Borgfirðingabók - 01.12.2011, Blaðsíða 216
216 Borgfirðingabók 2011
Borgarfjarðar hafi boðið til fjölbreytilegra tónleika víða um héraðið,
stutt ungt fólk, sem lagt hefur á listabrautina og auðgað tónlistarlíf og
tónlistariðkun heimamanna.
Félagar þess telja tæpt hundrað og sýna félaginu tryggð með að
greiða samviskusamlega árgjald að hausti, en fyrir það fá þeir aðgang
fyrir tvo að öllum tónleikum hvers starfsárs, sem hefst að hausti og
lýkur að vori. Þeir sækja líka gjarnan tónleika og tryggja auk annarra
nokkuð jafna aðsókn. Meðaltalsfjöldi tónleikagesta gæti án ábyrgðar
talist vera 50, og við það þykist stjórnin vel geta unað.
Um þessar mundir verða ýmsir fyrir niðurskurði almannasjóða
og fjárhagur fólks hefur beðið umtalsverðan hnekki. Samt sem áður
hefur félaginu tekist að halda sjó. Það ber að þakka stuðningi sveitar-
félagsins, Tónlistarsjóði ríkisins og Menningarráði Vesturlands, sem
hefur staðið sérlega vel við bakið á félaginu. Auk þess mætir félagið
skilningi hjá listafólki og þeim sem ljá því húsnæði til tónleika. Þá
ber einnig að nefna að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri gerir
vel við félagið varðandi fjölföldun á dreifibréfum, sem send eru út
fyrir hverja tónleika. Þá má einnig geta þess að fjölmiðill okkar,
Skessuhorn, hefur ávallt tekið fréttatilkynningum okkar vel og birt
þær. Allur ofantalinn stuðningur er mikilvægur og ber að þakka hér.
Það hefur áður komið fram í umfjöllun um Tónlistarfélag Borgar-
fjarðar að fyrirkomulag á starfi þess er um margt frábrugðið öðrum
félögum. Félagsfundir eru ekki aðrir en tónleikarnir sem það heldur
og stjórnin heldur félaginu gangandi án þess að sækja umboð sitt
reglulega til félaganna. Þegar endurnýjunar er þörf er leitað liðsinnis
velviljaðra samferðamanna. Þannig leiddu upphafsmenn, þeir Jakob
Jónsson á Varmalæk og Friðjón Sveinbjörnsson sparisjóðsstjóri,
sem báðir hafa kvatt þennan heim, það í annarra hendur. Með þeim
starfaði í þessum anda Hjörtur Þórarinsson fyrrv. skólastjóri á
Kleppjárnsreykjum, sem þá var fluttur af svæðinu og hafði látið af
stjórnarstörfum. Það er von okkar, sem í stjórn sitjum, að enn um sinn
blómstri félagið og nái háum aldri. Að því viljum við gjarnan starfa.
Reykholti, 27. mars 2011
f. hönd stjórnar, Jónína Eiríksdóttir, Reykholti
Aðrar í stjórn: Anna Guðmundsdóttir á Borg, Margrét Guðjóns-
dóttir á Hvassafelli og Steinunn S. Ingólfsdóttir á Hvanneyri.