Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 12
Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is Ljóst er að víða er pottur brotinn í íslenskri knatt­ spyrnu og margt þarf að bæta. Grétar Rafn Steinsson tók fram marga áhugaverða punkta í skýrslu sinni sem hann skilaði til KSÍ síðasta sumar. fotbolti Skýrslan sem Grétar Rafn Steinsson skilaði til KSÍ í júlí varð ekki opinber fyrr en Frétta­ blaðið hóf að birta hana á aðfanga­ dag. Æðstu stjórnendur KSÍ höfðu setið með skýrsluna á borði sínu en ákveðið að ekki þyrfti að hafa neinar hraðar hendur í að vinna úr henni og taka einhver atriði til greina og bæta þau. Allt fór á fulla ferð eftir birtingu Fréttablaðsins og sambandið hóf að senda skýrsluna út á aðildarfélögin. Fimm mánuðum eftir að Grétar Rafn skilaði skýrslu sinni til KSÍ hafði engin almennileg vinna farið fram, stjórn KSÍ hafði að stærstum hluta ekki hugmynd um skýrsluna og það hafði starfsfólk sambandsins ekki heldur. Ljóst er að þarna brugð­ ust þeir sem ráða hjá KSÍ, að sitja með skýrsluna óhreyfða á borði sínu í f leiri mánuði er merki um slæleg vinnubrögð. Gera þarf betur í málefnum sem skipta fótboltann í landinu máli. Undanfarið ár hefur sambandið haft allan fókus á málefnin utan vallar, tekið var á þeim vandamál­ um sem höfðu komið upp og farið var að vinna úr þeim. Knattspyrnu­ hreyfingin er hins vegar farin að kalla eftir því að sambandið setji meiri einbeitingu á stöðuna innan vallar. Karlalandsliðið var í frjálsu falli í tólf mánuði en hefur sýnt örlitlar bætingar, kvennalandsliðið sýnir engar bætingar og staðan í íslenskum fótbolta er almennt nokkuð slæm. Skýrsla Grétars ætti að vera gott tæki fyrir sambandið og hreyfing­ una til að ræða málin og setja meiri einbeitingu á málin innan vallar. Ekki að stinga hausnum ofan í sand­ inn og vona að skýrslan gleymist. Það er fullt af punktum í skýrslu Grétars þar sem bent er á hluti sem þarf að bæta og á að bæta. Eitt af því er að ráða inn f leira starfsfólk hjá KSÍ, til þess að það verði hægt þarf sambandið að skoða hvernig það fer með fjármuni sína. Eitt af því sem hægt væri að byrja á er að láta félög landsins greiða fyrir dómarakostnað. Í afreks­ þjálfun eins og sambandið á að standa fyrir heldur það engu vatni að sambandið borgi fyrir dómara­ kostnað í neðstu deildum fótboltans hér á landi. Dómarakostnaður var samkvæmt heimildum nálægt 300 milljónum króna á síðasta ári. Taka þarf þá umræðu hvort ekki eigi að setja þátttökugjald á öll Slæleg vinnubrögð í Laugardal Sumir kunna að hafa aðra skoðun en Grétar en aldrei í lífinu hefur orðið framþróun í neinu nema að umræða fari fram. KSÍ er vandi á höndum að leiða hreyfinguna í gegnum nauðsynlegar breytingar. Fréttablaðið/Ernir félög í deildum hér landi, 2 millj­ ónir króna á lið í efstu deildum og svo lækkar upphæðin eftir því sem neðar er farið gæti virkað. Þá væru til fjármunir til að nýta í faglegt starf KSÍ og auka fjölda starfsmanna KSÍ sem eru sárafáir í öllum saman­ burði við önnur lönd. Þetta yrði líka til þess að bumbuboltafélög færu frekar í utandeildir þar sem þau eiga frekar heima, eðlilega sitja þau sem fastast í keppnum KSÍ þegar kostnaðurinn er nánast enginn. Sá punktur Grétars að á Íslandi sé byrjað á röngum enda stuðaði marga. Stærstum hluta tekna félagsliða er varið í laun í stað þess að byggja til framtíðar, við borgum atvinnumannalaun í áhugamanna­ umhverfi eins og Grétar orðaði það. Þessi staðhæfing og í raun staðreynd frá jafn sterki rödd og Grétari er nauðsynleg fyrir íslenskan fót­ bolta. Launaskrið hefur verið í fót­ boltanum hér á landi undanfarin ár en gæðin hafa síst orðið meiri. Spurning er hvort hægt sé að nota fjármunina betur því mörg lið í Bestu deild ráða varla við gerða samninga, borga seint og illa og eru í tómri klípu. Það á ekki að þurfa að vera óþægi­ legt að ræða hlutina, sumir kunna að hafa aðra skoðun en Grétar en aldrei í lífinu hefur orðið framþróun í neinu nema að umræða fari fram. Það hefur oftar en ekki verið einn stærsti galli íþróttahreyfingarinnar að umræðan um málin, stöðuna og hvort vegferðin sé rétt eða röng fer sjaldan fram. Fari hún fram er það iðulega ekki á opnum vettvangi. Það er vonandi að sambandið og hreyfingin nýti vinnu Grétars, það er ekki tilviljun að hann hefur starfað hjá Tottenham og Everton á undanförnum árum og fleiri stórlið í Evrópu hafa sóst og sækjast eftir kröftum hans. Hann hefur þekk­ ingu á því sem hann skrifar um og það er sjálfsögð krafa að KSÍ nýti þá vinnu betur sem það sjálft réð Grétar til að vinna en gert hefur verið undanfarna mánuði. n hordur@frettabladid.is fótbolti A­landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki í Algarve í Portú­ gal á næstu dögum. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi á morgun, sunnudag, á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð. Verkefnið er fyrir þá leikmenn sem alla jafna eiga ekki stórt hlutverk í hópnum. Þar sem leikurinn er ekki á alþjóðlegum leikdögum eru ekki allir leikmenn í boði fyrir Arnar Þór Viðarsson. Tveir leikmenn gætu leikið sína fyrstu landsleiki í þessu verkefni en Aron Bjarnason hefur sýnt góða takta með Sirius í sænsku úrvals­ deildinni. Nökkvi Þeyr Þórisson sem varð að stjörnu í Bestu deild­ inni í sumar með KA er einnig nýliði í hópnum. Nökkvi raðaði inn mörk­ um fyrir KA og var seldur til Belgíu þar sem hann hefur farið vel af stað í næstefstu deild þar í landi. Um er að ræða síðasta verkefni landsliðsins fyrir undankeppni Evr­ ópumótsins sem hefst í mars. Leik­ menn í hópnum í þessu verkefni hafa þannig tækifæri til að heilla þjálfarateymið til að eiga möguleika á að vera í hópnum þegar alvaran byrjar. n Tækifæri til að sanna ágæti sitt Hópurinn í verkefninu n Frederik Schram n Hákon Rafn Valdimarsson n Patrik Sigurður Gunnarsson n Andri Lucas Guðjohnsen n Arnór Ingvi Traustason n Aron Bjarnason n Aron Sigurðarson n Bjarni Mark Antonsson n Dagur Dan Þórhallsson n Damir Muminovic n Danijel Dejan Djuric n Davíð Kristján Ólafsson n Guðlaugur Victor Pálsson n Höskuldur Gunnlaugsson n Ísak Snær Þorvaldsson n Júlíus Magnússon n Kristall Máni Ingason n Nökkvi Þeyr Þórisson n Róbert Orri Þorkelsson n Sveinn Aron Guðjohnsen n Valgeir Lunddal Friðriksson n Viktor Örlygur Andrason Landsliðið leikur æfingaleiki í Portú- gal. Fréttablaðið/ anton brink aron@frettabladid.is Handbolti Lokahnykkurinn á undirbúningi íslenska karlalands­ liðsins í handbolta hefst í dag er liðið mætir Þjóðverjum í fyrri leik liðanna í tveggja leikja törn. Upp­ selt er á báða leiki sem fara annars vegar fram í Bremen og hins vegar í Hannover. Eins og staðan er í dag, fyrir kom­ andi æfingaleiki, eru allir leikmenn landsliðsins heilir og vonast Guð­ mundur Guðmundsson, landsliðs­ þjálfari íslenska liðsins, til að svo verði einnig eftir leikina en Ísland hefur síðan leik á HM í handbolta þann 12. janúar næstkomandi. „Við höfum auðvitað lent í því áður að leikmenn meiðist svona skömmu fyrir mót, það er alltaf eitthvað sem getur gerst,“ segir Guð­ mundur við Fréttablaðið. „Hand­ bolti er líka þannig íþrótt að það er hart tekist á. Við vonum bara að við losnum við allt svona.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður­Kóreu á HM og hefur Guðmundur, ásamt sínu aðstoðarfólki reynt að greina þau lið í þaula. Þessi lið eru einnig að leika sína síðustu leiki fyrir HM þessa dagana. Hversu mikið er að marka þá? „Við höfum auðvitað gert ráð­ stafanir til að ná í alla þá leiki sem við getum komist yfir. Við fáum leiki Portúgal núna um helgina, höfum nú þegar fengið upptökur úr leikjum Suður­Kóreu en það hefur reynst erfiðara að fá upptökur frá leikjum Ungverjalands. Það er ekki einfalt mál.“ Uppselt er á þessa tvo leiki Þýska­ lands og Íslands í dag og á morgun og von á afar góðri stemningu á pöllunum, góðir undirbúningsleikir fyrir íslenska landsliðið sem spáð er góðu gengi á HM. Þá verður leikur dagsins í dag ansi sérstakur fyrir Alfreð Gísla­ son, landsliðsþjálfara Þýskalands, en þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem hann mætir Íslandi í leik. n Von á stuði og stemningu í Þýskalandi í dag Miklar væntingar eru gerðar til landsliðsins á HM en um helgina sér þjóðin hvar liðið stendur í raun og veru. Fréttablaðið/anton brink 12 Íþróttir 7. janúar 2023 LAUGARDAGURÍþRóttiR Fréttablaðið 7. janúar 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.