Fréttablaðið - 12.01.2023, Side 38

Fréttablaðið - 12.01.2023, Side 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Sólveig Anna segir að jakkarnir henti loftslaginu á Íslandi betur en stuttermabolir, enda kalt í veðri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir hugmyndina að jökkum samninganefndar Eflingar hafa kviknað á fyrirlestri hjá bandarískum verkalýðsfor- kólfi. Félagið fái fyrirspurnir frá fólki sem vilji kaupa jakka. odduraevar@frettabladid.is „Við höfum mikið verið að spá í baráttu verkafólks, ekki bara hér á Íslandi heldur líka úti um allan heim,“ segir Sólveig Anna Jóns- dóttir, formaður Eflingar, spurð að því hvaðan hugmyndin að svörtum bomber-jökkum samninganefndar Eflingar hafi komið. Nefndin hefur klæðst jökkunum í Karphúsinu undanfarnar vikur svo athygli hefur vakið. „Við höfum verið að kynna okkur baráttuna annars staðar og höfum meðal annars setið námskeið hjá verkalýðsfrömuði bandarískum sem heitir Jane McAlevey, sem hefur leitt mjög mikið af mjög árangurs- ríkum kjaraviðræðum og kjara- baráttu þar,“ segir Sólveig. „Í þessari rannsóknar vinnu okkar sáum við að það er alþekkt að fólk sem er í kjarasamningsvið- ræðum og kjarabaráttu sýni sam- stöðu hvert með öðru og sýni út í samfélagið að það tilheyri þá þeim hóp sem er í þessari kjarabaráttu, með því að klæðast þá stutterma- bolum og eða merkja sig með skýr- um hætti.“ Hún segir hópinn hafa hrifist af þessu. „Og viljum auðvitað einmitt geta sýnt að við erum fjölmennur hópur sem stendur saman. Það er kannski ekki alveg raunhæft fyrir fólk á Íslandi um haust og vetur að fara í stuttermaboli, þannig að við ákváðum að fá okkur jakka í stað- inn. Sem er þá það sem við gerðum.“ Tók langan tíma að velja jakkann? „Nei, það tók nú bara ekkert lang- an tíma. Þetta þurfa náttúrulega að vera jakkar sem eru smart og fara öllum og fólk vill fara í. Þannig að svartur, einfaldur jakki með merki uppfyllir þau skilyrði.“ Margir hafa líkt samninganefnd Eflingar við mótorhjólaklíku. „Já, ókei,“ segir Sólveig Anna hlæjandi þegar það er borið undir hana. „Við vorum samt ekkert að pæla í því sko. En þú veist, það getur alveg verið töff að vera í mótorhjólaklíku. Það er svona almennt í það minnsta álitið frekar kúl. En það var samt ekki það sem við vorum að spá, við vorum að horfa á þetta eins og ég segi, baráttu verkafólks í öðrum löndum og svo sökum almenns hitastigs hér þá fannst okkur stutt- ermabolir ekki alveg vera málið fyrir okkur, ekki það að það er auð- vitað líka alveg fínt að eiga stutt- ermaboli og kannski bara bætum við því við. En jakkarnir, þeir voru niðurstaðan.“ Hafið þið upplifað valdef lingu í jökkunum á fundunum? „Bara algjörlega. Ég meina, það er bara þannig að það er auðvitað mjög valdef landi fyrir okkur að koma saman í stóru samninganefnd- inni. Og öll barátta Eflingar síðustu ár hefur náttúrulega verið vald- eflandi fyrir okkur í félaginu. Við tókum þetta félag og breyttum því úr sofandi risa í öflugasta baráttu- félag verka- og láglaunafólks á þessu landi. Þannig að já, ég myndi segja að það að mæta saman í jökkunum sé að sjálfsögðu valdeflandi.“ Sólveig Anna bætir því við að mikill áhugi sé á jökkunum. „Við höfum fengið fyrirspurnir um það hvort það sé hægt að kaupa svona jakka, af því að fólki finnst þeir vera töff sko. Við erum ekki ennþá komin á þann stað en hver veit hvað verður.“ n Upplifa valdeflingu í bomber Það er ekki hægt að neita því að Eflingarfólk er nokkuð vígalegt í jökkunum. Þetta þurfa náttúrulega að vera jakkar sem eru smart og fara öllum og fólk vill fara í. 22 Lífið 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttablaðið Má bjóða þér blað dagsins? Stafrænar útgáfur Dreifikerfi Opnaðu myndavélina í snjalltækinu þínu og skannaðu QR kóðana

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.