Borgfirðingabók - 01.12.2011, Blaðsíða 17
17Borgfirðingabók 2011
og spilaði Kristín á það en ekki aðrir á heimilinu, en sumir gestanna
aftur á móti. Mesta söngfólkið í nágrenninu voru Hraunsnefssystur,
Stefanía, Olga og Svava, Stafholtssystkinin Sigurlaug (seinna kona
Þorsteins) Björn og Kristín og Jafnaskarðssystkinin Ásta og Sigur-
geir. Á þessum bæjum var hljóðfæri og talsverð söngiðkun. Vor og
haust var oft mikill gestagangur í kringum fjárrag og réttir og var t.
d. venjan að rekstrarmenn Borghreppinga áðu á Laxfossi og þægju
góðgerðir. Frændfólk kom stundum í heimsókn. Tvo bræður Snorra
sá ég, Jakob á Hreðavatni og Kristleif á Stóra-Kroppi sem kom alloft.
Þeir voru mjög ólíkir en skemmtilegir, hvor á sína vísu. Af átta syst-
kinum Guðrúnar, sem öll bjuggu innanhéraðs nema Ingibjörg sá ég
aðeins Herdísi á Varmalæk. Hún kom nokkuð oft í heimsókn. Aftur
á móti komu sum börn systkina Guðrúnar, t. d. Ingólfur á Akranesi,
sonur Jóns á Vindhæli, Kristinn Björnsson læknir sonur Steinunnar,
Jón Helgason ritstjóri sonur Oddnýjar og Björn Jakobsson kennari
sonur Herdísar. Af bróðurbörnum Snorra sá ég nokkur. Af börnum
Jakobs minnist ég fyrst Helgu, sem kom oft og var hvers manns hug-
ljúfi. Einnig sá ég Sumarliða, sem bjó um tíma í Árdal í Andakíl, og
Magnús, sem mér varð minnisstæðastur fyrir það að hann hafði einu
sinni meðferðis grammófón og plötur og spilaði fyrir heimilisfólkið.
Seinna hitti ég hann oft á Húsafelli þegar verið var að rannsaka
rústirnar á Reyðarfelli. Þorstein, sem kallaður var hreða, sá ég aldrei
nema rétt í svip, en hann var víðfrægur fyrir þrek og vinnuafköst.
Málfríður Einarsdóttir rithöfundur lýsir honum vel í einni bóka sinna.
Nokkrum börnum Kristleifs man ég eftir sem gestum: Þorsteini
bónda á Gullberastöðum, Þórði söngvara og menntaskólakennara,
Einari bónda í Runnum, Guðnýju konu Björns Jakobssonar, Jórunni
á Sturlu-Reykjum og Andrínu sem var húsfreyja í Stóru-Gröf og ég
hef áður minnst á. Þau voru mjög gervileg í sjón og dugandi fólk.
Tvo syni Björns í Bæ sá ég, þá Jón kaupmann (Bæjar-Jón) í Borgar-
nesi og Þorstein úr Bæ, guðfræðing og ævintýramann sem margar
sögur fara af. Hann var orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann
var einu sinni viku um kyrrt á Laxfossi þegar ég var unglingur og er
mér afar minnisstæður. Hann hafði á fyrri árum verið lengi búsettur
erlendis, bæði í Þýskalandi og Bandaríkjunum og hafði frá mörgu að
segja og margt um að tala. Hann átti orðið erfitt uppdráttar, settist upp
hjá frændum og kunningjum tíma og tíma en var víst ekki alls staðar
tekið eins vel og á Laxfossi. Málfríður Einarsdóttir rithöfundur segir