Morgunblaðið - 11.10.2022, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning 21x125mm, panill
10x85mm, pallaefni 21x145mm,
21x140, 90x21mm, útihurðir
5,4cmx210cm (80,90 og 100cm) o.fl.
Eurotec skrúfur, Penofin og Arms-
trong Clark harðviðarolíur.
NÝKOMIÐ BANKIRAI
HARÐVIÐUR 21X145MM VERÐ
1.950 KR LENGDARMETERINN
slétt beggja megin fasað og
ofnþurrkað. Lengdir frá 2.44 metrar
upp í 5,50 metrar.
Upplýsingar hjá Magnúsi á
magnus@vidur.is og í símum
6600230 og 5611122, og frá 10-14 á
Indus ,Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
og tek að
mér ýmis smærri
verkefni
Uppl. í síma 847 8704 eða
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:00 - Jafnvægisæfingar
kl.11:15 - Postulínsmálun kl.12.00 -Tálgað í tré kl.13:00 - Prjónaklúbbur
kl.13:30 - Gamlar ljósmyndir kl.13:45 - Kaffi kl.14:30 - 15:20 - Nánari
upplýsingar í síma 411-2702 - Verið velkomin
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi með Milan kl.
10.00. Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16.
Karlakórsæfing kl. 12:45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala
kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili kir-
kjunnar kl 20 Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju Vesturbrún 30
Boðinn Bridge og Kanasta kl. 13:00. Pennasaumur kl. 13:00.
Sundlaugin opin til kl. 16:00.
Bústaðakirkja Tónleikar í hádeginu á miðvikudag í kirkjunni
Tenórarnir þrír, Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson
og Marteinn Snævarr Sigurðsson syngja og Jónas Þórir við flygilinn.
Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum. Félagsstarf
heldur áfram og gestur dagsins er Selma Gísladóttir og verður hún
með myndsýningu frá Hornströndum og Aðalavík. Kaffið á sínum
stað.
Dalbraut 18-20 Dansleikfimi með Auði Hörpu kl.12.50, félagsvist
kl.13.30.
Fella- og Hólakirkja Eldriborgara starf í Fella- og Hólakirkju alla
þriðjudaga kl.12:00 - 16:00. Byrjum með helgistund í kirkjunni og eftir
hana er súpa og brauð. Eftir það er skemmtileg dagskrá, fáum góða
gesti í heimsókn, spilum, spjöllum og höfum gaman saman. Allir
hjartanlega velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.
Myndlistarhópurinn Kríur kl. 12:30-15:30. Heimaleikfimi á RUV
kl. 13:00-13:10. Dönsum með göngugrindurnar kl. 13:15-14:30.
Bónusrútan kl. 13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Bókabíllinn
kl. 14:45-15:15.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi. 9:00 QJ-Gong í Sjálandssk.
9.00-12.00Trésmíði í Smiðju 10.00 Ganga frá Jónsh. 10.30-11.30
Biblíulestur í Jónsh. 11.00 Stóla-jóga í Sjálandssk. 12.15 Leikfimi í
Ásgarði 13.00-16.00Trésmíði í Smiðju 13:00 Egilssaga-sögulestur í
Jónsh. 13.10 Boccia í Ásgarði 13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 14.15
/ 15.00 Línudans í Sjálandssk.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00 Núvitund með
Álfhildi frá kl. 11:00 Listaspírur kl. 13:00 – 16:00. Bókband kl. 13:00 –
16:00. Allir velkomnir
Gjábakki OPIN HANDAVINNUSTOFA og VERKSTÆÐI kl. 8.30 til
11.30. HEILSU-QIGONG leikfimi kl. 10 til 11. NAFNLAUSI
LEIKHÓPURINN kl. 16 til 17.30.
Gullsmári Myndlist kl. 9:00.Tréútskurður kl. 13:00. Canasta kl. 13:00.
Hreyfing kl. 13:00.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9:00 - 12:00. Dansleikfimi með Auði
Hörpu kl. 10:30. Hádegismatur kl. 11:30. Sögustund kl. 12:20 – 14:00.
Félagsvist kl. 13:00. Kaffi kl. 14:15. Létt ganga með Jóhönnu kl. 14:00
Hraunsel Þriðjudaga: Dansleikfimi kl. 9:00. Qi gong kl. 10:00. Bridge
kl. 13:00. . Vatnsleikfimi í Ásvallalaug kl. 14:40. Ganga í Kaplakrika er
alla daga kl. 8:00-12:00
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Hu-
gleiðslunámskeið kl. 10:30. Bridge kl. 13:00. Helgistund kl. 14:00.
Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Listmálun kl. 9:00. Boccia kl. 10:00. Helgistund kl.
10:30. Leikfimihópur í Egilshöll kl. 11:00. Spjallhópur í Borgum kl.
13:00. Línudans kl. 13:00. Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 14:00.
Gleðin býr í Borgum.
Neskirkja Krossgötur kl. 13.00 Skírnin í kirkjunni. Sr. Steinunn
Arnþrúður Björnsdóttir fjallar þróunn skírnarinnar á Íslandi og
norðurlöndum. Kaffiveitingar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 09:00-10:00 -
Haustlitaferð kl: 09:05-14:00 - Bútasaumshópur í handverksstofu
kl. 09:00-12:00. Hópþjálfun í setustofu kl. 10:30-11:00 -Tæknilæsis
námskeið kl: 13:15-15:45 og síðdegiskaffi kl.14.30-15.30. Allar nánari
upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffikrókur á
Skólabraut kl. 9.00. Pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10.30. ef veður
leyfir. Í dag kl. 13.30 verður helgistund í salnum á Skólabraut.
Örnámskeið / roð og leiður á neðri hæð félagsheimilisins kl. 15.30.
alltaf - alstaðar
mbl.is
✝
Ása María
fæddist þann
24. júlí 1934 í
Reykjavík. Hún lést
á hjúkrunuarheim-
ilinu Sóltúni 30.
september 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Avona Jo-
sefine Jensen hús-
móðir, f. 16.
október 1911 í Wa-
ag á Suðurey í Fær-
eyjum, d. 6. mars 1996, og Guð-
mundur Kristinn Þórðarson
múrari, f. 13. apríl 1907 í
Reykjavík, d. 14. janúar 1970.
Systkini Ásu Maríu eru John
Þórður, f. 1933, d. 2004, Hans
Jakob, f. 1937, Þórir, f. 1947, d.
2022, og Hanna, f. 1950, d. 2014.
Ása María giftist hinn 18.
október 1963 Gunnari Guð-
mundssyni skólastjóra Laug-
arnesskólans, f. 16. desember
1913, í Ytri-Fagradal á Skarðs-
strönd, Dalasýslu, d. 16. sept-
Fyrstu ár ævinnar bjó Ása
María í foreldrahúsum en um 9
ára aldur fer hún til dvalar að
Gufuskálum á Snæfellsnesi. Þar
dvaldi hún í þrjú ár. Eftir dvöl-
ina þar fer hún vestur til Bol-
ungavíkur þar sem hún er fram
að fermingu. Eftir fermingu fer
hún síðan til Kaupmannahafnar
til Ölu móðursystur sinnar og
Eriks mannsins hennar og er
þar næstu fjögur árin. Ásu
Maríu leið vel í Kaupmannahöfn
og litlu munaði að hún hefði sest
þar að.
Eftir heimkonuna vann Ása
María á heimvist Laugarnes-
skólans í nokkur ár þar sem hún
kynntist Gunnari eiginmanni
sínum.
Veturinn 1956-1957 var Ása
María í Húsmæðraskólanum
Varmalandi í Borgarfirði.
Eftir fráfall Gunnars lærði
Ása María til sjúkraliða og starf-
aði á öldrunardeild í Hátúni og
geðdeildum Landspítalans.
Síðasta æviárið dvaldi Ása
María á hjúkrunarheimilinu Sól-
túni. Útför (sálumessa) Ásu Mar-
íu fer fram frá Landakotskirkju
(Dómkirkju Krists Konungs,
Landakoti) í dag, 11. október
2022, kl. 13.
ember 1974. For-
eldrar hans voru
Sigríður Helga
Gísladóttir, f. 1891,
d. 1970, og Guð-
mundur Ari Gísla-
son, f. 1880, d. 1956.
Uppeldismóðir
Gunnars var Anna
Friðriksdóttir, f.
1885, d. 1970.
Börn Ásu Maríu
og Gunnars eru: 1)
Gunnar Valur, f. 28. mars 1960.
2) Anna Ingibjörg lyfjafræð-
ingur, f. 22. ágúst 1969, maki
Ástráður B. Hreiðarsson læknir,
f. 14. desember 1942, þeirra
börn eru: a) Ása María, f. 18.
júní 2006, b) Soffía Sóllilja, f. 9.
október 2008, og c) Adam Ást-
ráður, f. 19. ágúst 2011. 3) Sig-
rún hjúkrunarfræðingur, f. 15.
september 1971, maki Bjarni
Torfason læknir, f. 28. mars
1951, þeirra barn er Bergþóra
María, f. 21. desember 2010.
Elsku mamma ég trúi því ekki
að þú sért fallin frá. Ég hélt að sá
tími myndi koma miklu seinna.
Margt kemur upp í hugann við
fráfall þitt. Ég get með sanni sagt
að þú veittir okkur systkinunum
allt sem við þurftum. Ást, um-
hyggju og öryggi. Okkur skorti
aldrei neitt og höfum átt yndislegt
líf, þökk sé þér.
Þegar ég lít til baka þá sé ég
hvað þú varst ótrúlega dugleg,
kjarkmikil og komst miklu í verk.
Þó þú værir ein með okkur þrjú
eftir fráfall pabba. Gunni bróðir
veikist snemma og hefur allt frá
því þurft mikla aðstoð sem þér
tókst að veita honum.
Minningarnar um þig eru ótelj-
andi margar og góðar. Þú varst
ótrúlega dugleg að ferðast með
okkur, frá unga aldri um allan
heim og voru þær uppspretta
þroska og skemmtunar.
Mér er sérstaklega minnisstæð
ferðin sem ég fór með þér til
Amsterdam þegar ég var 16 ára
gömul, en það var í fyrsta skipti
sem ég þurfti að treysta á sjálfa
mig og tala fyrir okkur á ensku og
bjarga okkur milli staða. Ég fékk
mikið sjálfstraust eftir þessa ferð
og bý að því alla tíð síðan og er
mjög þakklát fyrir það.
Ég veit að lífið var þér ekki allt-
af auðvelt og stundum blés á móti
en þér tókst þrátt fyrir það með
ótrúlegum styrk að gera líf okkar
systkinanna raunar eins gott og
hugsast getur.
Þú varst greinilega alltaf að
hugsa um okkur en sjálf baðst þú
aldrei um neitt. Eftir að Bergþóra,
sólargeislinn okkar Bjarna fædd-
ist, komum við oftar en ekki með
hana til þín í pössun. Bergþóra
naut þess að koma og vera hjá þér
og skoða allt fína smádótið sem þú
áttir.
Eins og það var erfitt að horfa á
þig kveðja þennan heim þá vona
ég að þér líði vel með að vera kom-
in til pabba.
Þú skilur eftir þig stórt tóma-
rúm og lífið verður ekki eins án
þín, elsku mamma mín. Þín er og
verður sárt saknað.
Guð blessi þig og minninguna
um þig.
Sigrún Gunnarsdóttir.
Minn stærsti ótti í æsku var að
missa mömmu mína. Ég man að ef
hún kom aðeins seinna heim en
hún talaði um varð ég logandi
hrædd um að eitthvað hefði komið
fyrir. Ég hef kviðið þessum degi
lengi og þrátt fyrir að vera ekki
lengur lítið barn finn ég anga
þessarar hræðslu og óvissu blossa
upp. Hvernig verður framtíðin án
mömmu?
Uppvaxtarár okkar systkina
voru að mörgu leyti frábrugðin því
sem tíðkaðist. Mamma hafði til að
mynda gaman af því að lyfta sér
upp og fór gjarnan með okkur á
gamanleikrit ætluð fullorðnum,
„show“ á Broadway og Þórskaffi
og vorum við alltaf einu börnin.
Einnig var hún dugleg að fara
með okkur út að borða sem var
óvenjulegt á þeim tíma. Hún var
samt góður kokkur og á ég ljúfar
minningar um uppáhaldsmatinn
minn, lambahrygg á sunnudags-
kvöldum, steikta lambalifur, heitt
kakó og kringlur og bestu gulrót-
arkökuna. Löngu seinna trúði hún
mér þó fyrir því að sér hefði aldrei
þótt gaman að elda. Mamma var
nýjungagjörn og var oft fljót að
fjárfesta í því sem var nýtt á
markaðnum. Við vorum til að
mynda með þeim fyrstu að eignast
myndbandstæki.
Mamma naut þess að fara í
sund og var reglulegur gestur í
Laugardalslaug. Hún hafði gaman
af krossgátum og að lesa dönsku
blöðin var fastur punktur í tilver-
unni. Hennar stærsta áhugmál
var þó að spila. Mamma elskaði að
spila og voru ófá notaleg kvöldin
sem við spiluðum og voru vinkon-
ur okkar systra þá gjarnan með.
Þá var mamma í essinu sínu. Á efri
árum spilaði hún reglulega brids á
meðan hún hafði heilsu til.
Mamma elskaði að ferðast.
Snemma fór hún með okkur til
Kaupmannahafnar að heimsækja
ömmu og Ölu og til Hönnu systur
sinnar í London. Þessar ferðir eru
með mínum bestu æskuminning-
um. Mömmu langaði að kveðja
Kaupmannahöfn og náðum við
ferð saman að kveðja borgina sem
var henni svo kær.
Aldrei heyrði ég mömmu hall-
mæla öðrum eða dæma. Þegar hún
hitti Ástráð minn í fyrsta skipti
hefðu margir sagt eitthvað vegna
aldursmunarins en mamma sagði
bara „ jæja“. Ég vissi svo sem að
hún gæti ekki sagt mikið þar sem
pabbi var rúmum 20 árum eldri en
hún. Mamma studdi okkur ávallt í
öllu því sem við tókum okkur fyrir
hendur. Hún var ekki stjórnsamt
foreldri, en sýndi ást sína miklu
frekar í verki en orði. Uppeldisað-
ferðir hennar voru góð fyrirmynd
en ekki boð og bönn.
Mamma þurfti að bíða nokkuð
lengi eftir barnabörnum. Hún sá
ekki sólina fyrir fyrir þeim og þau
sóttu mikið í að vera hjá henni.
Hún lék við þau og var einstaklega
lunkin við að finna skemmtilegar
gjafir og leikföng handa þeim.
Kveðjustundin var löng og það
var átakanlegt að fylgjast með
mömmu hverfa í hyldýpi heilabil-
unarinnar. Lífsgæðin voru veru-
lega skert og átti heyrnarleysi
hennar líka stóran þátt í því. Síð-
ustu misserin nefndi mamma
gjarnan að pabbi kæmi til sín og
væri að sækja sig. Pabbi var ástin
í lífi mömmu og 48 ára aðskilnaður
elskenda er langur tími. Ég gleðst
innilega við tilhugsunina um end-
urfundi þeirra og það sefar sorg-
ina í hjarta mínu.
Anna Ingibjörg.
Elsku besta amma. Ég er
heppnust að hafa kynnst þér og
fengið að vera litla ömmustelpan
þín. Þú hefur alltaf gert allt sem þú
gast til að gera mig að hamingju-
sömustu stelpu. Ég er svo óend-
anlega þakklát fyrir allar minning-
arnar sem að við höfum náð að búa
til saman. Öll spilakvöldin okkar,
bíókvöldin, ferðirnar í pulsuvagn-
inn, sundlaugaferðirnar og allar
fallegu gjafirnar sem að þú hefur
gefið mér. Ég man þegar þú komst
með blómahúfuna þína í leikskól-
ann minn og horfðir á mig syngja
þar, heimsóknirnar eftir æfingu og
þegar ég gisti hjá þér og við borð-
uðum kjötbollur frá 1944. Mér eru
minnisstæð öll jólin þegar við bök-
uðum piparkökur og allar utan-
landsferðirnar okkar. Þegar við
héldum upp á jólin á Tenerife og ég
keyrði þig um allt í hjólastólnum og
svo settumst við niður við barinn
og þú fékkst þér irish coffee og ég
mér ís. Einnig Færeyjaferðin þeg-
ar öll stóra fjölskyldan fór að skoða
eyjuna þar sem Avona langamma
fæddist, Danmerkurferðin okkar
þegar við fórum í tívolíið og heim-
sóttum Österbro, gamla hverfið
hennar Avonu ömmu. Svo leiðin
heim frá Svíþjóð sem er ógleym-
anleg og við fengum að sitja frítt á
saga class og fengum allan mat
ókeypis í vélinni.
Elsku amma, þú hefur verið
besta amma sem að hægt er að
hugsa sér. Það var svo gott að
eyða þessu sumri með þér, þegar
ég bakaði köku og kom með til þín
á Sóltún og við spiluðum og fórum
í göngutúra og settumst svo á Te-
&kaffi. Það voru forréttindi að
geta kallað þig ömmu mína, allir
eiga skilið eina ömmu eins og þig.
Ég elska þig endalaust. Hvíldu í
friði elsku amma.
Þín ömmustelpa,
Ása María.
Komið er að kveðjustund við
kæra föðursystur, sem kvaddi
okkur á þessu fallega hausti, 88
ára gömul.
Minningarnar eru margar og
fyrst koma upp í hugann góðar
stundir á Hofteigi, þar sem ég var
m.a. í pössun í vikunni sem Einvígi
aldarannir var háð og passaði
frænka mín vel upp á það að ég
fengi – sem kallast núna – „me-
time“ og leyfði mér að fara einni í
sund daglega. Hún vissi að ég
þyrfti smápásu frá yngri frænkum
mínum, sem fannst einstaklega
skemmtilegt að hafa stóru frænku
í heimsókn og var lesið og spilað
og borðuð sílamávsegg, og svo leið
tíminn bara ljúft við útileiki og
góða umönnun.
Ása frænka var skipulögð hús-
móðir fram í fingurgóma enda nóg
að gera með börnin þrjú – en því
miður hún varð ekkja með þau svo
ung. Mikil var sorgin þegar Gunn-
ar féll frá og Ása ein með börnin,
hvað hún stóð sig vel alla tíð, svo
ein með þau og lét ekki deigan
síga nokkurn tímann. Að horfa
fram á veginn var henni eðlislægt
– hún var líka af þeirri kynslóð að
harmurinn var borinn í hljóði og
einbeitingin að framtíðinni í fyr-
irrúmi.
Ása var atorkusöm kona og sá
til þess að allir hefðu nóg fyrir
stafni, hún fór í nám, börnin lærðu
á hljóðfæri, farið var í utanlands-
ferðir og haldnar veislur á Hof-
teigi – og dáist ég að því líka þegar
hún var að taka fleiri með til út-
landa, eins og Hafdísi systur mína
einu sinni til Ítalíu, sem var mikil
upplifun fyrir alla – og svo ferð-
irnar okkar að heimsækja fjöl-
skyldumeðlimi í útlöndum. Svo
heppilega vildi til að Hanna yngri
systir Ásu bjó í London og amma í
Kaupmannahöfn og var farið
reglulega með hópinn í heimsókn-
ir. Einu sinni fór ég með og það
var sko ekki slegið slöku við er
ferðast var með Ásu frænku. Það
átti að upplifa og gera eitthvað af
viti alla daga og dagurinn tekinn
snemma, reyndar eldsnemma að
tillögu Ásu – eins og þegar við tók-
um fyrsta flugið frá Kaupamanna-
höfn til Jótlands, á leið í Lególand,
svo eldsnemma að við vorum alein
í flugvélinni. Eða þannig er það í
minningunni. Lundúnaferðin okk-
ar var líka frábær – hvað við gát-
um hlegið með Hönnu frænku,
enda elsku Hanna, sem kvaddi
okkur alltof fljótt, svo hláturmild
og sá það spaugilega í tilverunni
endalaust.
Stóra fjölskylduferðin okkar til
Færeyja 2011, er amma Avona
hefði orðið 100 ára, er okkur öllum
ógleymanleg. Voru móttökurnar
svo frábærar í alla staði og nutum
við hvers dags er æskuslóðir móð-
ur Ásu voru heimsóttar og ætt-
ingjar okkar sóttir heim, bæði á
Suðurey og í Gasadalur á Vágar,
sem talinn er einn af fallegustu
stöðum á jörðinni! Var það mikið
til Ásu að þakka hvað vel tókst til
því hún var sú eina sem hafði verið
í reglulegu sambandi við frænkur
okkar þar sem sáu til þess að hóp-
urinn frá Íslandi fengi einstaklega
yndislegar móttökur.
Nú kveð ég kæra föðursystur
með þakklæti í hjarta.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar Gunnar frændi minn, Anna,
Sigrún, makar og ömmubörn.
Blessuð sé minning þín, Ása
mín.
Anna Hansdóttir.
Í dag kveð ég kæra vinkonu til
margra ára. Við kynntumst á
sumardvalarheimili fyrir börn þar
sem við unnum báðar. Ég á minni
góðu vinkonu margt að þakka í
gegnum tíðina. Hún studdi mig vel
á erfiðum tímum en við áttum líka
ljúfar og skemmtilegar stundir
saman með börnunum okkar. Fór-
um í ferðalög, leikhús og ýmislegt
fleira. Á milli okkar var alltaf
sterkur strengur, væntumþykja
og vinátta og það ber að þakka.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Innilegar samúðarkveðjur til
barna Ásu og fjölskyldu þeirra.
Við fjölskyldan kveðjum Ásu með
virðingu, söknuði og þakklæti.
Stella vinkona.
Ása María
Kristinsdóttir