Fréttablaðið - 12.01.2023, Síða 21

Fréttablaðið - 12.01.2023, Síða 21
Ertu hjátrúarfullur fyrir leik? „Nei, engin hjátrú hjá mér.“ Hvernig bíl ekurðu? „Audi Q7 jeppa.“ Ef þú ættir að leyfa þér einhverja svindlmáltíð, hvernig myndi hún líta út? „Það yrði bara beisik pitsa eða hamborgari.“ Hver er herbergisfélagi þinn í landsliðsverk- efnum? „Bjarki Már Elísson.“ Ertu hjátrúarfullur fyrir leik? „Ég var rosalega hjátrúarfullur og það mikið að ég hætti því á endanum og gerði allt til þess að vera ekki hjátrúarfullur, það var hjátrú út af fyrir sig. Þetta lýsti sér þannig að ég gerði allt öfugt við það sem ég hafði tamið mér á leikdegi. Í tengslum við landsliðið þá reyni ég að halda eins mikilli rútínu og ég get. Ég er orðinn það gamall í þessu að ég veit nokkurn veginn hvað virkar fyrir mig. Þetta er bara eitthvað sem hentar mér vel varðandi næringu, rútínu og svefn. Svo þegar leikurinn er flautaður á þá kyssi ég stangirnar þrjár á markinu og línuna á gólfinu fyrir þau fjögur börn sem ég á.“ Hvernig bíl ekurðu? „Ég er á Volvo XC 90 núna frá Bílaleigu Akureyrar.“ Ef þú ættir að leyfa þér einhverja svindlmáltíð, hvernig myndi hún líta út? „Þá yrði fyrir valinu SS pulsa með öllu.“ Hver er herbergisfélagi þinn í landsliðsverk- efnum? „Það er Ólafur Guðmundsson.“ Hvað er það versta við hann sem herbergisfélaga? „Það sem fer mest i taugarnar á mér er þegar hann dettur í hnerrikast um miðja nótt. Hafði alveg þokkalegan skilning fyrir því þangað til ég komst að því að hann rumskaði ekki sjálfur við þessi 27 hnerr sem hann tók í röð núna fyrir þremur dögum klukkan 03.30.“ Ertu hjátrúarfullur fyrir leik? „Ég hlusta alltaf á sama playlistann og horfi á sömu fjögur YouTube-myndböndin. Myndbönd með tilþrifum frá Niklas Landin (landsliðsmarkverði Dana). Ég hef gert það síðan ég byrjaði á fullu í handbolt- anum og haldið í það.“ Hvernig bíl ekurðu? „Ég er á Audi A1, ég er rosalega lítill bílakall.“ Ef þú ættir að leyfa þér einhverja svindlmáltíð, hvernig myndi hún líta út? „Ég færi í KFC.“ Hver er herbergisfélagi þinn í landsliðsverkefnum? „Elvar Örn Jónsson.“ Hvað er það versta við hann sem herbergisfélaga? „Það versta er að vera með honum í herbergi eftir að ég hef tapað á móti honum í FIFA. Hann er mjög rólegur og fínn, skemmtilegur herbergisfélagi.“ Á bak við tjöldin hjá Strákunum okkar Við leituðum til nokkurra úr hópi Strákanna okkar til þess að svara laufléttum spurningum um sitt daglega líf, spurningum sem þeir fá jafnan ekki í viðtölum í tengslum við verkefni sín með íslenska landsliðinu. Ýmislegt fróðlegt kom í ljós, hver hefði til að mynda vitað um rútínu sem Björgvin Páll gerir fyrir hvern landsleik fyrir börnin sín? Eða þá staðreynd að Bjarki Már þyrfti alltaf að fá sér Nocco fyrir leik? aron@frettabladid.is Viktor Gísli Hallgrímsson 22 ára markvörður Nantes Ertu hjátrúarfullur fyrir leik? „Nei, í raun ekki. Ég reyni bara að gera líkamann eins kláran fyrir leik og ég get, hvað sem það felur í sér. En engin sérstök hjátrú, ég er alls ekki hjátrúarfullur.“ Hvernig bíl ekurðu? „Ég er á jeppa, Audi-jeppa.“ Ef þú ættir að leyfa þér ein- hverja svindlmáltíð, hvernig myndi hún líta út? „Ég er algjör nammigrís og get dottið vel í nammið. Reyni þó að passa mig eins og ég get.“ Hver er herbergisfélagi þinn í landsliðsverkefnum? „Það er Janus Daði Smára- son.“ Hvað er það versta við hann sem herbergisfélaga? „Hann á það til að vera mikill draslari. Það getur verið mikið drasl í kringum hann.“ Ómar Ingi Magnússon 25 ára leikmaður Magdeburg Björgvin Páll Gústavsson 37 ára markvörður Vals Aron Pálmarsson 32 ára leikmaður Álaborgar, brátt FH Hvað er það versta við hann sem herbergisfélaga? „Það versta við Bjarka, hann er 99% frábær og ótrúlega skemmti- legur gæi, en það eina slæma við hann er þegar trúðslætin í honum fara aðeins yfir strikið. Trúðurinn er skemmtilegur en svo velur hann stundum móment sem maður botnar ekkert í. Þá fær hann líka bara gott jæja frá manni. Það er það eina við hann en svo sem ekkert til að kvarta yfir.“ Ertu hjátrúarfullur fyrir leik? „Já, alveg eitthvað. Ég er samt þannig að ef eitthvað klikkar þá fer ég ekki á taugum. Ég á samt mína hefðbundnu rútínu fyrir leik, fæ mér til dæmis alltaf Nocco og er mikill Ramonade-maður þar. Svo tek ég alltaf liðkun í hádeginu á leik- degi. Þetta eru bara hlutir sem hafa fundið sér leið inn í rútínuna hjá mér. Sumir myndu segja að þetta væri rútína, aðrir hjátrú. Svo er þetta bara þannig að eftir því sem maður verður eldri, því vanafastari verður maður.“ Hvernig bíl ekurðu? „Ég er með bíl frá félaginu úti, SEAT Ar- ona. Ég valdi þann bíl ekki, bara fékk hann í hendurnar og það er ekkert sem mig langaði meira en eitthvað eitthvað annað. SEAT er einn af styrktaraðilum félagsins, maður réð engu í þessu.“ Ef þú ættir að leyfa þér einhverja svindlmáltíð, hvernig myndi hún líta út? „Ég myndi segja að góð pitsa yrði fyrir valinu þar. Góð pitsa eða hamborgari.“ Hver er herbergisfélagi þinn í landsliðsverkefnum? „Það er hann Aron Pálmarsson.“ Hvað er það versta við hann sem herbergisfélaga? „Það er nú ekki mikið, það var morgunfúlleiki. Aron var mjög fúll á morgnana og ég beið stundum með það að segja eitthvað við hann á morgnana þar til hann var búinn að segja eitthvað við mig. Hann hefur lagast mikið með aldrinum hvað þetta varðar. Það er oft mikill trúður í mér og þá koma stundir þar sem hann verður þreyttur á því. Ætli það sé ekki það leiðinlegasta við hann, að hann verði þreyttur á því.“ Bjarki Már Elísson 32 ára leikmaður Vezprém kynningarblað 7FIMMTUDAGUR 12. janúar 2023 HM í Handbolta 2023

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.