Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Úkraínumenn hafa endurheimt öll
völd í bænum Líman í Dónetsk-
héraði í austurhluta Úkraínu en eng-
inn rússneskur hermaður er nú þar
sjáanlegur. Volodimír Selenskí for-
seti Úkraínu tilkynnti þetta í gær, en
bærinn féll í hendur Rússa skömmu
eftir að stríðið hófst í febrúar.
Úkraínski herinn greindi frá því á
laugardag að búið væri að umkringja
þúsundir rússneskra hermanna í
bænum og síðdegis voru Úkraínu-
menn komnir inn fyrir bæjarmörkin.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands
kvaðst síðan hafa dregið herlið sitt til
baka úr bænum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
undirritaði á föstudag innlimun
Dónetsk-héraðsins í Rússland.
Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt
innlimunina og sagt hana ólöglega.
Að Úkraínumenn nái Líman til baka
er því mikið högg fyrir stríðsrekstur
Pútíns. Sumir sérfræðingar hafa
varað við því að Pútín gæti snúið sér
að kjarnorkuvopnum.
Fleiri fánar að viku liðinni
Selenskí sagði í ávarpi sínu í gær-
kvöldi að árangur úkraínskra her-
manna takmarkaðist ekki við Líman.
Hann hefur heitið því að endur-
heimta brátt fleiri svæði í austur-
hluta Donbass-héraðs úr klóm rúss-
neska hersins. „Undanfarna viku
hafa fleiri úkraínskir fánar verið
reistir á Donbass-svæðinu. Þeir
verða enn fleiri að viku liðinni,“ sagði
forsetinn í ávarpi sínu á laugardags-
kvöld.
Selenskí gaf Rússum þau skilaboð
að þeir yrðu drepir, einn af öðrum,
svo lengi sem Vladimír Pútín héldi
áfram um stjórnartaumana í Kreml.
„Þangað til þið leysið vandann við
þann sem hóf þetta allt, þann sem
byrjaði þetta fáránlega stríð gegn
Úkraínu, þá verðið þið drepnir einn
af öðrum.“
Þrítugur úkraínskur hermaður
sagði við AFP-fréttastofuna í gær að
hann væri orðinn bjartsýnn eftir að
Úkaínumenn höfðu endurheimt
Líman. „Ég sé virknina í fremstu
víglínu og hvernig erlend vopn
hjálpa okkur að ná landinu okkar aft-
ur.“
Enginn endir eftir innlimunina
Rússar tilkynntu á föstudag niður-
stöður „kosninga“ á þeim svæðum
sem Pútín ætlar sér að innlima, þar
sem mikill meirihluti fólks á að hafa
kosið með innlimuninni. Héruðin
sem um ræðir eru Dónetsk, Kerson,
Lúhansk og Saporisjía.
Þrátt fyrir fordæmingu Vestur-
landa viðurkenndi stjórnlaga-
dómstóll Rússlands í gær að innlim-
unarsamningurinn væri lögmætur.
Samningurinn verður tekinn fyrir í
neðri deild rússneska þingsins,
Dúmunnar, í dag, að sögn talsmanns.
Josep Borrell utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins segir það nær
ómögulegt fyrir stríðið í Úkraínu að
taka enda eftir innlimunina. Hann
telur Rússa vera að tapa stríðinu en
það þýði aftur á móti ekki að Úkra-
ínumenn hafi sigrað. Hann líkir Evr-
ópu við garð umluktan frumskógi og
segir brýnt fyrir álfuna að auka
framlög til varnarmála. Annars kom-
ist hún ekki af.
Hafa endurheimt Líman
- Enginn rússneskur hermaður sjáanlegur í Líman fáum dögum eftir að Pútín
tilkynnti innlimun fjögurra úkraínskra héraða - Mikið högg fyrir forsetann
AFP
Úkraína Úkraínumenn hafa endurheimt öll völd í bænum Líman í Dónetsk-héraði í austurhluta Úkraínu. Það er mikið högg fyrir stríðsrekstur Vladimírs
Pútíns Rússlandsforseta, en hann undirritaði á föstudag innlimun Dónetsk-héraðsins í Rússland. Rússar náðu bænum í upphafi stríðsins.
AFP
Stríð Úkraínskur hermaður sagðist bjartsýnn eftir endurheimt Líman.
Í það minnsta 125 eru látnir eftir að
mikill troðningur skapaðist á knatt-
spyrnuleikvangi í Indónesíu. Slysið
er eitt það mannskæðasta í íþrótta-
sögunni.
Hörmungarnar áttu sér stað
skömmu eftir leikslok þegar lög-
reglan beitti táragasi á stuðnings-
menn sem höfðu hlaupið út á fót-
boltavöllinn. Ótti greip um sig og
þúsundir reyndu að forða sér út um
útganga Kanjuruhan-leikvangsins
samtímis með skelfilegum afleið-
ingum.
Troðningurinn sem skapaðist
varð svo mikill að fólk átti erfitt
með að ná andanum og köfnuðu
einhverjir.
Joko Widodo forseti Indónesíu
hefur krafist þess að öllum fótbolta-
leikjum í landinu verði frestað þar
til rannsókn hefur átt sér stað á at-
vikinu. Þá hefur hann sérstaklega
fyrirskipað rannsókn á aðgerðum
lögreglunnar í aðdraganda troðn-
ingsins.
Fjöldi leyfilegra áhorfenda á
vellinum er 38.000 en talið er að
þeir hafi verið í kringum 42.000
þegar atvikið varð.
Á annað hundrað
látnir eftir troðning
Vígbúnir Indónesíski herinn á knatt-
spyrnuvellinum á laugardagskvöld.
INDÓNESÍA
Kjörstöðum var
lokað í Brasilíu í
gærkvöldi eftir að
landsmenn höfðu
meðal annars
gengið til kosn-
inga um forseta
landsins. Tvísýnt
þótti seint í gær-
kvöldi hvor
myndi bera sigur
úr býtum, sitjandi forsetinn Jair Bol-
sonaro eða fyrrverandi forsetinn
Luiz Inacio Lula da Silva. Alls máttu
meira en 156 milljónir manna greiða
atkvæði en líklegt þykir að aðra um-
ferð þurfi, fari svo að annar hvor
þeirra nái ekki yfir 50% atkvæða.
Þegar rúmur helmingur atkvæða
hafði verið talinn í gærkvöldi höfðu
46,3% fallið í skaut Bolsonaros en
Lula fengið 44,9%. Talning atkvæða
var þó skemur á veg komin á svæð-
um þar sem Lula þykir eiga sterkara
bakland.
Tvísýnar kosningar
til forsetaembættis
Jair Bolsonaro
BRASILÍA