Morgunblaðið - 11.10.2022, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sífellt fleiri
átta sig á að
málefni
hælisleitenda séu
komin í óefni.
Ríkisstjórnin, að
dómsmálaráð-
herra undanskildum, virðist
þó ekki í þeim hópi.
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson ítrekaði i blaðinu í
gær að Miðflokkurinn hefði
fyrir allnokkru bent á að
fjöldi hælisleitenda á Íslandi
væri hlutfallslega orðinn
margfalt meiri en annars
staðar á Norðurlöndum.
Hann væri orðinn sexfalt
meiri en í Danmörku og Nor-
egi og rúmlega tvöfalt meiri
en í Svíþjóð.
Flokkurinn hefði bent á að
Noregur og sérstaklega Dan-
mörk hefðu innleitt stefnu
sem tækist á við vandann út
frá staðreyndum, svo mest
gagn yrði af fyrir þá, sem
væru í mestri neyð, en forðast
að löndin yrðu áfangastaður
glæpagengja sem hneppa fólk
í ánauð og senda það í hættu-
för. Ísland hafi farið í öfuga
átt og í raun auglýst sig sem
áfangastað af því tagi. Það
væri þvert á stefnu danskra
stjórnvalda, en Frederiksen,
leiðtogi Jafnaðarmanna, lýsti
því yfir að markmiðið væri að
enginn kæmi til landsins til að
sækja þar um hæli. „Dan-
mörk má ekki vera söluvara
glæpagengja,“ sagði Mette.
Markmiðið væri ekki að loka
landinu fyrir fólki í neyð,
heldur að ná að gera þurfandi
sem mest og best gagn.
Sigmundur Davíð segir Ís-
land hafa farið þveröfuga leið.
Stjórnvöld hafi sent frá sér
skilaboð sem eins konar aug-
lýsingu fyrir þá sem skipu-
leggja fólksflutninga! Slíkum
skilaboðum sé dreift hratt.
Hann rifjar upp:„Ég er minn-
ugur þess þegar finnskur ráð-
herra sagði mér að stjórnvöld
þar í landi hefðu orðið felmtri
slegin þegar 50-60.000 manns
hefðu skyndilega komið frá
tilteknu landi til að sækja um
hæli. Ástæðan reyndist sú að
reglubreyting, sem finnska
þingið taldi smávægilega,
hafði sett Finnland á kortið
sem vænlegan áfangastað.
Straumi, sem áður var beint
til Belgíu, var snúið til Finn-
lands.“
Sigmundur segir að ríkis-
stjórn Íslands hafi „sett stór-
an rauðan hring um Ísland
sem áfangastað með þeim
reglum sem hér gilda og þeim
skilaboðum sem hún hefur
sent frá sér. Þetta er löngu
orðið augljóst en nýjasta út-
spilið felst í svokölluðum lög-
um um samræmda
móttöku flótta-
manna. Með lög-
unum er öllum
sem fá landvistar-
leyfi tryggð sama
þjónusta og
greiðslur, óháð því hvernig
þeir koma til landsins. Íslend-
ingar hafa lengi tekið við fá-
einum tugum flóttamanna ár-
lega og viljað gera vel við það
fólk sem boðið er til landsins.
Nú eiga allir rétt á sömu
þjónustu, hvort sem þeir eru
valdir og boðið til Íslands af
sérstökum ástæðum eða
koma með ólöglegum hætti á
vegum þeirra sem skipu-
leggja fólksflutninga. Vart er
hægt að hugsa sér betri aug-
lýsingu fyrir þá sem selja
Ísland sem áfangastað. Fyrir
vikið eru umsóknir nú taldar í
þúsundum.“
Sigmundur Davíð bendir á,
í eftirtektarverðri grein sinni,
að nú „sé ásókn í hæli á Ís-
landi líklega orðin hlutfalls-
lega tífalt meiri en í Noregi
og Danmörku. Það er afleið-
ing þeirra reglna sem hér
gilda og þeirra skilaboða sem
íslensk stjórnvöld hafa sent
frá sér. Dómsmála- og fjár-
málaráðherra hafa loks viður-
kennt þetta en ekki verður
vart stefnubreytingar.“
Það stefnir ekki lengur í
óefni. Þau eru þegar orðin.
Benda má á ummæli Jóns
Gunnarssonar dómsmálaráð-
herra sem segir „að nú beri á
því að hælisleitendur komi
hingað til lands með venesú-
elsk vegabréf, þrátt fyrir að
vera frá öðrum löndum. Það
hefur komið fram í erlendum
fjölmiðlum að vegabréf frá
Venesúela fáist keypt eftir
ákveðnum leiðum. Það er
áberandi að fólk kemur til
landsins með nýútgefin, lög-
leg, venesúelsk vegabréf og
það er fólk sem er kannski að
þó nokkrum hluta ekki frá
Venesúela, augljóslega, held-
ur frá öðrum löndum,“ segir
dómsmálaráðherra og bætir
við að vegabréfaviðskipti af
þessu tagi séu alþjóðlegt
vandamál. Morgunblaðið hef-
ur eftir heimildum, sem það
telur áreiðanlegar, að all-
margir flóttamenn sem sagðir
eru frá Venesúela, í fölsuðum
vegabréfum, hvort sem emb-
ættismenn í Venesúela eða
annars staðar standi að þeim,
komi hingað frá Sýrlandi og
ekki sé talið að þeir hafi haft
nokkra viðkomu í Venesúela.
Íslensk yfirvöld af ýmsu tagi
láti yfir sig ganga að hafa sig
að fíflum.
Hversu lengi getur þessi
aumingjagangur staðist?
Íslensk yfirvöld
virðast ekki ráða við
sitt verkefni. Það er
mikið alvörumál}
Verndað óefni
K
jördæmaviku þingmanna er ný-
lokið, þar sem þingmönnum
gefst kærkomið tækifæri til að
ferðast um, ræða við fólk, heim-
sækja fyrirtæki, stofnanir og
sveitastjórnarfólk. Þessi samskipti dýpka störf
okkar mikið enda erum við í vinnu fyrir fólkið í
landinu og eigum í störfum okkar að sinna því
eins og okkur er frekast unnt. Það gerum við
með því að fræðast um allt sem gerist hér á
landi.
Það sem stendur upp úr eftir þessa viku er
hversu viðkvæmir innviðir okkar eru. Hér ætla
ég að fjalla um tekju- og verkefnaskiptingu
milli ríkis og sveitarfélaga enda var það hvað
mest áberandi í samtölum okkar við sveita-
stjórnarfólk um allt land hversu óheilbrigð
skipting er á fjármunum til samneyslunnar.
Í mörg ár hefur verið bent á það hversu ríkið er duglegt
að færa verkefni sín til sveitarfélaga. Það er í raun mjög
góð hugmynd að færa nærþjónustu við íbúana til sveitar-
félaganna en þá verður að tryggja að viðunandi fjármagn
fylgi með í kaupunum. Þau sveitarfélög sem uppfylla ekki
lágmarksviðmið um fjárhagslega sjálfbærni og eru undir
eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga hefur
fjölgað úr 12 í 30 frá árinu 2019. Það eitt sýnir svart á hvítu
að það er eitthvað verulega bogið við tekjuskiptinguna og
þar ber ríkið ábyrgð.
Ein helsta örsökin fyrir þessari stöðu er vanfjármögnun
á þjónustu við fatlað fólk.
17 milljarða kr. uppsafnaður halli blasir við okkur í
málaflokki fatlaðs fólks frá því að málaflokk-
urinn var fluttur til sveitarfélaganna fyrir ára-
tug. Sífellt fleiri verkefni eru svo samþykkt af
Alþingi, síðast nauðsynlegar umbætur á þjón-
ustu við fatlað fólk með langvarandi stuðnings-
þarfir, svokölluð NPA þjónusta, sem sam-
þykkt var einróma á Alþingi, þrátt fyrir kostn-
aðarútreikninga sem voru ekki í tengslum við
raunveruleikann. Fjallað var um að mögulega
væri um að ræða brot á lögum um opinber
fjármál, sem eiga að tryggja að fjárhagslegt
mat sé lagt á lagafrumvörp. Á því og vanfjár-
mögnun bera stjórnvöld ábyrgð.
