Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Kúnnarnir eru miður sín enda hafa
þeir alltaf getað komið í Brynju og
fengið flest sem þá hefur vantað.
Þetta eru erfiðir tímar fyrir miðborg-
ina,“ segir Brynjólfur H. Björnsson,
kaupmaður í versluninni Brynju við
Laugaveg.
Brynjólfur, sem er framkvæmda-
stjóri og stærsti eigandi Brynju, hef-
ur ákveðið að loka versluninni.
Brynja var auglýst til sölu síðasta vor
en ekki hefur fundist kaupandi að
rekstrinum. Húsnæði verslunarinnar
er hins vegar selt og mun Brynjólfur
afhenda það í janúar á næsta ári.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
skellt verður í lás á Laugaveginum en
Brynjólfur kveðst telja að það verði
eftir einn til tvo mánuði. Brynja mun
þó áfram verða rekin sem netverslun
og munu dóttir Brynjólfs og tengda-
sonur sjá um þann rekstur. „Þetta er
mjög skrítin tilfinning. Það er ein-
hver léttleiki en náttúrlega tregi
líka,“ segir Brynjólfur sem ákvað að
draga saman seglin nú þegar hann er
orðinn áttræður.
Guðmundur Jónsson trésmiður frá
Akranesi stofnaði verslunina Brynju
árið 1919 á Laugavegi 24. Þar var
hún rekin í áratug þangað til Guð-
mundur festi kaup á núverandi hús-
næði númer 29 við Laugaveg. Guð-
mundur þessi var ömmubróðir
Brynjólfs en Björn faðir Brynjólfs
eignaðist verslunina árið 1954 eftir að
hafa starfað um árabil hjá frænda
sínum. Brynjólfur hefur starfað í
versluninni í um sextíu ár og tók við
rekstrinum þegar faðir hans féll frá
árið 1993.
„Ég hef gaman af fólki og að geta
aðstoðað það. Við höfum líka verið
heppnir með afgreiðslufólk alla tíð.
Það skiptir miklu að vera með gott
fólk sem vill veita þjónustu,“ segir
Brynjólfur þegar hann er spurður
hvað standi upp úr eftir þennan tíma.
Hann kveðst ánægður með að
vörur Brynju muni áfram fást í net-
versluninni enda sé þar að finna
margt sem ekki fáist annars staðar.
„En það verður auðvitað eftirsjá að
búðinni á Laugavegi. Það var til
dæmis frú hjá mér í morgun sem var
að segja hvað búðin væri dásamleg og
hvað það væri gaman bara að skoða
sig um. Þannig er það með marga
okkar viðskiptavini.“
Brynjólfur hefur lýst óánægju
sinni með að Laugaveginum skuli
breytt í göngugötu allt árið. Hann
segir að taka þurfi með í reikninginn
að við Íslendingar búum norður á
hjara veraldar með tilheyrandi veðri.
„Já, það eru alltaf einhverjar uppá-
komur hér og gatan er ekki beint
verslunarvæn. Borgaryfirvöld hafa
verið ósköp erfið.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kveðjustund Verslunin Brynja hefur verið rekin við Laugaveg í rúma öld. Brynjólfur hefur starfað þar í um 60 ár.
Tregafull stund þegar
skellt verður í lás í Brynju
- Hundrað ára sögu á Laugavegi lýkur - Áfram á netinu
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Þingsályktunartillaga um að heimila
rannsóknir á hugvíkkandi efninu
sílósíbíni og skapa umgjörð um notk-
un þess í geðlækningaskyni gæti
orðið afgreidd fyrir lok ársins, að
sögn Vilhjálms Árnasonar, fyrsta
flutningsmanns tillögunnar. Nokkur
sátt ríkir um málið á Alþingi og nær
allir þingmenn tilbúnir að taka um-
ræðuna.
„Ég held að þetta sé mál sem fólk í
geðheilbrigðisgeiranum horfir mikið
til og það eru margir sem horfa á
þetta sem mögulega lausn á sínum
áskorunum,“ segir Vilhjálmur.
