Morgunblaðið - 11.10.2022, Síða 20
✝
Gísli Jens Frið-
jónsson, fv. for-
stjóri Hagvagna og
Hópbíla, fæddist í
Reykjavík 26. apríl
1947. Hann lést á
Landspítalanum
Fossvogi 1. október
2022.
Foreldrar hans
voru Friðjón Guð-
björnsson vélstjóri,
f. 23. október 1905,
d. 29. mars 1982, og Gunnvör
Stefanía Gísladóttir húsmóðir,
f. 13. júní 1910, d. 5. maí 2004.
Gísli ólst upp á Grettisgötu 63,
þar til hann stofnaði eigið heim-
ili.
Systkini Gísla eru: 1) Jensína
Sigríður (Stella), f. 3. mars
1931, d. 8. mars 2000. 2) Friðjón
Björn, f. 4. september 1936, d.
10. júlí 2019, kvæntur Guð-
björgu Svanfríði Runólfsdóttur
(Svönu). 3) Jón Svavar, f. 1. nóv-
ember 1944, kvæntur Margréti
Kristjánsdóttur. 4) Jórunn, f.
17. mars 1951, var gift Thor
Thors, d. 16. október 2018.
Gísli kvæntist 11. september
1971 Hafdísi Alexandersdóttur
maí 1992, og Bergrós Lilja, f.
16. maí 1997.
Gísli útskrifaðist stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1968 og sem byggingatækni-
fræðingur frá Tækniskólanum
1971. Eftir nám hóf hann störf
hjá Verkfræðistofunni Hönnun.
Gísli starfaði síðan hjá Ýtu-
tækni þar til hann stofnaði
verktakafyrirtækið Hagvirki
ásamt þremur öðrum árið 1981.
Árið 1992 stofnuðu sömu aðilar
fyrirtækið Hagvagna og gegndi
Gísli þar stöðu forstjóra. Síðan
stofnuðu þeir fyrirtækið Hóp-
bíla árið 1996 og sat Gísli einn-
ig í forstjórastól þess fyrir-
tækis, allt þar til hann seldi
reksturinn í lok árs 2016. Gísli
hafði alltaf mikinn áhuga á
íþróttum og sat hann í lands-
liðsnefnd Körfuknattleiks-
sambands Íslands í þó nokkur
ár. Gísli var mikill Valsari og
stóð þétt við bakið á sínu félag-
inu. Einnig hafði hann mikinn
áhuga á gömlum bílum og var
bæði meðlimur í Krúser klúbbn-
um og Fornbílaklúbbi Íslands.
Ferðalög hafa alltaf heillað og
hafa þau hjónin notið þess að
ferðast út um allan heim.
Útför Gísla fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 11. október
2022, kl. 15.
Streymt verður frá athöfn-
inni. Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
bankastarfsmanni,
f. 15. mars 1949.
Foreldrar hennar
voru hjónin Alex-
ander Sig-
ursteinsson versl-
unarmaður, f. 22.
maí 1917, d. 15.
apríl 1996, og Guð-
rún Helgadóttir
húsmóðir, f. 26.
maí 1920, d. 21.
maí 2003. Dætur
Gísla og Hafdísar eru 1) Guð-
rún, f. 9. nóvember 1973, gift
Þórði Ágústssyni, f. 7. sept-
ember 1975. Börn þeirra eru a)
Ragnhildur Edda, f. 19. júní
1998, sambýlismaður hennar er
Leonharð Þorgeir Harðarson, f.
3. apríl 1996. b) Gísli Gottskálk,
f. 12. september 2004. 2) Kol-
brún Edda, f. 17. desember
1978, gift Jóni Halldóri Guð-
mundssyni, f. 27. mars 1971.
Sonur þeirra er Aron Fannar, f.
20. október 2010. Dóttir Kol-
brúnar Eddu er Hafdís Hera, f.
5. nóvember 2003, faðir hennar
er Arnþór Heimisson. Dætur
Jóns Halldórs úr fyrra hjóna-
bandi eru Alexandra Dís, f. 12.
Elsku pabbi.
Engin orð fá því lýst hversu
mikið ég sakna þín. Þú varst
kletturinn í lífi mínu. Alltaf gat
ég leitað til þín með hvað sem
var og þú reddaðir málunum.
