Borgfirðingabók - 01.12.2011, Blaðsíða 194
194 Borgfirðingabók 2011
höldum leið okkar, niður með Löngugötugilinu að Fitjaá. Leiðin fram-
dalur er eingöngu fyrir gangandi, því fara þarf yfir rafmagnsgirðingu
sem þverar brekkurnar þegar hallar vel norðuraf. Þarna höfum við
Flóki Kristinsson komið fyrir ,,prílu“, þ.e. tröppu, svo yfirferð ætti
að vera vandalaus. Girt var árið 2002 með víðtæku samkomulagi
landeigenda og nær girðingin allt frá Geitabergsvatni í Svínadal inn í
Eiríksvatn sem kúrir austan Skúlafells og Bollafells og er uppspretta
Fitjaár. Ef hestamenn eru á ferðinni þurfa þeir að gæta að því að fara
Síldarmannagötur til vesturs við Tvívörður þar sem merkt er Vatns-
horn. Þá komast þeir um hlið sem er á girðingunni í Ytri-Selflóanum
og fara síðan ýmist gömlu þjóðleiðina niður að Vatnshornsbænum eða
sveigja af leiðinni og inn á línuveginn nyrðri sem fylgir Sultartanga-
línu 1 ofan í fram-Skorradal eða Grafardal í vestur. Á skiltunum við
Tvívörður eru leiðirnar aðgreindar með merkjum: Merki hestamanna
er eingöngu á Vatnshornsleiðinni en merki göngufólks á báðum. Von-
andi taka menn eftir slíkum leiðbeiningum og fylgja þeim.
Óvelkomnir fararskjótar
Því miður kemur það fyrir að vélfákum er beitt á Botnsheiði og væri
það út af fyrir sig í lagi ef menn færu þá eftir línuvegaslóðunum
sem bera vel bæði bíla og hjól. Það hefur hins vegar hent, og gerðist
einmitt vorið 2010, þegar við unnum að stikuíbótunum, að hátt í 10
,,krossarar“ komu á þeysingi yfir Skjálfandahæðir rétt í þann mund
sem við vorum að komast upp í Hæðirnar með klyfjar okkar um
Síldarmannagötur að norðan. Þetta var í maílok og frost enn í jörðu,
eins og fyrr segir. Skipti engum togum að þarna norðan í móti sukku
hjólin meira og minna í aurbleytu og skáru út hlíðina svo langt sem til
þeirra sást. Við reyndum að stöðva þessa ökufanta, en allt kom fyrir
ekki þar til einn þeirra sökk í, svo hjólið steyptist framyfir sig. Það
var mesta mildi að maðurinn hálsbrotnaði ekki, en enga iðrun sýndi
hann gagnvart meðferð þeirra félaga á jörðinni, heldur fullyrti að þeir
teldu sig vera ,,á götu“ þar sem Síldarmannagötur væru annars vegar.
Þeir ætluðu sér alls ekki að aka ,,utan vegar“, sagði hann. Bað ég
manninn að sjá til þess að þeir reyndu að laga eftir sig hroðann og
tók hann líklega í það. Aldrei varð ég þó vör við að því væri sinnt,
enda sorglega fá dæmi þess menn bæti ráð sitt ef þeir eru komnir ,,af
sporinu“ á annað borð! Svona flan er einmitt dæmi um það þegar
fólki hefur ekki verið kennt að bera virðingu, hvorki fyrir lögmálum