Fréttablaðið - 07.01.2023, Side 22

Fréttablaðið - 07.01.2023, Side 22
Á fyrstu plötu sinni, Mod- ern Age Ophelia, fetar Anna Sóley Ásmundsdóttir nýjar og spennandi leiðir á mörkum fortíðar og nútíðar og á forvitnileg samtöl við persónur bókmennta- og mannkynssögunnar. jme@frettabladid.is Anna Sóley segir plötuna Modern Age Ophelia sameina tónlistarkon- una og bókmenntafræðinginn í sér. „Ég fór í djasssöngnám í ArtEZ í Arnheim í Hollandi og útskrifaðist 2021. Eftir það fór ég í eins árs MA- nám í Utrecht. BA-ritgerðin mín í bókmenntafræði úr HÍ fjallaði um lagatexta. Þar greindi ég lagatexta Bob Dylan með greiningartækjum úr tónlistinni og bókmenntafræð- inni,“ segir Anna Sóley. Innblástur úr ólíkum áttum Breiðskífuna segir Anna vera undir áhrifum nútímadjass, grúvs, popps og alþýðutónlistar. „Ég fékk inn- blástur úr ólíkum tónlistargrein- um og blanda saman. Í sumum lögum eru ákveðin spunaelement sem tala til djassstefnunnar á meðan annars staðar má greina áhrif popp- og alþýðutónlistar. Platan á líka rætur í söngvaskálda- stefnunni,“ segir Anna Sóley. Á plötunni vinnur hún meira með texta en áður. „Áður en ég fór út í nám gaf ég út tvær smáskífur sem voru undir áhrifum grúv-tón- listar. Lögin á Modern Age Ophelia eru aðeins öðruvísi. Þar er meiri áhersla á texta og raddbeitingin er ólík. Ég nota líka mismunandi aðferðir við að semja lögin á plötunni. Oftast hef ég byrjað á hljómaframvindu eða litum þegar ég sem lag. Út frá því koma laglína og texti hægt og rólega saman við. Hér gerði ég margar ólíkar til- raunir. Í sumum tilfellum byrjaði ég á að semja laglínu, hljómsetti eftir á og setti svo texta við. Sums staðar kom þetta allt á sama tíma. Og í titillagi plötunnar skrifaði ég fyrst textann og hugsaði svo eftir á að hann gæti virkað sem lagatexti.“ Samtöl við sögupersónur „Ég hef alltaf haft gaman af sögum og sæki innblástur í þær. Ég sæki líka í persónur, skáldaðar eða raun- verulegar. Síðasta lagið á plötunni, Echo, er innblásið af sögunni af Ekkó og Narkissosi og persónan í Brighter Day er lauslega byggð á Pollýönnu. Þetta eru textaleg og tónlistarleg samtöl við persónur sögunnar en eins og titillinn gefur til kynna eru þau með túlkun frá okkar tíma. Ég er að skrifast og syngjast á við persónur, sem hafa allar talað til mín á einhverjum tímapunkti í lífi mínu. Það er svo margt sem maður hefur hlustað á og lesið sem hefur bæði bein og óbein áhrif á mann þegar maður er að skrifa og semja. Ég hef líka lengi haft áhuga á mannlegu eðli, hvað talið er eðli- legt á hverjum tíma fyrir sig og hvar mörkin þar á milli liggja.“ Modern Age Ophelia er titillag plötunnar en titillinn kemur aldrei fyrir í laginu. „Í þessu lagi á ég tón- listarlegt og bókmenntalegt sam- tal við Ófelíu, sem drukknaði, eins og frægt er, í leikritinu Hamlet eftir Shakespeare. Vatnið finnst mér vera táknrænt fyrir tilfinningar, og í sögunni fer hún yfir ákveðin mörk. En ég g vil ekki kafa of djúpt í merkingu textans svo ég taki ekki túlkunina frá hlustendum.“ Tónleikar á þriðjudaginn Platan kom út á streymisveitum í september og hefur hlotið þar góða hlustun. Á þriðjudaginn verða svo útgáfutónleikar í Björtu- loftum í Hörpu og segist Anna Sóley vera spennt að flytja lögin fyrir áhorfendur ásamt bróður sínum Mikael Mána Ásmundssyni á gítar, Birgi Steini Theodórssyni á kontrabassa, Magnúsi Trygvasyni Eliassen á trommur, Steingrími Teague á píanó, hljómborð og raddir og Tuma Árnasyni á tenór saxófón. „Það eru mikil forréttindi að fá að vinna með svona færum tónlistarmönnum. Allir nema Steingrímur spiluðu með mér inn á plötuna og það er einstaklega gaman að fá að flytja tónlistina með þeim aftur á lifandi tón- leikum. Ef allt gengur að óskum verður svo hægt að næla sér í plötuna á vínyl. Það er mjög góð tilfinning að vera búin að senda þessi samtöl frá mér út í heiminn og leyfa þeim þannig að öðlast eigið líf í hugum hlustenda. Ég held að það verði afar notaleg stemning í Björtuloft- um á þriðjudaginn. Þá geri ég ráð fyrir að áhorfendur fái tækifæri til þess að hugsa og líta aðeins inn á við,“ segir Anna Sóley að lokum. n Listin að syngjast á við