Borgfirðingabók - 01.12.2011, Blaðsíða 77
77Borgfirðingabók 2011
var bróðir Einars á Heggstöðum, Ólafur er trésmiður og er mesti
dugnaðarmaður. Hann er tvígiftur. Sigurður Bárðarson af Mýrum, á
áttræðisaldri, myndarbóndi. Hann á þrjá gjörfulega sonu, auk dætra,
og eru þeir allir mentamenn. Þorsteinn frá Ánabrekku, hann á dálitla
bújörð. Helga Jónasdóttir systir Jósafats ættfræðings, hún er dugnaðar-
kona, hún á þrjár dætur uppkomnar allar giftar. Helga býr ein í húsi
sínu og tekur mikinn þátt í íslenzkum félögum hún mun hafa tvígiftst,
fyrri maður hennar týndist, en sá síðari skaut sig. Kristín Þorsteins-
dóttir frá Hæli og ættmenn hennar margir, dugnaðarfólk og tel ég þar
fremsta Þorstein Guðmundsson Torfasonar og þrjá sonu Jakobs frá
Breiða, trésmiðir, tveir aðrir Jakobssynir eru í Canada. Þuríður Jónas-
dóttir frá Fögruskógum í Kolbeinsstaðahrepp og synir hennar tveir,
Jón og Guðmundur Magnússynir. Jón er trésmiður og þykir duglegur
maður og góður í íslenskum félagsskap. Hann á vandað íveruhús og
er kvæntur og á son, Guðmundur ólst upp á sveit í Stafholtstungum.
Hann vinnur mest í skógi hér vestra, segja sumir að hann eyði öllu því
sem hann vinnur fyrir aðrir bera það til baka, eins og gerist og gengur.
Jón Jónsson frá Veiðilæk, hann er skinsamur maður og skáld gott og
hefur víða farið. Jón verzlar með smávöru svo sem kaffi sykur tóbak
og því um líkt. Þorbergur Eiríksson frá Álftárbakka og kona hans frá
Dúskoti í Reykjavík, þau eru skilin. Hann stundar sjó. Árni Einars-
son úr Lundarreykjadal, hann á jörð og stundar byggingavinnu að
nokkru leyti, er einhleypur maður. Kolbeinn Siggeirsson Þórðarsonar
úr Hálsasveit, hann er prentari, myndar og mentamaður, svo er einnig
hans fólk. Jón Árnason fæddur á Borg, son Árna prests sem þar var
en síðar á Skútustöðum á norðurlandi, Jón er læknir, lipur maður og
duglegur. Benedikt Hjálmsson frá Hamri í Þverárhlíð vinnur algenga
vinnu hér og þar. Hann er Canadamegin á ströndinni. Þórdýs Bjarna-
dóttir á níræðisaldri og hennar Börn, Eybjörn og Ragnhildur, bæði
búsett, Ragnhildur er ekkja og á fjögur börn. Guðbjörg kona Gests
sem var á Akranesi og Guðfinna dóttir hennar, gift manni af austur-
landi. Þau eiga uppkomin börn, mjög myndarleg. Jón Jónsson múrari
úr Melasveit, hann var lengi í Noregi og kvæntist þar. Hann er í ætt við
Kl. Jóns. Guðrún hét móðir hans Einarsdóttir.
Suður í Californíu-ríki er Jóhannes Sveinsson frá Kletti. Þar
suðurfrá er einnig Jón Ólafsson trésmiður frá Skálpastöðum. Hann er
mikill maður og sterkur en sumir segja að hann haldi ekki vel saman
kaupinu sínu. Norður í Canada er Halldór frá Langholti, Jósafat ætt-