Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 135
135Borgfirðingabók 2011
sem þeir stóðu við, höfðu vatnskrús hjá sér og bundu tusku utan um
borinn neðst sem fylgdi honum niður eftir því sem holan dýpkaði,
svo að vatnið í holunni skvettist ekki upp á barminn. Holurnar voru
misdjúpar eftir því hvað þeim var ætlað að losa mikið og eftir fyrir-
stöðu. Dýnamítpatrónur voru svolítið lengri en byssupatrónur og fóru
mismargar í holu eftir dýpt. Var þess gætt að hún næði í botn með
trékrassa. Maður þurrkaði holuna vel upp með krassanum svo að ekki
væri bleyta í henni, og eins var mælt með krassanum að ekki yrðu bil
á milli patrónanna og haft svona rúmt fet niður að þeirri efstu, tóma-
rúm í holunni. Í efstu patrónuna var stungið hvellhettu, varð að hafa
gát á að hún blotnaði ekki. Í hvellhettuna tengdur púðurþráður, skorin
svo lítil rifa í endann svo betra væri að kveikja í honum með eldspýtu
þegar sprengja átti. Sjaldan var sprengt í fleiri holum en þremur til
fimm. Þegar allt var tilbúið var gengið með holunum, kveikt í og allir
fóru í fjarlægð eða inn í skúr, því að grjótið þeyttist hátt og dreift. Þá
var passað vel að telja hvellina. Það var smá bil á milli þeirra, sem
svaraði til þess tíma sem verið var að fara á milli holanna að kveikja
í, en þræðirnir voru allir jafnlangir. Ef það kom fyrir að hola sprakk
ekki var beðið nokkuð lengi að fara að henni. Það henti mjög sjaldan,
en þessvegna varð að vera vakandi með að telja hvellina. Svo var
farið að losa um það sem sprungið hafði og keyra út og aftur að bora,
Ég fór reglulega með borana til að láta skerpa þá og skipti þá við karl
neðst á Frakkastíg.
Um þessar mundir var Elías í risaframkvæmdum í Djúpuvík
á Ströndum, hafnarbætur og stórar húsbyggingar, síldarútgerð og
togara. Hann var með stórt barkskip á legunni og þar var tekið á móti
síld af öðrum togaranum, af hinum í landi. Vorið 1918 ræðst það
að ég fari norður og verði þar við grjótupptöku við hafnargarð sem
verið var að hlaða upp, og með mér fóru nokkrir sem unnu með mér
á Rauðará. Togarinn Íslendingur sem hann átti fór hlaðinn með fólk
og flutning, trésmiði, múrara, beykja og fleiri. Það voru þarna mörg
mötuneyti og aragrúi af fólki, skrifstofumenn o.fl. Maður kynntist
þessu fólki mjög lítið. Ég hafði tíu krónur í kaup á dag, fríar ferðir
og fæði sem var gott. Það var kaldranalegt að koma þarna fyrst um
vorið, snjór í húsasundum. Þarna var sama aðferð og á Rauðará með
grjótflutninginn, en það var stuttur flutningur á grjótinu og nóg af því,
þurfti lítið að sprengja, en laga það til svo það færi vel í hleðslu. Við
þetta var dólað yfir sumarið. Stöðin átti hest sem hét Stöðvar-Gráni