Hann segir að þegar hann hafi
heyrt hversu margir horfa til efnis-
ins eða eru jafnvel farnir að nýta sér
það hafi hann ákveðið að skoða málið
nánar. „Ef þetta getur hjálpað svona
mikið þá þurfum við að gera allt svo
hægt sé að flýta fyrir að svo geti orð-
ið.“ Þar að auki sé gríðarlega mikil-
vægt að rétt umgjörð sé í kringum
efni sem þetta.
„Þannig að það séu ekki einhverjir
að bjóða þessa þjónustu án þess að
hafa faglega þekkingu eða vitneskju
á bak við sig og líka að fólk sé með-
vitað um að það þurfi að fara varlega
í að þiggja slíka þjónustu.“
Til að það sé hægt þurfi að flýta
rannsóknum um efnið. „Og þá er
mikilvægt að Ísland sé virkur þátt-
takandi í því.“
Engin töfralausn, en hjálpar
Og við sjáum þetta í löndum í
kringum okkur.
„Við sjáum að bæði í Bandaríkj-
unum og Bretlandi eru stórir og virt-
ir háskólar farnir að setja púður í að
rannsaka þetta og lyfjafyrirtæki eru
byrjuð á því líka og síðan sjúkrahús-
in, sem sagt heilbrigðiskerfið. Þann-
ig að fókusinn er þarna og mér finnst
mikilvægt að Ísland fylgi þar með.“
22 þingmenn mæla fyrir tillögunni
úr sjö flokkum, öllum flokkum þings-
ins að Vinstri-grænum undanskild-
um. Vilhjálmur segir þingið nokkuð
samróma um þingsályktunina.
„Ég hef ekki fundið fyrir neinum
mótbyr. Það eru einhverjir passífir
og eiga eftir að taka umræðuna en
það er enginn með andstöðu, alla-
vega hef ég ekki fundið neina.“
Aðspurður segir Vilhjálmur að ef
allt gangi upp takist að afgreiða mál-
ið fyrir áramót. Þá taki heilbrigðis-
ráðherra við vinnunni að búa til um-
gjörð. „Svo við getum verið virkir
þátttakendur í þessum rannsóknum
og þannig að heilbrigðiskerfið geti
undirbúið umgjörðina og fagmennt-
að fólk notað þessi efni.“
Vilhjálmur segir að ef vísbending-
ar sem fram hafa komið um efnið
reynist réttar sé um að ræða risa-
vaxið skref í geðheilbrigðismálum.
„Þetta er engin töfralausn en þetta
getur hjálpað mjög mörgum og
dregið úr notkun þunglyndislyfja og
hjálpað fólki sem er háð vímuefnum
og öðru slíku.“
Hugvíkkandi
efni til gagns
- Nokkur sátt á þinginu um sílósíbín
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Sveppir Vísbendingar eru um að
efnið geti dregið úr lyfjanotkun.
Búið er að hreinsa brunarústirnar
þar sem áður var þvotta- og versl-
unarhúsnæði Vasks á Egilsstöðum
eftir stórbrunann þar síðasta mið-
vikudag.
Lögreglan á Austurlandi, með
aðstoð tæknideildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, hefur aflað
gagna af vettvangi, en vettvangs-
rannsókn er lokið. Verið er að
vinna úr þeim gögnum að sögn
Kristjáns Ólafs Guðnasonar yfir-
lögregluþjóns hjá lögreglunni á
Austurlandi.
Bruninn hefur haft áhrif
Hann segir niðurstöðu varðandi
eldsupptök ekki liggja fyrir. Engan
sakaði í brunanum.
Ekki er vitað hvenær vænta má
niðurstöðu að sögn Kristjáns. „En í
þessu máli eins og öðrum er reynt
að vinna þetta eins hratt og hægt
er,“ bætir hann við.
Bruninn hefur þegar haft áhrif á
hótelstarfsemi á Egilsstöðum, en
dæmi eru um að hótel sem Vaskur
þjónustaði þurfi nú að keyra þvott
sinn í tæpar þrjár klukkustundir
suður á Höfn í Hornafirði.
Mikill samhugur er sagður ríkja
meðal íbúa Egilsstaða eftir brun-
ann og hugur fólks með eigendum
og starfsfólki Vasks. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Rannsókn
á vettvangi
er lokið
Búið að rýma brunarústirnar eftir að húsnæði þvottahússins Vasks brann á Egilsstöðum