Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 11.10.2022, Side 2

Morgunblaðið - 11.10.2022, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fjölmargir Íslendingar verða á áhorfendapöllunum þegar íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því portúgalska í umspilsleik um sæti á HM 2023 í dag. Leikurinn fer fram í Portó á Estádio Capital do Móvel og ræður leikurinn úrslitum um það hvort liðið leikur á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Uppselt er í pakkaferð sem Ice- landair setti saman fyrir stuðnings- fólk. Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa hjá Icelandair, verða um 150 manns í ferðinni. Lagt er af stað árla morguns og flogið aft- ur heim í kvöld að leik loknum. Meðal farþega í vél Icelandair verður Guðni Th. Jóhannesson for- seti Íslands sem hyggst styðja við bak landsliðsins á þessum mikilvæga leik. Auk þess verða tveir fulltrúar Tólfunnar með í för. „Svenni formaður og Bjarki trommari fara út. Það verða því trommur og læti á vellinum,“ segir Sindri Þór Sigurðsson, einn af með- limum Tólfunnar. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Full flugvél af stuðningsfólki - Spenna fyrir leiknum við Portúgal Morgunblaðið/Eggert Jóhanness Stuðningur Búast má við góðri stemningu á pöllunum í dag, rétt eins og á EM í Englandi í sumar. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Veðurstofa Íslands býst við að lítið jökulhlaup hefjist í Grímsvötnum í dag og fari niður Gígjukvísl. Þetta sagði Salóme Jórunn Bernharðsdótt- ir, náttúruvársérfræðingur á stof- unni, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Í pistli á heimasíðu Veðurstofunn- ar má lesa ýmsan fróðleik um hlaup- ið, þar á meðal að reikna megi með að það verði ekki nema um fimmtungur af stærð síðasta hlaups, í desember í fyrra, enda skammt milli hlaupanna. Dæmi um eldgos eftir hlaup Salóme sagði óvíst að hlaupið kæmi fram á vatnshæðarmælum Veðurstofunnar, hvort tveggja vegna lóns við jökulsporðinn, er drægi úr áhrifum þess, og umhverfisins við brúna, þar sem mælir stofunnar er staðsettur. Þar væri töluvert flæmi sem hlaupvatnið gæti flætt um. Veðurstofan skrifar í pistli sínum að dæmi séu um eldgos í kjölfar jök- ulhlaupa vegna þess þrýstiléttis sem lækkandi vatnsborð hafi í för með sér. Þannig hafi gosið þar 2004, 1934 og 1922. Virkasta megineldstöð landsins Bendir Veðurstofan enn fremur á að samfara hlaupinu megi búast við gasmengun sem mest kveði að næst jökuljaðrinum og við farveg Gígju- kvíslar. Klykkt er út með eftirfarandi fróðleik: „Grímsvötn er virkasta meg- ineldstöð Íslands, þar sem á virkni- tímabilum eins og verið hefur frá 1996, er algengt að 5-10 ár séu milli gosa. Um 20 gos hafa orðið í Gríms- vötnum og nágrenni á síðustu 200 ár- um. Síðasta gos í Grímsvötnum var árið 2011 og var það nokkuð stórt og kröftugt en annars hafa síðustu gos verið fremur lítil og staðið yfir í nokkra daga.“ Sjáist varla á mælum - Jökulhlaup nið- ur Gígjukvísl hefst að líkindum í dag Morgunblaðið/RAX Vötn í klaka kropin Ragnar Axelsson ljósmyndari fylgdi vísindamönnum í Grímsvötn sumarið 2000. Þessir lentu í því að gúmmíbáturinn þeirra sprakk. Hlutfallslega tekur Ísland á móti langflestum flóttamönnum frá Vene- súela í Evrópu og er í fimmta sæti yfir þau lönd sem taka á móti flestum flóttamönnum frá þessu Suður-Amer- íkulandi. Fjöldinn, sem Ísland hefur tekið á móti undanfarið ár, er á pari við fjöldann sem leitað hefur til Frakklands, en þrefaldur á við þann sem komið hefur til Belgíu. Þá eru réttindi þeirra, sem hingað leita frá Venesúela, ríkari en nokkurs staðar annars staðar í heiminum að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmála- ráðherra. Hann mælti fyrir frumvarpi til laga um landamæri á Alþingi í gær og boðar, í samtali við Morgunblaðið, að stutt sé í að hann leggi fram breyt- ingar á útlendingalögum. Á Alþingi í gær kvaðst hann vilja ganga enn lengra í að breyta útlend- ingalögum en hingað til hefur verið lagt til. Hann boðaði að hann myndi leggja tillögur þess efnis fyrir ríkis- stjórn bráðlega. Um landamærafrumvarpið sagði Jón, í samtali við Morgunblaðið, að fyrst og fremst væri verið að leggja til aðlögun að Schengen-reglum. „Veiga- mesti þátturinn