Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022 Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti STOFNAÐ 1953 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sterkt byggingarlag, hraði, kraft- miklar vélar, grunnrista, mikil dráttargeta, lætur vel að stjórn og góð aðstaða fyrir áhöfn. Þessu og fleiru lýsir Guðni Grímsson í Björg- unarfélagi Vest- mannaeyja sem kostum Þórs, nýs björgunarskips Slysavarna- félagsins Lands- bjargar, sem kom til Vestmanna- eyja á laugardag. Fjölmenni tók á móti skipinu nýja, en tilkoma þess er fyrsti áfanginn í endurnýjun flota björg- unarskipa landsins sem eru þrettán alls. Þrjú skip koma nú í fyrstu lotu; það næsta er væntanlegt til Siglu- fjarðar á næstu mánuðum og það þriðja kemur til Reykjavíkur á næsta ári. „Skipið nýja er í raun alveg eftir hugmyndum okkar. Þegar byrjað var að undirbúa smíði þess settum við fram ýmsar óskir um hvernig björgunarskip þyrfti með tilliti að- stæðna hér í Eyjum. Þeim vænt- ingum okkar var í öllu mætt og því má segja að Þór sé skip flestra kosta. Að líkja skipinu við sviss- neskan vasahníf er ekki úr vegi,“ sagði Guðni, sem er formaður björg- unarbátasjóðs Vestmannaeyja. Öflug og örugg svo sjálfboða- liðar komist heilir heim Endurnýjun björgunarskipaflota Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur lengi verið í undirbúningi. Málið komst fyrst á hreyfingu á landsþingi félagsins árið 2017 og síðan hefur því verið þokað áfram, skref fyrir skref. Skipin sem verið hafa og eru í flota félagsins eru mörg komin til ára sinna, það elsta orðið 46 ára. Skip þessi voru keypt frá 1989 og fram undir aldamót. Komu hingað notuð frá björgunarfélögum í Bret- landi, Þýskalandi og Hollandi. „Við teljum nauðsynlegt að end- urnýja þessi skip okkar, sem eru börn síns tíma. Okkur þætti ótækt til dæmis af björgunarsveitir á landi væru á bílum sem væru meira en fjörutíu ára gamlir. Það hefur líka aldrei komið til greina af okkar hálfu að gefa neinn afslátt af björgunargetu nýju skipanna. Þau eiga að vera öflug og örugg, svo sjálfboðaliðar okkar komist alltaf heilir heim,“ segir Otti Rafn Sig- marsson, formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Otti og margir fleiri úr forystu- sveit félagsins voru í Eyjum á laug- ardaginn þegar Þór hinn nýi renndi inn á höfnina og að bryggju undir tignarlegum vatnsboga sem lóðs- bátur myndaði. Við athöfnina bless- aði sr. Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur í Vestmanneyjum skipið og óskaði því fararheilla í drottins nafni. Margir þáðu svo að koma um borð og skoða skipið; vandaða smíð og góðan búnað. „Við Ísland hefur alltaf verið þörf á björgunarskipum og þau mikil- vægur hluti af verkefnum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og fyrirrennara þess nú í bráðum eina öld,“ segir Otti Rafn. Björg- unarskútur voru fley fyrri tíma og seinna skip, þá staðsett í höfnum þar sem mikil sjósókn var í grennd og slys tíð. Endurnýjun núverandi björgunarskipa félagsis segir for- maðurinn að hafi verið átaksverk- efni, þar sem kraftur fjöldans innan félagsins hafi verið virkjaður. Fjármögnun reynst erfið Nýju björgunarskipin þrjú eru smíðuð hjá KewaTec í Finnlandi. Hvert þeirra kostar 285 milljónir króna og ef margfaldað er með 13 sé summan liðlega 3,7 milljarðar króna. Vendipunktur í málinu var, segir Otti Rafn, aðkoma ríkisins, en haustið 2020 samþykkti ríkis- stjórnin að greiða helming kaup- verðs þriggja skipanna. Einnig hafi verið gefin út viljayfirlýsing um að styðja með sama hætti við kaup sjö skipa til viðbótar. Mikið muni nú um 142,5 milljóna króna styrk frá Sjóvá vegna kaupa þriggja fyrstu skip- anna. Mikilvægt sé að fá fleiri til að styðja verkefnið, sem vonandi verði auðveldara nú þegar fyrsta skipið er komið. „Fjármögnun hefur verið erfiðari en menn gerðu ráð fyrir. Þetta ger- ist á sama tíma og verðmæti sjáv- arafurða skilar útgerðarfyrir- tækjum gróða upp á tugi ef ekki hundruð milljarða króna. Okkur hefur reynst erfitt að sækja peninga til þeirra,“ segir Guðni Grímsson, formaður björgunarbátasjóðs Vest- mannaeyja. Þó má geta þess að í Eyjum fékkst góður stuðningur við skipakaup frá bæjarfélaginu; 35 milljóna króna framlag úr hafn- arsjóði. Íris Róbertsdóttir bæjar- stjóri segir þetta hafa verið eðlileg- an stuðning við samfélagsverkefni. 40 í áhöfn Virkir félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja eru um 40 talsins. Í raun má segja að þeir séu allir í áhöfn björgunarskipsins, þar af átta með skipstjórnarréttindi. Guðni Grímsson er þeirra á meðal. Nú tek- ur við að þjálfa mannskapinn á skip- ið nýja og margt þarf að læra. „Verkefnin á gamla Þór hafa verið mörg og fjölbreytt. Bæði eru þetta björgunaraðgerðir og gjarnan líka þjónusta ýmiskonar, til dæmis við útgerðina. Þá eru úteyjar Heima- eyjar alls fimmtán og vegna þeirra þarf ýmsu að sinna, á sumrin til dæmis rannsókarhópum sem fara í Surtsey,“ segir Guðni. Nýr Þór er svissneskur vasahnífur - Björgunarskip til Eyja - Upphaf endurnýjunar á stórum flota - Næstu skip til Siglufjarðar og Reykjavíkur - Heildarfjárfesting 3,7 ma. kr. - Veglegur styrkur Sjóvár - Samfélagslegt verkefni Sigling Þór gengur allt að 32 sjómílur, er með mikla dráttargetu og lætur vel að stjórn. Skipið í innsiglingunni til Eyja og í baksýn er Ystiklettur. Sjóferðabæn Sr. Guðmundur Örn Jónsson bað skipi fararheilla. Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, er til hægri. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Liðsheild Um 40 manns eru í Björgunarfélagi Vestmannaeyja og í raun eru allir í áhöfn Þórs. Hér sjást nokkrir úr hópnum, sem nú fá í þjálfun á skipið. Otti Rafn Sigmarsson Námskynning í háriðnum og rafvirkj- un, spurningaleikur, síldarsmakk og nýsköpun. Bryddað var upp á þessu og fleiru á Tæknidegi fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands í Nes- kaupstað um helgina. Fólk gat einnig skoðað aðstöðu í málm-, vélgreina- og tréiðndeild þar sem fjölbreytt verk- efni eru unnin. Í íþróttahúsinu í Neskaupstað var hægt að kynnast sálfræði og námi á því sviði. Einnig gat fólk valið falleg- asta orðið í íslensku og komið með hugmyndir að nafni á nýjan sal skól- ans. Fjöldi fyrirtækja og stofnana kynnti sömuleiðis starfsemi sína við þetta tilefni. 30 góðar hugmyndir frá nem- endum grunnskólanna Einn stærsti viðburðurinn á Tæknidegi fjölskyldunnar var veiting verðlauna í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í Fjarðabyggð, sem var haldin í samstarfi VA og Matís. Nemendur á unglingastigi í grunn- skólum í sveitarfélaginu unnu hug- myndir þar sem þeir nýttu þang og þara úr nágrenni sínu undir stjórn kennara sinna. Fram komu um 30 hugmyndir sem allar hefðu getað endað á verðlaunapalli. Verðlaun sem besta verkefnið fékk Þaraplast. Það unnu Júlíus Sigurðarson og Svanur Hafþórsson, nemendur í 9. bekk Nes- skóla. „Framtíðin er svo sannarlega björt hjá þessum frumkvöðlum fram- tíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá að- standendum þessa viðburðar. Guðni Th. Jóhannesson forseti Ís- lands mætti á samkomuna og veitti nýsköpunarverðlaunin góðu. Fram- takið þótti lukkast vel og var styrkt af fjölda fyrirtækja í Fjarðabyggð. Nám og nýsköpun í Neskaupstað - Tæknidagur fjölskyldunnar haldinn Ljósmynd/Kristín Hávarðsdóttir Tæknidagur Ungu frumkvöðlarnir í Neskaupstað með forseta Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.