Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 269
269Borgfirðingabók 2011
inn með honum. Voru þeir einu launuðu starfsmenn félagsins. Hófu
þeir störf í byrjun janúar 2009. Treyst var á mikla sjálfboðavinnu
félaganna og gekk það eftir. Samið var við BM Vallá um raflagnir og
tókust góðir samningar þar um en töluvert var unnið í sjálfboðavinnu.
Í byrjun maí var gert hlé á verki en lokið við að gera salinn og áhorf-
endaaðstöðu klára og búið að ganga frá gólfi. Kom mikill fjöldi félaga
að því verki, en þeir félagar Guðjón og Grettir skiluðu góðri vinnu,
oft við erfiðar aðstæður, en fjárhagserfiðleikar fóru vaxandi er leið á
vorið. Í lok mars var staðan sú að salurinn var að mestu tilbúinn til
notkunar og nýttu ýmsir sér það. Eftir var að klára uppsetningu á
snyrtingum. Því var lokið í ágúst það ár, en þá var haldin í húsinu
landbúnaðarsýning er kallaðist Glætan. Var hún fjölsótt og reyndist
húsið vel í alla staði. Eins var unnið töluvert í bílastæðum og frágangi
lóðar. Nú höfðu hestamannafélögin stofnað annað félag, Selás ehf,
hvers hlutverk er að annast rekstur hússins, og leigir það félag húsið
af eignarhaldsfélaginu. Með þeim hætti kemur sveitarfélagið ekki að
rekstrinum. Hins vegar er það stór hluthafi í húsinu sjálfu. Á aðal-
fundi Vindáss ehf. í október 2009 urðu stjórnarskipti, markmiðið í
höfn, húsið risið svo sem að var stefnt í upphafi. Framkvæmdatími
var ekki langur eftir að framkvæmdir hófust á grunni hússins, eða rétt
um eitt ár. Þegar þetta er skrifað, í byrjun apríl 2011, er búið að leysa
fjármálavanda félagsins með góðri aðkomu Arionbanka og sveitar-
félagsins sem og hestamannafélaganna. Búið er að klára hesthúsið og
húsið komið í góða notkun og hefur sannað gildi sitt fyrir hesta-
mennsku hérna í Borgarbyggð. Í heild hefur verkefnið tekist vel,
markmið náðst og ljóst að þau skref sem tekin voru á aðalfundi Hmf.
Skugga árið 2003 hafa leitt hestamennskuna hér í Borgarbyggð og á
Vesturlandi á framfarabraut þótt á stundum hafi hægt miðað. En nú er
staðan sú að höllin, er hlotið hefur nafnið Faxaborg, þekkt nafn úr
hestamennsku hér á Vesturlandi, er risin, glæsilegt mannvirki sem
mun þjóna hestamönnum og hestamennsku hér í héraði og vonandi
standa undir þeim væntingum er til hallarinnar voru gerðar á sínum
tíma þegar til hennar var sáð. Núverandi stjórn Vindáss ehf. skipa
Stefán Logi Haraldsson form., Eiríkur Ólafsson og Bryndís Brynj-
ólfsdóttir.