En ríkisstjórnin skilar auðu. Þau láta eins
og þetta sé ekki þeirra mál heldur hafi sveitar-
félögin gert eitthvað rangt með þjónustu sinni
við þennan viðkvæma hóp. En málaflokkur
fatlaðs fólks er ekkert einsdæmi og er nær-
tækast að nefna þjónustu við eldra fólk sem dvelur á
hjúkrunarheimilum. Á síðasta kjörtímabili neyddust sveit-
arfélög til að skila af sér rekstri hjúkrunarheimila vegna
ófullnægjandi fjármagns frá ríkinu með þjónustunni. Ekk-
ert fjármagn er í sjónmáli til að byggja upp fleiri hjúkr-
unarheimili og álagið á Landspítala og önnur sjúkrahús
eykst.
Það þarf að leiðrétta tekjuskiptinguna milli ríkis og
sveitarfélaga og það þarf að tryggja að þjónusta við borg-
arana sé fjármögnuð með fullnægjandi hætti.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Ríkið þarf að greiða fyrir þjónustuna
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BRENNIDEPILL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
R
agnar Þór Ingólfsson, for-
maður VR og að líkindum
næsti forseti Alþýðu-
sambands Íslands (ASÍ),
hefur lengi gagnrýnt leigumarkaðinn,
fordæmt „svívirðilega framkomu“
leigufélaga sem stýrðist af „taum-
lausri græðgi“. Nú í aðdraganda
kjarasamninga hafa hann og fleiri
bryddað upp á þessu á ný og vilja að
hið opinbera hlutist til um að komið
verði á „leiguþaki“ eða „leigubrems-
um“. Þau sjónarmið eru ekki bundin
við verkalýðsforystuna, en nýleg
könnun bendir til að ríflega 70%
landsmanna séu hlynnt leiguþaki.
Með leiguþaki er átt við að lög-
fest eða reglubundið sé hámark á
leyfilegt leiguverð miðað við stærð,
staðsetningu og gæði, en leigubremsa
reglubindur hversu mikið og ört megi
hækka leigu.
Leiguverð á Íslandi, sérstaklega
á höfuðborgarsvæðinu, er mjög hátt.
Af 215 borgum Evrópu var Reykjavík
í 10. sæti yfir hæstu leigu utan mið-
borgar á liðnu ári, en síðan hefur leig-
an hækkað ört og viðbúið að Reykja-
vík sé komin í 4.-5. sæti. Hins vegar
er rétt að hafa í huga að þó leiguverð
hafi hækkað síðastliðin ár, þá hefur
það engan veginn haldið í við hækkun
fasteignaverðs.
Húsnæðiskostnaður vegur
þungt í heimilsbókhaldi flestra, líkt
og lífskjararannsókn Hagstofunnar
í fyrra leiddi vel í ljós. Það á sér-
staklega við um leigjendur, en þá
bjuggu liðlega 27% leigjenda við
íþyngjandi húsnæðiskostnað (aðeins
9% húsnæðiseigenda), en hann telst
íþyngjandi ef heildarkostnaður
nemur meira en 40% ráðstöfunar-
tekna.
Enginn skyldi efa þann vanda,
sem há húsaleiga veldur, bæði efna-
hagslegum og félagslegum. Hún gref-
ur undan lífskjörum, getur leitt til og
viðhaldið fátækt, leiðist út í annað
verðlag, ýtir undir stéttaskiptingu og
svo mætti lengi telja.
Leiguþak leysir engan vanda
Það á því ekki að koma á óvart að
hugmyndir um leiguþak og ámóta
verðlagsstýringu stjórnvalda skjóti
upp kollinum – hér á landi sem ann-
ars staðar – eftir að hafa legið í lág-
inni í hálfa öld. Leiguverð þykir of
hátt og þá er einfaldast að setja verð-
lagshömlur á leigu, ekki satt?
