Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 19
ríði í Ásgarði í Grímsnesi, sem bæði eru fallin frá. Þegar horft er til baka er ég þakklátur fyrir það tækifæri að fá að kynnast þeim verkefnum og störfum sem fyrir okkur börnin var lagt í sveitinni. Við fengum ábyrgð og lærðum heilmikið í þeirri vegferð að sjálfstæði okkar sem fullorðið fólk. Heimilið var mannmargt. Börn þeirra hjóna voru fjölmörg eða sjö talsins sem komust á legg. Guðmundur Ásmundsson var eitt þeirra barna, eða Mummi eins og ég kallaði hann. Nú er þessi góði æskuvinur minn fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Það er sagt að við getum ekki sagt á hvaða andartaki vinátta verður til, en hvað Mumma varð- aði var það við okkar fyrstu kynni. Þegar horft er til baka eru þær minningar sem ég á um Mumma bjartar og góðar. Saman stóðum við að miklum búrekstri í leik með leggi og kindahorn. Að lok- um kom að því að sumardvölinni lauk og héldum við tengslum til margra ára. Árin færðust yfir og heimsókn- ir mínar urðu fátíðari í sveitina og að lokum voru það minningarnar einar sem stóðu eftir. Við tengdumst síðan aftur í gegnum veraldarvefinn en Mummi fluttist vestur um haf og bjó í Bandaríkjunum allt til dán- ardægurs. Í gegnum facebook gátum við fylgst hvor með öðrum þegar við fluttum fregnir af því sem á daga okkar dreif og sent með einföldum hætti nótu að okk- ur líkaði það sem fyrir augun bar. Ég trúi því að þeir sem deyja séu ekki horfnir. Þeir eru aðeins komnir á undan. Jafnframt vil ég trúa því að skilnaðarstundin sé dagur samfunda í himnasal. Það haustaði of snemma í lífi Mumma og veturinn kom án fyrirvara. Það er sagt að dauðann skiljum við fyrst er hann leggur hönd sína á þann sem við unnum. Það er söknuður að góðum dreng. Ég kveð hann með þakk- læti fyrir samfylgdina frá fyrri tíma. Sorgin er mikil. Eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstand- endum votta ég dýpstu samúð. Mannsandinn líður ekki undir lok, minning um góðan dreng lifir í hjarta og minni. Líkt og sólin sem virðist ganga til viðar en heldur alltaf áfram að lýsa. Sveinn Guðmundsson. Stórt skarð er höggvið í vina- hópinn okkar. Haustið 1982 mættum við á skólasetningu í Menntaskólanum að Laugarvatni með spennu og kvíðahnút í mag- anum yfir því hvað biði okkar í nýjum aðstæðum. Ísinn var brot- inn þegar stelpa í hvítu dressi sagði:„Kærastinn minn skutlaði mér.“ Kærastinn var Gummi og hefur hann verið stór partur af okkar nána vinkonu- og vinahópi síðan. Hann kynntist okkar mök- um hverjum af öðrum og var allt- af traustur og góður vinur. Helga og Gummi voru ætíð sem eitt og þeirra hús var alltaf opið fyrir vinum og fjölskyldu. Við höfum átt ótal góðar stundir með þeim síðastliðin 40 ár í Garðabænum, sumarbústaðnum, New Jersey, í ferðalögum, golfi, að borða góðan mat, spjalla um tónlist eða njóta lífsins. Alltaf var Gummi hrókur alls fagnaðar og höfðingi heim að sækja. „Já, Helga mín“, var yf- irleitt svarið við öllu sem henni datt í hug og hann studdi hana í einu og öllu. Gummi var mikill fjölskyldumaður og hefði notið sín í afahlutverkinu en von er á fyrsta barnabarninu á næstu dög- um. Við sendum Helgu, Ásgrími, Hildi og Bjarka okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um kæran vin mun lifa í hjörtum okk- ar. Fyrir hönd vinahópsins frá ML, Arnbjörg Stefánsdóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022 ✝ Yngvi Örn Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 19. desember 1938. Hann lést 16. sept- ember 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson frá Mið- dal, f. 1895, d. 1963, og Lydía Páls- dóttir, f. 