Morgunblaðið - 11.10.2022, Side 29
Extreme Chill-hátíðin fór fram í 13.
skipti í miðborginni um helgina.
Tónleikar og viðburðir fóru fram
víða og innlendir og erlendir tón-
listarmenn komu fram. Hátíðin hef-
ur með hverju árinu aukist að um-
fangi og metnaði.
Ljósmyndir/Ómar Sverrisson
Snúrufjöld Þær eru
ófáar snúrurnar
sem þarf að tengja
og takkarnir sem
þarf að snúa á hátíð
á borð við Extreme
Chill. Hér sjást
Stereo Hypnosis
framkalla sinn seið í
Fríkirkjunni á
sunnudag með Err-
aldo Berrnochi og
Christopher Chapl-
in en sá síðarnefndi
er yngsti sonur
Charlies Chaplins.
Vel heppnuð
tilrauna-
starfsemi
Kenískur KMRU
á Húrra á föstu-
dag, rísandi
stjarna í tilrauna-
kenndri raftónlist
þar sem vett-
vangsupptökum
og spuna er
blandað saman.
Sveimur Austur-
ríkismaðurinn
Fennesz hefur um
áratugaskeið
verið eitt helsta
nafnið í ambient-
geiranum og
hefur áður komið
til landsins. Hann
hélt vel heppnaða
tónleika á Húrra
á laugardag.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Indie wire
SÁLFRÆÐITRYLLIR SEM SÍFELLT KEMUR Á ÓVART
SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL
SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA
Telegraph
CHRISTIAN
BALE
MARGOT
ROBBIE
JOHN DAVID
WASHINGTON
CHRIS
ROCK
ANYA
TAYLOR-JOY
ZOE
SALDAÑA
MIKE
MYERS
MICHAEL
SHANNON
TIMOTHY
OLYPHANT
ANDREA
RISEBOROUGH
TAYLOR
SWIFT
MATTHIAS
SCHOENAERTS
ALESSANDRO
NIVOLA
AND ROBERT
DE NIRO
WITH RAMI
MALEK
S
inn er siður í hverju landi
og sennilega eiga margir
erfitt með að skilja hugs-
anagang og ýmsar aðfarir
fólks á fjarlægum stöðum, hvað þá
þegar viðteknir hættir, sem orka
tvímælis í hinum vestræna heimi,
svo vægt sé til orða tekið, eru við-
hafðir í nafni trúarbragða í næsta
nágrenni. Danski rithöfundurinn
Lone Theils býr til slíkt sögusvið og
hlífir engum með
þeim afleiðingum
að glæpasagan
Nornadreng-
urinn ristir inn
að beini.
Fræðimenn á
misjöfum sviðum
eiga það til að
stíga á tær í
rannsóknum sínum og það getur
verið varhugavert. Sérfræðingur í
hryðjuverkasamtökunum Boko
Haram þarf að vera var um sig.
Ekki síst ef hann er frá Nígeríu
með aðsetur í Lundúnum, beinir at-
hugunum sínum að tengslunum
milli Afríku og Englands og er fús
til að ræða við blaðamann um mikil-
vægar uppgötvanir sínar. Þetta er
útgangspunktur spennusögunnar.
Það þarf ofurkonu eins og Noru
Sand til þess að komast að hinu
sanna í málum, þar sem öllum
brögðum er beitt til að viðhalda
þöggun og óbreyttu ástandi. Konu
sem er með bein í nefinu og heldur
ótrauð áfram þótt hún þurfi að
sinna öðrum verkefnum sem þola
enga bið. Danski blaðamaðurinn
veit hvað hann syngur, jafnvel í
mikilli tímapressu.
Forræðisdeilur eru ekki nýjar af
nálinni, en erfitt er að skilja hvern-
ig fólk sem hefur búið saman í sátt
og samlyndi umturnast þegar leiðir
skilur. Gjarnan er skipting fast-
eigna, sparnaðar og lífeyris helsta
deilumálið, en forræði barna vegur
líka oft þungt og þess eru dæmi að
einskis sé svifist til að fá sitt, með
réttu eða röngu. Sagan talar sínu
máli. Nora stendur sjálf á tímamót-
um og á erfitt með að taka ákvörð-
un, en annað og alvarlegra mál er í
algjörum forgangi hjá henni, mál
sem þolir enga bið og hún er tilbúin
að hætta lífi og limum til að komast
til botns í.
Lone Theils spinnur glæpasögu
út frá eldfimu efni, býr til spennu
og kemst að niðurstöðu. Áhugaverð
saga með tilliti til raunheima, en
rýni finnst sem fyrr að barnaníð
bæti ekki skáldsögur.
Áhugaverð „Lone Theils spinnur
glæpasögu út frá eldfimu efni, býr
til spennu og kemst að niðurstöðu,“
segir um sögu danska höfundarins.
Glæpir í skjóli
trúarbragða
Glæpasaga
Nornadrengurinn bbbmn
Eftir Lone Theils.
Friðrika Benónýsdóttir þýddi.
Ugla 2022. Kilja, 294 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR