Morgunblaðið - 03.10.2022, Side 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022
Laugarnar í Reykjavík
w w w. i t r. i s
Frá og með 1. ágúst verður frítt
í sundlaugar Reykjavíkurborgar
fyrir börn þar til þau ljúka grunnskóla
– það er 1. ágúst árið sem þau verða 16 ára
3. október 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 144.55
Sterlingspund 159.43
Kanadadalur 105.15
Dönsk króna 18.947
Norsk króna 13.318
Sænsk króna 12.928
Svissn. franki 147.37
Japanskt jen 0.9991
SDR 184.94
Evra 140.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.9817
« Markaðsgreinendur fylgjast náið
með útflutningstölum Suður-Kóreu til
að mæla þrótt alþjóðahagkerfisins,
enda er landið fjórða stærsta hag-
kerfi Asíu, heimkynni alþjóðlegra
risafyrirtækja á borð við Samsung,
Hyundai, LG og Kia, og umsvifamikið
í framleiðslu örgjörva, alls kyns raf-
tækja og bifreiða.
Sýna nýjustu tölur að útflutnings-
fyrirtæki í Suður-Kóreu eiga undir
högg að sækja og hefur hægt veru-
lega á vexti útflutningsgreina.
Fréttastofa Reuters greindi frá því
um helgina að í september mældist
vöxtur útflutnings í Suður-Kóreu sá
minnsti í nærri tvö ár eða 2,8% á
ársgrundvelli. Höfðu greinendur
vænst 2,9% vaxtar samkvæmt könn-
un sem Reuters gerði.
Útflutningur á örgjörvum í sept-
ember var 5,7% minni en fyrir ári, og
útflutningur á stáli dróst saman um
21,1%. Hins vegar jókst útflutningur á
bílum um 34,7%. Þú varð 16% aukn-
ing á útflutningi til Bandaríkjanna en
6,5% samdráttur á útflutningi til
Kína. Útflutningur til Evrópu hélst á
svipuðu reiki og mældist 0,7% lægri
en í sama mánuði í fyrra.
Innflutningur hefur líka vaxið hæg-
ar, í takt við minnkandi þörf framleið-
enda fyrir aðföng. Mældist vöxtur
innflutnings 18,6% í september,
m.v. sama tímabil í fyrra, en í ágúst-
mánuði mældist vöxturinn 28,2%.
Sýna opinberar tölur að í sex mánuði
í röð hefur verið halli á vöru-
viðskiptum Suður-Kóreu við umheim-
inn.
Mjög hefur dregið úr sölu á ýmsum
suðurkóreskum varningi til helstu
markaðssvæða í takt við versnandi
efnahagshorfur og vaxandi óvissu
hjá neytendum. Telja sérfræðingar að
á komandi mánuðum muni þróunin
halda áfram á sömu braut hjá öllum
helstu útflutningsríkjum Asíu.
ai@mbl.is
Hægir á vexti
útflutnings-
greina í S-Kóreu
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Falleg umgjörð og girnilegur matur
duga veitingastöðum skammt ef
þjónusta starfsfólks er ekki upp á
marga fiska. Margrét Reynisdóttir
ráðgjafi og eig-
andi Gerum bet-
ur ehf. segir laka
þjónustu bitna á
veitingastöðun-
um með ýmsum
hætti, og að
skortur á þjálfun
starfsfólks skapi
óöryggi og jafn-
vel vanlíðan í
starfi sem síðan
eykur starfs-
mannaveltu. „Íslenskir veitinga-
staðir hafa átt fullt í fangi með að
þjálfa starfsfólk því ferðamanna-
straumurinn skall hratt á að nýju,“
segir hún. „Markviss þjálfun getur
tryggt árangursríkari og faglegri
samskipti starfsfólks við gesti og
haft í för með sér að viskiptavinir
sitji lengur og panti jafnvel meira.
Auk þess verður starfsfólk þá
ánægðara í starfi enda enda sýna
rannsóknir að þessir þættir haldast
í hendur.“
Góð þjálfun gerir
starfið ánægjulegra
Fyrirtæki Margrétar hefur fram-
leitt nýtt og hnitmiðað kennsluefni í
myndbandsformi sem ætlað er að
þjálfa helstu atriði góðrar þjónustu.
Hún segir að meðal þess sem þjálf-
unin eigi að skila sé að viðskiptavin-
unum sé betur sinnt og starf þjóns-
ins verði ánægjulegra og minna
slítandi: „Eitt af því sem við brýn-
um fyrir fólki, og sem þeir sem van-
ir eru framreiðslu vita vel, er að
nýta allar ferðir. Ef t.d. gestinum
er vísað til borðs ætti að taka mat-
seðlana og vatnskönnu með í leið-
inni í stað þess að fara tvær ferðir
til og frá borðinu,“ segir hún.
„Fólki líður betur þegar það hefur
fengið þjálfun við hæfi, því þá getur
það sinnt vinnunni af meira öryggi.
Þá má alltaf eiga von á að góð þjón-
usta leiði til þess að t.d. bandarískir
gestir skilji eftir smá glaðning, en
að sama skapi er borin von að sá
sem kann ekki undirstöðuatriðin fái
þjórfé.“
Kennslumyndbandið er bæði á
ensku og íslensku og samanstendur
af 11 sjálfstæðum þáttum með sam-
antekt í lok hvers kafla. „Í mynd-
bandinu fylgjumst við með pari sem
kemur inn á veitingastað og sjáum
skref fyrir skref upplifun þeirra í
samskiptum við þjóninn. Reyndur
framreiðslumeistari leikur þjón í
veitingasal og leggur áherslu á rétt
og röng viðbrögð í samskiptum við
gestina. Örn Árnason leikari er svo
þulur og lýsir á lifandi hátt hvað vel
er gert, hvað má bæta og með
hvaða hætti samskiptin verði sem
faglegust og árangursríkust,“ út-
skýrir Margrét.
