Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.10.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2022 ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ANDRÉS HEFUR ALLTAF VERIÐ TAPSÁR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa skilning á þörfum hennar. Á MORGUN ER ÞRIÐJUDAGS- TILBOÐ Á PÍTSUM BÖLVAÐUR SÉRTU, JÓN ÁRDAL EKKERT VIÐ MÁNU- DAGA FÆR MIG TIL AÐ BROSA ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ ÉG GET KÆTT ÞIG OLGAÆTLAR AÐ LÍTA INN FLJÓTLEGA! ÉG ER EKKERT HRIFINN AF HENNI! HÚN BER ÚT GRÓUSÖGUR! EKKI LENGUR! HÚN ER BÚIN AÐ RÁÐA EINKASPÆJARA! „ÉG BER ÁBYRGÐ Á ÞESSU AÐ HLUTA. ÉG HEFÐI ÁTT AÐ LEGGJA MEIRA AF MÖRKUM TIL AÐ STÖÐVA BRÁÐNUN JÖKLANNA.“ HJÓNABNDS- RÁÐGJÖF Eitt áhugamála núna sem brennur á er verndun Héraðsvatna og Jök- ulsárgljúfra og fleiri náttúruperla Íslands.“ Anna Dóra er nú, ásamt því að gefa út bækur, að þýða eitt af meg- inverkum Sigrid Undset – Ólaf Auðunsson. „Það verk er í fjórum bindum og mun áreiðanlega fylgja mér inn á Hrafnistu.“ Fjölskylda Eiginmaður Önnu Dóru er Sveinn Sveinsson, f. 2.10. 1947, sjó- maður og bóndi. Þau bjuggu á Frostastöðum í Skagafirði til ársins 1996 en fluttu þá til Reykjavíkur, fyrst á Skólavörðuholtið og síðan í Vesturbæinn og búa þar nú. For- eldrar Sveins voru hjónin Lilja Sig- urðardóttir, f. 12.10. 1923, d. 13.1. 2007, og Sveinn Gíslason, f. 10.6. 1921, d. 18.3. 2009, bændur á Frostastöðum í Skagafirði. Börn Önnu Dóru og Sveins eru: 1) Þorgeir Freyr, f. 13.5. 1978, verkefnisstjóri við Háskóla Íslands. Kona hans er Anna Icban, f. 20.4. 1986, starfsmaður við rekstrar- og þjónustusvið Alþingis. Þau eru bú- sett í Reykjavík; 2) Teitur Már, f. 16.5. 1980, saksóknarfulltrúi hjá héraðssaksóknara. Kona hans er Ásta Sóley Sigurðardóttir, f. 11.11. 1979, lögmaður. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. Börnin eru þrjú: Ís- old Ylfa, f. 7.8. 2006, Hrafn Mikael, f. 25.5. 2019, og Auður Elísabet, f. 29.8. 2020. Systkini Önnu Dóru eru Guð- björg Antonsdóttir, f. 26.6. 1947, matráður á Akureyri; Elín Antons- dóttir, f. 4.12. 1948, markaðs- fræðingur á Akureyri; Arna Auður Antonsdóttir, f. 20.6. 1955, lífeinda- fræðingur í Reykjavík; Þórólfur Már Antonsson, f. 30.8. 1957, fiski- fræðingur í Reykjavík; Árdís Freyja Antonsdóttir, f. 26.5. 1967, félagsráðgjafi í Reykjavík . Foreldrar Önnu Dóru voru hjónin Sigurlaug Ásgerður Sveinsdóttir, f. 10.9. 1924, d. 14.6. 2021, húsmóðir á Dalvík, og Anton Guðlaugsson, f. 15.4. 1920, d. 8.6. 2013, skipstjóri og fiskmatsmaður á Dalvík Anna Dóra Antonsdóttir Sigurjón Jónasson selaskytta og sjómaður í Sæbóli Kristín Stefánsdóttir húsfreyja í Sæbóli við Dalvík Guðlaugur Sigurjónsson sjómaður og bóndi í Miðkoti Anna María Jónsdóttir húsfreyja í Miðkoti við Dalvík Anton Guðlaugsson skipstjóri og fiskmatsmaður á Dalvík Jón Hansson bóndi í Miðkoti Anna Jónasína Björnsdóttir húsfreyja í Miðkoti Sveinn Jónatansson bóndi á Hrauni á Skaga Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Hrauni á Skaga Sveinn Sveinsson bóndi á Tjörn á Skaga Guðbjörg Kristmundsdóttir húsfreyja á Tjörn á Skaga Kristmundur Guðmundsson bóndi á Selá og víðar á Skaga Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja á Selá og víðar á Skaga Ætt Önnu Dóru Antonsdóttur Sigurlaug Ásgerður Sveinsdóttir húsmóðir á Dalvík Þessar limrur fylgdu lausn Helga R. Einarssonar á gátunni á laugardag: Eftirmæli Karl hafði ýmsa kosti og konum féll vel er hann brosti, en gáfurnar hans þessa geðþekka manns minntu’ á götin á mjólkurosti. Augnablik Sem ég ligg í sólinni og sumir eru’ að dóla’ inni ein lipurtá trítlar hjá með tík í hundaólinni. Pétur Stefánsson gaukaði að mér þessari haustvísu: Haustið stranga herðir á, hretin ganga lætur. Brim við dranga dunar þá dimmar langar nætur. Guðmundur Arnfinnsson um „lukkunnar pamfíl“: Í lukkupottinn datt Pétur, sem Pálínu kvæntist í vetur, hún fór burt með Svía, þá fékk hann sér nýja, og hrósað nú happi getur. Maðurinn Með Hattinn yrkir: Holdrýr var Helena Rós, háseti vinsæll til sjós. Í hádegismat hokin hún sat og tróð í sig túnfisk úr dós. Jón Jens Kristjánsson skrifar: „Ágreiningsmál hafa riðið röftum í Flokki fólksins og Ferðafélagi Ís- lands undanfarið“: Fetuð er leið til friðarstólsins fyrnast þá deilur, þras og last svo mun verða ef Flokkur fólksins og Ferðafélagið sameinast. Normandí-limran „Gjaldeyris- viðskipti“ eftir Sturlu Friðriksson: Þegar Vilhjálmur sigldi yfir sundið, hann sagði það fastmælum bundið að láta ekki bankann þar löggilda frankann þar, þótt létt væri í Bretanum pundið. Kristján Karlsson orti: „Víst er ég létt í lund,“ mælti Ljónheiður. Hún er sprund. Hennar unnusti er maður. Og ennfremur glaður. En aldrei í sama mund. Hádegisfréttir RÚV báru Hall- mundi Guðmundssyni þessi tíðindi: Nú er víst að verður allt í veröldinni brjálað. Veisluborðið boðið kalt, á börum minna skálað. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lipurtá og lukkunnar pamfíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.