Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Indie wire
UPPLIFÐU STÆRSTU MYND ALLRA TÍMA Í
STÓRKOSTLEGUM 4K MYNDGÆÐUM OG
UPPFÆRÐRI ÞRÍVÍDD.
SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL
SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMASÁLFRÆÐITRYLLIR SEM SÍFELLT KEMUR Á ÓVART
EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ
Telegraph
N
afn franska leikskáldsins
Florians Zeller tengja
flestir hérlendis vafalítið
við dramatíska leikritið
Föðurinn sem sett var upp í Þjóðleik-
húsinu 2017 og kvikmyndað fyrir
tveimur árum með Anthony Hopkins
í titilhlutverkinu. Leikritið Bara smá-
stund!, sem frumsýnt var í Borgar-
leikhúsinu um liðna helgi, er allt ann-
ars eðlis enda hreinræktaður gaman-
leikur með sterkum farsablæ. Verkin
tvö endurspegla hins vegar þá miklu
breidd sem Zeller hefur upp á að
bjóða sem leikskáld.
Bara smástund! gerist á laugar-
dagsmorgni í París, nánar tiltekið á
yfirstéttarheimili Leproux-hjónanna,
þeirra Michels (Þorsteinn Bach-
mann) og Nathalie (Sólveig Arnars-
dóttir). Í upphafi leiks kemur Michel
sigrihrósandi heim af útimarkaði í
borginni þar sem hann fann sjaldgæft
eintak af djassplötunni Me, Myself,
and I. Michel ræður sér ekki fyrir
kæti að hafa komist yfir þessa goð-
sagnakenndu plötu og langar að
hlusta á hana áður en Pierre (Bergur
Þór Ingólfsson), besti vinur hans, er
væntanlegur í hádeginu. Örlögin
haga því hins vegar svo að það reyn-
ist honum þrautin þyngri, því Nathal-
ie hefur mikla þörf fyrir að ræða
gamalt leyndarmál sem nagað hefur
samvisku hennar um lengri tíma. Við
það bætist að Nathalie hefur boðað
Sébastien (Sigurður Þór Óskarsson),
son þeirra hjóna, á þeirra fund og við-
hald Michels, Elsa (Sólveig Guð-
mundsdóttir), er farin að hafa
áhyggjur af því að Nathalie vinkona
hennar hafi komist að framhjáhald-
inu og vill fyrir alla muni ræða við
þau hjónin. Á sama tíma og Michel
þarf að tækla fjölskyldumálin er
handverksmaðurinn Léo (Vilhelm
Neto) að störfum við innanhúss-
framkvæmdir með tilheyrandi látum,
en vinnan fer ekki alveg eins og til
stóð með þeim afleiðingum að
nágranninn Pavel (Jörundur
Ragnarsson), sem býr á neðri hæð-
inni, þarf endurtekið að banka upp á.
Michel fær því ekki stundlegan frið til
að hlusta á plötuna góðu sem myndi
aðeins taka hann um eina klukku-
stund eða bara smástund.
Það er þakkarvert að boðið sé upp
á gamanverk sem byggir grín sitt
ekki fyrst og fremst á neðanbeltis-
húmor þótt vissulega leiki framhjá-
hald lykilhlutverk í framvindunni. Þó
að Bara smástund! sé tiltölulega
nýlegt verk, enda frumsýnt í Frakk-
landi fyrir áratug, er það um margt
býsna gamaldags. Þannig nýtir
höfundurinn sér klisjur og staðal-
myndir um ýmsa hópa samfélagsins
til að keyra grínið áfram, allt frá
þreyttu eiginkonunni og taugaveikl-
uðu hjákonunni til uppáþrengjandi
nágrannans og pólska handverks-
mannsins, sem er reyndar ekki allur
þar sem hann er séður. Sá eini sem
fær að spila á fleiri en einn streng er
Michel, því hann þarf að vera
afbragðs leikari til að ná að eiga von
um að geta stjórnað fólkinu í kringum
sig eigi hann að geta náð settu marki.
Á sama tíma er Michel svo dásamlega
sjálfhverfur að það kemst ekkert
annað að í huga hans en hann sjálfur,
sem kallast auðvitað skemmtilega á
við titil plötunnar sem hann þráir að
hlusta á. Um margt minnir Michel á
Basil Fawlty sem John Cleese túlkaði
með eftirminnilegum hætti í bresku
grínþáttunum Fawlty Towers.
Þótt efniviðurinn sé meira en lítið
klisjukenndur og leikritið standist
ekki Bechdel-prófið tekst leik-
hópnum undir styrkri stjórn Álfrúnar
Helgu Örnólfsdóttur leikstjóra að
gera sér eins mikinn mat og hægt er
úr efniviðnum og fá áhorfendur til að
hlæja dátt. Sviðsumferðin er lífleg og
lausnir skemmtilegar, eins og þegar
framkvæmdirnar byrja að ganga á
afturfótunum. Íslensk þýðing Sverris
Norland rennur ljúflega og þjónar
persónum vel.
