Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022 ✝ Guðmundur Ásmundsson fæddist 9. mars 1960 í Ásgarði, Grímsnesi. Hann lést á heimili sínu í Basking Ridge, New Jersey 11. september 2022. Foreldrar hans voru Ásmundur Ei- ríksson oddviti og bóndi, f. 1921, d. 1984, og Sigríður Eiríksdóttir bóndi, f. 1930, d. 2016. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Helga Guðlaugs- dóttir alþjóðaviðskiptafræð- ingur, f. 1966. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Óskarsson út- gerðarmaður, f. 1935, d. 2021, og Sigrún Ágústsdóttir, f. 1936, leið sína til Reykjavíkur og lauk námi í bifreiða- og málmsmíði í Iðnskólanum í Reykjavík 1981. Guðmundur útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands 1988, lauk BSc-gráðu í iðnaðar- og kerf- isverkfræði frá Ohio University 1993 og meistaragráðu í verk- efnastjórnun frá Háskóla Ís- lands 2011. Guðmundur starfaði hjá Landleiðum, Málmtækni og sjálfstætt frá 1978-1986 eða þangað til hann hóf há- skólanám. Hann starfaði sem forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins 1993-2008 og svo sem verkefnastjóri í þróun hjá Actavis til ársins 2016. Guð- mundur og fjölskylda fluttust til Zug í Sviss árið 2011 og svo til Basking Ridge, New Jersey í Bandaríkjunum árið 2013 þar sem hann bjó til dauðadags. Útför Guðmundar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 3. október 2022, og hefst athöfnin klukkan 15. d. 2021. Börn Guð- mundar og Helgu eru Hildur iðn- aðarverkfræð- ingur, f. 1992, í sambúð með Bjarka Þór Friðleifssyni fjármálaverkfræð- ingi, f. 1994, og Ás- grímur mennta- skólanemi, f. 2005. Systkini Guð- mundar eru: Eygló Lilja, f. 1952, Gunnar, f. 1954, Eiríkur, f. 1955, Margrét, f. 1962, Áslaug, f. 1968, og Kjart- an Már, f. 1969. Guðmundur ólst upp í Ás- garði í Grímsnesi og gekk í Ljósafossskóla og lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskól- anum á Selfossi. Þá lagði hann Ástin mín, það er svo sárt að þú sért farinn frá mér. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að það sé bara rétt rúmt ár frá því að ég keyrði úr Haffjarðaránni upp á bráðavakt, þar sem ég varð að skilja þig einan eftir, og þú hringdir svo í mig um nóttina og sagðir að það hefði fundist æxli í heila þínum. Það voru mikið erf- iðar fréttir og daginn eftir hittum við lækninn á spítalanum og þá var okkur strax ljóst í hvað stefndi. Þrátt fyrir aðgerð og meðferðir gaf krabbameinið þér engin grið. Þú sem barðist svo hetjulega en allt kom fyrir ekki og þar kom að við Hildur og Bjarki sátum hjá þér hér heima og fylgdum þér alla leið. Við sem höfðum beðið og vonað að þú fengir tækifæri til að sjá litla drenginn sem Hildur og Bjarki eru að fara að eignast og að þú gætir fylgst með Ásgrími okkar blómstra í ameríska fótboltanum í skólanum sínum hér í Basking Ridge. Þú varst minn lífsförunautur í nær 38 ár og við vorum gift í 28 ár. Við gerðum svo margt saman; fórum í háskóla í Bandaríkjunum, byggðum okkur hús í Garða- bænum, fluttum til Sviss og Bandaríkjanna vegna vinnu, ferð- uðumst mikið og spiluðum golf. Þú varst svo hugrakkur en að sama skapi skynsamur líka. Ég var nú ekki alveg sannfærð um að það væri rétt að fara til Banda- ríkjanna í skóla en þú varst harð- ur á því að við ættum að gera þetta. Við myndum ekki bara ná okkur í góða menntun heldur líka kynnast því að búa í öðru landi og standa á eigin fótum. Er ekki í vafa um það að þetta var ein besta ákvörðunin sem við tókum og við komum til baka enn sterkari. Þegar það kom upp að við ættum kost á að