Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2011, Blaðsíða 231

Borgfirðingabók - 01.12.2011, Blaðsíða 231
231Borgfirðingabók 2011 2000 stóð félagið fyrir svokallaðri Tófugleði sem ætlað var að brúa bil skemmtanaglaðra félagsmanna á milli þorrablóta. Þar var boðið uppá skemmtidagskrá og slegið upp dansleik á eftir. Þrátt fyrir að hinum landsfræga skemmtikrafti Ómari Ragnarssyni væri tjaldað til sem leynigesti í fyrra skiptið reyndist ekki grundvöllur fyrir þessum skemmtunum og lögðust þær því af. Á síðari áratugum hélt félagið jólatrésskemmtanir þar sem dansað var kringum jólatréð og sveinki og bræður hans lítu jafnan við með eitthvað gómsætt í pokahorninu fyrir börnin. Þessar skemmtanir voru jafnan vel sóttar, en undir það síðasta var heldur tekið að fækka í salnum, enda jólaböll að ryðja sér mjög til rúms víða hjá hinum ýmsu starfsmannafélögum. Í annað sinn á ævi sinni lagðist félagið í hálfgerðan dvala, í þetta sinn árið 2003, og lagðist starfsemin að mestu niður þó þorrablót félagsins hafi ætíð verið haldið og staðið vel fyrir sínu. Í janúar árið 2009 þótti nokkrum félagsmönnum reynandi að blása auknu lífi í félagið, ekki hvað síst vegna þeirrar staðreyndar að stórafmæli væri í nánd. Boðað var til félagsfundar þar sem ákveðið var að koma fé- laginu á réttan kjöl á nýjan leik. Í kjölfarið stofnaði ný stjórn félagsins fésbókarsíðu á netinu og fréttabréfið Þrastarunginn leit dagsins ljós í fyrsta sinn. Svipuð fréttabréf, nafnlaus þó, voru gefin út 15 árum fyrr með fréttum úr starfi félagsins, en segja má að samskiptasíðan og Þrastarunginn séu liður í því starfi stjórnarinnar að styrkja sam- bandið við félagsmenn. Þá var í fyrra bryddað upp á þeirri nýjung að efna til skautaferðar til Reykjavíkur fyrir íbúa í Hvalfjarðarsveit var þó einkum höfðað til barna. Skemmst er frá því að segja að þátttaka var mjög góð og ferðin þótti takast vel í alla staði. Vonandi verður um árlegan viðburð að ræða í framtíðinni. Þá var Jónsmessugangan einnig endurvakin við góðan orðstír. Eins og áður greinir fagnaði félagið 60 ára afmæli sínu síðastliðið haust og efnt var til afmælisfagnaðar í Miðgarði þann 9. október. Skipuð var sérstök afmælisnefnd sem starfaði með stjórn félagsins að skipulagningunni. Þar var starfsemi liðinna ára rifjuð upp á ýmsan hátt og boðið uppá skemmtiatriði. Meðal annars var gamalt myndefni frá starfi félagsins sýnt á breiðtjaldi, en um langt árabil voru þorra- blót félagsins tekin upp á myndband. Það verður að teljast mikill fengur að því efni, ekki hvað síst þegar lengra líður frá viðburðunum. Eftirlifandi stofnmeðlimum var sérstaklega boðið til þessa afmælis- fagnaðar og voru þeir heiðraðir fyrir framlag sitt. Sex stofnfélagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286

x

Borgfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.