1911, d. 2000. Systkini Yngva eru Einar Steinmóður, f. 1932, Auður Valdís, f. 1943, Ari Trausti, f. 1948, og Egill Már, f. 1952, d. 2019. Hálfbróðir Yngva er Guðmundur Guðmundsson (Erró), f. 1932. Yngvi kvæntist Sigridi Önnu Jósefsdóttur Felzmann árið 1960. Foreldrar hennar voru Jósef Felzmann, f. 1910, d. 1976, og Ingibjörg Júl- íusdóttir, f. 1917, d. 1984. Sig- Kristófer Rúnar, f. 2002. Yngvi ólst upp á Skóla- vörðustíg í Reykjavík en hélt ungur að árum til náms í flug- virkjun, fyrst í Noregi og síðar í Kaliforníu. Fyrstu búskapar- árin bjuggu Yngvi og Sigga í Reykjavík en fluttu síðan í Hafnarfjörð, fyrst á Álfaskeið og svo á Jófríðarstaðaveg 7. Starfsferill Yngva var fjöl- breyttur. Lengi framan af vann hann við prjónaiðnaðinn. Hann var vélamaður og hönn- uður hjá prjónastofunni Peys- unni í 20 ár. Ráðgjafi hjá Iðn- tæknistofnun í tengslum við hönnun og nýsköpun í ullariðn- aði. Um tíma rak hann sjálfur prjónastofu og verslun ásamt Siggu konu sinni. Yngvi var umsjónarmaður í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar um tíu ára skeið. Síðustu starfsárin fram að eftirlaunaaldri starfaði hann á bæjarskrifstofum Hafn- arfjarðar. Yngvi fékkst alla tíð við listsköpun meðfram öðrum störfum. Útför Yngva fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3. október 2022, klukkan 14. rid fæddist 8. október 1942 og lést hinn 1. júní sl. Yngvi og Sigrid eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Ingibjörg Lydia, f. 1960, maki Eyj- ólfur Jóhannsson. Þau skildu 2002, hann lést 2009. Synir þeirra eru: Eyjólfur, f. 1979, Daði, f. 1981, og Andri, f. 1985. 2) Aldís, f. 1961, maki Jón Þór Þorgrímsson. Dætur þeirra eru: Hugrún, f. 1989. Sambýlis- maður hennar er Oddur Ingi Nyborg Stefánsson. Gígja, f. 1991. Sambýlismaður hennar er Eysteinn Ívarsson. Þau eiga dóttur, f. 2022. Signý, f. 1996. Sambýliskona hennar er Anna Margrét Ólafsdóttir. 3) Yngvi Jósef, f. 1976, maki Þórdís Ósk Rúnarsdóttir. Sonur þeirra er Elsku besti tengdafaðir minn og vinur Yngvi Örn, er kominn í Sumarlandið til Siggu sinnar, og eru heiðurshjónin á Blómstur- völlum sameinuð á ný eftir stutt- an aðskilnað. Ég er þakklát að hafa átt Yngva sem tengdaföður og hversu vel hann tók mér strax frá fyrsta degi. Ég naut þess þegar tengda- foreldrar mínir komu norður, en þá vildi Yngvi ávallt sjá um mat- seldina, og var hann búinn að ákveða matseðilinn áður en hann kom. Það var ótrúlegt hvað hann gat töfrað fram, nema í eitt skipti þegar hann útbjó kakó, sem okkur fannst ekki alveg nógu gott. En hann bjargaði því með því að gera súkkulaðibúðing úr kakóinu, og viti menn, hann bragðaðist bara ágætlega. Yngvi var listamaður fram í fingurgóma, og eru ófá verk sem prýða heimili okkar og okkar nánustu. Hann gat dundað sér tímunum saman við að mála, gera styttur o.fl. Síðustu verkin hans af eldgosinu við Fagradals- fjall eru einstaklega listræn, þótt hann hafi ekki séð gosið með eigin augum. Einnig tók Yngvi að sér að gera við styttur og muni eftir föður sinn, Guð- mund frá Miðdal, og er með ólíkindum hversu vel það var gert. Hann var stoltur af lífshlaupi sínu, átti góða og glæsilega eig- inkonu, þrjú yndisleg börn og sjö barnabörn, og síðan eign- aðist hann barnabarnabarn í sumar sem var ljósið í myrkrinu eftir andlát Siggu. Yngvi og Kristófer Rúnar voru mjög sam- rýndir, og eru til ófá bréf því til vitnis. Spánarferðin góða kemur allt- af upp í hugann, en það er alveg ótrúlegt að ég, „Covid-löggan“, hafi fengið þá hugdettu að fara til Spánar í sumarfrí í miðjum heimsfaraldri. Við stungum upp á við Yngva og Siggu hvort þau vildu ekki bara koma með