Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 125
125Borgfirðingabók 2011
lifandi kindur til öreiga barnmargs bróður síns og vera þó efnaður.
Líklega hefur þetta verið í eina skiptið sem hann heimsótti bróður
sinn. Hjálpsemi og hugulsemi fer ekki eftir efnahag.
Ég man að faðir minn vann mikið við að rista stórtré með hand-
sög. Það var mesta púl. Þá fékkst ekki nema óhentugur viður. Hann
var vel hagur, þótti mjög góður vegghleðslumaður, vann töluvert við
veggjagerð við baðstofuna á Glitstöðum og eflaust víðar. Pabbi fór
stundum suður í Reykjavík þegar út á leið vetur, vann þá frammi á
Seltjarnarnesi á Lambastöðum, hafði sex krónur á viku og sendi heim
fiskmeti eða tros sem kallað var.
Fyrsta ferð mín að heiman var fyrir fermingu. Þá var ég hjásetu-
strákur á Steinum. Þorbjörn bróðir var þar þá vinnumaður. Mér leið
þar vel, nógur matur, en mér leiddist fyrst framan af. Baula blasti
við mér og ég leit oft fram til hennar, blessaðrar fjalladrottningar-
innar. Lönd Guðnabakka og Steina liggja saman og ég hitti stundum
Guðnabakka- smalann. Hann hafði úr og hjá honum lærði ég fyrst að
þekkja á klukku.
Um haustið eftir réttir fór ég heim með kaupið, gráan afsláttarhest.
Það var mikið kaup og margar máltíðir í svanga munna, því að lítið
var um kindaslátrun, en það var fyrirlitning á þeim sem lögðu hrossa-
kjöt sér til munns. Ég man að móðir mín átti bágt með að borða það,
en pabbi lét ekki á því bera. Ég man vel að þegar mamma kom úr
fjósinu á kvöldin gaf hún okkur bolla af mjólk og blóðmörssneið og
dreif okkur í rúmið svo við værum ekki að biðja um meira. Í rúminu
var heydýna, og togteppi var yfirsængin. Svo lét hún pilsið sitt ofan
á okkur, þegar hún fór að hátta sig. Ég man að það var stundum
blautt að neðan. Þó að ekki væru nema fáar kýr í fjósi, þekktist ekki
annað en kvenfólk færi að mjalta þær, hvernig sem viðraði. Ég held
að karlmönnum hafi þótt lítilsvirðing að mjöltum. Á Hraunsnefi var
vinnumaður, stór og mikill karl. Við vorum oft að glettast við hann.
Það var sagt að hann hefði verið á bæ einum ásamt kerlingu. Þau
voru eitthvað lauslega að draga sig saman. Hann var háttaður og þau
höfðu um fátt að skrafa, þangað til hún snýr sér að honum til að
segja eitthvað. „Viltu annars ekki pissa, Brandur?“ „Jú, takk, kannski
ég reyni það.“ Faðir hans varð úti og var mikið leitað að honum.
Þá sagði Brandur. „Nú, hvar getur maðurinn verið með þriggja álna
staf?“ Þetta var lengi haft að orðtaki þegar verið var að leita einhvers.
Einu sinni á Dysey hjálpaði ég honum að handsama fola sem var