Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2023, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 07.01.2023, Qupperneq 48
Fyrsta kvikmynd leikstjórans Elsu Maríu Jakobsdóttur í fullri lengd er nú sýnd í kvik- myndahúsum. Myndin fjallar á gamansaman hátt um leyndarmál og vináttu. Elsa ræðir myndina og lífið. Ég er mjög spennt en mér líður líka bara vel með myndina og ég er mjög ánægð með hana,“ segir leikstjórinn og handrits- höfundurinn Elsa María Jakobs- dóttir um kvikmynd sína Villibráð. Myndin er fyrsta mynd Elsu í fullri lengd en Villibráð var frum- sýnd í gær. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli og ég er með hálfgert samviskubit yfir því að enginn hafi þjáðst við gerð þessarar myndar,“ segir Elsa glettin. „Ég var búin að vera svona tvö ár á undan, eftir að ég kláraði danska kvikmyndaskólann, að púsla saman og koma að nokkrum verkefnum sem einhvern veginn röknuðu öll upp og urðu að engu. Það voru mjög frústrerandi ferlar og prósessar og þess vegna er allt við þetta alveg frá byrjun svo þægilegt, allt hefur gengið svo vel,“ segir Elsa. Villibráð fjallar á gamansaman hátt um sjö vini sem hittast í mat- arboði í Vesturbænum. Í boðinu ákveða þau að fara í leik. Hann felst í því að allir setja símana sína á borðið og öll fallast þau á að öllum símtölum og skilaboðum sem berast verði deilt með samkomunni. Til- gangurinn er að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela, en sú er kannski ekki raunin. Villibráð er endurgerð af ítalskri kvikmynd sem hefur verið endur- gerð í fjölmörgum löndum á fjöl- mörgum tungumálum svo sem á Spáni, í Tyrklandi, Frakklandi, Ind- landi og Kína. „Þórir Snær, sambýlismaður minn, og dreifingarfyrirtækið hans var með réttinn á þessari mynd og hann var búinn að vera að máta þetta við aðra leikstjóra og spurði mig svo hvort ég hefði áhuga. Í fyrstu hafði ég það ekki og fannst það ekki vera fyrir mig að endurgera ítalska bíómynd,“ segir Elsa. „Ég var að vinna að orginal efni og var algjörlega með hugann við það en svo vorum við að ræða þetta og hann gaf mér 24 tíma til að svara sér,“ segir Elsa, „Ég var búin að vera smá súr við hann fyrst, hvort hann ætlaði ekki að bjóða mér þetta, og eiginlega bara til að geta sagt nei við hann en svo þegar ég fór raunverulega að hugsa þetta þá fannst mér þetta góð hugmynd,“ segir Elsa en sambýlis- maður hennar er Þórir Snær Sigur- jónsson einn eigandi og stofnandi framleiðslufyrirtækisins Zik Zak, kvikmynda og framkvæmdastjóri dreifingar- og framleiðslufyrir- tækisins Scanbox. Hrædd við að verða ólétt Elsa og Þórir kynntust á 27 ára afmælisdegi Elsu fyrir tæpum fjór- tán árum og eiga nú saman tvær dætur. „Við kynntumst bara uppi á hátalaraboxi á Ellefunni, mjög bei- sik,“ segir Elsa og hlær. „Við höfum meira og minna verið saman síðan. Vorum í fjarsambandi fyrstu árin en hann bjó í Danmörku þegar við kynntumst og svo f lyt ég til hans þangað. Núna búum við bæði hér og í Danmörku, erum með heimili í Vesturbænum og í Kaupmannahöfn og eigum tvær stelpur svo þetta hefur tekið miklum breytingum.“ Dætur Elsu og Þóris eru níu mánaða og þriggja ára. Hún segist ánægð með að hafa eignast börn með stuttu millibili en að hún hafi ekki alltaf séð það fyrir sér. „Ég ólst að mestu upp á Húsa- vík en f lutti svo til Reykjavíkur á menntaskólaaldri, fer með æsku- ástinni hingað og byrja í MH,“ segir Elsa. „Þegar ég var sextán ára voru alveg nokkrar bekkjarsystur mínar á Húsavík komnar með börn, það var algengt að trúlofa sig á þeim aldri og það voru margir snemma í mörgu,“ segir hún. „Ég tók alveg þátt í þessu en var alltaf brjálæðislega hrædd við að verða ólétt. Ég var svo hrædd um að ef það myndi gerast kæmist ég aldr- ei frá Húsavík, þyrfti bara að halda áfram að vinna í Essó-sjoppunni og flippa börgerum,“ segir Elsa. „Það er ekki fyrr en eftir þrítugt að ég fer einhvern veginn að opna á Elsa María stundaði nám í leikstjórn í Danska kvik- myndaskól- anum. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að komast inn í skólann. Fréttablaðið/ Ernir Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is Þetta er allt sem ég var búin að óska mér Ég tók alveg þátt í þessu en var alltaf brjálæðislega hrædd við að verða ólétt. Ég var svo hrædd um að ef það myndi gerast þá kæmist ég aldrei frá Húsavík. 20 Helgin 7. janúar 2023 LAUGARDAGURFrÉttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.