Morgunblaðið - 11.10.2022, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.10.2022, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022 ✝ Unnur Ein- arsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og ljós- móðir, fæddist 12. júní 1934 á Stóra- Fjalli, Mýrarsýslu. Hún lést á deild 11G, Landspítala við Hringbraut, 29. september 2022. Foreldrar henn- ar voru Einar Sig- urðsson, f. 30. mars 1890 á Ket- ilstöðum, Hörðudalshreppi, Dalasýslu, d. 31. mars 1966, og Hólmfríður Jónsdóttir, f. 26. september 1896 á Jarðlangs- stöðum, Borgarhreppi, Mýra- sýslu, d. 31. janúar 1988. Systkin Unnar: Guðrún Ein- arsdóttir, f. 4. sept. 1921, d. 12. feb. 2002, Jón Ragnar Einarsson, f. 15. feb. 1923, d. 28. júní 1936, Sigurður Einarsson, f. 13. júlí 1924, d. 25. mars 2012, Tómas Einarsson, f.10. nóv. 1929, d. 12. feb. 2006, og Ragnhildur Ein- arsdóttir, f. 2. sept. 1931. Hinn 30. okt. 1955 giftist Unn- ur Guðmundi Lárussyni húsa- smíðameistara, f. 14. apríl 1931, d. 20. mars 2022 í Vinaminni, V-Barðastrandasýslu. Foreldrar hans voru Lárus Jón Guðmunds- barnsfaðir Guðmundur Mey- vantsson, f. 1955. Sonur þeirra er Guðmundur Arnar, f. 1979. Börn Guðmundar Arnars eru Friðrik Már, f. 2005, Hólmfríður Bríet, f. 2009, og Hugrún Arna, f. 2014. 5) Einar Bjarki, f. 13 júní 1971, maki Amanda Jean Guðmunds- son, f. 1972. Börn þeirra: 5a) Sig- urður John, f. 1996, maki Megan Elizabeth Wiegmann, f. 1995. 5b) Anja Björk, f. 2000. Unnur ólst upp á Stóra-Fjalli í Borgarhreppi. Hún og Guð- mundur bjuggu á Hringbraut 19 í Hafnarf. frá árinu 1954 til árs- ins 1972. Það ár flutti Unnur ásamt fjölskyldu sinni í einbýlis- hús að Smárahvammi 11 í Hafn- arf. og áttu þau hjónin þar heim- ili síðan. Árið 1996 stofnuðu Unnur og Guðmundur skógrækt- arbýli á æskustöðvum Unnar að Stóra-Fjalli II í Borgarbyggð. Þar byggði þau heilsárshús auk gestahúss, vélageymslu, reyk- húss, smiðju og gróðurhúss fyrir plöntuuppeldi og allt fram á síð- ustu ár ræktuðu þau landið og gróðursettu yfir tuttugu þúsund plöntur. Unnur vann sem ljós- móðir á Sólvangi Hafnarf. og sem hjúkrunarfræðingur m.a. á St. Jósefsspítala Hafnarf., Heilsuhælinu í Hveragerði, Kvennadeild Landsp. og Hrafn- istu Hafnarf. Útför Unnar fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 11. október 2022, og hefst athöfnin kl. 13. son f. 12. sept. 1904, d. 8. feb.1992 og El- ín Kristjánsdóttir f. 15. júní 1899, d. 10. feb. 1987. Börn Unnar og Guðmundar: 1) Jón Ragnar, f. 13. apríl 1956, barnsmóðir Hulda Ólafsdóttir, f. 1956. Sonur þeirra er Ólafur Fannar, f. 1986. Börn Ólafs eru Andri Jón, f. 2008, Nikolaj, f. 2019, og Konstantín, f. 2021. 2) Elín, f. 7. apríl 1959, maki Kristinn Frímann Kristinsson, f. 1957. Börn þeirra: 2a) Unnur Véný, f. 1992, maki Tómas Aron Viggósson, f. 1992, og þeirra sonur Dagur Ari, f. 2022. 2b) El- ín Dagný, f. 1997, 2c) Guð- mundur Frímann, f. 1997. Upp- eldisdóttir Vigdís Björt Ómarsdóttir, f. 1984. 3) Lárus Jón, f. 23. febrúar 1961, maki Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir, f. 1950. Dótt- ir þeirra er Aðalheiður Elín, f. 1992, maki Brynjar Örnuson og Guðnason, f. 1989. Börn Að- alheiðar frá fyrra hjónabandi eru Sólveig, f. 1970, Sölvi, f. 1975, og Hjálmar Karl, f. 1985. 4) Hólmfríður, f. 2. maí 1962, Móðir. Ljósmóðir. Fallegustu orð íslenskrar tungu og innileg- ustu hlutverk sem nokkur mann- eskja getur sinnt. Unnur Einars- dóttir var hvort tveggja og gegndi þeim af ástúð og hlýju. Hún hafði metnað til frekari mennta og bætti við sig hjúkrun- arfræðiprófi og námi í heilsu- gæsluhjúkrun um fertugt og alla tíð hafði hún löngun til að læra meira. Hún var forvitin og ræðin, félagslynd og hláturmild og fylgd- ist af áhuga með lífi og högum sí- stækkandi hóps afkomenda sinna. Allir sem gengið hafa um ber- angur lífsins jafn lengi og móðir mín verða óhjákvæmilega úti- teknir og veðraðir en lífsþorsti og þrautseigja skila þeim í var. For- eldrar okkar systkinanna bjuggu okkur skjól fyrir verstu vindun- um og ef líkja má föður okkar við gegnheilt veggjagrjótið, þá var móðir okkar steinlímið sem hélt því á sínum stað. Við komumst öll á legg og héldum að heiman til að skrifa okkar eigin sögu en nafla- strengurinn slitnaði aldrei til fulls. Við áttum alltaf athvarf í faðmi þeirra allt til loka, hvert með sínum hætti. Faðir okkar féll frá í mars og nú hálfu ári síðar kveður móðir okkar. Það er undarlegt að vakna for- eldralaus, kominn á sjötugsaldur. Tilfinningin er blendin, annars vegar djúp sorg yfir sárum missi en um leið þakklæti og trega- blandin gleði yfir langri og giftu- ríkri ævi mömmu og pabba. Ég á þeim allt að þakka, líf mitt og uppeldi, og veganesti þeirra hefur reynst mér drjúgt í svipti- vindum eigin ævi. Nú erum við systkinin komin fremst í röð kyn- slóðanna, eins og vera ber, og undir okkur komið að rata þann æviveg sem við höfum valið okk- ur, allt til enda. „Til sængur er mál að ganga,“ var pabbi vanur að segja þegar kominn var háttatími fyrir lítinn dreng, „og sæt verður hvíldin eft- ir vegferð stranga.“ Þessar línur úr kvæði Arnar Arnarsonar eru ljúfsárar og pabbi hefði getað haldið áfram því síðar í kvæðinu stendur „hvarf ég til þín, móðir mín, og mildin þín svæfði soninn unga“. Minningin um þína hlýju móð- urhönd sem strauk litlum dreng um enni og kinn hefur fylgt mér í svefni og vöku og vonandi hefur mín sonarhönd á öldnu enni fært þér værð og frið inn í svefninn langa. Elsku mamma, nú ert þú geng- in til þinnar hinstu sængur. Ég beygi höfuð mitt í virðingu og þakklæti og óska þér góðrar hvíldar. Lárus Jón. Hvíldin er fengin, himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Nú ber ei lengur yfirskin né skugga, skínandi ljómi Drottins blasir við. Líður hún nú um áður ókunn svið. Englanna bros mun þreytta sálu hugga. Hvíldin er fengin, himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína, allt sem þú gafst af þinni heitu sál. Lengi skal kær þín milda minning skína, merlar hún geislum dauðans varpa á. Fagurt um eilífð blossar andans bál. Burt er nú kvöl og þreyta sorg og pína. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína, allt sem þú gafst af þinni heitu sál. (Matthías Jochumsson) Elsku mamma mín, eftir erfið veikindi ert þú nú loks laus við verkina sem krabbameinið olli og ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Nú ertu aftur komin í fang pabba. Í nær 70 ár voru þið samsíða í líf- inu og þú vissir að stutt yrði á milli andláts ykkar en einungis sex mánuðir eru liðnir frá fráfalli hans. Ég á þér svo margt að þakka, elsku mamma mín, eins og þegar eitthvað bjátaði á í mínu lífi þá varst þú ávallt til staðar með op- inn faðminn og sýndir mér alla þá umhyggju, ástúð og skilning sem móðir getur gefið. Og ég er þakk- lát fyrir að hafa getað hlúð að þér þegar þú þurftir þess og sérstak- lega hin síðari ár þegar heilsu þinni fór að hraka. Þú varst haf- sjór af fróðleik, mjög hæfileikarík og góð fyrirmynd. Ég er þakklát fyrir alla kennsluna og góðu ráðin sem þú gafst mér og fallegu, ljúfu minningarnar okkar saman í gegnum tíðina. Þú varst mér góð móðir, þolinmóð og hlý. Minning- in um hlýja faðm þinn mun ylja mér um ókomin ár. Guð veri ávallt með þér, elsku mamma mín, og við sjáumst síðar. Hólmfríður. Unnur amma mín var sterkur persónuleiki eins og allir vita sem voru svo lánsamir að kynnast henni en ákveðni, nægjusemi, umhyggja og góðvild voru að ég tel hennar aðalsmerki. Minning- arnar streyma upp í hugann þeg- ar ég hugsa um elsku ömmu, hver einasta svo dýrmæt. Það sem kemur fyrst upp í hugann er sveitin hjá afa og ömmu en það jafnaðist ekkert á við sumardaga í þeirri paradís. Vakna við lyktina af nýbökuðum lummum sem slógu alltaf í gegn en lykilhráefnið í þeim var afgangs grjónagrautur. Já, amma var sko nægjusöm og alltaf fann hún leiðir til að nýta hluti sem færu í ruslið hjá flestum og gerði það oft á mjög skemmti- legan og skapandi hátt. En af hennar fjölmörgu endurnýtingar- leiðum er jólapappírsendurnýt- ingin í miklu uppáhaldi þar sem hún veggfóðurslímdi jólapappír sem henni hafði verið gefinn utan á alla pappakassana í geymslunni, já ég held að það sé óhætt að segja að geymslan hennar ömmu sé sú skrautlegasta. Amma geymdi jú allt og að fá að kíkja í nokkra fata- og efnis- bútakassa niðri í geymslu var eins og að opna gullkistu. Amma var mikil prjóna- og saumakona og í geymslunni mátti finna alls konar föt sem hún hafði saumað á sig í fyrri tíð og hafði hún gott fata- hönnunarauga þar sem ég hef verið að klæðast þessum fötum í samkvæmum og hafa þau vakið mikla athygli. Amma var mikill spjallari og það var ekkert betra en að kíkja í kakó og jólaköku og spjalla og hlusta á sögur frá tímum þegar amma vann sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur sem varð svo til að ég ákvað að fjalla um hjúkrunarstarfið og –stéttina í lokaverkefni mínu í listaháskólan- um nú í vor. Í því námsferli áttum við amma ótal margar stundir sem mér þykir vænt um þar sem við spjölluðum um hjúkrunar- starfið og grófum upp gömul vinnuföt, verkfæri og gjafir frá sjúklingum. Minningin um elskulega ömmu mína mun ávallt búa í hjarta mínu. Ég sakna hennar sárt og um leið og ég þakka henni fyrir allt óska ég henni góðrar ferðar til afa. Elín Dagný. Elskuleg tengdamóðir mín, Unnur Einarsdóttir, lést á Land- spítalanum 29. september síðast- liðinn 88 ára að aldri. Unnur var menntuð ljósmóðir og hjúkrunar- fræðingur og starfaði við hjúkrun þar til hún komst á efri ár. Unnur var besta tengda- mamma sem hægt var að hugsa sér. Hlý, umhyggjusöm og frá- bær vinur. Ég kem til með að sakna okkar heimspekilegu sam- ræðna þar sem farið var um víðan völl. Enda hafði Unnur áhuga á mörgu. Hún var svo víðlesin og áhugasöm um bæði samtíma okk- ar og gamla tímann sem var henni svo hugleikinn. Minning þín er mér ei gleymd, mína sál þú gladdir. Innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (KN) Unnur var fædd á Stóra-Fjalli í Borgarfirði og þar höfðu hún og Guðmundur heitinn, maðurinn hennar, byggt heilsárshús á æskustöðvunum sem hún unni svo mikið. Hún naut þess að sýsla þar, helst utandyra við gróður- setningu og slátt, en hún var mik- ill náttúruunnandi. Vinnusemi var henni í blóð bor- in og ég sá hana aldrei iðjulausa. Unnur var sífellt prjónandi, að vinna í tölvunni við að skrá mynd- ir og bækur eða að sýsla við bakstur svo eitthvað sé nefnt. Nú er komið að kveðjustund og ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst þessari sterku, ljúfu og góðu konu sem gaf svo mikið og verður sárt saknað. Þakkir fyrir allt og öll árin sem eru að baki. Þín tengdadóttir, Alla (Aðalheiður). Elsku amma. Það er þungt að kveðja þig og þín verður sárt saknað. Þú minntist oft á að vera spennt fyrir næsta ævintýri, lífið væri svo stórkostlegt að það hlyti að vera annað eins sem biði. Ég veit að þið afi sitjið á fallegum stað í íslenskri náttúru með uppá- hellingu dagsins í hitabrúsa, heimabakað brauð og jólaköku og njótið þess að hlusta á þögnina. Ég veit að þú varst spennt að fá að hitta dóttur mína sem ég vona svo sannarlega að komi til með að líkjast þér. Þú munt af og til líta við og fylgjast með okkur og læt- ur þig vonandi ekki vanta í fæð- inguna. Þú varst mikill kvenskörungur og mér fyrirmynd, bæði þegar kemur að lífi og starfi. Þú hafðir alltaf tíma til að spjalla, hvort sem það var í sveitinni á Stóra-Fjalli, yfir bakstrinum, umhirðu plantn- anna eða þá í símann. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á náms- efninu hjá mér í læknisfræðinni. Sú saga sem þú sagðir mér og hafði mest áhrif á mig er þegar þú stóðst í anddyri gamla Landspít- alans og yfirljósmóðirin rak þig úr námi fyrir það eitt að vera trú- lofuð afa. Þú hefur margoft bent mér á hvar þú stóðst nákvæmlega þau skipti sem ég fylgdi þér í lyfjameðferð síðastliðið ár. Þú lést það auðvitað ekki stoppa þig, fórst og fékkst meðmæli úr þínu heimahéraði og knúðir það í gegn að ljúka námi. Og eins laukstu hjúkrunarnáminu „háöldruð“ eft- ir að hafa átt fimm börn. Þér og afa tókst að búa ykkur heimili fullt af hlýju, þar sem allir voru boðnir velkomnir. Þú sagðir mér oft að krakkar þyrftu bara meira pláss sem þið aldeilis gáfuð okkur, bæði á Stóra-Fjalli og í Smárahvammi. Þú varst praktísk, hagsýn og nýtin. Í raun fyrsti al- vöru umhverfisverndarsinninn sem ég fékk að kynnast. Enda grínaðistu oft með að þið afi vær- uð búin að kolefnisjafna alla ætt- ina með trjábúskapnum. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og að hafa þig í lífi mínu nánast fram á fer- tugsaldurinn. Ég kynntist hlýju og þolinmæði þinni þegar ég fékk að sniglast í kringum þig öll sum- ur á Stóra-Fjalli (nema kannski ef það átti að skúra, þá voru allir reknir út!). Ég á margar góðar minningar úr eldhúsinu þar sem þú eldaðir hádegismat ofan í mannskapinn, bakaðir lummur, jólakökur eða vínabrauð – eða tókst slátur. Þó þú hefðir aldrei neinn sérstakan áhuga á matseld. Ég á eftir að sakna rökkurstund- anna í Smárahvamminum þar sem fylgst var með Alþingi, frétt- um og prjónað eða farið í gegnum gamla pappíra (það var alltaf eitt- hvað verið að sýsla). Ég mun samt fyrst og fremst muna eftir þér í útiverkunum á bólakafi að reyta frá plöntum, hugsa um matjurtir, slá með bensínorfinu og spígspor- andi á landinu í kringum Stóra- Fjall, þar sem þú tekur hlé, horfir til himins og dæsir og segir við mig hvað það sé „gott að hlusta á þögnina“. Aðalheiður Elín Lárusdóttir Nú er erfiðum veikindum Unn- ar móðursystur minnar lokið. Unnur var yngst systkinanna sex frá Stóra-Fjalli í Borgarhreppi, er Ragnhildur ein eftirlifandi og dvelur hún á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Frá því að ég man eftir mér var Unnur alltaf í lífi mínu og kom að lífi mínu með ýmsum hætti. Ég fékk skjól hjá henni og Guðmundi manni hennar þegar ég fór á sundnámskeið ung að árum í Sundhöll Hafnarfjarðar og var það mikil hörmunga- og þrauta- ganga vegna vatnshræðslu minn- ar, en enginn afsláttur gefinn á því. Svo voru ótal helgarferðir í æsku á Hringbrautina þegar ég átti heima í Grindavík, og voru þetta algjörar skemmtiferðir og mikil upplyfting. Einnig eftir að ég varð fullorð- in var gott að eiga skjól hjá þeim hjónum á mínum oft erfiðu tím- um, sem verður aldrei fullþakkað. Mér fannst gott og gaman að tala við Unni, hvort sem það var í heimsóknum til hennar og eða í maraþonsímtölum. Var þá farið yfir víðan völl og ýmis mál reifuð enda hafði Unnur sterkar skoð- anir á öllum málum sem komu til tals. En skemmtilegast þótti mér að heyra sögur frá hennar uppvexti og sagnir af verklagi þess tíma, ættingjum sem voru farnir, og kom ég ekki að tómum kofunum hjá henni þar. Mörgu mundi ég eftir frá minni barnæsku og voru þetta bæði fróðlegar, góðar og skemmtilegar stundir. Unnur var ákaflega vinnusöm og voru þau Guðmundur samtaka með það. Ber uppbyggingin á Gamla bæ á Stóra-Fjalli þess merki, bæði í byggingu sumarbú- staðar og gróðursetningu trjáa. Þetta er einstakur sælureitur fyr- ir afkomendurna. Guðmundur lést í mars á þessu ári og var missir frænku minnar mikill. Ég heimsótti Unni tveimur vikum áður en hún dó og var mjög líkamlega af henni dregið, þessari sterku og duglegu konu. En hug- urinn var enn til verkefna sem þyrfti endilega að klára. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til barna og fjölskyldna þeirra. Minningin lifir um góða konu. Fríður Garðarsdóttir. Unnur Einarsdóttir ✝ Ásrún Helga Kristinsdóttir fæddist 6. ágúst 1939 í Hafnarfirði, en fluttist nokkurra daga gömul til Reykjavíkur. Hún andaðist 30. sept- ember 2022 í Skóg- arbæ. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Sigurðsson, f. 27. febrúar 1912, d. 16. ágúst 1967, og Sigurbjörg Þórunn Þorláks- dóttir, f. 3. ágúst 1905 á Hvoli í Vesturhópi V-Hún., d. 5. maí 1990. Systur Helgu voru Sigríð- og Jón Haukur. 2) Sigmundur Jónsson, f. 14. júlí 1962, maki Nanna Guðrún Yngvadóttir, dóttir þeirra er Ragna Dögg. 3) Reynir Jónsson, f. 14. september, maki Bentína Þórðardóttir, þeirra börn Stella, Sigurvin og Unnur Elva. Helga lauk námi úr Miðbæjar- skólanum og tóku ýmis störf við ma. í fiski, skrifstofustörf o.fl. Um1966 fluttist fjölskyldan í Ár- bæjarhverfið sem þá var að byggjast. Þar stafaði Helga á gæsluvöllurinn Reykjavíkur- borgar þangað til henni bauðst starf hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) þar sem hún starfaði þar til vinnuskyldu lauk. Hún bjó að Skógarbæ síðustu árin. Útför Ásrúnar Helgu fer fram í dag, 11. október 2022, frá Guð- ríðarkirkju og hefst athöfnin kl. 13. ur Kristinsdóttir, f. 14. júní 1932, d. 25. september 1995. Hálfsystir samferða Salóme Benedikta Kristinsdóttir, f. 4. desember 1949, d. 27. ágúst 1993. Hinn 29. mars 1959 giftist hún Jóni Sigurvini Sig- mundsson, f. 24. september 1934, d. 22. júlí 2013. Börn þeirra eru 1) Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 7. febrúar 1960, maki Hilmar Þór Hauksson, þeirra börn eru Helga, Fannar Harmi lostið hugi vora hefur dauði þinn. Sárt var oss að sjá þig hverfa, seytla tár um kinn. Ást og gleði, lífs á leiðum, léði samfylgd þína. Um þína mildi og hjartahlýju hugþekk minning skín. Þökk og virðing okkar allra, ætíð fylgja þér. Hjörtum bæði og hugum vorum helg þín minning er. Enginn hreinni ástum skreytti ævi sinnar braut. Blessun varstu okkur öllum, uns þér lífið þraut. Þakklát við, í þungum harmi, þig nú kveðjum hér. Drottins hendi hlífiskildi haldi yfir þér, leiði þig og lýsi veg um leiðir eilífðar. Óskum við þér, alla tíma alvalds blessunar. (D. Ben.) Kveðja frá börnum, tengda- börnum, barnabörnum og lang- ömmubörnum. Sigmundur. Elsku mamma mín. Nú ertu komin í sumarlandið góða og ég veit að pabbi tekur vel á móti þér. Margar góðar minningar ylja okkur fjölskyldunni um ókomin ár. Guð geymi þig elsku mamma, amma og langamma. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Sigurbjörg og fjölskylda. Ásrún Helga Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.