í þessu eru breyting- ar sem eiga að taka gildi vonandi á næsta ári, þ.e. skráningarreglur Schengen-landanna á komu útlend- inga frá löndum utan Schengen-svæð- isins“. Hann segir reglurnar ekki ósvip- aðar þeim sem gilda í Bandaríkjun- um. „Skráning á för fólks, haldið verði utan um þá sem hafa komið og hve- nær þeir hafa komið, hvort þeir hafi komið áður og hvort þeir séu skráðir inn í kerfið. Þetta gefur miklu meiri tækifæri á að greina allar upplýsing- ar. Þannig verður þetta miklu skil- virkara kerfi og gefur þeim þjóðum sem að baki þessu standa miklu gleggri upplýsingar um þá sem koma, hversu oft þeir hafa komið og hversu lengi þeir hafa dvalið o.s.frv.“ Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fjallar um málið á Alþingi, kveðst í samtali við Morgunblaðið ákveðin í að fjallað verði hratt og örugglega um frumvarpið í nefndinni. „Í mínum huga er málið brýnt. Ástæðan fyrir því að við náðum ekki að afgreiða það úr nefndinni síðast var sú hversu seint það kom inn í nefndina og það gafst hreinlega ekki tími til að fara yf- ir það. En ég er algjörlega sammála ráðherra í því að það sé brýnt og þetta er hluti af alþjóðlegu Schengen- kerfi,“ segir Bryndís. Hún segir að með breytingunum fáist betri yfirsýn yfir það hverjir eru inni á Schengen- svæðinu á hverjum tíma. Þá yrði einn- ig auðveldara að sjá hvort þeir sem koma inn á Schengen-svæðið hafi heimild til að vera þar í lengri eða skemmri tíma. Bryndís segir málið ekki sérstaklega á dagskrá vegna flóttamanna frá Venesúela. „Það eitt og sér tekur ekki á því sem einhverjir gætu kallað Vene- súela-mál, en það er bara hluti af Schengen-samstarfinu að fólk sem kemur hingað til landsins þarf að vera með vegabréfsáritun og vera skráð inn í landið.“ Brýnt að lög um landa- mæri verði afgreidd - Mælti fyrir frumvarpi til laga um landamæri - Eftirlitskerfi yrðu stórefld Morgunblaðið/Árni Sæberg Þing Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lög Þingmenn í stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðum um frumvarpið. 74 1 1 1 194 1 0 1 11 0 31.655 1.205 955 730 665 205 135 85 75 60 Umsóknir fráVenesúela umalþjóðlega vernd Nóvember 2021 til júlí 2022 Spánn Þýska- land Ítalía Frakkland Ísland Belgía Holland Noregur Lúxem- borg Svíþjóð Spánn Þýska- land Ítalía Frakkland Ísland Belgía Holland Noregur Lúxem- borg Svíþjóð Heimild: Stjórnarráðið, upplýsingavefur verndarmála Umsóknir fólks frá Venesúela um alþjóðlega vernd í Evrópu 10 lönd með flestar umsóknir Fjöldi umsókna á hverja 100 þúsund íbúa Búið er að bera kennsl á lík sem fannst í fjörunni við Gróttuvita á Seltjarnarnesi á ellefta tím- anum sl. sunnudags- morgun. Mar- geir Sveinsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær, en aðstandendur höfðu einnig verið látnir vita. Margeir sagði málið í eðlilegum farvegi en ekki væri hægt að upp- lýsa um þann tíma sem talið er að líkið hafi verið í sjónum. Sagði hann nákvæma niður- stöðu um það myndu liggja fyrir eftir rannsóknir og krufningu. Hann ítrekaði það, sem greint hafði verið frá, að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Kennsl borin á líkið er fannst við Gróttu Líkið fannst í fjörunni við Gróttu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sleppt tveimur mönnum úr haldi sem handteknir voru í tengslum við rannsókn á andláti konu í Laugardal um helgina. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu í gærkvöldi. „Niðurstaða réttarmeinafræð- ings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til and- láts hennar og sé því ekki lengur grunur um að það hafi borið að með refsiverðum hætti,“ segir í yf- irlýsingunni. „Við skoðun lögreglu og rétt- armeinafræðings á vettvangi í upphafi málsins, komu fram marg- ir óljósir þættir sem þörfnuðust frekari skoðunar. Af þeim sökum voru tveir menn handteknir sem höfðu tengsl við hina látnu. Þeir voru síðar úrskurðaðir í gæslu- varðhald til fimmtudagsins 13. október en hafa nú verið látnir lausir,“ segir enn frekar í tilkynn- ingunni. Þá kom fram að rannsókn lög- reglu væri enn í gangi og að ekki yrði unnt að veita frekari upplýs- ingar að svo stöddu. Sleppt úr haldi og ekki lengur grunur um saknæmt athæfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.