Góð ummæli og aukin sala
Meðal þeirra samskipta þjóns og
viðskiptavinar sem fjallað er um er
hvernig á að kanna hvort einhverj-
ar sérþarfir séu hjá gestum, s.s.
fæðuóþol. „Við förum yfir alla mik-
ilvægustu þættina, allt frá því
hvernig tekið er á móti gestunum
og þar til gengið er frá greiðslu og
gestirnir kvaddir. Í upphafi er
fjallað um hvernig á að skapa já-
kvæða upplifun strax og gesturinn
mætir. Þegar fólk kemur á veit-
ingastað þurfa móttökurnar að vera
réttar, og ekki má gleyma að brosa,
ná augnsambandi og heilsa – rétt
eins og þegar við tökum við gestum
heima hjá okkur,“ segir Margrét.
„Öll þessi litlu atriði láta gestinn
upplifa að hann sé velkominn og
það skilar sér í jákvæðri upplifun
gesta og vonandi jákvæðum um-
mælum á vefnum, og síðast en ekki
síst með fleiri krónum í kassann hjá
eigendum.“
Hlutverk þess sem þjónar er líka
að vera sölumaður og segir Mar-
grét að sú viðbótarsala, ekki síst á
drykkjum, sem flinkur þjónn getur
náð fram skipti oft sköpum fyrir
reksturinn, og fer námskeiðið í
saumana á góðri sölutækni á veit-
ingastað.
Að gleðja fúla gesti
Námsefnið fjallar einnig um
hvernig best er að fást við leiðin-
legar uppákomur og stýra vænt-
ingum gesta s.s. ef eldhúsið er und-
irmannað. „Ef fólk má eiga von á að
seinkun verði á matnum þá skiptir
miklu fyrir upplifunina að þau séu
látin vita í stað þess að bíða í full-
kominni óvissu. Við förum líka ítar-
lega yfir það hvað á að gera ef mis-
tök eiga sér stað, þar sem minnstu
svipbrigði geta skipt máli, og hve
mikilvægt það er að vera þolinmóð-
ur og kurteis t.d. ef korti er hafn-
að,“ segir Margrét. „Þjónarnir
þurfa líka að vita hvað þeir mega
gera ef eitthvað hefur farið úrskeið-
is, og þannig bæta gestinum upp
vonbrigði eða óþægindi. Þarf
kannski ekki meira til að gera gesti
ánægða á ný en að veita þeim kaffi-
bolla eða tertusneið í boði hússins.
Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að
gera gesti ánægðari en þeir voru
áður en mistökin urðu ef viðbrögð
þjóns eru til fyrirmyndar.“
Margrét vonast til þess að
kennslumyndbandið komi í góðar
þarfir hjá öllum þeim sem stunda
veitingasölu og með bættri þjálfun
megi draga úr starfsmannaveltu.
„Að þjóna til borðs getur verið
mjög krefjandi starf og reynsla og
þekking á því sviði er mikill kostur
í augum margra vinnuveitenda.
Kennslumyndbandið ætti sannar-
lega að geta stytt mönnum leið við
þá þjálfun.“
Litlu atriðin skipta máli
AFP/Spencer Platt
Krefjandi Þjónn að störfum í New York. Það kemur sér illa fyrir alla ef þjónustan á veitingastað er ekki nógu góð
en það þarf ekki endilega langa þjálfun til að læra þau atriði sem mestu máli skipta til að geta þjónað fólki vel.
- Ný kennslumyndbönd fara yfir helstu atriði sem þjónar á veitingastöðum þurfa
að kunna - Rétt þjálfun eykur starfsánægju og bætir upplifun viðskiptavina
Margrét
Reynisdóttir
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla efndi á föstudag
til viðburðar sem helgaður var gervigreind. Hápunktur
viðburðarins var þegar Elon Musk forstjóri fyrirtækisins
sýndi gestum róbota sem fengið hefur nafnið Optimus.
Vélmennið bar þess greinileg merki að vera ekki
fullþróuð vara en gat þó stigið nokkur skref á sviði og
dansað fyrir áhorfendur. Sagð Musk að róbotinn væri
fær um að gera fleira sem yrði þó ekki sýnt á sviði af ótta
við að róbótinn félli um koll. Fengu gestir að sjá upptöku
af Optimusi leysa einföld verkefni eins og að vökva
plöntur og flytja kassa og málmstangir á milli staða.
Upplýsti Musk að Tesla hygðist fjöldaframleiða róbóta
af þessu tagi og að þeir myndu kosta minna en 20.000
dali. Þá gaf Musk í skyn að það gætu verið aðeins þrjú til
fimm ár þar til fyrstu róbótarnir yrðu afhentir kaup-
endum. Sér fyrirtækið fyrir sér að nýta þessa gerð rób-
ota í verksmiðjum sínum og láta þá leysa af hendi ýmis
slítandi og krefjandi verkefni.
Bætti Musk því við að Optimus-vélmennin yrðu hlaðin
öryggisbúnaði, þar á meðal rofa sem slekkur á vélmenn-
inu. „Við viljum gæta þess að fara ekki út á sömu braut
og í Terminator-kvikmyndunum,“ sagði hann. ai@mbl.is
AFP
Framtíðarsýn Musk bindur miklar vonir við róbota og
gervigreind. Hér kynnir hann frumgerðina Optimus.
Elon Musk sýnir vélmenni
- Tesla stefnir á að fjölda-
framleiða tækið á komandi
árum og stilla verðinu í hóf