kaupa lóðina í Garða- bænum fannst mér það alveg gal- in hugmynd. Enn og aftur náðir þú að sannfæra mig og þú lagðir nótt við dag til að koma upp fal- lega húsinu okkar. Það tók sinn tíma enda höfðum við ákveðið að vera skynsöm í fjármálum og með þinni útsjónarsemi, seiglu og dugnaði hafðist þetta allt saman. Við áttum tvö yndisleg börn saman, Hildi og Ásgrím, og þú varst frábær pabbi. Alltaf svo þol- inmóður og áttir gott með að setja þig í spor þeirra og ávallt tilbúinn að aðstoða þau við nám eða hvað annað sem kom upp á. Það er erfitt til þess að hugsa að þau þurfi að sjá á eftir þér svona ung en ég veit líka að þau eiga margar góðar minningar sem þau munu geta yljað sér við í framtíð- inni. Það besta við þig var þó að þú varst alltaf til staðar, ekki bara fyrir mig og börnin okkar, heldur alla stórfjölskylduna, mömmu þína, mömmu mína og pabba, Elviru og Mörthu og báðar fjöl- skyldurnar okkar. Alltaf svo ljúf- ur, greiðvikinn og lausnamiðaður og ég veit að öllum þótti gott að leita til þín. Ástin mín, þetta verður erfitt án þín og í augnablikinu er það eiginlega alveg óhugsandi að ég eigi aldrei eftir að vakna við hlið- ina á þér aftur. En ég veit líka að ég mun geta yljað mér við ljúfar minningar þegar fram í sækir. Enn fremur vil ég lofa þér að ég mun lifa samkvæmt lífsgildum okkar og það mikilvægasta er að ég lofa þér að passa vel upp á börnin okkar Hildi og Ásgrím. Elska þig að eilífu. Þín Helga. Það eru þung sporin í dag að fylgja honum Guðmundi bróður síðasta spölinn. Kallið kom alltof snemma. Við Guðmundur ólumst upp saman í stórum systkinahópi í Grímsnesinu. Við vorum næst hvort öðru í aldri og lékum okkur því mikið saman í bernsku. Eins og oft til sveita var auk okkar systkina alltaf hópur barna í sum- ardvöl. Það var því glatt á hjalla og mörg voru uppátækin. Við átt- um okkar kindabú, þar var byggt stórt, hús byggð og vegir lagðir. Þegar ég hugsa til baka er sem alltaf hafi verið sumar og sól. Sumarkvöldin björtu koma upp í hugann og hamingjan ein ríkti. Ævintýrin á hverju horni, svo kom kvöld og þá var safnast sam- an við eldhúsborðið þar sem við drukkum mjólk nú eða Valsdjús og sporðrenndum heilu kössun- um af Frónkexi áður en við fórum í rúmið. Svo kom nýr dagur, ný ævintýr. Sjálfsagt hefur verið súld, rok, bylur og allt þar á milli eins og gengur og gerist á Fróni en þær stundir eru bara ekki eins eftir- minnilegar. Guðmundur var vin- ur minn og félagi. Svo komu ung- lingsárin og við fórum að rífast eins og gengur á milli systkina. Ekki af því að það hafi endilega verið mikill ágreiningur, frekar af því að við höfum bara haldið að þetta væri aldursviðeigandi hegð- un. Væntumþykjan skein samt alltaf i gegn. Ég naut þess að eiga þrjá eldri bræður, þurfti sjálfsagt stundum að leggja minna af mörkum en þeir til bústarfa. Guðmundur gat nú alveg strítt mér á því. Því hann bróðir minn var svo sannarlega stríðinn. Stríðni sem gat farið svo óendanlega í taugarnar á mér en ég mun sakna svo mikið núna. Bara að hann gæti strítt mér eilít- ið meir. Svo komu fullorðinsárin og skærur unglingsáranna gleymd- ust, við áttum því láni að fagna að verða vinir sem fullorðið fólk. Guðmundur hefur alltaf verið hluti af minni heimsmynd og fasti í mínu lífi. Hann hefur oftar en ekki gegnt rödd skynseminnar fyrir mig og hefur margoft rétt mér hjálparhönd og dregið mig að landi þegar ég, í einhverju hvatvísiskasti, hef farið í ein- hverjar framkvæmdir sem ég hafði engar forsendur til að klára. Hann var mjög greiðvikinn og sérlega góður