Fréttablaðið - 07.01.2023, Qupperneq 44
Gunnlaugur Arnar Inga-
son, bakari og „pastrychef“,
alltaf kallaður Gulli Arnar,
hefur unnið hug og hjörtu
sælkera landsins með
sínum guðdómlegu og fal-
legu eftirréttum. Gulli var
önnum kafinn í bakaríinu
um hátíðirnar.
sjofn@frettabladid.is
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á bakstri og eldamennsku yfir
höfuð. Bakstur er mín helsta
ástríða. Ég á það til að kaffæra
mína nánustu í umræðum um
bakaríið. Ég elska að standa í
bakaríinu og hitta mína tryggu
viðskiptavini.“
Þótt áramótin séu liðin er um
að gera að gleðja bragðlaukana,
til dæmis í matarboðum á nýju
ári. Gulli segir að smáréttir séu
það vinsælasta í dag. „Franskar
makkarónur og eftirréttasmá-
bitar passa einstaklega vel með
freyðivíni til að skála með góðum
vinum. Sörur eru ávallt ómissandi
svo mæli ég alltaf með einhverju
fersku og einföldu eins og berjum
og ís.“
Gulli gefur hér uppskrift að
sínum uppáhaldseftirrétti þessa
dagana sem á alltaf vel við.
Lemon tart
Tart-botn
200 g sykur
400 g smjör
30 g eggjarauður
50 g egg
600 g hveiti
Blandið saman sykri og smjöri.
Bætið eggjum við. Setjið hveiti
saman við og hnoðið saman. Gott
er að kæla deigið áður en það
er f latt út í tart-form. Bakið við
180°C í 10-12 mínútur eða þar til
það er gullinbrúnt.
Lemoncurd
4 g matarlím
300 g egg
210 g sítrónusafi
240 g sykur
60 g smjör
Leggið matarlím í bleyti. Hrærið
saman eggjum og sykri. Hitið
sítrónusafa og hellið í mjórri
bunu yfir eggjablönduna meðan
hrært er. Setjið blönduna aftur í
pottinn og hitið við mjög vægan
hita meðan hrært er upp í sirka
85°C. Hrærið matarlím út í kremið.
Hellið sítrónukreminu í tart-skel-
ina og kælið, til dæmis yfir nótt.
Ítalskur marengs
100 g vatn
400 g sykur
200 g eggjahvítur
Þeytið eggjahvítur. Sjóðið sykur
og vatn saman í síróp í sirka 120°C.
Hellið sírópinu í mjórri bunu út
í eggjahvíturnar meðan þeytt er.
Stífþeytið og smyrjið marengs-
inum yfir kremið. n
Ljúffeng lítil sítrónubaka
Svona lítur eftirrétturinn hans Gulla
Arnar út og er uppáhalds.
sjofn@frettabladid.is
Albert Eiríksson er þekktur fyrir
að vera mikill matgæðingur og
halda úti heimasíðu þar sem er að
finna margar sælkerauppskriftir.
Það er því afar spennandi að
fræðast nánar um námskeið hans
um hvernig borða má betur og
huga um leið að alhliða heilsu og
aukinni vellíðan.
Albert hefur þróað og prófað
námskeið sem hann kallar Borðum
og lifum betur. Námskeiðið
stendur í fjórar vikur og næsta
námskeið hefst 9. janúar. „Í mörg ár
hef ég notið handleiðslu Elísabetar
Reynisdóttur næringarfræðings og
lært fjölmargt af henni. Við byrj-
uðum saman með námskeið og
nú stend ég einn og óstuddur. Það
var gaman að upplifa hve margt
breyttist hjá fólki við það eitt að
taka hressilega til í mataræðinu,
en ég fann að fólk vildi meira,“
segir Albert og bætir við að hann
hafi tekið það besta úr námskeiði
sínu og Betu og bætt það á ýmsan
hátt. Núna séu ýmis heimaverkefni
sem fólk glími við og leysi sem eru
viðbót.
Fá matseðil fyrir hvern dag
Albert hefur alla tíð verið mikill
áhugamaður um mat og áhrif hans
á líkamann. Í haust voru haldin
nokkur prufunámskeið með
góðum árangri. „Þátttakendur fá
matseðil fyrir hvern dag allar fjór-
ar vikurnar. Það er stuðningshópur
á netinu og vikulega eru netfundir.
Þar segjum við frá hvernig gengur,
hvernig okkur líður, hvað er fram
undan og annað sem nýtist,“ segir
Albert.
Er hér komið enn eitt megrunar-
námskeiðið?
