Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
Flórens
Borgdraumanna...
17.nóvember
í3nætur
119.000
Flug & hótel frá
Frábært verð
á mann
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Samningagerð er í senn vísindi og
list,“ segir Aðalsteinn Leifsson rík-
issáttasemjari. „Margt þarf að fara
saman svo hægt sé að ná niðurstöðu
þar sem hagsmunir beggja aðila eru
virtir; svo sem ítarleg þekking á
hagsmunum og stöðu bæði sjálfs þín
og þeirra sem sitja á móti þér. Góður
undirbúningur er grundvallaratriði
og einnig vilji til að setja sig í spor
gagnaðilans, eiga hreinskilin sam-
skipti, finna nýjar leiðir til að skapa
verðmæti og að lokum er líklegt að
gera þurfi málamiðlanir, því niður-
staða flókinna viðræðna er sjaldnast
í samræmi við ýtrustu væntingar
beggja aðila. Mín reynsla er sú að
fólk sem mætir til kjarasamninga-
gerðar vinnur af heilindum út frá
þeim ólíku hagsmunum sem því ber
að gæta.“
Aðstöðu breytt í Höfðaborg
Kjaraviðræður munu setja svip
sinn á samfélagið á næstu mánuðum.
Á næstu þremur mánuðum losna um
120 kjarasamningar á almenna
vinnumarkaðnum og 31. mars á
næsta ári losna um 140 samningar
ríkis og sveitarfélaga við félög starfs-
manna þeirra. Einhverjir fleiri
kunna þarna að bætast við svo heild-
arfjöldi samninga sem verða lausir í
vetur nálgast 300.
Undanfarin ár hefur meira en
helmingi allra kjaraviðræðna verið
vísað til ríkissáttasemjara til að fá
liðsinni hans þar sem viðræður aðila
hafa ekki skilað niðurstöðu. Því má
ætla að í mörg horn verði að líta hjá
ríkissáttasemjara þar sem unnið er
að margvíslegum undirbúningi í að-
draganda viðræðna. Þar má nefna
ýmsa greiningarvinnu, auk þess sem
aðstöðu hefur verið breytt í húsa-
kynnum embættisins í Höfðaborg við
Borgartún í Reykjavík. Reynt er að
skapa þar hlýlegt afslappandi um-
hverfi, enda getur slíkt haft áhrif til
hins betra þegar yfir standa viðræð-
ur sem eru langar og stundum
þrungnar spennu.
Námstefnur um land allt
Aðalsteinn Leifsson tók við emb-
ætti ríkissáttasemjara fyrir tveimur
árum. Meðal þess sem hann hefur
beitt sér fyrir á þeim tíma er gerð
könnunar á viðhorfum, upplifun og
vinnubrögðum þeirra um 600 full-
trúa sem sitja í samninganefndum
fyrir launafólk og launagreiðendur. Í
framhaldinu var sett á fót fræðsluráð
með fulltrúum aðila vinnumarkaðar-
ins sem hefur skipulagt námstefnur,
sem hver er þrír dagar og hafa verið
haldnar um allt land. Þar hittist fólk
úr samninganefndum til að ræða
árangursríka samningagerð, sam-
starf innan og milli samninganefnda,
launaþróun og efnahagsmál og ann-
að sem tilheyrir. Alls hafa um 200
manns sótt námstefnur þessar, nú
þegar fjórar af fimm ráðgerðum hafa
verið haldnar.
Verja litlum tíma í undirbúning
Könnun ríkissáttasemjara sýndi
að um 40% þeirra sem koma að
kjarasamningagerðinni eru að því í
fyrsta sinn. Slíkt kallar á aukinn
stuðning við samninganefndirnar,
segir Aðalsteinn. Hann bendir á að í
könnuninni hafi komið í ljós að 20%
þátttakenda í síðustu stóru samn-
ingalotu geti ekki hugsað sér að vera
með aftur. Einnig hafi 60% þeirra
sem svöruðu sagst verja 10 klukku-
stundum eða minni tíma í undirbún-
ing fyrir fyrsta fund með gagnaðila.