Helga I. Stefánsdóttir skapar með
leikmynd sinni og búningum flottan
heim sem gaman er að horfa á og við
bætist áhrifarík lýsing Ólafs Ágústs
Stefánssonar. Heimili Leproux-
hjónanna, sem einkennist af ljósum
litum, er ríkmannlegt og skreytt
ýmsum furðulegum listaverkum sem
virðast nánast í yfirstærð, sem passar
vel við bæði ýktar persónur og
aðstæður verksins. Persónur mynda
næstum regnboga með klæðnaði sín-
um, því hver og ein þeirra klæðist
aðeins einum kröftugum lit.
Leproux-hjónin bera konunglega liti,
hann í kóngabláu og hún í fjólubláu,
en handverksmaðurinn birtist okkur í
grænum smekkbuxum og gæti hæg-
lega verið týndur bróðir þeirra Mar-
ios og Luigis úr smiðju Nintendos.
Viðeigandi er síðan að sonurinn, sem
ekki hefur enn fundið sér tilgang í líf-
inu þótt hann sé að detta í þrítugt,
klæðist svörtu, sem kallast vel á við
pönkið.
Sigurður Þór Óskarsson er trú-
verðugur í hlutverki þunglynda og
uppstökka sonarins. Bergur Þór Ing-
ólfsson nýtir stuttan sviðstíma í hlut-
verkinu sem Pierre til að draga upp
mynd af manni sem langar svo inni-
lega að standa sig vel í nýju hlutverki
á sama tíma og hann er skíthræddur í
samskiptunum. Vilhelm Neto er
brjóstumkennanlegur sem hand-
verksmaðurinn Leó sem hefur komið
sér út í aðstæður sem hann ræður
engan veginn við. Jörundur Ragnars-
son er dásamlega óþolandi sem hinn
þaulsætni nágranni.
Sólveig Arnarsdóttir nær einstak-
lega vel að miðla því hversu þreytandi
er að búa með jafn sjálfhverfum
manni og Michel er. Þrátt fyrir til-
vistarlega krísu persónunnar er
orkustigið ávallt hátt sem skilar sér í
góðum samleik. Sólveig Guðmunds-
dóttir fær án efa rýrasta bita verks-
ins því Elsa er teiknuð upp sem móð-
ursjúk kona á barmi taugaáfalls nær
alla sýninguna, sem verður fremur
þreytandi til lengdar.
Sýningin stendur hins vegar og
fellur með Þorsteini Bachmann í hlut-
verki Michels, enda er persónan á
sviðinu nánast allan tímann ef frá eru
taldar örfáar mínútur. Þorsteinn
glansar í hlutverkinu og tekst meira
að segja að fá áhorfendur til að finna
til samúðar með þessum annars óþol-
andi og sjálfhverfa manni. Þorsteinn
beitir meistaralegum töktum þegar
hann sýnir okkur áhorfendum skýrt
þegar Michel er að leika hlutverk
gagnvart hinum persónum verksins
og prófa ýmis viðbrögð til að gá
hvernig best sé að stjórna fólkinu í
kring og breytir um taktík þegar
hann finnur að fyrsta leiðin virkar
ekki sem skyldi. Á stöku stað vildi
texti persóna drukkna í látunum á
sviðinu, en það kom hreint ekki að
sök að þessu sinni enda mikilvægara
að stemningin væri rétt en að hvert
orð skilaði sér.
Uppfærsla Borgarleikhússins á
Bara smástund! er prýðileg skemmt-
un þar sem framúrskarandi leikhópi,
með Þorstein fremstan í broddi fylk-
ingar, tekst að gera sér mat úr klisj-
um og sjónræn umgjörð stelur iðu-
lega senunni.
Ég um mig frá mér til mín
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Gleði „Sýningin stendur hins vegar og fellur með Þorsteini Bachmann í hlutverki Michels,“ segir um Bara smástund!
Borgarleikhúsið
Bara smástund! bbbbn
Eftir Florian Zeller. Íslensk þýðing:
Sverrir Norland. Leikstjórn: Álfrún
Helga Örnólfsdóttir. Leikmynd og bún-
ingar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing:
Ólafur Ágúst Stefánsson. Hljóðmynd:
Jón Örn Eiríksson. Leikgervi: Guðbjörg
Ívarsdóttir. Leikarar: Þorsteinn Bach-
mann, Sólveig Arnarsdóttir, Sólveig
Guðmundsdótir, Bergur Þór Ingólfsson,
Sigurður Þór Óskarsson, Vilhelm Neto
og Jörundur Ragnarsson. Frumsýning á
Stóra sviði Borgarleikhússins föstudag-
inn 23. september 2022.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST