Morgunblaðið - 11.10.2022, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
„BÚÚ-HÚ-HÚ, BÚÚ-HÚ, BÚÚ-HÚ, BÚÚ-HÚ-HÚ.
NÆSTI!“
„HÉR ER BOLLI. LÁTTU MIG HAFA BENSÍN
FYRIR HUNDRAÐKALL.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fatta það að þú ert
kannski ekki í jafngóðu
formi og þú hélst!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
UPPSKRIFT MÍN
AÐ HAMINGJUNNI…
EITT KNÚS FRÁ BANGSA EFTIR ÞÖRFUM
ÞETTA ER
STÓLINN MINN,
VOLAÐA, LITLA
BLEYÐAN ÞÍN!
ÞETTA ER VINUR MINN SEM ÞÚ
ERT AÐ TALA UM! ENGINN KALLAR
HANN LITLA, VOLAÐA, HUGLAUSA
BLEYÐU!
„HUG-
LAUSA?“
FYRIRGEFÐU, ÉG BARA
MISSTI ÞETTA ÚT ÚR
MÉR!
KVARTANADEI
LD
hún hefur dugað mér sem áhugamál.
En ef ég ætti að nefna eitthvað ann-
að þá eru það kvikmyndir, ég hef
alltaf verið mikill bíófíkill.“
Fram undan hjá Guðmundi eru af-
mælistónleikar sem verða haldnir
22. október í Háskólabíói. „Svo er ég
að vinna, eins og við köllum það í
tónlistarbransanum, heiðarlega
vinnu, á tvo unga syni og er á fullu í
tónlistinni líka. Það er því nóg að
gera í mínu lífi.“
Fjölskylda
Synir Guðmundar með fyrrver-
andi sambýliskonu sinni, Rannveigu
Egilsdóttur, f. 7.11. 1980, ferðahönn-
uði eru Sigurjón Thorberg, f. 5.8.
2010, og Egill Heiðar, f. 25.4. 2017.
Sonur Rannveigar og stjúpsonur
Guðmundar er Bjarnfinnur Sverris-
son, f. 20.8. 2004. Þeir eru búsettir á
Álftanesi. Stúpsonur Guðmundar er
einnig Daníel Takefusa Þórisson, f.
31.1. 1990, leikari og verkfræðingur,
búsettur í Reykjavík. Maki hans er
Ásdís Eva Ólafsdóttir framkvæmda-
stjóri. Móðir Daníels er Dóra Take-
fusa, f. 8.1. 1972, hótelstýra, fyrrver-
andi sambýliskona Guðmundar.
Systkini Guðmundar eru Kristín
Jónsdóttir, f. 22.1. 1964, tanntæknir,
búsett í Reykjavík, og Ægir Thor-
berg Jónsson, f. 27.6. 1980, flugvirki,
verkfræðingur og framkvæmda-
stjóri, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Guðmundar voru hjón-
in Jón Helgason, f. 12.12. 1932, d.
1.12. 2019, vélstjóri á Skagaströnd
og í Reykjavík, og Aðalheiður Mar-
grét Guðmundsdóttir, f. 11.5. 1942,
d. 24.9. 2011, húsfreyja og verka-
kona á Skagaströnd og síðar lækna-
ritari í Reykjavík.
Guðmundur
Jónsson
Margrét Guðbrandsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Klemens Klemensson
sjómaður í Reykjavík
Aðalheiður Klemensdóttir
húsfreyja og saumakona í Reykjavík
Guðmundur Kristján Kristjánsson
vélstjóri í Hafnarfirði og Reykjavík
Aðalheiður Margrét
Guðmundsdóttir
húsfreyja og verkakona
á Skagaströnd, síðar
læknaritari í Reykjavík
Ingibjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Kristján Jónasson
vélstjóri í Hafnarfirði og Reykjavík
Sveinbjörg Pétursdóttir
húsfreyja á Búðum og í Gíslabæ
Jón Helgason
sjómaður á Búðum á Snæfellsnesi
og í Gíslabæ á Hellnum
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja á Akureyri, Siglufirði,
í Kópavogi og Reykjavík
Helgi Thorberg Kristjánsson
vélstjóri á Akureyri, Siglufirði, í
Kópavogi og Reykjavík
Helga Ingibjörg Helgadóttir
húsfreyja í Gíslabæ
Kristján Kristjánsson
bátasmiður í Gíslabæ á Hellnum og í Ólafsvík
Ætt Guðmundar Jónssonar
Jón Thorberg Helgason
vélstjóri á Skagaströnd
og í Reykjavík
Baldur frændi minn Hafstað
sendi mér góðan póst á föstu-
dag: „Reynir Jónasson organisti og
landsfrægur harmónikuleikari
varð níræður þann 26. september
síðastliðinn. Stórveisla var haldin í
tilefni dagsins og margir listamenn
stigu upp á svið og heiðruðu öld-
unginn í bundnu og óbundnu máli
en þó umfram allt með söng og
hljóðfæraslætti.
Frændi Reynis að norðan, Jónas
Friðriksson, sendi honum eftirfar-
andi kveðju (Þess má geta til skýr-
ingar að Reynir mætir í sundlaug-
arnar alla morgna um leið og opnað
er og syndir sína fimm hundruð
metra; en áratugir eru síðan hann
setti tappa í flösku):
Margir hljóta heiðarvegi og sanda,
hvað sem menn í lífi sínu kjósa.
Þú liðkar bæði líkama og anda
en liðnir eru dagar víns og rósa.
Lævís reyndist lögg í þínu glasi,
listamaður tíðum þar við undi.
Nú ertu líkt og unglingur í fasi
allsgáður og nýkominn úr sundi.
Af ævistarfi átt að vera hreykinn,
þér unnt var bæði: að flytja tón’ og
skapa.
Nú ertu nokkuð langt kominn með
leikinn
sem leikum við og allir munu tapa.
Í annarri stöku sem Reynir fékk
senda er vísað til þess að hann ólst
upp á Helgastöðum í Reykjadal í
Þingeyjarsýslu og fór mjög ungur
að spila við guðsþjónustur í kirkj-
unni þar; einnig er lauslega minnst
á eiginkonu Reynis, Agnesi Löve
píanóleikara:
Í lágri kirkju lék hann þá
og líka á böllum nyrðra.
Hann leikur enn, svo ungur á brá,
á Agnesi hér syðra.“
Ég tek undir árnaðaróskir til
Reynis og þakka góð kynni.
Pétur Stefánsson gaukaði að mér
þessari vísu þar sem í vændum væri
norðanhvellur með hríð um mest-
allt land:
Öldur rjúka, foldin frýs
fjötruð norðan gnýnum.
Vefur landið veðradís
vetrarörmum sínum.
Jóhann S. Hannesson orti og kall-
aði „Nýsikennslu“:
Ymur mér í eyrum haust.
Öspin stolin hvísli sínu
flytur enn þá auga mínu
erindi sitt blaðalaust.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Organisti og harmóniku-
leikari níræður