Síðustu daga hafa minningarnar
streymt fram. Við tvö vorum
ótrúlega lík á margan hátt.
Mér er minnisstætt þegar við
vorum á skíðum á Akureyri þeg-
ar ég var unglingur. Eitt sinn
þegar ég kom skíðandi niður
brekkuna sá ég þig detta úr
diskalyftunni. Ég bruna til þín
og spyr: Pabbi, hvað gerðist? Þá
svaraðir þú með þinni stóísku ró:
Ég veit það ekki, ég vaknaði
bara hérna. Ég veit ekki um
neinn sem hefur náð að slaka
svona vel á í diskalyftunni að
hann hefur náð að sofna.
Við unnum alltaf saman og
aldrei voru neinir árekstrar enda
sagðir þú alltaf sama hvað kom
upp: Þetta er ekki vandamál,
þetta er bara verkefni. Öll verk-
efni voru leyst á einn eða annan
hátt. Þú varst með eindæmum
bóngóður maður og öllum fannst
gott að tala við þig. Ég held að
þú hafir gert mjög margt gott
fyrir marga án þess að nokkur
vissi af því. Þú vildir nefnilega
ekki hafa hátt um þá hluti. Ég
man aldrei eftir að þú hafir
hækkað róminn við nokkurn
mann, alltaf jafn yfirvegaður og
rólegur. Þú varst ekki að trana
þér fram og talaðir aldrei af þér.
Það kannski lýsir því best að
einu sinni fékkst þú einhvern vír-
us sem gerði það að verkum að
raddböndin hjá þér lömuðust í
þrjá mánuði og það heyrðist
varla í þér, en það tók eiginlega
enginn eftir því.
Við deildum saman óbilandi
áhuga á íþróttum og gátum horft
á og rætt um þær löngum stund-
um. Við fórum saman á flesta
leiki Vals í handbolta svo árum
skipti. Mikið varðst þú svo glað-
ur þegar Ragnhildur Edda fór í
Val þá varð nú enn skemmtilegra
að fara á kvennaleikina. Ekki
varstu minna stoltur af nafna
þínum honum Gísla Gotta þegar
hann hélt út í atvinnumennsku til
Ítalíu að spila með Bologna.
Það sem þú varst góður við
okkur og ég tala nú ekki um
barnabörnin þín. Þú sást ekki
sólina fyrir þeim og varst alltaf
tilbúinn að sinna þeim. Þau elsk-
uðu líka að koma til ykkar
mömmu. Þú hafðir áhuga á því
sem þau höfðu áhuga á. Sast og
púslaðir með þeim, spilaðir við
þau, tefldir, fórst í bíltúra, gafst
þeim ís og fylgdir þeim eftir í
íþróttunum.
Skarðið sem þú skilur eftir er
stórt og það verður aldrei fyllt
en missir mömmu er mestur. Þið
voruð svo samheldin og samstíga
í öllu. Við munum passa upp á
mömmu fyrir þig og halda minn-
ingu þinni á lofti um ókomna tíð.
Takk fyrir allt elsku pabbi
minn.
Þín
Guðrún.
Elsku pabbi minn, það er svo
óraunverulegt að þú sért farinn
frá okkur. Ég er óendanlega
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
pabba. Þér leiddist ekki hvað ég
hafði mikinn áhuga á bílum sem
barn, ég þekkti allar bílategund-
ir aðeins fjögurra ára gömul.
Útilegurnar, skíðaferðirnar, að
ógleymdum öllum utanlandsferð-
unum eru minningar sem gott er
að ylja sér við.
Þegar ég var lítil fékk ég oft
að sitja í fanginu þínu og stýra
bílnum á ferðalögum. Ég man
þegar ég sat í fanginu þínu og
stýrði bílnum yfir Kjöl og vinkaði
til allra bílanna sem við mættum,
okkur fannst það skemmtilegt.
Þegar ég var orðin nógu stór
fékk ég að keyra bílinn sjálf og
þú sast við hliðina á mér.
Veiðiferðirnar í Víðidalsá voru
einn af hápunktum sumarfrí-
anna. Eitt sumarið var áin mó-
rauð og það var leiðindaveður.
Það var engin veiði og fékk ég
því að standa úti með stöngina á
meðan þið höfuð það náðugt inni
í húsbílnum. Ég fékk þau skila-
boð og það væri bannað að vera
með hávaða við ána til að fæla
ekki fiskana. Svo allt í einu fann
ég að það var fiskur búinn að
bíta á. Ég vinkaði því til ykkar til
að gefa ykkur merki um að það
væri fiskur á og þið vinkuðuð
bara til baka og brostuð til mín.
Ég reyndi því að gefa ykkur
merki um að koma til að aðstoða
mig við að landa fiskinum, þegar
þið loksins komuð var fiskurinn
nánast kominn upp á land, þetta
var Maríulaxinn minn, sá fyrsti
og sá eini sem ég hef veitt.
Sem barn fékk ég gríðarlegan
áhuga á hestum og ykkur
mömmu fannst því upplagt að ég
fengi hest í fermingargjöf.
Hestamennskan var okkar
stundir saman, þú keyrðir mig í
hesthúsið og sóttir mig, stundum
varstu með mér allan tímann.
Saman fórum við tvö í ferð til
Ameríku í lok árs 1998, tilgangur
ferðarinnar var að sækja Guð-
rúnu systur og Ragnhildi Eddu
sem þá bjuggu þar. Ferðin byrj-
aði hjá Jóni bróður þínum og
fjölskyldu, í ferðinni eyddum við
tvö einum degi í New York, þar
sem við skoðuðum allt það helsta
og fórum við meðal annars upp á
annan tvíburaturninn.
Síðustu níu ár hef ég búið í
Noregi, ég var hjá ykkur
mömmu þegar ég kom til lands-
ins, fyrir það er ég mjög þakklát.
Við vorum dugleg að heyrast í
síma og síðustu árin hringdum
við á Facetime, þú varst alltaf
jafnglaður að sjá mig og sérstak-
lega ef Aron Fannar var með
mér. Þið tveir áttuð einstakt
samband.
Þú varst kletturinn í fjölskyld-
unni og var alltaf hægt að leita til
þín. Það er ekki nema ár síðan
þú greindist með alzheimer, ég
fékk að fara nokkrum sinnum
með þér í Seigluna, það voru
ómetanlegar stundir. Eins allir
bíltúrarnir okkar, þar sem við
keyrðum um bæinn, kíktum
kannski í bílaumboðin eða nutum
þess að vera saman. Þú rataðir
allt og varst duglegur að segja
mér hvert ég ætti að fara. Það
hlakkaði í þér þegar ég, útlend-
ingurinn, keyrði yfir á rauðu
ljósi.
Elsku pabbi minn, ég er svo
þakklát fyrir allar okkar stundir
og allt það sem við höfum brallað
saman í gegnum árin. Við mun-
um passa upp á mömmu fyrir þig
og hvert annað. Ég veit líka að
þú munt passa upp á okkur.
Takk fyrir allt,
Þín
Kolbrún Edda.
Í dag kveðjum við tengda-
pabba minn og góðan vin.
Þótt dauðinn sé óumflýjanleg-
ur þá er alltaf jafn erfitt þegar
hann bankar upp á. Tengdapabbi
skilur eftir sig stórt skarð og til-
vera fjölskyldunnar er breytt.
Hans er sárt saknað en við mun-
um öll minnast hans með hlýju
um ókomna tíð.
Þegar ég lít um öxl á þeim
tæpu þrjátíu árum sem ég var
svo lánsamur að eiga Gísla að
sem tengdapabba streyma fram
ótal margar góðar minningar um
mann sem ég leit mikið upp til.
Í mínum huga var Gísli sann-
kallað stórmenni, líkt og klettur
sem ekkert gat haggað. Hann
var stoð og stytta fjölskyldunn-
ar, til hans gat ég alltaf leitað.
Hann var rólegur og yfirvegaður
maður, hafði létta lund og stund-
um stríðinn. Einnig var hann
höfðingi heim að sækja og hafði
gaman af góðum veislum. Aldrei
man ég eftir að hann hafi skipt
skapi eða hækkað róminn við
nokkurn mann. Hann var örlátur
og ávallt reiðubúinn að rétta
hjálparhönd til þeirra sem á
þurftu að halda. Þykist ég vita að
margir hafi notið góðs af hjálp-
semi hans í gegnum tíðina, þótt
hann hafi ekki haft orð á því
sjálfur. Glæsilegir bílar og helst
nóg af þeim voru staðalbúnaður
hjá Gísla en hann lagði einnig
mikla áherslu á að aðrir fjöl-
skyldumeðlimir keyrðu um á
góðum bílum.
Gísla farnaðist vel í lífinu,
hann sá yfirleitt engin vandamál,
þetta voru bara verkefni. Vel-
gengni hans var engin tilviljun,
hann var ótrúlega klár maður og
flestallt sem hann tók sér fyrir
hendur óx og dafnaði. Hann
hafði mjög mikla ánægju af því
að standa í alls kyns fram-
kvæmdum þar sem víðtæk þekk-
ing hans á flestum sviðum var
betri en engin. Gísli var einn af
þeim sem vissu oftast betur en
við hin, þannig var það bara. Að-
gengi að ráðdeild hans voru for-
réttindi sem margir nutu góðs af
í gegnum tíðina, þar á meðal ég.
Gísli var góður eiginmaður,
pabbi, afi, vinur og Valsari. Haf-
dísi sína umvafði hann virðingu,
ást og öryggi. Saman sigldu þau
um heimsins höf, stóðu ávallt
þétt við hlið hvort annars og
voru samstiga í einu og öllu. Fyr-
ir mér eru Hafdís og Gísli órjúf-
anleg heild og missir hennar er
meiri en orð fá lýst. Yfir dætrum
sínum, þeim Guðrúnu og Kol-
brúnu, vakti hans verndarvæng-
ur alla tíð og mun áfram gera.
Barnabörnin, litlu englarnir
hans, hændust að afa sínum.
Hann gaf sér tíma fyrir þau,
fylgdist grannt með og studdi
áfram í leik og starfi. Alltaf var
hann líka til í að púsla, fara í bíl-
túr eða fá sér ís. Gísli reyndist
þeim vel í alla staði eins og fjöl-
skyldunni allri.
Ég veit að tengdapabbi vakir
nú yfir okkur og verndar í
draumalandinu góða. Minning
hans er ljós í lífi okkar.
Elsku Hafdís, Guðrún, Kol-
brún og afabörn, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð.
Þórður Ágústsson.
Elsku afi minn, efst í huga er
þakklæti, þakklæti fyrir allar
góðu stundirnar okkar saman og
allar góðu minningarnar. Þú
varst alltaf til staðar hvort sem
það var til að hjálpa til fyrir
næsta stærðfræðipróf eða losa
bílinn út úr snjóskafli. Að eiga
afmæli seint á árinu og vera með
þeim seinustu til að fá bílprófið
var ekki skemmtilegt en það
reddaðist, því þið amma voruð
alltaf boðin og búin til að skutla
mér og sækja hvert sem var.
Eftirminnilegustu stundirnar
frá barnæskunni eru ferðirnar í
bústaðinn og að fá að gista hjá
ykkur. Ég fékk alltaf að gista á
milli ykkar ömmu og það endaði
oft með því að þegar þið voruð
farin á fætur þá vaknaði ég á
gólfinu, vegna þess að rúmið var
á hjólum og rann í sundur.
Það gladdi mig alltaf hvað þér
þótti vænt um að hafa okkur
barnabörnin í kringum þig. Þú
naust þess að fylgjast með okkur
frændsystkinunum í íþróttum og
varst mjög sáttur þegar ég gekk
til liðs við Val í handboltanum.
Ég prófaði körfubolta þegar ég
var yngri, bara vegna þess að þú
varst einu sinni í körfubolta. Þá
valdi ég númer 4 á bakið, því það
var númerið þitt.
Þú varst klár, góðhjartaður og
gjafmildur. Þú vildir alltaf deila
með þér. Ég mun passa upp á
litlu fallegu englana sem þú bjóst
til handa mér og ég veit að þeir
munu vernda mig.
Ég er mjög þakklát fyrir allar
okkar stundir saman, hvort sem
það var að fara saman í bíltúr,
horfa saman á sjónvarpið eða
borða saman. Minningin sem er
mér dýrmætust núna er kvöldið
áður en þú veiktist. Við horfðum
saman á Kviss og skemmtum
okkur vel. Eftir langa og erfiða
skólaviku var alltaf gott að koma
til ykkar og hlæja saman.
Takk fyrir allt elsku afi, þín er
sárt saknað og það vantar þig
svo mikið í stólinn þinn.
Hafdís Hera.
Elsku besti afi minn, tilhugs-
unin um að þú sért ekki lengur
hjá okkur er svo sár.
Þegar ég fæddist þá kom enn
ein stelpan inn í lífið hjá afa. Ég
held að hann hafi kannski smá
vonast eftir að það kæmi strákur
en það skipti engu máli, hann var
alveg jafn glaður þótt ég væri
stelpa. Afi var ansi sniðugur og
hugsaði alltaf í lausnum. Stráka-
leysið var leyst með því að kaupa
bara föt á mig í strákadeildinni á
meðan amma keypti kjóla.
Ég hef verið svo heppin frá
því ég var lítil stelpa að fá að
eyða miklum tíma með afa og
ömmu. Oftar en ekki þá sótti
amma mig í leikskólann og fór
með mig heim í Ljárskógana í
ömmudekur. Alltaf hlakkaði ég
jafn mikið til þegar afi kom heim
úr vinnunni. Það skemmtilegasta
sem ég gerði þegar ég var lítil
var að púsla og púslaði afi sömu
púslin með mér aftur og aftur.
Við púsluðum eitt púslið svo oft
að við vorum farin að kunna það
á hvolfi en alltaf sagði hann já
þegar ég kom með það aftur.
Mér fannst líka alltaf jafn gaman
þegar afi skar sviðasultu niður í
teninga og við tíndum þá upp í
okkur með bestu lyst. Þar sem
ég er nú pínu gikkur þegar kem-
ur að mat þá skil ég ekki alveg
hvernig honum tókst að fá mig til
að borða þetta. Það eina sem
mér dettur í hug er að ég hafi
viljað gera eins og afi. Afi var
mikill bílakall og keyrði alltaf um
á flottum bílum. Þegar ég var
yngri þá fannst mér fátt jafn
skemmtilegt og þegar hann kom
keyrandi á fína bleika fornbíln-
um í afmælin mín. Ekki skemmdi
fyrir að Birgitta Haukdal hafði
keyrt um á honum í tónlistar-
myndbandi.
Afi var Valsari í húð og hár og
það gladdi hann mikið þegar ég
ákvað að skipta yfir í Val og
mætti hann á alla leiki og hvatti
mig áfram.
Afi Gísli var blíður og góður.
Hann var klárastur af öllum og
alltaf til staðar. Ég er þakklát
fyrir þær stundir sem við áttum
saman og mun geyma allar góðu
minningarnar í hjarta mínu. Það
var ekki hægt að hugsa sér betri
afa.
Síðustu vikur á spítalanum
voru erfiðar. Ég er samt svo
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera hjá þér og kveðja þig.
Elsku afi ég veit að þú vakir
yfir okkur og verndar eins og þú
hefur alltaf gert. Að kveðja þig
er það erfiðasta sem ég hef
nokkurn tíma gert.
Á litlum skóm ég læðist inn
og leita að þér, afi minn.
Ég vildi að þú værir hér
og vært þú kúrðir hjá mér.
Ég veit að þú hjá englum ert
og ekkert getur að því gert.
Í anda ert mér alltaf hjá
og ekki ferð mér frá.
Ég veit þú lýsir mína leið
svo leiðin verði björt og greið.
Á sorgarstund í sérhvert sinn
ég strauminn frá þér finn.
Ég Guð nú bið að gæta þín
og græða djúpu sárin mín.
Í bæn ég bið þig sofa rótt
og býð þér góða nótt.
(S.P.Þ.)
Guð geymi þig.
Þín afastelpa,
Ragnhildur Edda.
Elsku afi.
Afi Gísli var einn besti maður
sem ég hef kynnst, hann var allt-
af svo góður og rólegur og það
var alltaf gott að vera í kringum
hann. Hann hugsaði svo vel um
alla sem stóðu honum næst. Okk-
ur fannst öllum gaman að koma í
mat til ömmu og afa þar sem allir
voru dekraðir og afi passaði allt-
af sérstaklega að Pippa hundur-
inn okkar yrði aldrei útundan og
fengi nóg að borða.
Alla þriðjudags- og fimmtu-
dagsmorgna síðasta sumar fór-
um við saman í Hafnarfjörð að
pútta, það voru okkar stundir
saman sem ég mun alltaf vera
þakklátur fyrir að hafa átt með
afa. Svo voru það bíltúrarnir sem
okkur fannst svo gaman að fara
í, þar gátum við keyrt og spjallað
eins lengi og við vildum og hann
gat sýnt mér eitthvað nýtt í
hvert einasta skipti sem varð
aldrei þreytt.
Afi var frábær fyrirmynd í líf-
inu. Hann var alltaf duglegur og
gerði frábæra hluti með fyrir-
tæki sitt sem hann byggði frá
grunni og gerði risastórt. Hann
var alltaf góður við alla og ekki
einu sinni allan þann tíma sem
ég eyddi með honum heyrði ég
hann hækka róminn eða æsa sig.
Hann skilur fjölskylduna eftir á
góðum stað og við erum öll stolt
af honum og þakklát fyrir allt
sem hann hefur gert fyrir okkur.
Ég verð ævinlega þakklátur
fyrir að hafa eytt miklum tíma
með afa og að hafa náð að kveðja
hann almennilega. Þessir síðustu
dagar á spítalanum voru erfiðir
en ég reyndi að eyða eins mikl-
um tíma þar með afa og ég gat
þar sem við fórum yfir málin
klukkutímum saman. Ég veit að
hann lagði mjög mikið á sig í að
hlusta og svara mér einstöku
sinnum. Afi verður alltaf bestur
og ég er ótrúlega stoltur að hafa
verið skírður í höfuðið á svona
góðum manni sem ég fæ að kalla
afa minn.
Þinn
Gísli Gotti.
Mig langar að minnast Gísla
með nokkrum orðum en ég
kynntist honum þegar ég varð
hluti af fjölskyldu konu minnar.
Ein af hefðum fjölskyldunnar er
mikill samgangur og rík þörf til
að hittast sem oftast. Við Gísli
vorum ekki vanir slíku úr okkar
fjölskyldum og náðum því vel
saman og styttum okkur stundir
með spjalli í fjölskylduboðunum.
Gísli var hlédrægur og að
mínu mati feiminn. Hafði húmor
þess eðlis að sumir hrukku við
eða áttu erfiðara með að nálgast
hann. Ég held að húmorinn hafi
verið skel sem hann setti í kring-
um sig. Enda þótt það hafi tekið
smátíma þá tókst mér að komast
inn fyrir skelina og kynnast
Gísla. Sá Gísli var annar en sá
sem kom mörgum fyrir sjónir.
Ég gat oft skemmt mér við að
fylgjast með viðbrögðum fólks
þegar Gísli svaraði fólki með sín-
um kaldhæðna húmor.
Ég sá fljótlega hversu fær
Gísli var þó hann færi hljótt með
það. Ég man þegar Gísli fékk þá
flugu í kollinn að bjóða í rekstur
strætós á höfuðborgarsvæðinu.
Gísli hafði enga reynslu í að reka
strætó og ennþá mikilvægara,
hann átti enga strætisvagna! Ég
spurði hvers vegna í ósköpunum
hann ætlaði að fara í þennan
bransa. Gísli var hvergi banginn
og sagði að flestir af strætis-
vögnum í umferð væru eldgamlir
og kostnaðarsamir í rekstri. Aðr-
ir sem myndu gera tilboð í þenn-
an rekstur væru líka með gamla
bíla. Nálgun Gísla var að koma
með nýja bíla og endurnýja þá
reglulega. Á þeim tíma hafði ég
enga trú á þessu. Síðar útvíkkaði
hann starfsemina og bætti við
rútum í flotann í gegnum Hóp-
bíla. Þar var uppleggið það
sama, koma með nýjar rútur á
markaðinn en fyrir voru eld-
gamlar rútur sem voru ekki boð-
legar að mati Gísla. Gísli hafði
rétt fyrir sér varðandi strætó- og
rútumarkaðinn og urðu Hag-
vagnar og Hópbílar farsæl fyrir-
tæki. Gísli seldi bæði fyrirtækin
árið 2016 og fullkomnaði þannig
ævistarf sitt.
Gísli fæddist ekki með silfur-
Gísli Jens
Friðjónsson
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022