Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 208
208 Borgfirðingabók 2011
í góðu samstarfi
við Bændasamtök
Íslands, búgreina-
félög, búnaðarsam-
böndin og einstaka
bændur um allt land.
Einnig Landbúnað-
arháskóla Íslands
og aðrar landbún-
aðarstofnanir, svo og
opinberar stofnanir.
Árleg yfirlit yfir
starfsemi stofnunar-
innar eru birt í árs-
skýrslum sem hafa
komið út fyrir hvert ár frá 1990. Þær er hægt að skoða á heimasíðu
stofnunarinnar www.hag.is ásamt öðrum útgefnum skýrslum.
Meginstarfsemi Hagþjónustu landbúnaðarins hefur verið sam-
kvæmt stofnlögum að vinna árlegan gagnagrunn úr búreikningum
bænda. Sú vinna hefur aukist ár frá ári frá stofnun og er gefin út
skýrsla um „Niðurstöður búreikninga“ ár hvert. Árið 2010 var birt
skýrsla fyrir árið 2009, sem er 144 blaðsíður að stærð. Þar kemur
meðal annars fram að það ár bárust 353 búreikningar frá bújörðum
með nautgripa- og sauðfjárrækt. Nautgriparæktarbúin voru með 31%
heildarinnleggs mjólkur á því ári en sauðfjárbúin með 13,5% heildar-
innleggs í kindakjöti. Einnig eru í ritinu upplýsingar um rekstur og
efnahag búa/fyrirtækja í öðrum greinum svo sem: Blóma-, garð-
plöntu-, grænmetis- og kartöflurækt. Þá er einnig fjallað um rekstur
og efnahag samkvæmt ársreikningauppgjöri í hrossa-, loðdýra-,
svína-, kjúklinga- og kartöflurækt ásamt eggja-,blóma-, grænmetis-
og garðplöntuframleiðslu. Margt fleira er áhugavert í skýrslunni, sem
er vistuð á heimasíðunni undir „útgáfa“.
Þá hefur Hagþjónusta landbúnaðarins tekið saman annað hvert
ár almennar tölulegar upplýsingar um íslenskan landbúnað í ritið
„Hagur landbúnaðarins“, sem er nú síðari ár eingöngu birt á heimasíðu
stofnunarinnar undir Hagskýrslur. Ritið skiptist í nokkra kafla sem
eru: Almennt um landið, bújarðir, vinnuafl, fjármunir, búfé, aðföng í
landbúnaði, framleiðsla búvara, verðlagsmál, búvöruframleiðendur,
Gamla skólahúsið 1990-2003 (Mynd Guðrún J.)
Hvanneyrargata 3. 2003-2011 (Mynd Jón G.).