verkmaður. Það skipti eiginlega ekki máli hvað var, allt lék í höndunum á honum. Magga mín, sagði hann, ég skal klára þetta, reyndu bara að taka svolítið til og fór að flissa. Stríðni já, en ég átti nú allavega inni fyrir þessu skoti. Ég held að ég hafi t.d. aldrei keypt mér bíl án aðstoðar Guð- mundar. Vonandi dugar sá sem ég á núna mér sem lengst. Á erf- itt með að sjá fyrir mér bílakaup án hans. Það var alltaf tilhlökkun að hittast, sérstaklega eftir að hann og fjölskyldan settust að er- lendis. Áramótaveislur þeirra hjóna í Garðabænum munu lifa i minningunni. Guðmundur var mikill gæfu- maður í einkalífi. Hann giftist henni Helgu sinni og þau fóru samhent í gegnum lífið. Börnin þeirra, Hildur og Ásgrímur, bera þeim glæsilegt vitni. Ég sendi þeim öllum mínar kærustu sam- úðarkveðjur. Mikill er þeirra missir. Góða ferð elsku bróðir. Þín verður sárt saknað. Þín systir, Magga. Margrét Ásmundsdóttir. Baráttu Guðmundar bróður við miskunnarlaust krabbamein er lokið og hann lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar á heimili sínu í Bandaríkjunum. Heima á Íslandi kvöldið áður skartaði himinninn blóðrauðum skýjum og ég ímynd- aði mér að sú fegurð væri kveðja til Guðmundar frá föðurlandinu sem hann unni svo mjög. Þá var tíminn á þrotum og góði, elsku- legi, duglegi, sterki og alltof ungi bróðir minn laut í lægra haldi fyr- ir ólæknandi sjúkdómi sem hel- tók hann nánast frá fyrstu stundu. Mummi, eins og hann var áður kallaður, gat allt og vissi allt. Að minnsta kosti í huga okkar yngstu systkinanna, þegar við ól- umst upp í Ásgarði. Kannski dá- lítið eins og sögupersónan í Bróð- ir minn Ljónshjarta með ljóst liðað hár, bráðger og hláturmild- ur. Áhugasamur um bíla og vinnuvélar, alltaf að bíða eftir því að verða 17 ára og fá ökuréttindi. Á meðan þeyttist hann um mal- arvegina á Suzuki-skellinöðru og oft fengum við yngri systkinin að sitja fyrir aftan hann. Ég veit ekki hvort öryggið hafi verið í fyr- irrúmi en við skemmtum okkur vel. Þegar hann fór að vinna fyrir sér man ég að hann notaði fyrstu launagreiðslurnar til að kaupa fallegar jólagjafir handa okkur yngri systkinunum. Alltaf gjaf- mildur og góður. Tíminn leið og hann fór til náms og starfa í Reykjavík. Hey- skapur var áfram stór hluti af verkefnum sumarsins í sveitinni og það var ósjaldan sem Guð- mundur vann allan daginn í Reykjavík en keyrði svo austur um kvöldið til að hjálpa foreldr- um okkar að bjarga heyinu inn í hlöðu. Hversu ljúft var að sjá svörtu Mazda-bifreiðina hans beygja heim afleggjarann og feg- insbros foreldra okkar þegar hann stökk beint upp á næsta traktor. Það munaði alltaf svo mikið um Mumma. Helga kom til sögunnar og Guðmundur varð ástríkur fjöl- skyldufaðir. Stórfjölskyldan var líka alltaf í fyrirrúmi og þrátt fyr- ir búsetu erlendis héldu þau Helga ár hvert heljarinnar ára- mótaveislu. Þá var oft þröngt set- ið, þrjár kynslóðir saman, mikið hlegið og þétt faðmað þegar ný ár gengu í garð. Ógleymanlegar gleðistundir. Oft spjölluðum við saman á messenger, hann var enn stóri bróðir sem sendi hvatningarorð og gaf góð ráð. Fréttir af fjöl- skyldunni, Hildur hóf masters- nám, Ásgrímur byrjaði í High School og varð „kicker“ í amer- ískum fótbolta eða bara þegar þau Helga áttu góðan dag í golfi. Hann var svo stoltur af þeim þremur og hamingjusamur. Það síðasta sem hann skrifaði var að það besta í lífinu væri að eiga góða fjölskyldu og trausta vini. Hann hefði orðið dásamlegur afi. Þegar hið þunga reiðarslag reið yfir og Perla lést í janúar síð- astliðnum reyndi