Borgfirðingabók - 01.12.2011, Blaðsíða 196
196 Borgfirðingabók 2011
Aftur að vörðunni í Botnsdal
Mig bar af leið í frásögninni strax við upphaf ferðarinnar þar sem
varðan góða leiddi hugann sem örskot fram og aftur heiðina og til og
frá í tíma. Við skulum snúa huganum frá vangaveltum um ,,frelsi“ og
aftur að upphafspunkti við vörðuna góðu við þjóðveginn, sem best
gæti fengið nafnið Guðjón. Hægt er að opna á vesturhlið hennar lúgu
á blikkboxi sem Lárus Lárusson blikksmiður útbjó og við Jón Val-
garðsson steyptum fast eitt vorið. Þarna hefur lengi staðið til að koma
fyrir fróðleiksmolum til vegfarenda, en einhvern veginn hefur það
ekki komist í verk. Kannski enginn viti almennilega hver á að sjá um
slíka ,,mola“, en áður en varir verður eflaust búið að bæta úr þessu.
Að sinni fylgjum við því stikum og vörðum upp Síldarmannabrekk-
urnar og lítum sem oftast um öxl til að virða fyrir okkur útsýnið. Hér
eru örnefni á hverju strái og umhugsunarefni öllum sem áhuga hafa á
öðru en að arka bara sem ákafast. Það vill þó til að kleifarnar hækka
landið upp á brún um 360 metra og því þurfa flestir að kasta mæðinni
oft þessa rúmu 2 km upp brekkurnar. Sjálf hef ég aldrei farið með
hesta hér upp, hvað þá klyfjaða, en ég get ímyndað mér að aðgæslu
þurfi til að sneiða rétt í hallann og ef skreipt er í spori er hætt við að
leiðin verði nokkuð tafsöm upp í Reiðskarð.
Rétt áður en farið er uppúr Reiðskarði í brúninni er kjörið fyrir
göngumann að fleygja sér á efsta hjalla og hugsa ráð sitt. Nú er
síðasta tækifærið til að virða fyrir sér útsýn yfir Botnsvoginn, og
ef við höfum áhuga á sögunni í umhverfinu, þá er Harðar saga og
Hólmverja alveg kjörinn ferðafélagi, því Botnsdalurinn er að hluta
sögusvið hennar sem og Skorradalurinn. Lesa má valda kafla þegar
hér er komið í brekkuna og benda til dæmis á Kötlugróf sem er í
slakka neðst í hlíðinni utan við Hlaðhamar. Sagan segir að þar hafi
barist til úrslita Þorbjörg katla og Þorgríma smiðkona hin fjölkunn-
uga. ,,Þær voru allar rifnar og skornar í sundur í stykki og reimt þykir
þar síðan vera hjá kumlum þeirra.“ Þá eru leiddar líkur að því að þær
hafi slegist um hringinn Sótanaut sem ,,aldrei fannst síðan“, svo það
er alveg þess virði að líta grófina augum áður en gengið er lengra og
láta ímyndun ráða för. Er þarna kannski bæði dys og glys?
Ef við erum í rómantískum hugleiðingum má fara hér með hend-
ingu eftir Sigurð Helgason frá Jörfa. Við getum séð hann fyrir okkur
á siglingu inn fjörðinn og fer mikinn, ekkillinn á biðilsbuxunum,
léttur í skapi, laus við sorgarský og yrkir: Byrinn vina býður koss,