En leiguþak er engin lausn. Líkt
og verð á annarri vöru og þjónustu er
hátt leiguverð skilaboð um skort, um
stöðu framboðs og eftirspurnar. Hátt
verð er skilaboð til neytenda um að
það sé lítið til af einhverju, að margir
vilji það og því rétt að nota það eins
sparlega og hægt er. Um leið eru það
skilaboð til veitenda um að ef menn
geti séð af einhverju sé um að gera að
nota tækifærið. Sem eykur framboð
og linar eftirspurn, lækkar verð og
dregur úr sóun.
Öll verðlagshöft eru til þess fallin
að skjóta þennan sendiboða eða það
sem verra er, fá hann til þess að segja
ósatt. Að skilaboðin til neytenda séu
ranglega þau, að nóg sé til, að ekki
þurfi að fara sparlega og um að gera
að nota tækifærið, en skilaboðin til
veitenda að nóg sé til og lítil ástæða til
að bjóða meira.
Húsnæðisskortur er rótin
Húsaleiga er engin undantekn-
ing um þetta og ástæðan fyrir því að
húsaleiga (og raunar verð íbúðar-
húsnæðis almennt) er há á Íslandi er
einfaldlega sú, að það er ekki nóg af
því. Miðað við mannfjölda er Ísland í
6. neðsta sæti í Evrópu hvað íbúða-
framboð varðar, með 419 íbúðir á
hvert þúsund. Engum ætti því að
koma á óvart að íbúðarhúsnæði sé
dýrt hér á landi og leigan há.
Um það fær leiguþak engu
breytt. Leiguþak mun ekki bæta einni
einustu íbúð við í fasteignalager
landsins. Öðru nær, því það letur
venjulega húseigendur til þess að
leigja frá sér. Hins vegar hvetur
leiguþakið fleiri til að reyna að leigja
en ella, svo fleiri og fleiri bítast um
færri og færri íbúðir. Reynslan í
grannlöndum er sú að leiguþak bitnar
sérstaklega illa á ungu fólki og inn-
flytjendum.
Þegar búið er að aftengja verð,
framboð og eftirspurn mun – líkt og í
öllum haftakerfum – annað fara að
ráða því hverjir komast í þau tak-
mörkuðu gæði, hvort sem eru úthlut-
unarreglur, klíka eða aukagreiðslur
undir borðið. Slík spilling hefur bæði
ranglæti og kostnað í för með sér.
Reynslan er á eina leið um að slík
kerfi ná trauðla markmiðum sínum að
fornu sem nýju. Leiguþaki var komið
á í Berlín 2020 og nýtt framboð leigu-
húsnæðis helmingaðist samstundis.
Því var hrundið af dómstólum 2021,
en einnig dregið í efa að það stæðist
eignarréttarákvæði stjórnarskrár,
sem ætti líklega einnig við á Íslandi.
Flestar rannsóknir á Vest-
urlöndum benda til að húsnæðis-
framboð stýrist mest af lóðaframboði
og skipulagsskilmálum. Byggingar-
land á höfuðborgarsvæðinu er af
skornum skammti, uppurið í þeim
flestum nema í Reykjavík og Garða-
bæ, en borgin leggur alla áherslu á
þéttingu byggðar, sem er bæði taf-
samt og dýrt og ólíklegri til þess að
nýtast fólki með naum fjárráð. Verði
ákveðið að setja leiguþak ofan á það
er hætt við að fáir fjárfesti í byggingu
á leiguhúsnæði í bráð og að fjöldi hús-
eigenda telji útleigu ekki svara kostn-
aði, selji þá frekar en að leigja út.
Því það hjálpar engum að þagga
niður í sendiboðanum.
Leiguþak leysir ekki
húsnæðisskortinn
Þróun fasteignaverðs og leiguverðs
Á höfuðborgarsvæðinu, frá upphafi árs 2011 Heimild: Þjóðskrá
100
150
200
250
300
350 (1.1.2011 = 100)
’22’21’20’19’18’17’16’15’14’13’12’11
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu og leiguverð
fylgdist lengi vel að, en upp úr 2020 skildu leiðir.
Leiguverð
Húsnæðisverð