Guðmundur, þá orðinn fárveikur, að senda hugg- unarorð í gegnum myndsímtal frá Bandaríkjunum. Sjúkdómurinn tók strax svo mikið frá honum en samt var hann enn og aftur til staðar fyrir okkur yngri systkinin sem sátum saman í sorg, þó hann ætti orðið erfitt með að tjá sig. Mummi stóri bróðir Ljónshjarta. Minning Guðmundar er full af innilegu þakklæti fyrir yndisleg- an bróður og ástríkan fjölskyldu- föður. Það er svo sárt að hafa misst hann en kærleikur hans lif- ir með okkur. Áslaug Ásmundsdóttir systir. Í dag verður til moldar borinn eiginmaður Helgu systur, Guð- mundur Ásmundsson, eftir hetju- lega baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann dó í faðmi fjölskyldunnar að heimili sínu þar sem hann naut einstakrar umönnunar fólksins síns. Við höfðum átt samleið í tæp 40 ár. Við fráfall hans koma upp margar góðar minningar, sér- staklega samvera í sumarbú- staðnum með gítarspili og söng, Þorláksmessuskata, gamlárs- kvöld í Höfða, góðar stundir á Spáni og fleira. Einstaklega góðar minningar frá heimsóknum til fjölskyldunn- ar í Zug í Sviss og Basking Ridge í Bandaríkjunum. Það var aldrei neitt mál að taka á móti okkur, börnum og barnabörnum og hýsa. Við erum afar þakklát fyrir það. Fjölskyldan var ávallt í for- gangi hjá Gumma. Það sýndi sig svo sannarlega í erfiðum veikindum Helgu hversu traustur og góður hann var. Hann reyndist einnig tengdafor- eldrum sínum mjög vel og var þeim einstakur vinur. Fjölskyldan var mjög heppin að hafa hann ætíð á hliðarlínunni. Þau eru á góðum stað fyrir vikið. Helga, Ásgrímur, Hildur, Bjarki, Elvira og Marta, þið eigið alla okkar samúð en við biðjum ykkur að ylja ykkur við allar góðu minningarnar. Eftirvænting eftir litla drengnum sem væntanlegur er eftir nokkra daga er ljósið í myrkrinu og afi Gummi mun vaka yfir honum. Sendum einnig systkinum Gumma okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Eyjólfur, Sigrún og fjölskylda. Þegar maður hefur búið er- lendis lengi þá verða vinatengsl í nýju landi enn mikilvægari. Það er ekki sami fjöldi af æskuvinum og fjölskyldu í næsta nágrenni. Gummi var gamall samstarfs- félagi, nágranni hér í New Jersey og ekki síst vinur. Þau voru ófá skiptin sem vinahópurinn hittist og við nutum þess að skemmta okkur og spjalla saman á ástkæra ylhýra. Jólaboð voru haldin þegar tókst að krækja í hangikjöt, djúp- steiktur kalkúni að hætti Amerík- ana var framreiddur á þakkar- gjörðardaginn og sushi þegar ekkert sérstakt stóð til. Gummi varð sextugur meðan Covid geisaði og þá var ákveðið að haldið yrði upp á afmælið í sumarbústað þeirra Helgu við fyrsta tækifæri. Vegna veikind- anna náðist ekki að fagna þeim áfanga. Gummi var sjaldnast nefndur í eintölu. Helga og Gummi hafa verið einstaklega samtaka í starfi og leik, stolt af börnunum sínum og sameinuð í áhuga sínum á íþróttum og golfi. Undanfarið ár frá því að Gummi greindist með heilaæxli hefur verið erfitt. Það hafa skipst á skin og skúrir. Allt var reynt, bæði á Íslandi og í Bandaríkjun- um, en allt kom fyrir ekki. Það er mikill missir að þessum ljúfa manni. Elsku Helga, Hildur, Ásgrím- ur og fjölskylda, við samhryggj- umst ykkur innilega. Sigurður og Björg. Að eiga góðan vin er dýrmætt og ekki sjálfgefið. Þegar við kynntumst Guðmundi Ásmunds- syni vorum við bara unglingar og vissum ekki þá það sem átti eftir að koma á daginn. Við vissum ekki að megnið af ævi okkar myndum við eiga samleið með þessum ljúfa og góða manni. Það er okkur þungbært að kveðja hann núna, svo allt of snemma. Guðmundur var stór