„Nei, nei, þetta er ekki megr-
unarnámskeið og það er tekið
skýrt fram. Fólk getur lifað góðu
lífi með nokkur aukakíló og ef við
erum sátt í eigin skinni með kílóin
þá er það fínt. Það hefur hins vegar
gerst að þátttakendur hafa misst
mörg kíló – lítum á það sem auka
glaðning. Við erum hvorki að
svelta okkur, drekka marga lítra af
vatni á dag, gúffa í okkur fæðu-
bótarefnum með látum né hafa
þetta leiðinlegt. Á námskeiðinu er
snæddur heiðarlegur, góður matur,
engin framandi hráefni eða annað
sem fólk ekki þekkir.“
Betri nætursvefn, minni bólgur
Aðspurður segir Albert að meðal
þess sem þátttakendur hafa nefnt
að hafa fundið fyrir eftir þátttök-
una á námskeiðinu er betri nætur-
svefn, minni bólgur, það sé léttara
yfir fólki, minna bakflæði, meiri
orka, aukin lífsgæði og lægri blóð-
þrýstingur. „Það er nú kunnara en
frá þurfi að segja að matur er fyrir
öllu. Hins vegar getur verið snúið
að finna út hvað fer vel í okkur og
hvað fer síður vel í okkur. Gott er
að hafa í huga: Að stórum hluta
erum við ábyrg fyrir eigin heilsu
og muna að það er aldrei of seint að
byrja,“ segir Albert að lokum. n
Nánari upplýsingar um nám-
skeiðið er að finna á heimasíðu
hans: alberteldar.is
Albert kennir fólki að
borða og lifa betur
Albert Eiríksson matarbloggari og lífskúnstner með meiru hefur þróað og
prófað lífsstílsnámskeið sem ber heitið Borðum og lifum betur. MYND/AÐSEND
sjofn@frettabladid.is
Þegar vetrarlegt er úti og snjórinn
fegrar umhverfið er yndislegur
tími til að laga ljúffenga súpu sem
yljar og kitlar bragðlaukana. Þessi
súpa er ein af þeim sem alltaf hitta
í mark og mun töfra matargestina
upp úr skónum.
Hægt er að sleppa kjúklingnum
og öllum dýraafurðum og gera
hana vegan. Allt hráefnið í þennan
rétt fæst í Bónus.
Dýrðleg kjúklingasúpa
fyrir 6
800 g kjúklingalundir eða
4 kjúklingabringur
Krydd lífsins frá Pottagöldrum,
kryddið eftir smekk
Ólífuolía til steikingar
Hitið pönnu á hellu á aðeins meira
en miðlungshita og setjið ólífuolíu
á.
Kjúklingalundir/bringur eru
skornar í bita, snöggsteiktar með
Kryddi lífsins og pipar. Kjúklinga-
bitarnir eru settir til hliðar meðan
súpan er löguð.
1 púrrulaukur
2 vorlaukar
2 grænar paprikur
2 rauðar paprikur
1 appelsínugul paprika
6 hvítlauksrif
Ólífuolía til steikingar
Byrjið á því að setja pott á hellu
stillta á miðlungs hita. Allt græn-
metið er saxað og brytjað smátt,
sett í pott og látið krauma í ólífu-
olíunni nokkrar mínútur eða þar
til grænmetið verður mjúkt.
Bætið eftirfarandi hráefni út í
pottinn með grænmetinu:
400 g rjómaostur
2 stórir grænmetis-súputeningar
(leysið upp í soðnu vatni, setjið
örlítið vatn í lítið mál)
2 stórir kjúklinga-súputeningar
(leysið upp í soðnu vatni, setjið
örlítið vatn í lítið mál)
1 peli rjómi eða matreiðslurjómi
1,4 l vatn
4 dl kókosmjólk
1 flaska Heinz-chillisósa í litlu gler-
flöskunni
2 tsk. karrí
2 tsk. paprikuduft
Krydd lífsins, salt og grófur pipar
eftir smekk
1 dós/krukka niðursoðnir tómatar
Þegar allt hráefni er komið út í
pottinn er hrært reglulega í pott-
inum á miðlungs heitri hellu þar
til suðan kemur upp. Léttsteiktu
kjúklingabitarnir settir út í þegar
suðan er komin upp og látnir malla
í dágóða stund.
Ljúft er að framreiða kjúklinga-
súpuna með ítölsku, heimabökuðu
súrdeigsbrauði, svörtu Doritos-
snakki, rifnum osti, söxuðu
kóríander og sýrðum rjóma. Þetta
er ómótstæðilega ljúffengt saman.
Njótið og verði ykkur að góðu. n
Kjúklingasúpa sem yljar
Kjúklingasúpa sem kitlar bragðlauk-
ana á köldum vetrarkvöldum.
Gulli Arnar hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og töfrar fram dýrðlega smá-
rétti og eftirrétti alla daga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
6 kynningarblað A L LT 7. janúar 2023 LAUGARDAGUR