„Góður undirbúningur er alger
lykill að árangri. Inntakið þar er að
þekkja vel eigin stöðu og hagsmuni,
setja sig vel inn í mál gagnaðilans og
hafa góðan skilning á umhverfinu
sem samningarnir eru gerðir í. Einn-
ig er mikilvægt að hópar vinni vel
saman. Grunnurinn að öllu í starfi er
að milli fólks ríki traust, enda þekki
það hvað til annars og eigi hrein-
skiptnar samræður þar sem borin er
virðing fyrir hverjum og einum.
Lærdómur, samtöl og viðkynning í
aðdraganda formlegra viðræðna eins
og nú er þýðingarmikil. Einnig að
samninganefndir séu fjölbreyttur
hópur skipaður ólíku fólki,“ segir
Aðalsteinn.
Sameiginlegur
skilningur á tölum
Kjaratölfræðinefnd, skipuð
fulltrúum aðila almenna og opinbera
vinnumarkaðarins, Hagstofu, ríkis
og sveitarfélaga, mun í lok október
skila skýrslu þar sem finna má helstu
hagtölur og greiningu á launaþróun
og efnahagsmálum með tilliti til
kjarasamninga.
„Þarna verða á einum stað mikil-
vægar upplýsingar og tölfræðilegur
grunnur sem er gott að geta leitað í,“
segir Aðalsteinn. Nefndin var skipuð
fyrir tveimur árum og áskilnaður er
gerður um að þeir sem hana skipa
séu sammála um þær upplýsingar
sem í skýrslur eru settar.
„Mikilvægur ávinningur er að með
nefndinni verður sameiginlegur
skilningur um launaþróun og hagtöl-
ur sem miklu varða í undirbúningi
kjarasamninga, svo aðilar vinnu-
markaðarins hafa áreiðanlegar upp-
lýsingar til að byggja á.“
Ríkissáttasemjari er einnig að
gera gagnagrunn þar sem allir kjara-
samningar í landinu verða aðgengi-
legir á vefnum. Hægt verður að líta
til samninganna eftir ýmsum leitar-
skilyrðum og forsendum, nokkuð
sem ekki hefur verið mögulegt áður.
Menning og hefðir
mótast á áratugum
Á Íslandi er löng hefð fyrir því að
kjaraviðræður taki mjög langan
tíma. Fréttir fjölmiðla um hver staða
mála sé og hvort skrifað hafi verið
undir samkomulag eru stundum æsi-
spennandi, svo minnir á lokamínútur
í landsleik í handbolta. Segja má að í
aðdraganda kjaraviðræðna komi
aðilar með ólíkar væntingar að borð-
inu svo nú teiknast upp kunnugleg
mynd andstæðra póla.
„Ég bind vonir við margvíslegt
starf aðila vinnumarkaðarins: sam-
talið í þjóðhagsráði, vinnu kjaratöl-
fræðinefndar, námstefnurnar og
fleira sem er gert til að undirbúa
kjarasamningagerðina sem best. Fá-
títt er á Íslandi að það takist að und-
irrita nýjan kjarasamning áður en sá
fyrri rennur út, sem skapar óvissu.
Vonandi tekst að ljúka fleiri samn-
ingum fyrr en áður, en minna má þó
á að sú menning og hefðir sem eru í
samningagerðinni hafa mótast á ára-
tugum,“ segir Aðalsteinn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sáttasemjari Góður undirbúningur er lykill að árangri við gerð kjarasamninga. Inntakið er að þekkja vel eigin
stöðu og hagsmuni, setja sig vel inn í mál gagnaðilans og skilja umhverfið, segir Aðalsteinn Leifsson hér í viðtalinu.
300 samningar senn lausir
- Ný vinnubrögð hjá ríkissáttasemjara - Törnin er fram undan - Námsstefnur
haldnar og tölfræðinefnd stofnuð - Traust mikilvægt og að ólíkt fólk komi að borði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Haustið er komið og lægðirnar laum-
ast að landinu, hver á fætur annarri. Í
dag má búast við hægum vindi af suð-
vestri og dálítilli vætu hér og þar um
landið. Svo fer að rigna allvíða síðdeg-
is og í kvöld og vindur verður víða 8-
15 m/sek. Hitastig yfir daginn verður
á bilinu 7 til 12 gráður.
Í Vestmannaeyjum til dæmis má
búast við ausandi rigningu í allan dag
og sama verður víða í Rangárvalla-
sýslu, segir á vefnum blika.is. Norður
á Akureyri verður sól og þokkaleg-
asta veður, miðað við árstíð.
Á morgun, þriðjudag, snýst vindur
norðanlands til nokkuð stífrar NA-
áttar en sunnanlands verður heldur
hægari vindur.
Haustveður
á landinu
- Rok og rigning
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Svipmynd Eyjar um helgina. Haust-
litir í Helgafelli og himinninn grár.
Við endurnýjun
og úthlutun tíðni-
réttinda þarf að
ná samkomulagi
við fjarskipta-
fyrirtækin um
uppbyggingu,
rekstur og við-
hald á innviðum
sem tryggja
öruggt farsíma-
samband á þjóð-
vegum úti um land. Þetta er kjarni
í ályktunartillögu á Alþingi sem
Jakob Frímann Magnússon úr
Flokki fólksins er fyrsti flutnings-
maður að. Tillögunni er beint til há-
skóla-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra – en áður hefur Jakob
Frímann lagt fram frumvarp um
þetta málefni, sem náði ekki fram
að ganga.
Í greinargerð segir að víða séu
gloppur og göt í fjarsímakerfinu.
Tæknin til að stoppa í götin sé fyrir
hendi en því miður hafi ekkert verið
gert. Bæta megi úr með því að gera
úthlutun tíðniréttinda til fjarskipta-
fyrirtækjanna skipulegri. sbs@mbl.is
Fjarskipta-
fyrirtækin
stoppi í götin
Jakob Frímann
Magnússon
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Götulýsing á Akranesi kemur til
með að taka breytingum á næstunni
og nýir þjónustuaðilar taka við. Bæj-
arstjóri Akraness segir ákvörðunina
hafa verið tekna áður en Orka nátt-
úrunnar ákvað að selja götulýsingar-
þjónustu sína, en ON hefur annast
götulýsingu Reykjavíkur, Mosfells-
bæjar, Seltjarnarness og Akraness
um árabil. Akranes sagði upp samn-
ingnum við ON í mars, og Reykja-
víkurborg og Vegagerðin einnig, eft-
ir að ON setti þjónustuna á sölu.
„Við bara ákváðum að leita tilboða
hjá fleirum, kanna aðra möguleika á
markaðnum. Þetta er markaður sem
fleiri keppa á og við vildum gefa
fleiri aðilum tækifæri til þess að
bjóða í þessi viðskipti,“ segir Sævar
Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akra-
ness.
Útboðin verða fjögur talsins og
snúa að viðhaldi, innkaupum á lömp-
um, stýringu ljósanna og sjálfum
orkukaupunum. Boðið verður út á
mismunandi tímum, fyrsta útboðið
verður á þessu ári og það síðasta í
mars á næsta ári. „Allir sem eru á
þessum markaði munu þá vonandi
bjóða í þetta.“ Mismunandi aðilar
geta því sinnt áðurnefndum þáttum
en hingað til hefur ON annast þá
alla.
Sævar kveður ákvörðunina um að
bjóða þjónustuna út hafa verið til að
lækka kostnað en einnig að bæta
þjónustu við íbúa. „[Við viljum] ná að
tryggja að gæði þjónustunnar séu
eins mikil og mögulegt er.“ Sem
dæmi verði ný lýsing sett í staurana
og þeir led-væddir.
Götulýsingin mun taka
breytingum á næstunni
- Markaður sem fleiri keppa á - Ákveðið fyrir ákvörðun ON
Morgunblaðið/Golli
Skipt um peru Einn af útboðsþátt-
unum fjórum snýr að viðhaldi.