Morgunblaðið - 11.10.2022, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
Málað Þótt komið sé vel fram í októbermánuð viðrar enn til útiverka og listmálunar. Hér er málari frá Juan Pictures Art að störfum við Bókasafn Hafnarfjarðar.
Eggert
Pólitísk stefna
Reykjavíkur í
samgöngumál-
um hefur lengi
verið til skoðun-
ar hjá SFA (sjá
https://samgongur-
fyriralla.com/)
vegna óraunsæis
borgarstjórnar í
samgöngu-
málum. Nýjasta
framlag borgarinnar, grein í
Mbl. 1.10. 2022, Umferð-
arþungi ofmetinn í spám, sem
er umsögn Reykjavíkur um
áætlun að umhverfismati fyrir
væntanlegan vegstokk á Sæ-
braut, sýnir að Reykjavík er
ennþá úti að aka á sömu braut.
Þarna er ómaklega vegið að
Vegagerðinni. Spá hennar er
nokkuð rétt, enda spár um
bílaeign fremur auðveldar.
Höfundarnir, sem eru á skipu-
lagssviði Reykjavíkur, vita
þetta sjálfir, en skrifa þarna
gegn betri vitund, væntanlega
til að sýna hlýðni við yfirboð-
arana. Hvers vegna?
Jú, borgin á ekkert nema
heljarstóra skuld sem hún
aldrei getur borgað. Hún á því
enga fjármuni til að aðlaga sitt
vegakerfi að endurbótum rík-
isins á þjóðvegakerfinu og
spyrnir við klaufum í hvert
sinn sem slíkar framkvæmdir
koma fram. Í þeim tilgangi tók
Reykjavík mislæg gatnamót
út úr skipulagi 2015. Ein urðu
þó eftir, Reykjanesbraut/
Bústaðavegur. Þau áttu að
klárast 2021 en Reykjavík er
búin að tefja þau um líklega
3-4 ár með stöðugu nöldri um
hinar og þessar breytingar.
Sama er upp á teningnum
núna varðandi Sæbraut, sjá
t.d. https://kjarninn.is/frettir/
borgin-vill-sja-utfaerslu-umfangs-
minni-gatnamota-vid-mynni-
saebrautarstokks, til viðbótar áð-
urnefndri grein í Mbl.
Það er mjög alvarlegt mál
að vera með
Reykjavík í hlut-
verki dragbíts á
endurbætur á
þjóðvegakerfinu.
Reykjavík er
miðjan í þríhyrn-
ingnum Akra-
nes-Selfoss-
Keflavík. Innan
hans er stærstur
hluti þjóðarfram-
leiðslu Íslands
sem er verulega
háð samgöngum með flutn-
ingabílum. Umferðartafir
bitna miklu meira á þeim en
pólitískum aðalóvini borg-
arstjórnar, einkabílunum, sem
hún lofar að fækka en ræður
ekki við það frekar en laga
mygluna í skólunum og allt
hitt sem hún gerir ekki heldur.
Umferðartafirnar kosta sam-
félagið þegar 50-60 milljarða á
ári. Inni í þeirri tölu er 30.000
tonna árleg umframeyðsla á
olíu og bensíni, því daglegar
ferðir hvers bíls innan áð-
urnefnds þríhyrnings taka um
½-1 klst lengri tíma en hann
mundi þurfa í frjálsu flæði á
ljóslausu þjóðvegakerfi.
Við þessu er aðeins eitt að
gera. Alþingi verður að grípa
inn í og setja lög um hvert um-
ferðarmannvirki sem Reykja-
vík ætlar að tefja, byrja má á
Sæbraut. Þetta er gert fyrir
virkjanir og reynslan af því er
góð. Nöldur og pex pólitískra
andstöðuafla hefur ekki náð að
seinka þeim framkvæmdum til
verulegs skaða.
Jónas
Elíasson
» Skipulagsyfir-
völd í Reykjavík
vega ómaklega að
Vegagerðinni í um-
sögn um Sæbraut-
arstokk.
Jónas Elíasson
Höfundur er fyrrverandi
verkfræðiprófessor.
Reykjavík úti
að aka
Full ástæða
er til þess að
fagna þeim
áhuga sem
komið hefur
fram á meðal
stjórnmála-
manna í Banda-
ríkjunum und-
anfarin ár á því
að teknar verði
upp viðræður
um gerð víð-
tæks fríverzlunarsamnings
við Ísland þrátt fyrir að ólík-
legt verði að telja að af slík-
um samningi verði á meðan
Ísland á aðild að EES-
samningnum.
Tveir bandarískir öld-
ungadeildarþingmenn, þau
Lisa Murkowski og Angus
King, lögðu nú síðast fram
frumvarp að lögum í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings
sem fjallar um bandarísk
forgangsmál á norðurslóðum
þar sem meðal annars er
kveðið á um það að teknar
verði upp fríverzlunarvið-
ræður við íslenzk stjórnvöld.
Með aðildinni að EES-
samningnum samþykktu ís-
lenzk stjórnvöld að innleiða
þá löggjöf Evrópusambands-
ins sem gildir um innri
markað þess. Þar er ekki
sízt um að ræða löggjöf sem
fjallar um viðskipti eðli
málsins samkvæmt og þar
með talið skilyrði sem vörur
þurfa að uppfylla svo heimilt
sé að flytja þær til landsins.
Tæknilegar viðskipta-
hindranir vandinn
Kæmi til þess að samið
yrði um fríverzlun á milli Ís-
lands og Bandaríkjanna
yrðu stjórnvöld í Wash-
ington þannig að vera
reiðubúin til þess að fallast á
það að bandarískar vörur,
sem fluttar væru hingað til
lands, þyrftu að uppfylla
regluverk Evr-
ópusambands-
ins sem gildir
hér á landi
vegna EES-
samningsins.
Telja verður
afar ólíklegt að
bandarískir
ráðamenn yrðu
reiðubúnir til
þess að sam-
þykkja slíkt
fyrirkomulag
enda ljóst að
regluverk
Bandaríkjanna og Evrópu-
sambandsins um vörufram-
leiðslu er oft á tíðum afar
ólíkt. Svo ólíkt að oft svarar
það hreinlega ekki kostnaði
að flytja inn bandarískar
vörur til ríkja sambandsins.
Misheppnaðar fríverzl-
unarviðræður Bandaríkj-
anna og Evrópusambands-
ins, sem náðu í raun aldrei
flugi, snerust enda fyrst og
fremst um tæknilegar við-
skiptahindranir í formi
regluverks sem hafa að
miklu leyti tekið við af toll-
um sem helzta verkfærið til
þess að viðhalda verndar-
hyggju í milliríkja-
viðskiptum.
Markar svigrúm Íslands
til fríverzlunar
Við Íslendingar stöndum
utan tollamúra Evrópusam-
bandsins með aðildinni að
EES-samningnum en erum
hins vegar innan regluverks-
múra þess. Formlega séð
höfum við fullt frelsi til þess
að semja um fríverzlun við
önnur ríki en í raun markar
EES-samningurinn þann
ramma sem við getum samið
innan.
Fyrir vikið eru íslenzk
stjórnvöld í þeirri stöðu að
þurfa að gera viðsemjendum
sínum um mögulega fríverzl-
un grein fyrir því, áður en
formlegar viðræður hefjast,
að vegna aðildarinnar að
EES-samningnum þurfi Ís-
land að taka upp umfangs-
mikla löggjöf sem sé ekki
þeirra og þau geti því ekki
samið um.
Verulegur hluti reglu-
verks Evrópusambandsins í
viðskiptamálum er hugsaður
sem tæknilegar viðskipta-
hindranir til þess að vernda
framleiðslu sem fram fer
innan vébanda sambandsins
gegn utanaðkomandi sam-
keppni. Þar er allajafna um
að ræða framleiðslu sem
tengist á engan hátt íslenzk-
um hagsmunum.
Þegar Costco rak sig á
EES-samninginn
Til stóð upphaflega að
Costco á Íslandi yrði útibú
frá starfsemi fyrirtækisins í
Kanada. Að sögn forsvars-
manna Costco var hins veg-
ar ákveðið að um útibú frá
starfseminni í Evrópu yrði
að ræða eftir að þeir ráku
sig á EES-samninginn. Fyr-
ir vikið væri framboðið af
amerískum vörum mun
minna en til hafi staðið.
Hlutdeild vöruinnflutn-
ings frá Bandaríkjunum í
veltu heildsölufyrirtækisins
Innness hefur dregizt veru-
lega saman á liðnum árum.
Ástæðan er einkum reglu-
verk Evrópusambandsins og
mikill tilkostnaður vegna
þess. Til dæmis hætti Inn-
nes að flytja inn bandarískt
kex fyrir nokkrum árum af
þeim sökum.
Fjölmörg fleiri dæmi eru
um það hvernig regluverk
frá Evrópusambandinu í
gegnum EES-samninginn
hefur þvælst fyrir við-
skiptum við aðra heims-
hluta. Þá ekki sízt Bandarík-
in. Samningurinn, sem átti
að greiða fyrir viðskiptum
við Evrópusambandið, hefur
þannig í vaxandi mæli orðið
að viðskiptahindrun.
Víðtækur fríverzlunar-
samningur við ESB
Verði lagafrumvarp Mur-
kowskis og Kings samþykkt
í öldungadeild Bandaríkja-
þings tekur væntanlega í
framhaldinu við tæknileg
vinna við undirbúning mögu-
legra fríverzlunarviðræðna.
Viðbúið er að í þeirri vinnu
muni bandarískir embætt-
ismenn reka sig á EES-
samninginn líkt og Costco
gerði um árið.
Vitanlega gætu bandarísk
stjórnvöld kosið af pólitísk-
um ástæðum að horfa fram
hjá þeim atriðum sem hér
hafa verið nefnd til sög-
unnar en ólíklegt verður
hins vegar að teljast að þar-
lendir hagsmunaaðilar muni
verða sáttir við það að þurfa
áfram að standa og sitja
samkvæmt regluverki Evr-
ópusambandsins.
Hins vegar er leið út úr
þessum aðstæðum, víðtækur
fríverzlunarsamningur við
Evrópusambandið. Leið sem
ríki heimsins fara alla jafna
þegar samið er um milli-
ríkjaviðskipti og felur, ólíkt
EES-samningnum, ekki í
sér vaxandi framsal valds
yfir eigin málum og vaxandi
hindranir í vegi viðskipta við
aðra heimshluta.
Hjörtur J.
Guðmundsson » Við Íslendingar
stöndum utan
tollamúra Evrópu-
sambandsins með
aðildinni að EES-
samningnum en er-
um hins vegar inn-
an regluverksmúra
þess.
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er sagnfræðingur
og alþjóðastjórnmálafræð-
ingur (MA í alþjóðasam-
skiptum með áherzlu á Evr-
ópufræði og öryggis- og
varnarmál).
hjortur@civis.is
Hindrar EES fríverzlun
við Bandaríkin?