Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 237
237Borgfirðingabók 2011
Vann síðar hjá Reykjavíkurhöfn. Bogi Ólafsson Hjörsey Hraunhreppi
f. 1910 tók farmannapróf 1934, var skipstjóri hjá Eimskipafélagi
Reykjavíkur, Jöklum hf. og á m/s Eldvík hans eigin útgerð. Þorbjörn
Ásbjörnsson Borgarnesi f.1917 tók farmannapróf 1941. Var stýri-
maður og skipstjóri í afleysingum á m/s Laxfoss. Var síðar yfirtoll-
vörður í Reykjavík. Þorlákur Þórarinsson Ölvaldsstöðum Borgar-
hreppi f. 1924 lærði húsasmíði til meistararéttinda og starfaði sem
timburmaður hjá Eimskipafélaginu, tók farmannapróf 1954 og sigldi
sem stýrimaður og skipstjóri til starfsloka. Magnús Andrés Gilsson
Borgarnesi f.1926 tók farmannapróf frá Stýrimannaskólanum, var á
m/s Eldborg og m/s Laxfossi. Síðar varð hann stýrimaður og skipstjóri
á skipum Skipadeildar SÍS. Jón Þorsteinn Daníelsson Borgarnesi
f. 1927 tók farmannapróf 1950, sigldi á m/s Hafborg, m/s Laxfoss.
Var stýrimaður og skipstjóri um árabil á skipum Skipadeildar SÍS,
meðal annars Hamrafelli, 17000 tonna olíuskipi Skipadeildar. Síðar
verkstjóri hjá Skipadeild og Meitlinum í Þorlákshöfn Helgi Jónas
Ólafsson Borgarnesi f. 1930 tók fiskimannapróf 1950, farmanna-
próf 1952, var skipverji á m/s Hafborg, m/s Hvítá, m/s Eldborg,og
m/s Laxfossi. Síðar stýrimaður og skipstjóri á skipum Skipadeildar
SÍS, Björgunar h/f., Hafskipa h/f. og hjá Landhelgisgæslunni. Eftir
það starfsmaður ESSO. Einar Eggertsson Borgarnesi f.1930 tók
farmannapróf frá Stýrimannaskólanum, var á Eldborg, Laxfossi og
Hvítá. Sigldi á skipum Skipadeildar sem háseti og stýrimaður, en
var lengst af stýrimaður og skipstjóri á olíuskipinu Kyndli. Gunnar
Friðrik Valby Jónsson Indriðastöðum Skorradal f.1931 tók far-
mannapróf 1964, var á Eldborg og skipum Skipadeildar SÍS. Sigldi á
erlendum skipum víða um höf og var m.a. austur við Jövu á hjálpar-
skipum við olíuborpalla. Jón Þór Karlsson Borgarnesi f. 1933 tók
farmannapróf 1958. Var á m/s Eldborg MB-3 frá Borgarnesi og m/s
Eldborg GK-13 frá Hafnarfirði, sigldi á Öskju, Kötlu og varðskipum
ríkisins. Síðar stýrimaður og skipstjóri á skipum Eimskipafélags Ís-
lands. Sótti meðal annars skip til Kína. Roy Ólafsson Borgarnesi f.
1933 var á Eldborg og m/s Pólstjörnunni með föður sínum og bróður.
Tók farmannapróf 1957. Var síðan stýrimaður og skipstjóri hjá Eim-
skip og Hafskip. Varð síðar hafnsögumaður við Reykjavíkurhöfn
Sigurbjörn Ólafur Ragnarsson Borgarnesi f. 1938 tók fiskimanna-
próf 1963, sigldi á Eldborg og Akraborg og var stýrimaður á togara
BÚR Ingólfi Arnarsyni og hjá Tryggva Ófeigssyni á Neptúnusi og