okk- ur, og við þökkum fyrir enn þann dag í dag að við fórum þessa ferð saman, og áttum ynd- islegan tíma með þeim. Ekki ór- aði mann fyrir að ári seinna yrðu þau bæði búin að kveðja þetta líf, en það er eins og ein- hver æðri öfl hafi pikkað í okkur að fara þessa ferð. Eftir jarðarför Siggu kom Yngvi norður og dvaldi hjá okk- ur í þrjár vikur. Feðgarnir áttu góðan tíma saman, og nutu sam- vista frá morgni til kvölds. Það var farið í sund á hverjum morgni, stundum í ræktina, göngutúra, farið í veiðitúr og horft á spennumyndir, allt sem tengdaföður mínum fannst gam- an að gera. Við Yngvi áttum saman góðar stundir við eldhúsborðið, þar sem hann leiðbeindi mér í „list- inni“. Ég var t.d. með hugmynd að einu verki, þar sem hann hjálpaði mér, og hangir það í stofunni heima merkt Þórdís – Yngvi. Rúmum sólarhring áður en hann kvaddi áttum við Yngvi gott samtal. Mér fannst að þetta væri allt að koma hjá honum, hann að hressast og það styttist í að hann kæmi aftur norður til okkar. En lífið getur tekið óvænta stefnu, og ég veit að heiðurs- hjónin á Blómsturvöllum brosa og eru stolt af sínu fólki. Guð blessi elsku tengdapabba og gefi okkur styrk í þessari miklu sorg. Þín tengdadóttir, Þórdís Ósk. Uppspretta sköpunar er nándin við það sem talar til manns, samtal sem leiðir til túlkunar og nýrrar frásagnar. Í dag kveðjum við tengdaföður minn Yngva Örn Guðmundsson sem hafði þessa einstöku hæfi- leika til sköpunar sem gerir lífið og umhverfið gjöfulla fyrir okk- ur hin. Í fyrstu heimsókn til verðandi tengdaforeldra minna, Yngva og Siggu, fyrir um þrjátíu og fimm árum skynjaði ég strax sterkan listrænan blæ og sköpunarkraft sem ríkti í litla nýkeypta húsinu þeirra á Jófríðarstaðarvegi. Segja má að Yngvi hafi verið meðal frumkvöðla í stækkun og endurnýjun gamalla húsa. Þeim hjónum tókst það á listilegan máta en Yngvi var mjög hand- laginn og kunni til verka. Með Siggu sér við hlið, sem var sér- lega næm á fagurfræði, tókst þeim að skapa einstaka perlu. Á þessum árum vann Yngvi hjá Iðntæknistofnum við ráðgjöf í ullariðnaðinum. Yngvi var ef til vill á undan sinni samtíð við hönnun á mynstrum úr íslenska lopanum, mynstrum sem áttu sér ekki skírskotun í hið hefð- bundna íslenska lopapeysu- mynstur. Yngvi þurfti alla tíð að hafa eitthvað fyrir stafni. Auð stund var ekki til í hans huga, sköpunarkrafturinn og sköpun- argleðin var ávallt fyrir hendi. Í fjöruborðinu í Hornvík er tré- skúlptúr úr rekaviði sem Yngvi reisti árið 1989 þegar þau Sigga voru þar á ferð með gönguhópn- um Ganglerum. Hópurinn fór í eftirminnilegar ferðir ár hvert. Félagsskapurinn og ferðirnar veittu þeim hjónum mikla lífs- fyllingu og ánægju. Skúlptúrinn í Hornvíkinni minnir einna helst á stærðarhund sem horfir út á hafflötinn og fer ekki fram hjá neinum sem er á leið í eða úr Rekavík bak Höfn. Yngvi starf- aði hjá Hafnarfjarðarbæ um árabil, lengst sem starfsmaður í Hafnarborg þar sem hann hafði umsjón með fasteignum og kom einnig að uppsetningum á sýn- ingum. Samhliða sinni eigin list- sköpun sinnti Yngvi viðgerðum á listmunum úr keramiki eftir foreldra sína, Guðmund frá Mið- dal og Lydíu Pálsdóttur, sem honum fórst mjög vel úr hendi. Yngvi hélt nokkrar listsýningar. Árið 2014 sýndi hann í Safna- safninu við Eyjafjörð. Í verk- unum sem hann sýndi þar krist- allaðist áhugi og hæfileiki hans í að nýta sér ýmislegt úr um- hverfinu í listsköpun sína. Þar varð efniviður úr sjónum og fjörunni oft fyrir valinu. Skúlp- túrarnir sem hann sýndi í Safna- safninu tengdust andrúmsloftinu og stemningunni í þjóðfélaginu í kjölfar hrunsins. Í þeim leyndist kaldhæðni og húmor