maður og mikill á velli, en hann var einnig stór persóna sem gaman var að kynnast. Ási í Ásgarði pabbi hans hafði stundum verið á ferðinni í Úthlíð og þótti með skemmtilegri mönnum, glaðvær húmoristi. Því kom það ekki á óvart að það var gaman að vera með Gumma. Blíðlegt og brosmilt andlitið hlýjaði og hnyttin tilsvör skruppu fram með skemmtilegum og djúpum hlátri. Við ferðuðumst mikið saman og það var ekki síst mikill áhugi Gumma á golfi sem hélt okkur öll- um við efnið. Nokkrar skemmti- legar golfferðir koma upp í hug- ann þar sem tekist var á á golfvellinum. Gummi var mjög metnaðargjarn á vellinum og ekki ánægður nema hann gerði betur í dag en í gær. Við fórum til Skot- lands, Englands, Tenerife og svo fórum við í nokkrar golfferðir til Basking Ridge í NJ. Þau voru ótrúleg heim að sækja; sama hvernig stóð á hjá þeim var húsið þeirra alltaf opið fyrir vini og ætt- ingja. Gummi stóð í ströngu í eld- húsinu og var hvattur áfram með hrósinu frá Helgu. „Hann Gummi er orðinn algjör snillingur í að búa til bernes,“ og nautakjötið af grillinu hjá þeim var náttúrulega stærra og betra en annað nauta- kjöt. Golfferðir innanlands voru oft- ast í sumarbústaðina okkar á Suður- og Vesturlandi með til- heyrandi golfi, mikilli keppni og verðlaunaafhendingu. Núna verður þriggja valla mótið haldið til minningar um þennan góða dreng og farandstyttan fær nýtt hlutverk og nýja merkingu í hjarta okkar. Gummi var mikill hamingju- maður í sínu einkalífi og átti sinn dásamlega lífsförunaut, hana Helgu, og börnin tvö, Hildi og Ás- grím. Hann var kletturinn í lífi þeirra, Hildur svo kröftug og dugleg, var í handbolta og svo í verkfræði eins og pabbi. Ásgrím- ur enn ungur að árum, stefnir langt á sínum íþróttaferli og mun eflaust halda áfram að vekja stolt föður síns hvar sem hann fer. Auðvitað verðum við að halda áfram að gleðjast yfir öllu því góða sem við eigum eftir að njóta með minningu Gumma um ókom- in ár. En við eigum eftir að sakna hans og hugsa til þess hvernig Gummi hefði gert þetta eða hvað hann hefði sagt. Hann var stór, sterkur, traustur og frábær fyr- irmynd fyrir alla sem honum kynntust. Elsku Helga, Hildur, Ásgrím- ur, Bjarki, systkini og tengdafólk. Missir ykkar er mikill og sökn- uðurinn takmarkalaus, en minn- ingin um góðan mann lifir. Hjördís og Þorsteinn, Úthlíð. Ég naut þeirra forréttinda að vera í sveit í á sumrin hjá þeim mektarhjónum Ásmundi og Sig- Guðmundur Ásmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur, bróðir, tengdafaðir og tengdasonur, SÓFUS PÁLL HELGASON fiskeldisfræðingur, Stórhóli 37, Húsavík, lést mánudaginn 12. september á Tenerife. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 5. október klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð HSN í Þingeyjarsýslum. Jónína Hermannsdóttir Svanlaug Pálsdóttir Helgi Sigurður Pálsson Hafrún Sigurðardóttir Hermann Ragnar Pálsson Sólveig Svava Gísladóttir Halldóra Hólmgrímsdóttir Hermann Ragnarsson barnabörn og systkini hins látna Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SR. JÓHANNA INGIBJÖRG SIGMARSDÓTTIR, prófastur og sóknarprestur, lést á Akureyri mánudaginn 26. september í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram í Egilsstaðakirkju 8. október klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Egilsstaðaprestakalls. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð heimahlynningar á Akureyri. Kristmundur Magnús Skarphéðinsson Sigmar Ingi Kristmundsson María Ósk Kristmundsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.