Fréttablaðið - 07.01.2023, Side 35
Laust starf skjalastjóra/sérfræðings í upplýsingafræði
í heilbrigðisráðuneytinu
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf skjalastjóra/upplýsingafræðings á skrifstofu fjárlaga og innri þjónustu.
Helstu verkefni:
• Ábyrgð á vinnu við skjalastjórnun og skjalavörslu ráðuneytisins, málalyklum og málaskrá.
• Þjónusta, leiðsögn og gagnaöflun fyrir starfsmenn, stofnanir og almenning í skjölum og málaskrám ráðuneytisins.
• Tryggja varðveislu og aðgengi að skjölum og öðrum upplýsingum í skjalasafni ráðuneytisins.
• Upplýsingaöflun/miðlun/frágangur skjala/mála í málaskrá.
• Vinna að innleiðingu á nýju samskiptakerfi stjórnarráðsins GoPro Foris.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í upplýsingafræði (bókasafns- og upplýsingafræði).
• Þekking og reynsla af skjalastjórnun.
• Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni.
• Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni við miðlun upplýsinga.
• Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði.
• Góð kunnátta í ensku og vald á einu Norðurlandamáli er kostur.
• Góð tölvukunnátta.
• Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Metnaður og vilji til að ná árangri.
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna
stjórnarráðsins hafa gert. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja
um starfið óháð kyni. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.
Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar 2023, sótt er um starfið á www.starfatorg.is. Starfshlutfall er 100%
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá
því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Upplýsingar um starfið veitir Runólfur Birgir Leifsson, skrifstofustjóri runolfur.leifsson@hrn.is og
Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri, kristin@hrn.is Stjórnarráð Íslands
Heilbrigðisráðuneytið
Við leiðum
fólk saman
hagvangur.is