og án efa var þetta hans leið til að gera upp þær tilfinningar sem hrunið skildi eftir sig. Yngvi vann með fjölbreytt efni í listsköpun sinni, svo sem steinefni, málma og tré en striginn og málverkið var honum endalaus uppspretta sköpunar. Fyrir ári lék lífið við Yngva og Siggu. En lífið er hverfult. Þau voru nýkomin að utan þegar þau greindust bæði með illvíga sjúkdóma með stuttu millibili. Yngvi missti eiginkonu sína í upphafi sumars, sorg hans og söknuður var mikill. Á meðan eitt líf slokknar kviknar nýtt. Það var eftirminnileg stund í lok júlí að fara með Yngva í göngu- ferð með fyrsta langafabarnið í barnavagni, og fara á sömu slóð- ir og þau Sigga gengu með sinn frumburð. Listsköpunin fylgdi Yngva fram á síðasta dag. Viðfangs- efnið í málverkum hans undir lokin voru gosin tvö á Reykja- nesskaga. Ég þakka tengdaföður mínum fyrir að skerpa sýn mína á upp- sprettu sköpunar, fyrir samveru og leiðsögn. Ég kveð hann með söknuð í hjarta. Jón Þór. Elsku afi Yngvi okkar hefur nú haldið á vit ævintýranna með ömmu Siggu í Sumarlandinu. Afi var einstaklega iðinn og sann- kallaður listamaður, allt efni lék í höndum hans og hann var sí- fellt að skapa eitthvað. Hann mótaði til dæmis sínar eigin dansandi verur úr vír, málaði ol- íu- og akrílmyndir, hjó í stein, bjó til skeljaskúlptúra og lag- færði muni eftir föður sinn Guð- mund frá Miðdal sem fólk úr öll- um áttum kom með til hans. Okkur systrum þótti mikið til færni hans og listfengis koma og það var alltaf jafn gaman að koma heim til ömmu og afa og sjá nýjasta sköpunarverkið hans. Að ganga inn á heimili þeirra var eins og að koma inn í aðra veröld – listmunir upp um alla veggi, í hólf og gólf, inni jafnt sem úti. Að sumarlagi dytt- aði hann að hinu og þessu utan- dyra, en alla tíð sinnti hann sjálfur viðhaldi á sögufrægu húsi þeirra ömmu á Jófríðarstaðavegi í Hafnarfirði. Afa leið vel úti undir berum himni og fór daglega í sund. Hann undi sér vel á ferðalögum um landið, en sumarið 2021 fóru þau amma norður á Melrakka- sléttu með góðvinum sínum í Ganglerunum. Afi sagði okkur frá því að á heimleiðinni hefðu þau margoft stoppað til að virða fyrir sér náttúrufegurðina sem umlukti þau. Þannig kunnu þau sannarlega að njóta þess sjón- arspils sem náttúra og umhverfi skapa. Hvern einasta dag stóð afi við eldavélina að malla eitthvað gott handa sér og ömmu. Hann var óhræddur við að prófa sig áfram. Sköpunarkrafturinn náði líka í pottana. Afi var þar að auki mikill veiðimaður, fór jafnt á rjúpna-, gæsa- og silungsveið- ar og elskaði að segja frá upplif- unum sínum úr veiðiferðum fyrr á árum. Ástin milli ömmu og afa verð- ur okkur systrum alla tíð inn- blástur. Það var svo fallegt að upplifa þessi órjúfanlegu tengsl milli þeirra. Það er kannski ekki skrítið að afi hafi farið svona fljótt á eftir ömmu, þau voru svo samrýnd, og hafa þurft að sam- einast fljótt á ný. Afi sagði oft söguna af því þegar hann sá ömmu í fyrsta skiptið: „Hún gekk skælbrosandi niður Banka- strætið, nýkomin úr berjamó þar sem ég ók framhjá á Pack- ardinum.“ Amma naut þess sérstaklega þegar afi spilaði á píanóið sem og fjölskyldan öll. Hann var afar músíkalskur og spilaði eftir eyranu. Það var skýrt að í þeirri iðju, líkt og í öðru sem hann tók sér fyrir hendur, fann hann frið og ró. Afi fékk að upplifa það að vera langafi, að eignast barna- barnabarn var nokkuð sem hann og amma biðu eftir með eft- irvæntingu. Það var svo dýr- mætt fyrir Gígju að dóttir henn- ar fengi að hvíla í fangi langafa síns. Síðsumars kom hann með í fyrsta göngutúrinn í Silver Cross-vagninum sem hann keypti handa ömmu Siggu fyrir Yngva árið 1976 sem síðar var svo notaður fyrir öll barnabörn- in. Á meðan heldur veröldin áfram. Á meðan halda sólargeislar og tærar glerperlur regnsins áfram að líða yfir landslagið, yfir slétturnar og djúpa skóga, fjöllin og árnar. Á meðan eru villigæsirnar, hátt á bláum og tærum himni, á heimleið á ný. (Úr ljóðinu Villigæsir eftir Mary Oliver í þýðingu Gyrðis Elíassonar) Með ást og söknuði, Hugrún, Gígja og Signý. Fallinn er frá góður vinur og göngufélagi. Margs er að minn- ast eftir rúmlega 30 ára samleið, þegar farin var okkar fyrsta ferð á Hornstrandir. Við þekktumst ekki öll, en þarna varð til ómet- anlegur vinahópur sem hefur fylgst að síðan. Á hverju sumri höfum við farið víða um óbyggð- ir Íslands, oft um fáfarnar slóðir og einnig hafa verið farnar gönguferðir til Mallorca, Spán- ar, Ungverjalands og tvær skoð- unarferðir til Frakklands. Í ferðum okkar sköpuðust fast- mótaðar venjur. Í lok hverrar ferðar var ávallt valin ný nefnd sem sá um að skipuleggja næstu ferð. Yngvi og Sigga konan hans voru traustir ferðafélagar, stóðu vel að undirbúningi ferða sem þau sáu um, voru ráðagóð og mikluðu ekki fyrir sér hlutina. Yngvi var oftast léttklæddur og oft í fötum með listrænu yfir- bragði. Hann var frár á fæti, fljótur að bera sig yfir og gat horfið úr augsýn og birst aftur á ólíklegustu stöðum. Fyrir nokkru fór hópurinn í gönguferð um gamla miðbæinn í Reykjavík og komum við þá að æskuheimili Yngva efst á Skólavörðustígn- um, þar sem hann rifjaði upp æskuárin. Sonur Guðmundar frá Miðdal hafði frá mörgu að segja. Hann var alinn upp á menning- arheimili þar sem var mikill gestagangur og hann hafði ung- ur kynnst ýmsum fyrirmönnum í þjóðfélaginu. Við fengum innlit í listasmiðjuna þar sem fram- leiðsla listmuna Guðmundar fór fram, gripa sem prýddu æði mörg heimili um og eftir 1950 og þykja eftirsóknarverðir í dag. Það fór ekki fram hjá okkur að Yngvi var gæddur listrænum hæfileikum, þó að hann léti ekki mikið yfir því. Mörg okkar eiga málverk eftir hann. En lista- verkin voru á fleiri sviðum. Hann þurfti ekki að fá merkilegt hráefni í hendurnar svo ekki yrðu úr því haganlegir og fal- legir gripir. Eftirminnilegur er hesturinn sem hann skapaði úr rekavið í ferðinni okkar í Horn- vík, verk sem hefur staðið fram að þessu. Í ferð okkar um Snæ- fellsnes fyrir nokkrum árum komum við í Sjómannagarðinn í Ólafsvík, þar sem er stytta af sjómanni eftir Guðmund frá Miðdal. Yngvi lýsti fyrir okkur tilurð styttunnar og hvaða þátt hann átti í því að hjálpa til við vinnu verksins og einnig þegar hann kom síðar að lagfæringu á henni. Fyrir nokkrum árum tók hann þátt í listsýningu í Keflavík þar sem hann sýndi litlar fígúr- ur, 15-17 cm á hæð, sem standa á fjörugrjóti, gerðar úr pípu- hreinsurum, vafðar bandi og með litla skel sem höfuðfat. Eft- ir að gosið hófst í Fagradal mál- aði hann nokkrar mjög fallegar gosmyndir sem urðu eftirsóttar. Við hjónin vorum alltaf í góðu sambandi við þau Yngva og Siggu og voru þau stundum gestir okkar í Ólafsfirði, þar sem Yngvi naut þess að veiða þorsk á höfninni sem hann matreiddi síðan á lystilegan hátt. Í tæpt ár glímdu þau hjónin við mikil veik- indi. Það var ekki þeirra háttur að bera sig illa. Þau stóðu með- an stætt var, enda alla tíð mjög samstiga. Sigga kvaddi 1. júní og Yngvi nú þremur og hálfum mánuði seinna, hinn 16 septem- ber. Við og Ganglerahópurinn sendum börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur og þökkum fyr- ir öll árin sem við áttum samleið með þeim. Sveinbjörn Sigurðsson, Véný Lúðvíksdóttir. Yngvi Örn Guðmundsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.