug- ardag í fjórða skiptið í röð með því að vinna 83:61-sigur á Kína í úrslitaleik HM 2022 í Sydney í Ástralíu. Bandarísku leikmennirnir skiptu stiga- skorinu vel á milli sín því Aja Wilson gerði 19 stig, Kelsey Plum skoraði 17 og Jewell Loyd 11. Yueru Li gerði 19 stig fyrir Kína. Bandaríska liðið hefur keppt um verðlaun á hverju heimsmeistaramóti frá árinu 1979 og unnið mótið langoftast allra, eða 11 sinnum. Heimakonur í Ástralíu tryggðu sér þá bronsverðlaun með afar sannfærandi 95:65-sigri á Kanada. Hin 41 árs gamla Lauren Jackson fór á kostum, skoraði 30 stig og tók sjö fráköst fyrir ástralska liðið. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022 England Arsenal – Tottenham ............................... 3:1 Bournemouth – Brentford....................... 0:0 Crystal Palace – Chelsea ......................... 1:2 Fulham – Newcastle ................................ 1:4 Liverpool – Brighton ............................... 3:3 Southampton – Everton .......................... 1:2 West Ham – Wolves ................................. 2:0 Manch. City – Manchester Utd .............. 6:3 Leeds – Aston Villa .................................. 0:0 Staðan: Arsenal 8 7 0 1 20:8 21 Manchester City 8 6 2 0 29:9 20 Tottenham 8 5 2 1 19:10 17 Brighton 7 4 2 1 14:8 14 Chelsea 7 4 1 2 10:10 13 Manchester Utd 7 4 0 3 11:14 12 Newcastle 8 2 5 1 12:8 11 Fulham 8 3 2 3 13:15 11 Liverpool 7 2 4 1 18:9 10 Brentford 8 2 4 2 15:12 10 Everton 8 2 4 2 7:7 10 Leeds 7 2 3 2 10:10 9 Bournemouth 8 2 3 3 6:19 9 Aston Villa 8 2 2 4 6:10 8 West Ham 8 2 1 5 5:9 7 Southampton 8 2 1 5 8:13 7 Crystal Palace 7 1 3 3 8:11 6 Wolves 8 1 3 4 3:9 6 Nottingham F. 7 1 1 5 6:17 4 Leicester 7 0 1 6 10:22 1 Deildabikarinn: London City – West Ham ........... 11:12 (2:2) - Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir West Ham og skoraði í uppbótartíma. Hún skoraði þá tvívegis í vítakeppninni, þar á meðal úr sigurvítinu. B-deild: Cardiff – Burnley .................................... 1:1 - Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 64 mínúturnar fyrir Burnley. C-deild: Bolton – Lincoln....................................... 2:0 - Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu hjá Bolton og skor- aði. Ítalía Juventus – Pomigliano............................ 3:0 - Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 55 mínúturnar fyrir Juventus. AC Milan – Sampdoria ............................ 2:1 - Guðný Árnadóttir lék allan leikinn fyrir AC Milan. Fiorentina – Sassuolo.............................. 2:0 - Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leik- inn fyrir Fiorentina. >;(//24)3;( Olísdeild karla ÍBV – Hörður........................................ 43:25 Staðan: Valur 4 4 0 0 122:98 8 ÍBV 4 2 2 0 152:119 6 Fram 4 2 2 0 110:101 6 Haukar 4 2 1 1 112:109 5 Grótta 4 2 0 2 112:105 4 Stjarnan 4 1 2 1 114:110 4 ÍR 4 2 0 2 116:137 4 Afturelding 4 1 1 2 104:103 3 Selfoss 4 1 1 2 111:118 3 KA 4 1 1 2 105:115 3 FH 4 0 2 2 106:116 2 Hörður 4 0 0 4 114:147 0 Þýskaland Melsungen – Füchse Berlín................ 29:32 - Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson 1. Stuttgart – Bergischer ....................... 27:26 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Bergischer. Göppingen – Gummersbach............... 29:28 - Elliði S. Viðarsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrmisson 2. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Danmörk GOG – Aalborg .................................... 29:35 - Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Ungverjaland Veszprém – Gyöngyösi ....................... 39:30 - Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir Veszprém. Frakkland Aix – Limoges ...................................... 38:33 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Aix. Noregur Kolstad – Arendal ............................... 30:25 - Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk fyrir Kolstad og Sigvaldi B. Guðjónsson 1. Svíþjóð Lugi – Skövde ...................................... 32:34 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 5 mörk fyrir Skövde. E(;R&:=/D KNATTSPYRNA Besta deild karla: Kópavogur: Breiðablik – Stjarnan...... 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hlíðarendi: Valur – Fram.................... 19.30 Í KVÖLD! FÓTBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is KA fór langt með að tryggja sér Evr- ópusæti með því að hafa betur gegn KR, 1:0, þegar liðin mættust í efri hluta Bestu deildar karla í knatt- spyrnu á Greifavelli KA-manna á Akureyri í gær. Sigurmarkið kom snemma í síðari hálfleik þegar fyrirgjöf Þorra Mars Þórissonar fór af Svíanum Pontus Lindberg varnarmanni KR og þaðan í netið, sjálfsmark. Eftir að Víkingur úr Reykjavík vann bikarmeistaratitilinn á laug- ardag varð það ljóst að efstu þrjú sæt- in munu gefa Evrópusæti. KA er eftir sigurinn í gær í öðru sæti með 46 stig, 14 stigum fyrir ofan Val í fjórða sæt- inu og útlitið fyrir Akureyringa því ansi bjart hvað það varðar að tryggja sér að minnsta kosti þriðja sætið. ÍA eitt og yfirgefið á botninum Neðri hluti Bestu deildarinnar fór sömuleiðis af stað í gær með tveimur leikjum. Keflavík hafði betur gegn ÍA, 3:2, í hörkuleik í Keflavík. ÍA náði forystunni eftir rúmlega stundarfjórðungs leik en Keflavík náði að snúa taflinu við áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Snemma í síðari hálfleik jafnaði ÍA metin en eftir rúmlega klukkutíma leik skoraði Ástralinn Joey Gibbs sig- urmark Keflavíkur með laglegu skoti beint úr aukaspyrnu. Tapið þýðir að enn dökknar útlitið fyrir botnlið ÍA sem er áfram með 15 stig í 12. sæti, fjórum stigum á eftir FH í 11. sætinu, sem á auk þess leik til góða, og fimm stigum á eftir Leikni úr Reykjavík í 10. sæti, síðasta örugga sætinu. Óbreytt staða neðstu liða Fram og Leiknir mættust í Úlfars- árdal í gærkvöldi. Þar höfðu heima- menn í Fram betur, 3:2. Leiknismenn náðu forystunni eftir aðeins 80 sekúndna leik en Fram náði að jafna metin tíu mínútum síðar. Í síð- ari hálfleik skoraði danski sóknarmað- urinn Jannik Pohl svo tvívegis áður en Leiknir minnkaði muninn undir lokin. Úrslit gærdagsins þýða að staða lið- anna í neðri hlutanum er með öllu óbreytt þar sem Keflavík er í efsta sætinu með 31 stig og Fram kemur þar á eftir með 28 stig, talsvert fyrir ofan fjögur neðstu liðin. ÍBV og FH mætast á miðvikudag í afar mikilvægum leik í Vest- mannaeyjum þar sem aðeins eitt stig skilur liðin að. ÍBV getur með sigri spyrnt sér aðeins frá liðunum þremur fyrir neðan en FH getur með sigri komið sér úr fallsæti og Eyjamönnum um leið í erfiða stöðu. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Barátta Óskar Jónsson, sem fékk beint rautt spjald í liði Fram, og Mikkel Dahl, sem skoraði fyrra mark Leiknis, eigast við í Úlfarsárdal í gær. Evrópusæti innan seilingar - KA lagði KR - Útlitið dökkt hjá ÍA KA – KR 1:0 1:0 Sjálfsmark 48. M Kristijan Jajalo (KA) Dusan Brkovic (KA) Ívar Örn Árnason (KA) Sveinn Margeir Hauksson (KA) Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Beitir Ólafsson (KR) Kennie Chopart (KR) Stefán Árni Geirsson (KR) Theodór Elmar Bjarnason (KR) Ægir Jarl Jónasson (KR) Dómari: Erlendur Eiríksson – 6. Áhorfendur: 715. KEFLAVÍK – ÍA 3:2 0:1 Árni Salvar Heimisson 18. 1:1 Kian Williams 28. 2:1 Patrik Johannesen (v.) 45. 2:2 Johannes Björn Vall 54. 3:2 Joey Gibbs 64. M Magnús Þór Magnússon (Keflavík) Sindri Snær Magnússon (Keflavík) Frans Elvarsson (Keflavík) Adam Ægir Pálsson (Keflavík) Patrik Johannesen (Keflavík) Aron Bjarki Jósepsson (ÍA) Tobias Stagaard (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA) Rautt spjald: Oliver Stefánsson (ÍA) 90. Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 8. Áhorfendur: 370. FRAM – LEIKNIR R. 3:2 0:1 Mikkel Dahl 2. 1:1 Delphin Tshiembe 13. 2:1 Jannik Pohl 59. 3:1 Jannik Pohl 70 3:2 Emil Berger (v.) 90. MM Fred Saraiva (Fram) Tiago Fernandes (Fram) Jannik Pohl (Fram) Mikkel Dahl (Leikni) M Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram) Indriði Áki Þorláksson (Fram) Emil Berger (Leikni) Zean Dalügge (Leikni) Hjalti Sigurðsson (Leikni) Rautt spjald: Óskar Jónsson (Fram) 89. Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8. Áhorfendur: 584. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar – sjá mbl.is/sport/fotbolti. Víkingur úr Reykjavík tryggði sér á laugardag bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu karla þegar liðið vann FH 3:2 í stórskemmtilegum fram- lengdum úrslitaleik Mjólkurbikars- ins á Laugardalsvelli. Víkingur vann þar með sinn þriðja bikarmeistaratitil í röð eftir að hafa einnig unnið bikarinn árin 2019 og 2021, en ekki var leikið til úrslita í bikarkeppninni haustið 2020 vegna kórónuveirunnar. Leikurinn var æsispennandi þar sem Víkingur náði þrívegis foryst- unni en FH jafnaði metin jafn- harðan í tvígang. Ástbjörn Þórðar- son bakvörður FH varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu en Oliver Heiðarsson jafn- aði metin fyrir FH aðeins tveimur mínútum síðar. Undir blálok leiksins virtist varamaðurinn Nikolaj Hansen vera að tryggja Víkingi sigurinn með marki á 88. mínútu en aftur jafnaði FH metin aðeins tveimur mínútum síðar þegar Ingvar Jóns- son markvörður Víkings varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Framlengja þurfti því en Hansen skoraði svo sigurmarkið eftir að- eins 17 sekúndna leik í framleng- ingunni. Annar í sögunni Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings varð á laugardag annar þjálfarinn í sögunni til þess að stýra sama liðinu til sigurs í þrjú skipti í röð í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Ingi Björn Albertsson hafði áður stýrt Val til þriggja bikarmeistara- titla í röð, 1990, 1991 og 1992. Guðjón Þórðarson er hins vegar eini þjálfarinn sem hefur orðið bikarmeistari fjögur ár í röð. Hann vann bikarinn með ÍA 1993, með KR 1994 og 1995, og svo aftur með ÍA 1996. gunnaregill@mbl.is Morgunblaðið/Óttar Geirsson Bikar Halldór S. Sigurðsson og Júlíus Magnússon hefja bikarinn á loft. Þriðji bikar- titillinn í röð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.