Ófelíur nútímans Anna Sóley er spennt að flytja lögin af plötunni í Hörpu á þriðjudag. Fréttablaðið/Valli Fanney Dóra Veigarsdóttir byrjaði að prófa að taka inn Pure Omega-3 frá Good Routine eftir að hafa upplifað mikið hárlos. Árangurinn kom henni virkilega á óvart en hún hefur ekki þurft að losa hár úr hárburstanum sínum í tvo mánuði. Fanney Dóra eignaðist barn fyrir 19 mánuðum síðan og missti mikið hár í kringum brjóstagjöfina. Hún bjóst við að það myndi lagast með tímanum en hárlosið hélt bara áfram. Þá talaði hún við vinkonu sína sem benti henni á að taka inn Pure Omega-3 frá Good Routine. „Ég fór fyrst í blóðprufu, en ég er mikill stuðningsmaður þess að láta athuga hvaða vítamín maður þarf áður en maður byrjar að taka inn bætiefni. Það kom í ljós að mig vantaði töluvert af vítamínum,“ útskýrir hún. Í kjölfar blóðprufunnar byrjaði Fanney Dóra að taka inn Pure Omega-3 en hún ákvað að taka líka inn Synergize-Your-Gut fyrir magaflóruna og Daily-D3 d-víta- mín, allt frá Good Routine. „Það er svo mikið af alls kyns vítamínum á markaðnum og það er erfitt að átta sig á því hvað maður á að taka og hvað er betra en annað. Ástæðan fyrir því að ég valdi bætiefni frá Good Routine er að þegar vinkona mín sagði mér frá þessu merki þá leist mér svo vel á hvernig bætiefnin eru framleidd og hver innihaldsefnin eru,“ útskýrir Fanney Dóra. „Það skiptir mig máli að það séu ekki innihaldsefni í þeim vítamín- um sem ég tek sem ég þekki ekki eða get ekki auðveldlega fundið út hver eru.“ Munurinn kom á óvart Eins og áður segir var Fanney Dóra búin að glíma við mikið hárlos, en hún var líka farin að sofa frekar illa og finna fyrir þreytu. „Það eru komnir tveir mánuðir Hárlosvandamálið er úr sögunni Fanney Dóra segist aldrei hafa fundið eins mikinn mun á sér og eftir að hún byrjaði að taka inn Pure Omega-3 frá Good Routine. Fréttablaðið/EYÞÓr Ráðlögð notkun af Pure Omega-3 eru tvö hylki á dag með mat eða vatni. Ég hef ekki fundið svona mikinn mun á mér áður þegar ég tek inn vítamín. Ég hef alveg fundið mun, en þetta er alveg sjáanlegur munur. Pure Omega-3 hylkin saman- standa af ómega-3 fitusýrum í sínu náttúrulega formi. síðan ég byrjaði að taka inn þessi bætiefni og munurinn sem ég finn á mér hefur komið mér virkilega á óvart. Áður fyrr þurfti ég að hreinsa hár úr hárburstanum mínum að meðaltali annan hvern dag. En ég hef ekkert þurfa að gera það síðan ég byrjaði að taka Omega-3 fyrir að verða tveimur mánuðum.“ „Ég veit ekki hvort það er blanda af þessu þrennu, en læknar voru oft búnir að segja mér að taka inn Omega-3. Ég hef ekki fundið svona mikinn mun á mér áður þegar ég tek inn vítamín. Ég hef alveg fundið einhvern mun, en þetta er alveg sjáanlegur munur. Það er líka aug- ljósara núna því ég var að breyta um háralit, ég var dökkhærð en er núna með rautt hár, svo ef ég sé hár liggja einhvers staðar þá sé ég það alveg á litnum hvort þetta eru gömul hár eða ný. Þetta er augljós- lega að virka fyrir mig.“ Kostir Pure Omega-3 Pure Omega-3 frá Good Routine inniheldur hæsta styrka af Omega- 3 fitusýrum í hverri skammta- stærð (1430 mg). Hylkin saman- standa af ómega-3 fitusýrum í sínu náttúrulega og stöðuga þríglý- seríðaformi sem tryggir upptöku í frumuhimnum. Pure Omega-3 er framleitt með einkaleyfisvörðu tækniferli Flutex™, sem felur í sér fjögurra stiga sértækt hreinsunarferli. Það tryggir að þungmálmar og önnur mengunarefni eru fjarlægð án þess að notast sé við leysiefni, háan hita eða aðrar ágengar aðferðir sem gætu haft áhrif á gæði. Mælt er með Pure Omega-3 til að tryggja heilbrigði hjarta, augna, taugakerfis, húðar, beina og liða- móta, til að viðhalda eðlilegu magni lípíða í blóðinu, styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir ofnæmisviðbrögð og stuðla að vellíðan þeirra sem neyta ekki nógu mikils af góðri fitu. Ráð- lögð notkun eru tvö hylki á dag, tekin með mat eða vatnsglasi eða samkvæmt tilmælum sérhæfðs ráðgjafa. n Sölustaðir Good Routine eru Hag- kaup, Lyf & heilsa, Apótekarinn, Krónan, Fjarðarkaup og www. goodroutine.i 4 kynningarblað A L LT 7. janúar 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.