Fréttablaðið - 07.01.2023, Side 38
Landakotsskóli auglýsir starf skólastjóra laust til umsóknar. Leitað er að framsýnum einstaklingi sem hefur metnað fyrir
menntun og skólastarfi, brennur fyrir velferð og framförum nemenda í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra.
Markmið skólans er að veita nemendum framúrskarandi grunnskólamenntun. Í skólanum er metnaðarfullt nám í kjarna-
greinum, öflugt listnám og fjölbreytt tungumálanám.
Skólastjóri veitir faglega forystu á sviði náms og skólaþróunar, sinnir daglegum rekstri, þ.m.t. mannauðsmálum, og
tryggir að skólastarf sé í samræmi við lög og reglur. Ber skólastjóra að fylgja aðalnámskrá leik- og grunnskóla, námskrá
Cambrigde samtakanna og stefnu skólans sem mótuð er af stjórn. Skólastjóri ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við
fjárhagsáætlun sem samþykkt er af stjórn.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Veita faglega forystu og leiða metnaðarfullt skólastarf í
samræmi við stefnu skólans, námskrár og gildandi lög og
reglur.
• Leiða þróun og skipulag náms og kennslu.
• Stýra daglegri starfsemi skólans, þ.m.t. starfsmanna-
málum.
• Bera ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárhagsá-
ætlun.
• Tryggja gott samstarf við aðila innan og utan skólasam-
félagsins, þ.m.t. stjórnsýslu.
Hæfnis- og menntunarkröfur:
• Leyfi til að nota starfsheitið kennari. Farsæl kennslu-
reynsla er kostur.
• Menntun eða starfsreynsla á alþjóðlegum vettvangi er
æskileg.
• Reynsla eða þekking af stjórnun, rekstri, áætlanagerð og
skólaþróun.
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
• Lipurð í mannlegum samskiptum og færni til að leiða
samstarf og samræðu ólíkra einstaklinga.
• Mjög góð tök á íslensku og ensku. Góð kunnátta í öðru
tungumáli er kostur.
Skólastjóri Landakotsskóla
Landakotsskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir 1. til
10. bekk ásamt deild fimm ára barna auk frístundaheimilis.
Landakotsskóli er sjálfseignarstofnun sem lýtur sérstakri
stjórn. Við skólann stunda um 360 nemendur nám í tveimur
deildum, annars vegar í íslenskri deild og hins vegar í alþjóð-
legri deild þar sem námið fer fram á ensku. Um 40 kennarar
starfa við skólann auk 30 annarra starfsmanna. Nemenda- og
kennarahópur skólans er alþjóðlegur og í skólanum er góður
starfsandi og afbragðsgott starfsfólk.
Kaup og kjör eru samkvæmt samkomulagi.
Nöfn umsækjenda verða ekki birt opinberlega.
Umsóknum skjal fylgja starfsferilskrá um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila ásamt greinargerð þar sem m.a. komi
fram sjónarmið um hæfni til starfsins. Umsóknir skal senda inn á alfred.is fyrir 23. janúar nk.
Nánari upplýsingar um starfsemi skólans, þ.m.t. starfsáætlun fyrir skólaárið 2022-2023, má finna á heimasíða skólans,
www.landakotsskoli.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Jóhannsdóttir, ingibjorg@landakotsskoli.is
Við
leiðum
fólk
saman
HH RÁÐGJÖF www.hhr.is - sími: 561 5900 - hhr@hhr.is
HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að
veita afburðarþjónustu og að rétti einstaklingurinn finnist fyrir þá aðila sem nýta sér þjónustu okkar
vegna ráðninga starfsfólks í allar tegundir starfa.
LEITAR ÞÚ AÐ STARFSMANNI?
Ódýrt
• Sanngjarnt lágt verð
• Einföld verðskrá
Skilvirkt
• Flokkunarkerfi
• Aðstoð við textagerð
• Svarpóstar
• Viðbótarþjónustur
• Fjöldi umsækjenda á skrá
Auðvelt í notkun
• Þú setur inn atvinnuauglýsingu í ráðningarkerfi
• Móttekur umsóknir í ráðningarkerfi
• Flokkar og vinnur úr umsóknum í ráðningarkerfi
• Svarar umsækjendum í ráðningarkerfi
• Ráðgjafar HH Ráðgjafar alltaf tiltaks ef á þarf að halda
Atvinnuauglýsingin þín birtist í Atvinnuappinu og á Atvinnuvef HH Ráðgjafar og dv.is
Á Atvinnuvefnum geta fyrirtæki sett
sjálf inn atvinnuauglýsingar og nýtt
ráðningarkerfið okkar til að vinna úr
umsóknum eða beint umsóknum á
eigin síðu.
ATVINNUAUGLÝSING HJÁ
HH RÁÐGJÖF KOSTAR
AÐEINS 24.500 kr.*
*Verð er án vsk.